Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Netsalan ehf. sími 565 6241, fax 588 2670. Netfang netsalan@itn.is www.itn.is/netsalan o o © © Hague breytir stefnunni London. Morgunblaðið. WILLIAM Hague, formaður íhaldsflokksins steig skrefíð til fulls og sleit í milli flokksins og frjáls- hyggju „Thatcherismans“ í velferðar- málum í ræðu, sem hann flutti í fyrra- kvöld í hófi , sem haldið var til að minnast kosningasigurs Thatchers 1979. Hague fór lofsamlegum orðum um Thatcher og árangur hennar á forsætisráðherrastóli, en sagði að nú væru aðrir tímar og því þyrftu fleiri ráð að koma til en frjálshyggjan ein. Hann sagði Ihaldsflokkinn myndu halda fast í pundið og leiða baráttuna, sem Thatcher hóf gegn evrunni. Hague sagði m.a., að arfieifð Thatcher væri breytt Bretland og það væri bara harmleikur, ef íhalds- flokkurinn einn ætti að standa óbreyttur eftir sem áður. William Hague var með þessu að taka af skarið vegna deilna í skugga- ráðuneyti flokksins, eftir að Peter Lilley, varaformaður flokksins, hafði sagt opinberlega, að velferðarmál, heObrigðismál og menntamál væru of þýðingarmikil til þess að láta einkaframtakinu þau eftir, ef tryggja ætti aðgang allra að þessari þjón- ustu. Þessi mál yrðu því fyrst og fremst að vera í höndum hins opin- bera. Hann sagði, að frjálshyggjan væri aðeins hluti af stefnu Ihalds- flokksins og menn yrðu að hafa kjark til þess að viðurkenna það. Öðru vísi myndi flokkurinn ekki end- urheimtatraust almennings. Ummæli Lilley vöktu óánægju nokkurra í skuggaráðuneyti flokks- ins, sem töldu þau mjög svo ótíma- bær; málið þyrfti frekari umræðna við. Lilley hafnaði þessari gagnrýni og endurtók ummælin í fyrirlestri, sem hann hélt sama kvöld og íhalds- menn héldu upp á kosningasigur Thatcher. Og í ræðu sinni þar, sem að mestum hluta gekk út á lof um Marg- aret Thatcher, notaði Wiiliam Hague tækifærið til þess að taka undir mál- flutning varaformanns síns og þótt hann væri ekki margorður, fór ekkert á milli mála, að hann kvað upp úr um stefnu flokksins. Hague sagði m.a., að það væru mikil mistök að halda, að íhaldsmenn hefðu engar aðrar lausnir fram að færa en frjálshyggjuna. Ef svo væri hefðu þeir ósköp fátt um op- inbera þjónustu að segja þar sem einkaframtakið ætti takmörkuðu hlutverki að gegna á því sviði. Vill að flokkurinn nái sáttum við þjóðina Engum sögum fer af því, hvað Thatcher leið meðan Hague lét þessi orð falla. I ræðu sinni réðst hún fyrst og fremst að Tony Blair og ríkis- stjórn hans, en lét duga, að segja um sjálfa sig, að flokkurinn hefði ein- ungis búið til ramma, sem fólkið fyllti svo út í. The Guardian sagði í leiðara í gær, að íhaldsflokkur Thatcher hafí þó ekki verið velferð- arkerfinu verri en það, að ríkisstjóm hennar greiddi umyrðalaust obbann af ört vaxandi kostnaði við þessa málaflokka. En ímynd flokksins var önnur og nú þvælist hún fyrir honum og fælir fólkið frá honum. Þessi nýja stefna, að svo miklu leyti sem hún er ný, er enn eitt vopn- ið, sem William Hague vill nota til þess að brjóta íhaldsflokknum leið út úr herkví arfleifðarinnar frá Thatcher og Major og niðurlægingu kosningaósigursins 1997. Hann hefur lagt mikla áherzlu á, að flokkurinn nái sáttum við þjóðina með því að við- urkenna mistök sín og biðjast á þeim afsökunar um leið og hann breytir mjög áherzlunum í stefnu