Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 52
52 FÍMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ Loforð og efndir Um baráttu aldraðra og öryrkja fyrir bættum hag. Eftir Jakob F. Ásgeirsson Eitt einkenni nútíma stjórnmála eru harðsæknir þrýsti- hópar sem stilla stj órnmálamönn- um upp við vegg þegar þeir eru varnarlitlir síðustu vikurnar fyrir kosningar. Er frambjóð- endum þá gjarnan boðið á fundi samtaka þar sem þeir eru krafðir svara um afstöðu til ein- hvers tiltekins máls sem slíkum samtökum er hugleikið og þá gjarnan geflð í skyn að meðlim- ir samtakanna og fjölskyldur umuARE þeiiTa muni VIUnUHr greiða atkvæði í kjörklefanum með hliðsjón af afstöðu frambjóðendanna til þessa til- tekna máls. Þetta er sérlega ógeðfelld baráttuaðferð, en lítið við henni að gera og e.t.v. má segja að almenningur eigi heimtingu á því að stjórnmála- menn hafi bein í nefinu til að stapdast þrýsting af þessu tagi. A undanförnum vikum er ekki annað að merkja en sam- tök aldraðra og öryrkja hafi tekið upp ofangreinda baráttu- aðferð, auk þess sem þau hafa haldið uppi linnulausum áróðri í fjölmiðlum, m.a. með blaða- skrifum. AJdraðir og öryrkjar njóta mikillar samúðar í þjóðfé- laginu, en bardagaaðferðir þeirra undanfamar vikur hafa gengið fram af ýmsum. Það var því sannarlega léttir þegar loksins heyrðist sanngjörn rödd úr þessum herbúðum - rödd Helga Seljans, framkvæmda- stjóra Öryrkjabandalagsins. Hann sagði í viðtali við Dag: „Við spyrjum ekki um loforð heldur um efndir hjá öllum þeim sem eru í framboði, ef þeir fá tækifæri til eftir kosn- ingar. Ég hygg nú að í ljósi allra þeirra yfirlýsinga sem gefnar hafa verið og framkom- inna leiðréttinga, að menn séu heldur bjartsýnir á að tekið verði myndarlega á þessum málum strax í byrjun næsta kjörtímabils og komið verði til móts við réttmætar kröfur okk- ar.“ Óneitanlega er málflutningur í þessum anda geðfelldari en sá æsingur sem mest hefur borið á undanfarið. Það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir þverpólitísk samtök á borð við aldraða og öryrkja að binda um of trúss sitt við einstaka stjórn- málaflokka; það hlýtur að vera í þágu slíkra samtaka að reyna að höfða til flokkanna allra með málflutningi sínum. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa verið ósparir á loforðin til handa bótaþegum, enda má segja að samtök aldraðra og ör- yrkja hafi tekið af þeim ómakið um tíma og verið hin eiginlega stjómarandstaða. En hverjar verða efndh-nar, ef þeir komast til áhrifa? Vafalaust vilja þeir gera sitt besta, en það er ekki alltaf hægt um vik þegar í ríkis- stjórn er komið að standa við gefin loforð og verða við „rétt- mætum“ kröfum úr öllum átt- um. Við sjáum hvemig Ingi- björgu Sólrúnu gengur að efna loforðin í Reykjavík. Vegna óstjórnar glímir hún við stór- kostlegan fjárlagahalla mitt í góðærinu og hefur lítið svigrúm til að sinna „réttlætismálunum" sem hún talaði fagurlega um í stjórnarandstöðu og fyrir síð- ustu kosningar. Og Ingibjörg Sólrún sem eitt sinn var besti vinur kennarasamtakanna er nú allt í einu orðinn óvinurinn mikli af því að fjárhagur borg- arinnar leyfir ekki að orðið sé við kröfum kennara. Það er því meginatriði fyrir aldraða og öryrkja að gaum- gæfa vel þau loforð sem borin era á borð þeirra nú fyrir kosn- ingar. Það blasir við að sum lof- orðin em þess eðlis að þau verða aldrei efnd, hver svo sem kosningaúrslitin verða. En ekki síst hljóta menn að leiða hug- ann að því að án traustrar efna- hagslegi-ar undirstöðu er lítið svigrúm til raunverulegra kjarabóta. Ef stjórnmálaflokkur boðar ekki trúverðuga efna- hagsstefnu er ekki líklegt að hann hafi tækifæri til að efna loforð sín komist hann tO valda. Þá er óhjákvæmilegt að bóta- þegar hyggi að fortíð þeirra sem nú hafa uppi mestan fagur- gala. Þegar Samfylkingai-flokkarn- ir voru síðast í ríkisstjórn á ár- unum 1988-1991 minnkaði kaupmáttur bótaþega um rúm 20%, en á núverandi kjörtíma- bili hefur kaupmáttur þehra bóta sem ríkið greiðir hækkað um