Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 4

Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Islending- urinn enn ófundinn í Bretlandi Ragiiar Signijónsson ÍSLENSKUR maður, Ragnar Sig- urjónsson, 57 ára að aldri, sem hef- ur verið saknað í Bretlandi á þriðju viku, er enn ófund- inn samkvæmt upplýsingum bresku lögreglunn- ar, sem rannsakar hvarf hans. Ragnar fór til Bretlands frá Is- landi 2. apríl og samkvæmt upplýs- ingum frá Scotland Yard yfirgaf hann hótel sitt 6. apríl en hafði verið í stöðugu sambandi við eiginkonu sína fram að því. Hinn 8. apríl til- kynnti eiginkona Ragnars lögregl- unni á Islandi að hans væri saknað. Sendi utanríkisráðuneytið íslenska sendiráðinu í London boð um að biðja bresku lögregluna að hefja leit að Ragnari. Sú leit hefur ekki borið árangur enn. Samkvæmt upplýsingum Scotland Yard var talið að Ragnar hefði ætlað að halda til fundar við mann að nafni Nigel Franeis. Að sögn lögreglunnar hringdi nefndur Francis í lögregluna í fyrradag og staðfesti að hafa talað í síma við Ragnar milli 2. og 5. apríl en sagðist ekki hafa hitt hann persónulega. Aðrar áþreifanlegar vísbendingar hefur lögreglan ekki um afdrif Ragnai’s en lögreglan leitar fólks sem gefið gæti frekari upplýsingar um ferðir hans. Ekki er um glæparannsókn að ræða af hálfu Scotland Yard, en þrátt fyrir að lögreglan álíti ekki að neitt gi-unsamlegt hafi átt sér stað beinist rannsókn hennar engu að síður að því að kanna alla hugsan- lega möguleika á því hvort Ragnar hafi tengst glæpsamlegri háttsemi á einn eða annan hátt, þar á meðal hvort hann hafi orðið fórnarlamb glæps. Ennfremur er rannsakað hvort hvarf hans tengist útflutn- ingsviðskiptum hans með fisk til Ní- geríu. Ný Boeing 757-200 þota, Valdís, bætist í flota Flugleiða Samræmdu prófin hóf- ust í gær UM 4.200 nemendur í tíunda bekk grunnskóla um allt land, meðal annars um tvö hundruð nemendur í Hagaskóla, urðu í gær að loka úti sólskinið og leysa samræmdar íslensku- þrautir. Einbeitingin í svip tí- undu bekkinga Hagaskóla leynir sér ekki á þessari mynd. Samræmdu prófín standa fram á þriðjudag og prófað er í ísiensku, stærðfræði, ensku og dönsku auk þess sem þeir nem- endur sem búið hafa í Noregi eða Svíþjóð eru prófaðir í norsku eða sænsku. Buin nýjum og fullkomnum j’arðvara NY BOEING 757-200 þota bættist í gær í flugflota Flugleiða og er hún sjötta vél þessarar tegundar í rekstri félagsins. Við móttökuathöfn sem haldin var á Keflavíkurflugvelli síð- degis í gær gaf eiginkona samgöngu- ráðherra, frú Kristrún Eymunds- dóttir, nýju flugvélinni nafnið Valdís. Við athöfnina sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, að nýja vélin væri tákn um sóknarvilja starfsmanna og stjómar félagsins. „Flugleiðir hafa byrjað nýtt endur- nýjunarskeið og til viðbótar við þessa flugvél á félagið fjórar aðrar í fastri pöntun hjá Boeing-verksmiðj- unum sem koma í stað eldri véla sem félagið hefur þegar selt.“ „Á liðnum fimm árum hefur ferð- um Flugleiða til og frá landinu fjölg- að um tæp 55%,“ segir í fréttatil- kynningu frá félaginu. Þar kemur fram að fyrstu þrjá mánuði ársins hafi ferðamönnum fjölgað um 26% frá íyrra ári. Tekur 189 farþega „Nýja vélin tekur 189 farþega og uppfyllir ströngustu skilmála um ör- yggi og umhverfísþætti, þ.m.t. út- blástur og hávaða. Vélin er fyrsta Boeing 757-200 flugvélin í heiminum sem búin er nýrri og fullkomnari gerð af jarðvara (TAWS: Terrain Avoidance Warning System) sem getur varað flugmenn við hættum í Morgunblaðið/RAX SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða fylgdist brosandi með þegar Kristrún Eymundsdóttir, eiginkona Halldórs Blöndal samgönguráð- herra, gaf nýju flugvélinni nafnið Valdís. landslagi mun fyrr en eldri tæki geta gert. Flugrekendur, framleiðendur og stjórnvöld telja að hinn nýi jai’ð- vari auki enn frekar flugöryggi og sé eitt þýðingarmesta framfaraskrefið í flugöryggismálum á seinni árum,“ segir í fréttatilkynningunni. Ennfremur segir: „I Evrópu munu stjórnvöld krefjast þess að nýjar flugvélar verði búnar „TAWS“ frá og með 1. janúar 2001, og slíkur búnað- ur verði jafnframt settur í eldri flug- vélar eigi síðar en 1. janúar 2003. Flugleiðir hafa hins vegar ákyeðið að setja slíkan búnað í allar flugvélar sínar þegar í ár og á næsta ári. Þess- ar breytingar fara fram í svonefnd- um C-viðhaldsskoðunum flugvél- anna, sem gerðar verða í viðhalds- stöð félagsins á Keflavíkurflugvelli.