sinni. Hann hefur lagt áherzlu á, að íhalds- menn tali um mál, sem almenningur ber fyrir brjósti, og á máli sem al- menningur skilur. Hann hefur líkt þessu við eldhúsborðsumræður fólks og til þess að leggja áherzlu á þetta hefur hann látið koma fyrir eldhús- borði í aðalstöðvum flokksins - til þess að menn muni af hverju mál- flutningur þeirra á að draga dám. íhaldsmenn telja sig hafa komizt að því með skoðanakönnunum, að það sem almenningur óttist mest í fari flokksins sé harkan í gai'ð al- mennings og að hann muni hvergi hika við að einkavæða allt á sviði heilbrigðis- , mennta- og velferðar- mála ,fái hann til þess aðstöðu. Ihaldsmenn segja þessa trú rista svo djúpt að ekkert annað dugi en að af- neita þessu, enda þótt flokkurinn hafi aldrei framkvæmt þetta til fulls og ætli ekki. Líkja þeir þessu við það, þegar Tony Blair ýtti þjóðnýt- ingunni einfaldlega út af borði Verkamannaflokksins til þess að lægja ótta almennings, enda þótt af flokksins hálfu stæði ekki til að þjóð- nýta alla skapaða hluti. 6 manna fullbúin bandarísk fellihýsi á 12” hjólbörðum Tvöfalt rúm Vaskur xo u. c o *3 0) JQ u. % 00 E w « 4-» ro W 00 Um E v. Tvöfalt rúm Innifalið í verði: LLLJi /1 n § / / a i # aðeins kr. 399.500 Afgreiðslutímar: Sumard. fyrsta frá kl. 12-18. Virka daga frá kl. 12-21. Laugardaga frá kl. 10-18. Sunnudaga frá kl. 12-18. Eldhúsinnrétting 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. I I. 12. 13. Sjálfvirk miðstöð Gluggatjöld Kælibox Gaseldavél Gaskútur, E-staðall Trappa 48 lítra vatnskútur Varadekk m/festingum Rafgeymabox Gasviðvörunarkerfi (Jndirstöðutjakkar á hverju horni (4) Rafleiðslur í kapli 50 mm kúlutengi o.m.fl. Tökum pantanir núna. Takmarkað magn á þessu frábæra verði. Tröppur Geymsla nuro Eldavél úti/inni l9sOO Thatcher og Heath sættast London. Morgunblaðið. LENGSTU togstreitu breskra stjórnmála í seinni tíð er nú lokið með sáttum forsætisráðhei-ranna fyrrverandi, Margaret Thatcher og Edward Heath. Allar götur síðan Thatcher velti Heath úr formannsstóli íhaldsflokksins með 11 atkvæðum 1975 getur vart heit- ið að orð hafi farið þeirra í millum. Hún bauð honum ekki sæti í ríkisstjórn sinni og hann andmælti henni og stefnu hennar hvar sem hann fékk því við komið. Sagan segir að þegar Thatcher hafi neyðst til að leggja niður völdin hafi Heath hrópað upp yfir sig: Gaman, gaman. Þegar þessi saga var borin undir Heath svaraði hann. Þetta er rangt. Ég hrópaði þrisvar sinnum! Til þess var tekið að þau heilsuðust á fundi Ihalds- fiokksins í fyrra: Góðan daginn, Edward. - Góðan dag- inn, Margaret! og voru það sögð fyrstu kurteislegu orðin sem þau létu falla hvort í annars garð síðan 1975. Hins vegar merktu menn að þeim leið illa í ná- William Hague, Margaret Thatcher og Edward Heath stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. vist hvors annars og ekki féllu fleiri orð. En í fyrrakvöld grófu þau stríðsöxina. Ihaldsmenn fögnuðu þá 20 ára afmæli kosningasigurs Thatchers 1979. Heath mætti og í ræðu sinni fór Thatcher lof- samlegum orðum um hann, sagði hann m.a. einn af kraftmestu og áhrifaríkustu forsætisráðherrum Breta. Engum duldist að Heath þótti lofið gott þótt hann hafnaði því að endurgjalda það, og í lokin stóð hann upp og hyllti Thatcher sem aðrir viðstaddir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.