rúm 20%. Aðrar tölur eru í sama dúr: I síðustu vinstri stjóm lækkaði kaupmáttur tekjutryggingar um 6,4%, en á yfirstandandi kjörtímabili hefur hann hækkað um 21,9%. Kaup- máttur heimilisuppbótar lækk- aði um 11,3% á síðasta vinstri stjórnar skeiði, en hækkaði um 71,4% á þessu kjörtímabili. Kaupmáttur sérstakrar heimil- isuppbótar lækkaði um 8,8% þegar vinstri flokkarnir voru síðast við völd, en hefur hækk- að um 21% á undanförnum fjór- um árum. Sumir aldraðir og öryrkjar kunna að segja að þeir hafi engan áhuga á slíkum talna- fróðleik, þeir viti það eitt að endar ná ekki saman og þegar svo er í pottinn búið séu þeir auðvitað líklegri til að kjósa fremur þá sem segjast ætla að bæta hag þeirra ríflega en hina sem aðeins segjast ætla að at- huga málin. En þeh’ hljóta að leggja við hlustir þegar svo reynslumikill maður sem Helgi Seljan kemur fram og segir: Spyrjum um efndir, ekki loforð. Þegar þeir sem nú lofa mestu sátu í ríkisstjórn og höfðu tæki- færi til að sýna hug sinn í verki, urðu bótaþegar fyrir gífurlegri kjaraskerðingu. I ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arílokks á undanförnum fjórum árum hefur kaupmáttur bóta- þega hins vegar hækkað um- talsvert, þótt aðrir þjóðfélags- þegnar hafi vissulega borið meira úr býtum. Þessar staðreyndir hljóta aldraðir og öryi’kjar að hafa í huga þegar þeir ganga að kjör- borðinu. Reynslan kennir að það er affarasælla að dæma menn af verkum þeirna en orð- um. BUSTAÐAKIRKJA Safnaðarstarf Sumarhátíð í Bústaðahverfí í TILEFNI af fyrsta degi sumars verður haldin glæsileg fjölskylduhá- tið í Bústaðahverfi og er það annað árið í röð sem slík hátíð er haldin. Öllum íbúum hverfisins er þar boðið upp á skemmtidagskrá sem hefst með skrúðgöngu frá Grímsbæ klukkan 13. Þaðan verður gengið í Bústaðakirkju þar sem við setjum hátíðina. Ávarp flytur Hreiðar Öm Stefánsson umsjónarmaður safnað- arstarfs Bústaðakirkju. Eftir setn- inguna verður gengið fylktu liði nið- ur á íþróttasvæði Víkings. í Víkinni verður boðið upp á fjölbreytta dag- skrá bæði úti og inni. M.a verða boltaleikir, skátar með þrautabraut, leikhús, leiktæki, hjólaferð, kökur og kaffi o.fl. Sjáumst öll í sumarskapi. Bústaðakirkja, Foreldrafélög Breiðagerðis- og Fossvogsskóla, Knattspyrnufélagið Vfldngur, ITR/Félagsmiðstöðin Bústaðir, Skátafélagið Garðbúar. Bænastund vegna Kosovo SÍÐASTLIÐIÐ föstudagssíðdegi komu saman í Grensáskirkju í Reykjavík milli 50 og 60 manns til stuttrar bænastundar. Ástæða sam- verunnar var Kosovo. Sungnir voru einfaldir söngvar og velþekktir sálmar á milli þess sem bænir voru bornar fram. Bænarefnin voru frið- ur og mannréttindi, beðið fyrir kon- unum í Kosovo og börnunum, fram- tíð þeirra og sameiningu fjöl- skyldna. Þá var beðið fyrir ráða- mönnum og loks um uppöi-vun og kjark okkur til handa og börnum okkar. Við kirkjudyr að stundinni lokinni fundu fleiri en einn og fleiri en tveir að mikilvægt væri að halda áfram að biðja fyrir þessu málefni, svo lengi sem þörf krefði. Því mun- um við hittast vikulega í Grensás- kirkju á föstudögum kl. 18. Eru allir velkomnir til bænastundanna og væntum við þess að margir sjái ástæðu til að sýna samhug í verki bænarinnar. María Ágústsdóttir. Lofgj örðarmessa og pitsuveisla í Hafnarfjarðar- kirkju MESSA í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudaginn kemur, sem hefst kl. 11, mun vera með sérstæðu sniði. Messuformið verður að nokkru brotið upp en jafnframt boðið til drottinlegrar máltíðar. Lofgjörðar- sveit vakningarhreyfingarinnar Byi-gisins leikur í messunni og leiðir söng og Guðmundur Jónsson for- stöðumaður þess les ritningarorð og leggur út af þeim. Sr. Gunnþór Ingason sóknarprestur prédikar og fylgir keltnesku formi við helgun efna máltíðarinnar, sem að þessu sinni verður nýbakað brauð og vín- berjasafi. Guðmundur mun aðstoða hann við útdeilingu þeirra og leiða síðan fyrirbænir. Eftir messuna er boðið upp á hádegisverð, pizzuveislu í Strandbergi, safnaðarheimili kirkjunnar. Prestar Ilafnarfjarðarkirkju. Vorferð