Morgunblaðið - 20.04.1999, Page 32

Morgunblaðið - 20.04.1999, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAYÍU Serbneskur almenningur óttast mengun og eiturgufur af völdum loftárása NATO 500 árásar- ferðir á einum degi Reuters REYKMENGUN hvílir yfir Belgrad eftir loftárás NATO á efnaverksmidju í bænum Pancevo nærri höfuðborginni. Hinn 25. dag árásanna var ráðist á olíuhreinsistöðvar og efnaverksmiðjur í Belgrad, Pancevo, Uzice og Novi Sad. ARASIRNAR Belgrad, Brussel. Reuters. LOFTÁRÁSUM Atlantshafs- bandalagsins (NATO) á skotmörk í Júgóslavíu var haldið áfram í gær eftir árásir helgarinnar sem voru harðasta árásarlotan í stríðinu á Balkanskaga til þessa. Talsmenn NATO sögðu á sunnudag að yfír 500 árásarferðir höfðu verið farnar á einum sólarhring og að ráðist hefði verið á herflutningabfla, júgóslavneskar MiG-21 orrustuþot- ur á jörðu niðri, auk olíu- og vopna- verksmiðja. I gær var sprengjum vai'pað á efnaverksmiðju í Novi Sad, annarri stærstu borg Serbíu, og í Baric, um 17 km suðvestur af Belgrad, höfuðborg landsins. Ser- bneskar fréttastöðvar fuflyi-tu að stjómarbyggingar í Novi Sad hefðu verið sprengdar í loft upp. Serbneskar sjónvarpsstöðvar sögðu ennfremur frá árásum á borgimar Ki-aljevo í miðju lands- ins, Subotica nærri landamærun- um við Ungverjaland, og Pristina héraðshöfustað Kosovo. Þrjú flug- skeyti lentu á herskálum júgóslav- neska hersins í borginni Paracin, í suðausturhluta Serbíu. Þá var brú yfír Dóná við landamæri Serbíu og Króatíu eyðilögð en brúin, sem stendur við borgirnar Palanka í Serbíu og Uok í Króatíu, er aðal- samgöngutenging ríkjanna. Serbnesk stjórnvöld leituðust við að hughreysta almenning vegna óttans við mengun og eiturgufur sem stigið hafa upp af olíu- og efnaverksmiðjum sem sprengdai’ hafa verið. Sögðu þau að enn staf- aði fólki ekki hætta af menguninni en að miklar varúðarráðstafanir yrðu viðhafðar. Tanjug-fréttastof- an sagði frá því í gær að íbúum í borginni Novi Sad, hefði verið ráð- lagt að halda sig innan dyra og anda í gegnum vasaklúta sem bleyttir hefðu verið með vatni og matarsóda. Er talið að austlægir vindar beri reykmengun yfir borg- ina. Loftárásum NATO hefur oft verið beint að olíuvinnslustöð í út- jaðri borgarinnar. Apache-árásarþyrlurnar berast til Albaniu Júgóslavneskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að fjórir slökkviliðsmenn hefðu orðið fyrir alvarlegri reykeitmn í borginni Pancevo, þar sem þeir reyndu að slökkva elda eftir eina árásina. Þá var greint frá því að í Batajnica- hverfí Belgradborgar hefðu nokkrir einstaklingar slasast al- varlega í kjölfar flugskeytaárásar, þ.á m. þriggja ára gömul stúlka sem síðar var sögð hafa látist af sárum sínum. Serbneskir embætt- ismenn hafa fullyrt að um 500 Júgóslavar hafí farist og 4.000 hafí særst alvarlega fyrstu þrjár vikur árásanna. Þá telja þeir að um 100.000 manns hafí misst störf sín í kjölfar árásanna en atvinnuleysi var um 20% áður en til loft- árásanna kom. Um 500 bandarískar orrustuþot- ur og herflugvélar taka um þessar mundir þátt í hemaðaraðgerðum NATO í Júgóslavíu og er talið að sú tala geti hækkað í 800 á næst- unni. Fyrstu Apache-árásar- þyrlurnar hafa nú verið að berast til Albaníu og hefur Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagt að þær verði notaðar til árása í vik- unni. finndu frelsið í fordfiesta á aðeins milljón og tólf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.