Morgunblaðið - 22.04.1999, Page 62

Morgunblaðið - 22.04.1999, Page 62
62 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, GEORG HELGASON, Kirkjuvegi 11, Keflavík, sem andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja miðviku- daginn 14. april sl., verður jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju föstudaginn 23. apríl kl. 14.00. Jóhanna Friðriksdóttir, Friðrik Georgsson, Anna Jónsdóttir, Vilborg Georgsdóttir, Guðmundur Björnsson, Lovísa Georgsdóttir, Brynjar Hafdal og afabörnin. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, STEINUNN GUÐLEIFSDÓTTIR, Laugavegi 61, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudag- inn 23. april kl. 13.30. Ólafur B. Þorvaldsson, Guðleifur Guðmundsson, Bára Stefánsdóttir, Einar Guðmundsson, Kolbrún Skarphéðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir mín, MARGRÉT DÓRÓTHEA BETÚELSDÓTTIR frá Görðum, Sæbóli, Aðalvík, Bergþórugötu 33, Reykjavík, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju, Garðabæ, föstudaginn 23. apríl kl. 15.00. Birna Jóhannesdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, ömmu og langömmu, ARNFRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Austurbrún 6, Reykjavík, áður til heimilis á Þingeyri, Dýrafirði. Sérstakar þakkirtil starfsfólks 11E á Landspítalanum. Grétar Sig. Arnaz, Ósk Árnadóttir, Kristján S. Sverrisson, Elísabet Sigurbjarnadóttir, Arnar Sverrisson, Sólveig Hilmarsdóttir, Sigurlaug Kr. Pétursdóttir, Stefán Þór Jónsson, Garðar J. Grétarsson, Kristín Högnadóttir, Arnfríður Ingibjörg Grétarsdóttir, Viktor Jónsson, Bjarni Sigurður Grétarsson og langömmubörn. t Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát systur okkar, HÓLMFRÍÐAR S. ÁRNADÓTTUR LILLÝ tannsmiðs. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna M. Árnadóttir, Helgi. H. Árnason. + 1 Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ''ft- \ ömmu og langömmu, MARGRÉTAR SÍVERTSEN, ÆiL Brekkugerði 13. \ Jón Sveinbjörnsson og fjölskylda. STEINUNN GUÐLEIFSDÓTTIR + Steinunn Guð- leifsdóttir fædd- ist í Oddgeirshóla- höfða 6. apríl 1914. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 16. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Eiríksdóttir, f. 25. des. 1874 á Sól- heimum, d. 14. des. 1955 á Langstöðum í Flóa, og Guðleifur Hannesson, f. 15. sept. 1869 á Sléttum í Hraunshverfi, d. 13. nóv. 1947 í Arnarstaðakoti í Flóa. Systkini Steinunnar voru: Eiríkur, f. 23. nóv. 1899; Hann- es, f. 14. júní 1901; Guðmundur, f. 28. apríl 1904; Kristófer, f. 28. apríl 1904; Guðmundur, f. 22. ágúst 1907; Helga, f. 15. júlí 1910; Ágúst, f. 26. nóv. 1912; Sigurður, f. 16. mars 1917; Guð- ríður, f. 16. mars 1917. Eftirlif- andi syst.kini hennar eru Guð- mundur, Sigurður og Guðríður. Hinn 11. maí 1940 giftist Stein- unn Guðmundi Einarssyni frá Uppsölum í Hraungerðishreppi, f. 5. ágúst 1911. Þau bjuggu í Breiðamýrarholti, Oddagörðum í Stokkseyrar- hreppi og Arnar- staðakoti í Hraun- gerðishreppi, en fluttust til Reykja- víkur 1950. Þau eignuðust tvo syni: 1) Guðleif, f. 8. júlí 1941, maki: Bára Stefánsdóttir og eiga þau þrjá syni, Stefán, Steinar og Rúnar og fimm barnabörn. 2) Ein- ar, f. 16. okt. 1946, maki: Kolbrún Skarphéðinsdóttir og eiga þau tvær dætur, Stein- unni Rósu og Þórunni Guðrúnu, einnig ól Einar upp tvær dætur Kolbrúnar, þær Elínu Jónínu og Onnu Maríu. Fyrir átti Einar einn son, Ragnar. Barnabörnin eru tíu. Steinunn og Guðmund- ur slitu samvistum 1965. Eftirlifandi eiginmaður Stein- unnar er Olafur B. Þorvaldsson, f. 17. maí 1914 í Keflavík. Þau giftust 7. nóv. 1971 og bjuggu lengst af á Laugavegi 61. Utför Steinunnar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 23. apríl, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég kalla fram í hugann mynd af