Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ STEFANÍA SALÓME EIRÍKSDÓTTIR + Stefanía Salóme Eiríksdóttir fæddist á Efri- Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 2. júní 1933. Hún lést á Landspítalanum 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eiríkur Einars- son, f. 1891, d. 1973, síðast bóndi í Réttar- holti í Reykjavík, og Sigrún Benedikta Kristjánsdóttir, f. 1896, d. 1969, hús- móðir. Systur Stef- aníu eru Rannveig Ingveldur, f. 1920, Unnur Kristjana, f. 1921, d. 1976, Magga Alda, f. 1922, d. 1947, Jóna Kristjana, f. 1924, Auður Halldóra, f. 1925, Lára Brynhildur, f. 1926, Svava Guð- rún, f. 1928, Erla Eyrún, f. 1929, Inga Ásta, f. 1930, Björg Aðal- heiður, f. 1931, Magnfríður Dís, f. 1934, Ólöf Svandís, f. 1935, Lilja Ragnhildur, f. 1941, og Rafnhildur Björk, f. 1943. Árið 1954 giftist Stefanía * Ég var að verða 13 ára þegar ell- efta systirin fæddist, sú sem hér er kvödd. Allar fæddumst við heima, en systrahópurinn var alltaf sendur af bæ meðan á fæðingu stóð. I þetta sinn var ég ekki send að heiman, þótti orðin nógu stór til þess að rétta hjálparhönd, til dæmis að halda við eldinum og gæta þess að nóg væri til af heitu vatni þegar á þyrfti að halda. Á Efri-Brunnastöðum er tvíbýli og gæfa fjölskyldunnar var að ljós- móðirin, hún Margrét, bjó á hinum bænum. Fæðing litlu telpunnar gekk vel, en eftirköstin voru alvarleg, því bandarískum lyfja- fræðingi hjá varnar- liðinu á Keflavíkur- tlugvelli, Ernest Burgeson, f. 1929, og hófu þau búskap í Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Þau skildu og flutt- ist Stefanía aftur til íslands árið 1969. Börn Stefaníu og Ernests eni Eric Er- nest, f. 1955, og Kristín Ruth, f. 1959. Kristín á einn son, Anthony David. Seinni maður Stefaníu er Guð- björn Þórsson, stýrimaður og húsamálari, f. 1943. Eftir að Stefanía fluttist til ís- lands starfaði hún um sinn sem aðstoðarstúlka tannlæknis auk húsmóðurstarfa en hefur átt við heilsuleysi að stríða um áratuga skeið. títför Stefaníu fer fram frá Bú- staðakirkju á morgun, föstudag- inn 23. apríl, og hefst athöfnin klukkan 13.30. þetta var í eina skiptið sem móðir okkar komst í bráða lífshættu við barnsburð og því varð að ná í lækni. Hálftíma gangur var í næsta síma, en læknirinn, Sigvaldi Kakla- lóns, hafði aðsetur í Grindavík. Að- eins einn bfll var í hverfmu okkar og ég var látin hlaupa til þess að leita að bíl og bílsjóra. Ég fór um allt hverfið, en ég fann hvorki bílinn né bílstjórann og sneri því heim, móð og grátandi, örvæntingai-full, því ekki vissi ég hvernig mömmu hefði reitt af. Þegar ég kom heim hafði bflstjórinn haft spurnir af því að hans væri leitað og var hann kom- inn að Efri-Brunnastöðum, en hélt MINNINGAR stax af stað suður í Grindavík að sækja lækninn. Mamma var meðvitundarlaus og ég heyrði pabba grátbiðja ljósmóð- urina um að bjarga henni. Ég heyrði Margi-éti svara að það stæði ekki í hennar valdi, hér gæti aðeins einn bjargað, og ég sá sorg föður okkar. Þau hlúðu að sængurkonunni og skyndilega fannst mér eins og kraftaverkið hefði gerst, því mamma opnaði augun og spurði um litla bamið. Olýsanlegur fögnuður greip okk- ur öll og þá loksins var hægt að hugsa um þetta litla, yndislega barn, sem hafði farið á mis við eðli- legar móttökur sem nýfæddur ein- staklingur mætir. Þegar Kaldalóns kom, elskulegur að vanda, og mamma var vöknuð til lífsins, sagði hann við ljósmóðurina: „Þú veist það, Margrét, að ég hefði ekki getað gert neitt annað en það sem þú gerðir. Aðeins það og kraftaverkið gátu bjargað." Þau voru bæði trúuð. Barnið fékk nafn föðurbróður móður okkar, sem hét Salómon, og konu hans, Stefaníu. Þau áttu eina fósturdóttur, sem kölluð var Stella og var dóttir dr. Helga Pjeturss. Þess vegna fannst okkur