Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Uppbyggilegt starf með unglingum í Grundarfírði Mæður kenna lífsleikni Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon MYNDIN er tekin á fundi Tilveruhópsins. Þær eru (frá vinstri) Hildur Sæmundsdóttir, Linda Ósk Sigurðardóttir, Hjördís Bjarnadóttir og Ingibjörg Þórólfsdóttir með dóttur sína Sigrúnu Eiríksdóttur. A myndina vantar Brynju Guðnadóttur. Bygging baðhúss fyrirhuguð við Heilsustofnun Grundarfirði - í Grundarfirði hafa nokkrar mæður staðið fyrir starfi með unglingum staðarins. Starfið miðar að því að fræða unglingana um ýmsa þá þætti lífsins sem með einu orði mætti kalla lífsleikni, og ekki eru á námsskrá skólanna. Hópurinn kallar sig Tilveru og hefur starfað síðastliðin þrjú ár. Starfið hefur verið mjög líflegt og vinsælt meðal unglinganna. Haldnir eru fundir einu sinni í viku um ýmis efni sem að gagni mega koma fyrir unglingana, sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi hinna fullorðnu. Nám- skeið um ákveðin efni eru haldin, og tvisvar eða þrisvar á ári hefur verið farið með unglingana á veitingahús eða skemmtanir og þeim kennt að skemmta sér án áfengis eða fíkniefna. Landsþekktir fyrirlesarar hafa verið fengnir til að halda nám- skeið. Á þessu skólaári hélt Hugo Þórisson sálfræðingur námskeið um samskipti milli foreldra og unglinga. Var það í tveim hlut- um, annar var fyrir unglingana, en hinn fyrir foreldra. Dansskóli Jóns Péturs og Köru var fenginn til að kenna unglingunum dans. Sigurður Þorsteinsson frá Ung- mennafélagi Islands hélt eins dags námskeið um ræðumennsku og framkomu á fundum. Að frumkvæði Bjargar Ágústsdóttur sveitarstjóra var síðan ákveðið að unglingarnir héldu málþing um aðstöðu fyrir unglinga í Grundarfirði. Heimamenn hafa einng frætt unglingana um ýmsa hluti. Á þessu skólaári hefur m.a. verið fjallað um fíkniefnaneyslu, snyrt- ingu, hárgreiðslu, mataræði, starfsval, framkomu og kurteisis- venjur og gildi menntunar. Sveitarfélagið styður framtakið Sveitarfélagið hefur stutt vel við bakið á starfseminni og út- vegað húsnæði og greitt ýmsan kostnað sem til fellur. Hitann og þungann af starfseminni bera þó fimm konur í Grundarfirði. Þær halda fundi einu sinni í mánuði til að skipuleggja starfsemina næsta mánuðinn og sjá um öll framkvæmdaratriði. Starfsemin hefur vakið talsverða athygli og fékk m.a. viðurkenningu samtak- anna Heimili og skóli fyrir tveim árum. Hér er um að ræða braut- ryðjendastarf og hefur svipuð starfsemi verið tekin upp í ná- grannasveitarfélögunum. Hveragerði - Við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði hefur að undan- íornu verið unnið að gerð þarfa- greiningar vegna nýs bað- og endurhæfingar- húss. Áætlað er að hús þetta rísi í tengslum við annað húsnæði stofnun- arinnar og myndi hýsa alla endurhæfmgar- starfsemi, læknastofur, hjúkrunardeild, laugar og böð. Frumhugmynd- ir gera ráð fyrir að stærð hússins verði um 1.500 fermetrar. Ný- bygging þessi myndi leysa af hólmi húsnæði sem í dag hýsir leirböð, hvíldarherbergi og bað- hús við sundlaug. Til að aðstoða stjórn- endur Heilsustofnunar við skipu- lagningu kom hingað til lands ung- verskur læknir, dr. István Fluck, sem er sérfræðingur í skipulagningu bað- og heilsustofnana. Hann hefur ennfremur starfað mikið fyrir Al- þjóða heilbrigðismálastofnunina. Meðan á dvöl hans stóð ræddi hann við arkitekta og aðra þá er að smíði hússins kæmu. í stuttu viðtali við fréttaritara Morgunblaðsins sagði dr. Fluck að hann legði áherslu á að öll meðferð yrði á sama stað í húsinu sem væri mikil breyting frá því sem nú er. Einnig vildi hann gjarnan sjá heita vatnið notað meira. „Þessi staður hefur mikla sérstöðu hér á Islandi. Þetta mikla heita vatn ber að nýta enn meira svo sem í bæði inni- og útisundlaug og í heita potta með mismunandi hitastigi og nuddi. Hér á Heilsustofnun tel ég rétt að bjóða sem fjöl- breyttasta meðferð sem getur nýst sem flest- um.“ Dr. Fluck sagði heilsutengda ferðaþjón- ustu vera í miklum vexti út um allan heim. „Fólk hefur gert sér grein fyrh’ því að þó að nú- tíma lyf séu góð þá hafa þau oft óæskilegar aukaverkanir. Ef mögu- leiki er á að lækna eða fyrirbyggja án lyfja er sú lausn ávallt betri. Á þessari staðreynd byggja hinar fjöl- mörgu heilsustofnanir sem spretta upp úti um allan heim.