Steinunni tengdamóður minni, sé ég hana fyrir mér hnar- reista og glæsilega og fulla af orku, og þannig mun ég muna hana eins og hún var, þar til sjúkdómurinn heltók hana og leiddi hana til dauða á nokkrum vikum. En heim komst hún á 85 ára afmælisdaginn sinn, þriðju- daginn eftir páska, svo við gátum drukkið saman kaffi, eins og við höfðum oft gert áður á afmælunum okkar því það voru 25 ár og þrír dag- ar á milli okkar, en hún fór aftur að kveldi á spítalann og þá varð ekki aftur snúið, þar lést hún 16. apríl sl. Þegar ég varð tengdadóttir henn- ar fyrir 36 árum, tók hún mér sem dóttuf, sem hún hafði aldrei eignast og mér fannst sem ég hefði aftur eignast móður, sem ég hafði ekki átt síðan ég var 12 ára gömul. Þegar við hjónin biðum eftir okkar fyrstu íbúð þá bjuggum við hjá henni og tengdapabba í nokkra mánuði. Þá dróst afhendingin nokkuð á langinn, eins og oft vill verða, en hjá okkur ætlaði systir mín að búa um tíma með nýfætt barn, en hún var þá hús- næðislaus, en þá sagði tengda- mamma: „Hún kemur bara líka til okkar þangað til þið fáið íbúðina." Svona var tengdamamma. Eg sá hana aldrei í vondu skapi og aldrei reiða, hún var alltaf glöð og kát. Það var gaman að fylgjast með henni og Ólafi, seinni manni hennar, þegar þau stofnuðu og unnu við litla fyrir- tækið sitt, Sælgætisgerðina Pálmann, þau voru svo full af áhuga og starfsorku með að byggja það upp og það voru nokkrir áhugasamir, ungir einstaklingar, sem fengu að setja brjóstsykur í poka og fóru ekki tómhentir heim. Þau áttu mjög góð ár saman, tengdamamma og Óli, þótt þau hefðu ekki gifst fyrr en eftir fimmtugt. Fyrst ferðuðust þau mikið um landið í söluferðum og síðan fóru þau mikið til útlanda og sóttu þangað hvfld og orku. Eftir að starfsdegi þeirra lauk áttu þau mörg áhugamál. Þau tefldu mikið bæði hvort við annað og við systkini hennar sem komu oft í heimsókn. Hún unni miðbænum, þar vildi hún helst búa og bjó þar lengst af. Það átti nú við hana að ganga Laugaveginn og kíkja í búðir og kaupa eitthvað fallegt og ekki stóð á Óla að ýta á eftir henni. Hann hafði yndi af að kaupa föt og skartgripi handa henni eða eitthvað á heimilið þeirra, sem var svo fallegt og snyrti- legt. Það hlýtur að hafa verið henni mikil raun þegar hún gat ekki lengur puntað og pússað það. Samband þeirra Óla var sérstaklega fallegt og hamingjuríkt og þau áttu góða ævi saman. Eg kveð Steinunni tengdamóður mína með söknuði og bið Guð að styrkja Óla í sorg hans. Bára Stefánsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Eg man þegar við strákarnir vor- um litlir hvað það var gaman þegar amma og Óli komu í heimsókn því hún kom alltaf með brjóstsykur með sér sem hún og Óli bjuggu til í sæl- gætisgerðinni sinni. Þegar við strák- arnir urðum aðeins eldri fórum við að vinna í sælgætisgerðinni hjá ömmu og Óla. Við vorum að vinna við að moka brjóstsykri í poka og stundum fór meira upp í okkur en í pokana. Amma var búin að segja að við mættum ekki borða of mikið af brjóstsykri og við sögðum að við hefðum ekki borðað neitt en það var erfitt að leyna því þegar við vorum að moka svörtum brjóstsykri og allir svartir í framan og það sá amma strax. Það var fastur liður á jóladag að amma og Óli komu í jólamat og öll fjölskyldan borðaði saman heima hjá mömmu og pabba og var alltaf glatt á hjalla og margt rætt. Það var alltaf gaman að heim- sækja ömmu og Óla á Laugaveginn því þau voru mjög gestrisin og góð við okkur strákana og vildu allt fyrir okkur gera. Og börnunum okkai- fannst ekki síður gaman að fara í heimsókn til ömmu því hún hafði svo mikið dálæti á þeim og fá að sjá alla fínu hlutina sem amma átti og var oft erfitt fyrir litla putta að fikta ekki pínulítið en amma skildi vel smáfólkið og gerði allt til að hafa ofan af fyrir því og var mjög vinsælt að fá