systrunum sjálfsagt að kalla stelpuna Stellu og undir því nafni gekk hún alla tíð. Allt frá fæðingu og fyrsta árið kom það mikið í minn hlut að vera með þessa litlu systur mína. Stella systir óx úr grasi við sömu aðstæður og við hinar. Hún varð snemma verklagin og velvirk. Hún var ákveðin, viljasterk og fóst fyrir og varð sjaldan haggað eftir að hún hafði tekið ákvörðun, enda hefur viljastyrkurinn borið hana yfír allar þær torfærur sem hafa orðið á vegi hennar, því líf hennar var svo sann- arlega ekki dans á rósum. Stella varð fallegri með hverju árinu sem leið, var glöð og söngelsk og einu sinni tóku þær Dúdda, sú tólfta í röðinni, þátt í hljómleikum sem KK hinn eldri hélt í Austurbæjarbíói. Að minnsta kosti 100 vildu taka þátt í hljómleikunum, en KK hafði frétt af þessum söngelsku systrum og valdi þær í þann hóp tíu söngatriða sem fékk að vera með. Fóru þær systur síðan með KK í hljómleika- ferð um landið og enduðu á að syngja í útvarpið. Að giftast útlendingi og flytjast af landi brott var Stellu erfítt, því hún var afar átthagabundin, en ákvörð- unin var tekin og því varð ekki hnikað. Fyrstu árin í Bandaríkjun- um voru tími barneigna og aðlögun- ar, en aldrei aðlagaðist Stella al- mennilega og skildu þau hjónin. Þegar móðir okkar lá banaleguna var það ósk hennar að fá að sjá Stellu og börnin og þá ósk átti Stella heitasta að fá að kveðja móð- ur sína. Ekki gekk að fá leyfi til að fara með börnin úr landi, en með góðra manna hjálp tókst henni að flýja land og taka börnin með sér og hittu þau öll móður okkar áður en hún lést og nú hefur Stella sjálf beð- ið lægri hlut fyrir sama sjúkdómi og hún. Ég fékk hana í fangið við upp- haf lífs hennar og sat við dánarbeð hennar við lok þess. Hér verður ekki rakin sú barátta sem Stella átti í til að fá viðurkenningu mannrétt- inda sinna og barnanna eða þær þrautir sem hún þurfti að ganga í gegnum, en þess beið hún aldrei bætur. Hvað sem á bjátaði, hélt hún alltaf reisn sinni, bar sig alltaf vel og kvartaði ekki. Þótt krabbameinið væri komið á hátt stig, beitti hún sig aga og nýtti sinn sterka vilja til að standa á meðan stætt var. Guðbjörn hefur reynst Stellu systur ástríkur og umhyggjusamur lífsförunautur sem hefur á allan hátt reynt að létta henni erfiðleika og þunga dagsins. Við systurnar frá Réttarholti flytjum honum samúð- arkveðjur og innilegar þakkir. Guðbirni, bömum hennar og barnabarni biðjum við blessunar. Við minnumst Stellu með ást og virðingu og trúum því að nú hafi hún fundið þann frið og kærleika sem hún þráði og var í samræmi við hinstu ósk hennar um að stofna fé- lagsskap allra sem vildu vera glaðir og góðir, því síðustu dagana sem hún lifði hafði hún af því mestar áhyggjur hvað mikið vantaði af kærleika í stríðshrjáðri veröld. Fé- lagið átti að heita Kærleikur, því að hún vissi að „kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“. Systrakveðja, Rannveig I. E. Löve. Mig langar að kveðja elskulega móðursystur mína, hana Stellu. Eg minnist Stellu sem fallegrar konu. Hún var alltaf svo vel til höfð, brosmild og hlý og mjög spaugsöm. Hún var með rólegt fas en gat jafn- framt staðið fast á sinni meiningu. Mér fannst strax sem barni eitthvað svo glæsilegt við Stellu og fannst mér hennar fas bera merki þess að hún bjó í mörg ár í Bandaríkjunum. Mér fannst sérlega notalegt sem barni að koma í heimsókn til hennar á Öldugötuna því börnum sýndi hún ávallt áhuga, talaði við þau sem jafningja og átti alltaf svo spenn- andi veitingar og alltaf fylgdi með þessi mikla hlýja. Árin liðu og best kynntist ég Stellu þegar hún bjó um hríð á heimili mínu og er ég þakklát fyrir að hafa getað kynnst henni betur á þeim tíma. Við náðum vel saman og gaman var að heyra hana tala um gamla tíma. Stella var manneskja