sunnu- dagaskólanna í Grafarvogi VORFERÐ sunnudagaskólanna I Grafarvogi verður næstkomandi laugardag, 24. apríl. Þar munu börnin sem hafa tekið þátt í barna- starfinu í Engjaskóla og Grafar- vogskirkju ljúka vetrarstarfinu. Farið verður til Akraness þar sem sóknarpresturinn Eðvarð Ingólfs- son mun taka á móti hópnum. Þar verður einnig haldin uppskeruhátíð barnastarfsins á Akranesi. Barnaguðsþjónusta verður haldin í kirkjunni og síðan verður boðið upp á pylsur og meðlæti. Barnakór Grafarvogskirkju mun syngja. Með í förinni verða þeir sem hafa starfað við barnastarfíð í vetur. Lagt verður af stað frá Grafar- vogskirkju kl. 10 og komið heim um kl. 14. Allir þeh’ fjölmörgu sem hafa tekið þátt í starfinu í vetur eru boðnir velkomnir. Prestarnir. Sjöunda dags aðventistar á Islandi: Á laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðs- þjónustu. Ræðumaður Finn F. Eck- hoff. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíurannsókn kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Samkoma kl. 11. Ræðumað- ur Sigríður Kristjánsdóttir. Friðrikskapella. Samvera í kapell- unni kl. 13-14 sumardaginn fyrsta. Gunnar Eyjólfsson, leikari, endur- flytur sígilda ræðu sr. Friðriks sem hann nefndi „Hvað er í nánd?“ sem er eldleg útlegging hans á Lúk. 21, 25-36. Allir eru velkomnir. Eftir samveruna er sumarkaffi hjá Skóg- armönnum sumarbúðanna í Vatna- skógi í aðalstöðvum KFUM og K við Holtaveg. Háteigskirkja. Kristin íhugun kl. 19.30. Kl. 21 Taizé-messa. Langlioltskirkja. Opið hús fóstudag kl. 11-13. Létt hreyfing og slökun. Kyrrðar- og fyrirbænastund föstu- dag kl. 12.10. Éftir stundina er súpa og brauð. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10 í hádegi á fyrsta sumardag. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel frá kl. 12. Prestur sr. Bjarni Karls- son. Léttur málsverður að stundinni lokinni. Mömmumorgunn föstudag kl. 10-12. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 24. apríl kl. 14. Athug- ið breyttan tíma. „Vorferð". Kristín Bögeskov, djákni, fer með okkur eitthvað út í bláinn. Kaffiveitingar. Komið til baka um kl. 17. Allir vel- komnir. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 fóstudag milli kl. 10 og 12. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdóttur og Bjargar Geirdal. Leikfimi aldr- aðra kl. 11.15. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Bænarefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar, einnig má setja bænarefni í bæna- kassa í anddyri kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumorgn- ar kl. 10-12. Áhugaverðir fyi-irlestr- ar, létt spjall og kaffi og djús fyrir börnin. Kyrrðarstundir í hádegi kl. 12.10. Fyrirbænir og altarisganga, léttur hádegisverður. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. St- arf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30. Skátaguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Iris Kristjánsdóttir. Skátar lesa ritningarlestra og bænir. Skátakór leiðir safnaðarsöng. Organisti Smári Olason. Prestarnir. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimil- inu Borgum. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarð- ar. Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9-12 ára stráka er í dag kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Æskulýðsfundur kl. 20-22. Hafnarfjaröarkirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar- höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn. Vídalínskirkja. Bæna og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl- íulestur kl. 21. Víðistaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Landakirkja, Vestmannaeyjum. TTT-fundurinn fellur niður vegna dagskrár sumardagsins fyrsta. Opið hús fyrir unglinga í KÉUM & K húsinu kl. 20.30. Hjálpræðisherinn. Vakningasam- koma kl. 20. Roger Larsson frá Sví- þjóð talar. Allir hjartanlega vel- komnir. Útskálakirkja. Guðsþjónusta sum- ardaginn fyi-sta kl. 13.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.