Morgunblaðið - 22.04.1999, Page 6

Morgunblaðið - 22.04.1999, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg GUNTIS Ulmanis, forseti Lettlands, heimsótti Eimskip og BYKO í gær, en bæði fyrirtækin hafa verið í viðskiptatengslum við Lettland. A svæði Eimskips við Kleppsbakka fyigdist forsetinn með losun úr Brú- arfossi og akstri með gáma. Opinberri heimsókn forseta Lettlands lokið Samskipti landanna aldrei jafn náin SAMSKIPTI íslands og Lettlands hafa aldrei verið jafn náin og nú, þetta eru tvö fámenn og lrtíl lönd, sem hafa mikinn skilning á mikil- vægi þess að viðhalda sérkennum smurn, svo sem menningu og tungu. Þetta sagði Guntís Ulman- is, forseti Lettlands, í viðtali við Morgunblaðið áður en hann hélt af landi brott, en opinberri heim- sókn hans hér á landi lauk í gær. Ulmanis sagðist búast við auk- inni samvinnu þjóðanna á ýmsum sviðum, t.d. sjávarútvegi og timburiðnaði. Forsetinn heimsótti Eimskip og BYKO í gærmorgun og kynnti sér starfsemi þeirra, en bæði fyrirtækin hafa verið í við- skiptatengslum við Letta. Þá var Hallgrímskirkja skoðuð en eftir það hélt forsetafrúin í Kringluna og skoðaði helstu verslunarmið- stöð íslendinga. í hádeginu hitti forsetinn forystumenn í íslensku atvinnulífi í matarboði í boði Eim- skips og BYKO í Perlunni. Eins og áður hefur komið fram stendur nú yfir vinna að gerð lett- nesk-íslenskrar og íslensk-lett- neskrar orðabókar í Lettlandi. Það AINA Ulmane forsetafrú skoðaði Kringluna, stærstu verslunarmið- stöð Islendinga, í gær. LETTNESKU forsetahjónin skoðuðu Hallgrímskirkju í gær áður en þau héldu áleiðis til Washington þar sem fram fer afmælisfundur NATO. eru aðilar beggja megin hafs sem koma að gerð bókarinnar, en for- setinn sagði þessa vinnu bera vitni um hversu náin löndin væru orðin, en haim sagðist búast við því að bókin yrði gefin út innan skamms. Ulmanis sagðist hafa átt góðar stundir á Islandi og notið þess að vera hér og skoða landið. Þá sagði hann það hafa verið skemmtilega reynslu að ganga um sögusvið Is- Iandsklukkunnar, skáldsögu Hall- dórs Laxness, á Bessastöðum. Héðan heldur forsetinn til Was- hington þar sem fram fer afmælis- fundur Atlantshafsbandalagsins. Aðspurður hvaða væntíngar hann gerði til fundarins sagðist forset- inn fyrst og fremst vonast eftir gagnlegum umræðum um ástandið í Kosovo og helst af öllu vildi hann að deilan yrði leyst með einhveiju mótí. Þá sagðist hann einnig von- ast til þess að rætt yrði af alvöru um stækkun bandalagsins, en Lett- ar sækjast eftir aðild og njóta þar m.a. stuðnings Islendinga. Ný forn- leifanefnd MENNTAMÁLARÁÐHERA hefur skipað fornleifanefnd til næstu fjögurra ára. „Forn- leifanefnd starfar samkvæmt þjóðminjalögum og er hlut- verk hennar að veita leyfi til allra staðbundinna og tíma- bundinna fornleifarannsókna. Jafnframt er nefndin Þjóð- minjasafni íslands til ráðgjaf- ar um fornleifavörslu, forn- leifaskráningu og fornleifa- rannsóknir. Háskóli Islands, Félag íslenskra fornleifafræð- inga og þjóðminjaráð tilnefna fulltrúa í nefndina en mennta- málaráðherra skipar formann og varaformann úr hópi nefnd- armanna. Þjóðminjavörður, eða fulltrúi hans, situr fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt," segir í fréttatil- kynningu frá menntamála- ráðuneytinu. Fornleifanefnd er nú þannig skipuð: Margrét Hallgríms- dóttir, borgarminjavörður, til- nefnd af Háskóla Islands, for- maður, Valborg Þ. Snævarr, lögfræðingur, tilnefnd af þjóð- minjaráði, varafoi-maður, og Garðar Guðmundsson, forn- leifafræðingur, tilnefndur af Félagi íslenskra fornleifafræð- inga. Varamenn eru Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur, Sigurður Steinþórsson, pró- fessor, og Kristinn Magnús- son, fornleifafræðingur. Kjararannsóknarnefnd um launabreytingar á almenna markaðinum milli 4. ársfjórðungs 1997 og 1998 Dagvinnulaim hækkuðu um 6,5% að meðaltali Dagvinnulaun eftir starfsstéttum á 4. ársfjórðungi 1 998 r-—ii, ~ KARLAR KONUR ALLIR i vmiv ca tímakaupi Fjöldi Kr./tlmann meðaltal Fjöldi Kr./tímann meðaltal Fjöldi Kr./tímann meðaltal Almennt verkafólk 1.009 548 573 539 1.582 545 Véla- og vélgæslufólk 473 697 53 551 526 683 Sérhæft verkafólk 587 659 670 574 1.257 615 Iðnaðarmenn 922 881 - - 931 876 Þjónustu-, sölu- og afgr.fólk 470 633 867 501 1.337 540 Skrifstofufólk 95 686 287 598 382 623 Tæknar og sérm. starfsfólk 95 803 60 789 155 795 P<Slk á KARLAR KONUR ALLIR rv/m d mánaðariaunum Fjöldi Kr./á mán. meðaltal Fjöldi Kr./á mán. meðaltal Fjöldi Kr./á mán. meðaltal Almennt verkafólk 166 106.019 90 96.396 256 101.908 Véla- og vélgæslufólk 261 124.965 26 95.720 287 121.425 Sérhæft verkafólk 157 139.736 101 93.539 258 124.940 Iðnaðarmenn 227 193.664 - - 229 193.152 Þjónustu-, sölu- og afgr.fólk 426 142.241 481 95.531 907 117.993 Skrifstofufólk 292 127.665 1.351 106.279 1.643 110.106 Tæknar og sérm. starfsfólk 259 205.796 306 150.593 565 180.707 Sérfræðingar 215 293.600 61 228.994 279 277.112 Meðalbreyting launa piii 4. ársf j. 1997 0 g 4. ársfj. 1998 Parað úrtak flokkað eftir starfsstéttum, kyni og búsetu Sérhæft verkafólk J 8,9% Iðnaðarmenn i ] 6,7% Almennt verkafólk Þjónustu-, sölu- og afgr.fólk Véla- og vélagæslufólk ALLIR BBB 6,6% 6,6% Karlar Konur \ " Höfuðborgarsvæði Landsbyggð 6,5% 6,3% 6,9% 6,7% DAGVINNULAUN á almennum vinnumarkaði hækkuðu að meðal- tali um 6,5% frá 4. ársfjórðungi 1997 til 4. ársfjórðungs 1998, sam- kvæmt niðurstöðum úr launa- könnun Kjararannsóknarnefndar. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,2% á sama tíma þannig að kaup- máttur dagvinnulauna jókst um 5,2%. Dagvinnulaun sérhæfðs verka- fólks hækkuðu að meðaltali um 8,9%, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu Kjararannsóknar- nefndar. Dagvinnulaun véla- og vélgæslufólks hækkuðu að meðal- tali um 3,9%. Laun annarra stétta hækkuðu um 6,6% og 6,7%. Á tíma- bilinu hækkuðu laun samkvæmt al- mennum kjarasamningum um 4%. Sú hækkun átti sér stað 1. janúar 1998. Þá tók jafnframt gildi ákvæði kjarasamninga um 70.000 kr. lág- markslaun fyrir launafólk 18 ára og eldra sem unnið hafa hjá sama launagreiðanda í lágmark fjóra mánuði. Laun kvenna hækkuðu lítið eitt meira en laun karla Fram kemur í könnuninni að meðaldagvinnulaun kvenna hækk- uðu lítið eitt meira en meðallaun karla á almennum vinnumarkaði á tímabilinu eða um 6,9% saman- borið við 6,3% hækkun meðal karla. Dagvinnulaun á höfuðborg- arsvæðinu hækkuðu að meðaltali um 6,7% en um 6,3% á lands- byggðinni. Munur á dagvinnulaunum kynjanna Þrátt fyrir að meðaldagvinnu- laun kvenna hafi hækkað meira en laun karia á tímabilinu voru dag- vinnulaun kvenna þó lægri en laun karla í öllum starfsstéttum sem könnunin náði til á seinasta fjórð- ungi ársins 1998. Byggjast niður- stöður könnunarinnar á upplýsing- um um laun rúmlega 13.000 starfs- manna. Launaupplýsingar um tímakaup starfsstéttanna leiða m.a. í Ijós að meðal almenns verkafólks var greitt tímakaup karla 548 kr. að meðaltali en tímakaup kvenr.a 545 kr. Tímakaup karla í hópi þjón- ustu-, sölu- og afgreiðslufólks í dagvinnu var 633 kr. en meðaltíma- kaup kvenna í sömu starfsstétt var 501 kr. og á sama tíma var meðal- tímakaup tækni- og sérmenntaðra karla 803 kr. en 789 kr. meðal kvenna í sömu starfsstétt. Föst mánaöarlaun almenns verkafólks 102 þúsund Skv. niðurstöðum könnunarinn- ar voru fóst mánaðarlaun álmenns verkafólks fyrir dagvinnu tæplega 102 þúsund kr. að meðaltali á 4. ársfjórðungi seinasta árs. Umtals- verður launamunur er á milli kynj- anna þegar launaupplýsingar um föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu eru skoðuð. Föst mánaðarlaun karla í hópi almenns verkafólks voru rúmlega 106 þús. kr. en konur í sömu starfsstétt höfðu að meðal- tali rúmar 96 þús. kr. Föst mánað- ai'laun iðnaðarmanna fyrir dag- vinnu voru 193 þús. kr. að meðal- tali skv. könnuninni. Mikill munur var á föstum mán- aðarlaunum karla og kvenna í nokkrum starfsstéttum sem könn- unin náði til. Þannig voru t.d. föst mánaðarlaun karla í þjónustu-, sölu- og afgreiðslustörfum rúmlega 142 þús. kr. en fóst mánaðarlaun kvenna í sömu starfsstétt voru á sama tíma rúmlega 95 þúsund kr. Föst mánaðarlaun karla með tækni- eða aðra sémenntun að baki voru tæp 206 þús. kr. á sein- asta ársfjórðungi ársins 1998 en konur í sömu starfsstétt voru með rúmlega 150 þús. kr. í fost dag- vinnulaun skv. niðurstöðum könn- unar Kjararannsóknamefndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.