“ Miklar deilur eru komnar upp innan Alþýðusambands fslands um skipulagsmál Formaður RSI segir sambandið rekið úr ASI og RSI. „Þetta myndi þýða að við MIKILL ágreiningur er kominn upp um skipulagsmál innan Alþýðusam- bands Islands. Guðmundur Gunnai-s- son, formaður Rafiðnaðarsambands- ins (RSÍ), segir að með samþykktum laga- og skipulagsnefnda ASI í gær- morgun og samþykkt mjðstjórnar í gær sé verið að reka RSÍ út úr ASÍ. Guðmundur lýsti yfir í sérstakri bók- un á miðstjórnarfundi ASI í gær að hann gæti ekki lengur tekið þátt í starfi ASI og_ ætlar að bera málið undir þing RSÍ sem hefst í dag. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segist vona að RSI sé ekki á leið út úr ASI en enginn geti svarað því í dag hvað muni gerast á þingi RSÍ. Forsetar ASÍ munu eiga fund með framkvæmdastjórn RSI fyrir hádegi í dag, áður en þing sambandsins hefst. Deilt um samþykkt vegna inngöngu Matvíss „Á fundum laganefndar og skipu- lagsnefndar í morgun kom fram að það hefði verið samþykkt að skipu- lag ASÍ gerði ráð fyrir að í sambönd- um innan ASÍ væri einungis um að ræða sambönd með iðnaðarmönnum og svo sambönd með öðrum. Þetta kom fram við afgreiðslu á lögum Matvíss og einnig í umræðu um inn- göngu FIS (Félags íslenskra síma- manna, innsk. Mbl.j í RSÍ. Þetta kemur forystu RSI fullkomlega í opna skjöldu og er algjör viðsnún- ingur í stefnu ASÍ,“ segir Guðmund- ur m.a. í bókun sinni. „Þessa niður- stöðu er þvi á engan hátt hægt að túlka á annan veg en þann að RSÍ sé óæskilegt innan raða ASÍ. Ég tel því að ég geti ekki tekið lengur þátt í starfi ASI og mun bera málið undir þing RSÍ sem hefst á morgun," segir hann m.a. í bókun sinni. Guðmundur sagði í samtali við blaðið að í gærmorgun hafi laga- nefnd ASÍ komið saman til að taka fyrir inngöngu Matvíss í ASI og í skipulagsnefnd var fjallað um inn- göngu FÍS. Samþykkt hafi verið í laganefnd sú túlkun að skipulag ASÍ væri á þann veg að eingöngu iðnað- armenn með sveinspróf væru í iðnað- armannasamböndunum. Þetta getur með engu móti staðist að mati Guð- mundar. Innan RSI væru félags- menn sem ekki hefðu sveinspróf í a.m.k. 3 aðildarfélögum. Matvís væri auk þess byggt upp með sama hætti yrðum settn- í þá stöðu að annað hvort yrðum við að reka þriðjung fé- lagsmanna RSI úr sambandinu eða að fara út úr Alþýðusambandinu. Ég sagði að allir vissu fyrir fram að við myndum aldrei reka félagsmenn úr RSI og því væri ekki hægt að túlka þetta á annan veg en þann að það væri bara verið að biðja okkur um að fara úr Alþýðusambandinu," sagði hann. Einnig komu upp harðar deil- ur vegna afgi-eiðslu á málefnum FIS sem fengið hefur aðild að RSI en mikill ágreiningur hefur verið um það mál milli RSÍ og Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Grétar Þorsteinsson sagðist harma afstöðu Guðmundar. „Samtök rafiðnaðarmanna hafa bæði fyi-r og síðar verið mikill styrkm- fyrh' verkalýðshreyfinguna og forystu- menn þar á bæ verið í fremstu víg- línu íslenskrar verkalýðshreyfing- ar,“ sagði hann. Grétar sagði að til- efni þessa máls væri að hans mati deila um núverandi skipulag ASl. Hún hefði verið uppi til fjölmargra ára varðandi það hvar skilin lægju á milli faglærðra og ófaglærðra félags- manna og hvar mönnum væri skákað í félög í samræmi við það. Forsetar ASÍ senda frá sér yfirlýsingu Forseti og báðir varaforsetar ASÍ sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna þessa máls þar sem segir að umræða síðustu vikna hafi eingöngu snúist um það hvemig lög og uppbygging nýrra félaga og sambanda, sem sótt hafa um aðild að ASÍ, fellur að ákvæðum laga ASÍ. „Sú umræða varðar ekki aðild þeirra sambanda eða félaga sem nú mynda saman Al- þýðusamband íslands. Ljóst er að skoðanir á núverandi skipulagi ASÍ em skiptar og einnig hafa verið deildar meiningar um túlkun laga sambandsins. Á vettvangi ASÍ fer nú fram mikil umræða um skipulag sambandsins og er stefnt að ákvörð- unum um nauðsynlegar breytingar strax á næsta þingi ASÍ haustið 2000. Mikilvægt er að samtök rafiðn- aðarmanna, ásamt öðrum aðildar- samtökum ASÍ, taki þátt í þessari vinnu og móti þannig í sameiningu verkalýðshreyfingu framtíðarinnar," segir í yfirlýsingunni. heimilisbankinn www.bi.is a rettn sloð ókeypis aðgangur til ársins 2000 S k í m a ©BÚNAÐARBANKINN mánaða internettenging fylgir Traustur banki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.