sem gerði ekki miklar veraldlegar kröfur til lífsins. Hennar helsta ósk var að finna til öryggis, treysta fólki og geta treyst umhverfi sínu. Finnst mér að nú síðastliðin ár hafi henni liðið best, þar sem hún og Guðbjörn bjuggu sér heimili í Ár- skójgunum. Eg sendi Guðbimi, Eric, Kristínu og systrum hennar tólf mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Minningin um Stellu lifir. Sigrún. AT V INNUAUGLÝSINGAR Frá Framhaldsskóla Vestfjarða — lausar stöður x í Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði er góð vinnuaðstaða fyrir kennara, m.a. er skólinn vel tölvuvæddur. Nýir kennararfá íbúðar- húsnæði á hagstæðum kjörum. Við skólann eru lausar nokkrar kennarastöður og eru kennslugreinarnar þessar: íslenska (ein staða) Þýska (ein staða) Stærðfræði (ein staða) Viðskiptagreinar (ein staða) Vélstjórnargreinar (ein staða) Rafiðnaðargreinar (ein staða) Tréiðnaðargreinar (ein staða) Danska (tæpl. ein staða) > íþróttir (tæpl. ein staða) Þá eru lausar stöðurstundakennara í eðlis- fræði, tölvufræði, ensku, félags- og sálarfræði og heimspeki, sérkennslu, hjúkrunargreinum, sjávarútvegsgreinum, veitingatækni og mat- reiðslu og framreiðslu. Við útstöð skólans á Patreksfirði eru lausar stöðurstundakennara í íslensku, dönsku, ensku, stærðfræði, ritun og íþróttum. Ráðið verður í störfin frá 1. ágúst og eru laun samkvæmt kjarasamningum. Ekki þarf að 1 sækja um á sérstökum eyðublöðum, en með umsókn skal gera grein fyrir menntun og fyrri störfum. Umsóknirskulu sendar undirrituðum, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 456 4540 (heimas. 456 4119). Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til 5. maí nk. Skólameistari. Aðalbókari Staða aðalbókara við embætti sýslumannsins á Patreksfirði er laustil umsóknar. Æskilegt er að störf geti hafist sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. Umsóknir sendist til sýslumannsins á Patreksfirði fyrir 5. maí nk. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 20. apríl 1999. Þórólfur Halldórsson. Trésmiðir Vantartrésmiði til starfa. Mótauppsiáttur, utan- hússklæðningar og fleira. Upplýsingar í síma 511 1522 milli kl. 8 og 16. Starfssvið: Síma- og póstvarsla, skráning reikninga í bókhaldskerfi o.fl. Starfshlutfall: Um er að ræða 50% stöðu. Æskilegar menntunar- og hæfniskröfur: Krafist er almennrar menntunar, nákvæmni og skjótvirkni í vinnubrögðum, staðgóðrar enskukunnáttu og helst nokkurrar kunnáttu í Norðurlandamálum. LANDHELCISGÆSLA ÍSLANDS Símavarsla o.fl. Landhelgisgæsla íslands auglýsir eftir starfsmanni til ad annast símavörslu o.fl. hjá stofnuninni. Eykt ehf Byggingaverktakar ARNES HF. Verkstjóri Verkstjóra vantar til starfa í flatfisk- og bolfisk- vinnslu hjá Árnesi hf. í Þorlákshöfn. Leitað er eftir framtakssömum einstaklingi með haldgóða reynslu af stjórnun í fiskvinnslu. Nánari upplýsingar veitir Björgvin í síma 483 3000/898 6101. Árnes hf. sérhæfir sig í vinnslu flatfisks og er stærsta fyrirtæki landsins á því sviði. Hjá fyrirtækinu er einnig unninn bolfiskur og humar auk loðnuvinnslu. í fiskvinnslu fyrirtækisins í Þorlákshöfn starfa 50—55 manns. Starfskjör: Starfskjör eru samkv. kjarasamn- ingi milli Starfsmannafélags ríkisstofnana og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Miðað er við að ráðið verði í stöðuna sem fyrst. Umsóknum ber að skila til Landhelgisgæslu íslands, Seljavegi 32, Reykjavík, fyrir 28. þ.m. á eyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Gunnarsson fjármálastjóri stofnunarinnar í síma 511 2222. Öllum umsóknum verðursvarað þegarákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Tannsmiður óskast til starfa á tannréttingastofu. Umsóknir sendist í Miðstræti 12, 101 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.