t.d. að spila á org- elið hans Óla meðan á heimsókninni stóð. Stelpunum fannst amma eiga svo mikið af fínum skartgripum og oftar en ekki gaf hún þeim eitthvað til að setja á sig og það var sko fínt að fá skartgripi frá ömmu. í byrjun þessa árs veiktist amma og var lögð inn á Sjúkrahús Reykja- víkur og var hún orðin mjög veik fyr- ir páska en svo náði hún sér svo vel frískri að hún fékk að skreppa heim 6. apríl þar sem við héldum upp á 85 ára afmælið hennar og var það ynd- isleg stund, allir saman komnir heima hjá henni. En fljótlega eftir þessa síðustu samverustund veiktist amma aftur og lést hún hinn 16. apr- fl. Við kveðjum þig, elsku amma og varðveitum hlýja minningu um þig í hjörtum okkar. Elsku Óli, við biðjum algóðan guð að styrkja þig og vernda á þessari erfiðu stund og um ókomna tíð. Steinar, Ragnheiður og börn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú raeð Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Okkur langar að minnast elsku- legrar ömmu minnar, Steinunnar Guðleifsdóttur, sem eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu hefur kvatt þennan heim og haldið á vit nýrra ævintýra. Amma Steina átti brjóstsykurs- verksmiðju. Minnisstæðast er mér frá því að ég var lítill strákur og kom í heimsókn til hennar og Óla, að mér var tekið opnum örmum og síðan leystur út með gjöfum. Það var brjóstsykur sem bara fékkst í verk- smiðjunni hjá henni og Óla. Glað- værð var rík í hennai- fari, hún var líka ávallt brosandi og bai’ með sér góðan þokka. Alltaf var hún tilbúin til að aðstoða sína nánustu. Þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð mættum við einstökum vilja og áhuga á því hvort við værum búin að koma okkur vel fyrir, hvort allt gengi sem best hjá okkur og hvort okkur vanhagaði um eitthvað. Þannig var hún líka fram á síðustu stundu, jákvæð, bros- andi og að hugsa um að allir hennar nánustu hefðu það gott. Einstök kona hefur kvatt. Við kveðjum með söknuði vitandi það að nú er hún á nýjum stað þar sem hún er laus við öll sín mein. Hvfldu í friði. Rúnar og Bryndís. Hvað má bjóða þér? Þetta var yf- irleitt það fyrsta sem þú spurðir okk- ur þegar við heimsóttum þig. Þú átt- ir alltaf nóg af bakkelsi og gotteríi handa þeim litlu þegar við kíktum inn á Laugaveginum eða í Vestur- berginu. Eg minnist þess þegar við Þórunn Gunna komum til þín um helgar og gistum. Það var alltaf svo gaman hjá ömmu og afa í Reykjavík. Þér þótti svo gaman að vera að dúll- ast í hárinu á okkur og gera okkur fínar. Brjóstsykurslyktin sem alltaf fylgdi þér fer mér aldrei úr minni, þegar þið afi framleidduð brjóstsyk- ur. Það sem stendur upp úr þegar ég hugsa aftur er hvað þú varst alltaf stolt af okkur barnabörnunum og hvað þú hlakkaðir til að Þórunn út- skrifaðist í vor. En einhvern tíma þarf allt að enda og nú er komið að endalokum hjá þér, elsku amma mín. Þrátt fyrir veikindin þín undanfarn- ar vikur hefur þú alltaf haldið í von- ina hjá mér. Þú varst svo hress á tímabili að ég hreinlega hélt að þú værir ekkert á förum. Þú náðir að halda upp á 85 ára afmælið með sóma og hittir öll börnin þín, barna- börn og tengdabörn þann dag einnig. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, elsku amma mín. Megi Guð geyma þig og vernda. Starfsfólki deildar 7A á Sjúkra- húsi Reykjavíkur vil ég þakka góða umönnun ömmu. Elsku afi minn, ég veit að enginn fyllir í skarð ömmu en þú veist að þú átt okkur öll að hvenær sem er. Steinunn. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er Ijós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Pórunn Sigurðardóttir) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elsku amma Steina, guð gefi þér verðskuldaða hvíld. Þakka þér fyrir allar góðu minningarnar. Þín Heiða Bara Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.