“ Dr. Fluck lagði áherslu á að hér á Islandi væru allir möguleikai- fyrir hendi til að byggja upp heilsutengda ferðaþjón- ustu. „Fallegt land, hreint loft og gott fagfólk er það sem skiptir máli og því ætti Heilsustofnun að geta orðið vinsæll staður fyir erlenda sem innlenda ferðamenn sem gjarnan vilja sameina dvöl á heilsuhæli og gott frí,“ sagði di’. Fluck að lokum. DR. István Fluck Húnavaka á Blönduósi SÖNGVEISLA og sveifluball verður í Félagsheimilinu á Blönduósi 24. apríl n.k. Þar syngja fjórir kórar svo alls koma yfir 150 söngmenn fram á þessum tónleikum. Það er Samkórinn Björk og Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps sem standa fyrir sínum árlegu tónleikum þetta kvöld, en gestakórar í ár eru Karlakór Selfoss og Húnakórinn í Reykjavík. A söngskrá kóranna eru fjölbreytt og skemmtileg lög við allra hæfi. Þar koma fram nokkrir einsöngvarar og þar verður tví- og þrísöngur. Dagskrá þessi er liður í Húnavöku, sem um árabil hefur verið haldin á Blönduósi um sumaimálin. Að tónleikum loknum verður dansleikur þar sem Hljómsveit Geirmundar leikur fyrir dansi. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson ÓLAFUR Ragnar Grímsson og Guntis Ulmanis meðal krakkanna í leikskólanum. Forsetar í heimsókn í Grindavík Grindavík - Það ríkti mikil hátíð- arstemmning í og við íþróttahús Grindavíkur þegar Olaf Ragnar Grímsson, forseta Islands, og Guntis Ulmanis, forseta Lett- lands, bar að garði. Frí var gefið í skólanum til að fjölmenna á móttökuna og krakkarnir í leik- skólanum komu einnig ásamt leikskólakennurunum. Unga fólkið beið spennt eftir því að sjá forsetana og þegar Ólafur heilsaði upp á krakkana úr leikskólanum sem voru með fána íslands og Lettlands heyrð- ist spurt: „Ertu kominn til að sjá körfuboltaleik?" f kjölfarið fylgdi næsta spurning: „Ert þú forsetinn?“ f tilefni heimsóknar- innar hafði verið stillt upp tveimur úrvalsliðum úr Grunn- skóla Grindavíkur sem spiluðu körfubolta fyrir hina tignu gesti eftir að bæjarstjóri hafði boðið forsetana velkomna og þeirra föruneyti. Það var síðan forseti Lettlands sem stal senunni þegar hann tók vítaskot og setti bolt- ann ofan í við mikinn fögnuð gesta. Bílvelta í Hornafirði Höfn - Bifreið valt út af veginum skammt utan við Höfn um níuleyt- ið í morgun. Slysið átti sér stað við svokallaða Stekkjarkeldu þar sem vegurinn liggur í s-beygju og má oft lítið út af bera til þess að slys verði á þessum stað. í bílnum var kona með lítið barn, en þau sluppu ótrúlega vel og fengu að fara heim að lokinni skoðun á heilsugæslustöðinni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu mun bifeiðin hafa farið 3-4 veltur og er gjörónýt. Morgunblaðið/Eiríkur P. Jörundsson Andlát KRISTJÁN RÖGN- VALDSSON LÁTINN er Kristján Rögnvaldsson, hafnarvörður og fyirverandi skip- stjóri á Siglufirði, á 68. aldursári. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 18. apríl síðastlið- inn. Ki’istján var fæddur að Litlu Brekku á Höfðaströnd 12. ágúst 1931, næstyngstur 12 systkina en foreldrar hans voru Rögnvaldur Sig- urðsson og Guðný Guðnadóttir. Ki-istján ólst upp á Siglufirði og byi’jaði ungur til sjós. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1953 og hóf skipstjórnarferil sinn árið 1956 þegar hann tók við mannaforráð- um á b/v Elliða. Hann var skipstjóri á b/v Elliða þegar hann fórst 10. febrú- ar 1962. Kristján starfaði um árabil sem skipstjóri á togveiðiskipum frá Siglufirði m.a. Hafliða, Dagnýju, og Sigurey. Árið 1984 tók hann við stöðu hafnarvarðar á Siglufirði og gegndi því starfi til dánardægurs. Eftirlifandi eiginkona hans er Lilja Jóelsdóttir og eiga þau sjö upp- komin börn. Morgunblaðið/Egill Egilsson Páskabingó í Yagninum Flateyri - Kvenfélagið Brynja hélt sitt árlega páskabingó. Að þessu sinni var bingóið haldið í Vagninum. Góð aðsókn var á bingóið og margir góðir vinningar í boði. Rafmögnuð spenna ríkti meðan tölurnar voru lesnar upp og ekki laust við að margir biðu spenntir með öndina í hálsinum. Boð- ið var uppá kaffi og meðlæti með því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.