Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 63 + Björn Hafsteins- son fæddist í Reykjavík 7. maí 1948. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 17. apríl siðastliðinn. For- eldrar hans eru Jó- hanna Björnsdóttir, f. 6. maí 1931, d. 13. júlí 1993, og Haf- steinn Þorsteinsson, f. 29. desember 1927. Björn var elstur átta systkina. Næstur honum er Hörður, f. 3. júlí 1949, Þorsteinn, f. 6. ágúst 1950, Sævar Anton, f. 25. ágúst 1951, Anna María, f. 12. septem- ber 1952, Elsa, f. 10. aprfl 1954, Ægir, f. 10. aprfl 1954, og yngstur er Hafsteinn, f. 15. ágúst 1962. Eftirlifandi eiginkona Björns er Sigrún Óskarsdóttir verslun- armaður, f. 21. september 1944. Synir þeirra eru: 1) Óskar Páll, f. 6. desember 1971, unnusta hans er Sigrún Helga Eiríks- dóttir, f. 20. janúar 1971, synir þeirra eru Bergþór Hrannar, f. 21. júní 1998, og Sigurbjörn Andri, f. 10. janúar 1995. 2) Jónas, kvæntur Berglindi Helgadóttur, f. 10. október 1969, þeirra dætur eru Bergdís Rún, f. 25. aprfl 1991, Kristjana Sif, f. 10. ágúst 1996, og óskírð, f. 31. janúar 1999. 3) Gunnar Þór, f. 29. júní 1963, unnusta hans er Sigríður Stefánsdóttir, f. 18. júlí 1963, börn þeirra eru Elísbet Heiða, f. 18. júní 1988, Elva Rut, f. 20. júní 1991, Stefán Örn, f. 8. mars 1994, og Björn Sæll Toggi minn, jiann pabbi er dáinn. Þessi orð Óskars bróður bergmála enn í höfðinu á mér er hann tilkynnti mér kl. 10 á laugar- dagkvöld að hetjulegri baráttu foður míns væri lokið. Eg dofnaði allur upp, og er enn, þegar þessi orð eru skrifuð, dofínn. Ég trúi því varla ennþá að ég fái ekki tækifæri á að tala við hann, heimsækja hann í Byko og eiga góða stund með honum og Sigrúnu yfir kaffibolla í Blesu- grófinni. Það var einmitt í Byko sem hann fékk áfallið sem reið honum að fullu. Aðeins kvöidið áður höfðu þau hjónin verið að tala um það hvað hann væri orðinn hress. Hann Bjössi pabbi minn var góður maður. Sú besta persóna sem ég hef kynnst. Það skipti engu máli þótt ég hefði ekki samband í langan tíma. Ailtaf þegar ég kom í Blesugrófina var tekið á móti mér eins og ég hefði verið þar síðast daginn áður. Alls staðar þar sem ég hitti fyrir fólk sem hefur á einhvern hátt kynnst föður mínum, hvort sem það hefur verið í gegnum vinnu eða annað, þá talar það um hjálpsemi, góðmennsku og fagmennsku. Ekkert var nógu gott sem hann gerði nema það væri fullkomið. Honum fannst hann alltaf geta geta gert betur. Þeir eru ófáir sem eiga eftir að sjá efth’ þessum mikla manni. Og hann var mikill, stór og breiður. Við hliðina á honum var ég alltaf litla barnið hans, og var stoltur af því. Ég held að það sé ekki hægt að gefa mér betra hól en að líkja mér við hann. I gegnum öll veikindi hans stóð Sigiún við hlið hans eins og klettur alveg fram á síðustu sekúndu. Hann var lánsamur hann faðir minn að ná í svona góða konu. Ég bið Guð um að vernda hana Sigrúnu og styðja í gegnum þessar erfiðu stundir sem fai-a í hönd. Ég vil líka þakka Óskari bróð- ur mínum fyrir þann styrk sem hann færði okkur öllum meðan á stríðinu hans pabba fyrh- lífinu stóð. Hvfl þú í friði, elsku pabbi, ég mun sakna þín alla ævi. Þorgrímur Björnsson. Elsku Bjössi. Ég á svo bágt með að trúa því að nú sértu farinn frá okkur, að þú verðir ekki áfram hrók- Anton, f. 6. mars 1996. Fyrir átti Björn þijú börn sem eru: 1) Þor- grímur, f. 14. sept- ember 1966, kvænt- ur Guðrúnu Jóns- dóttur, f. 5. október 1968, þeirra börn eru Astþór Aron, f. 10. ágúst 1989, og Jón Trausti, f. 28. ágúst 1995. 2) Gerð- ur, f. 2. maí 1968, gift Geir Karli Ara- syni, f. 4. maí 1959, barn hennar er Daníel Viðarsson, f. 25. septem- ber 1989. 3) Guðmundur, f. 2. júlí 1969, kvæntur Sigríði Söru Gísladóttur, f. 6. júlí 1968, þeirra barn er Alexander, f. 19. aprfl 1995. Tengdaforeldrar Björns eru Pálína Hraundal, f. 14. júlí 1918, og Óskar Hraun- dal, f. 28. október 1915. Björn nam pípulagnir við Iðnskólann í Reykjavík og kláraði meistarapróf í grein- inni. Seinna lagði hann einnig stund á nám við húsasmíðar og vann við báðar þessar greinar til margra ára. Meistari Björns í pípulögnum var Jónas Valdi- marsson pípulagningameistari. I húsasmíðunum var Björn með sameiginlegan rekstur með Vernharði Guðmundssyni. Allt frá árinu 1988 hefur Björn starfað við lagnadeild BYKO og gegnt þar mörgum trúnaðar- störfum. Útför Björns fer fram frá Ás- kirkju í Reykjavík á morgun, föstudaginn 23. aprfl, og hefst athöfnin klukkan 13.30. ur alls fagnaðar og að þú syngir ekki oftar „Nú árið er liðið“ fyi’ir mig á nýársnótt. Þú varst hjá okkur á föstudaginn langa og þá virtist allt leika í lyndi hjá þér. En í síðustu viku fékk ég að heyra að þessi ljúfi og góði maður sem þú varst væri ef til vill að yfir- gefa okkur. Þegai- ég heyrði svo seinna að þú værir látinn komst ég ekki hjá því að leiða hugann að öllum þeim skemmtilegu stundum sem við áttum saman með Rúnu. Þegar ég var yngri var ég mikið í pössun hjá þér og Rúnu og í rauninni var ég alltaf hjá ykkur þegar ég vildi, þvi mér fannst svo gott að vera með ykkur og þú lést alltaf eins og ég væri litla stelpan þín þegar ég var hjá ykkur. Þegar ég var inni í Blesu- gróf brölluðum við ýmislegt saman, en ég held að við höfum samt gert mest af því að syngja. Þú kenndir mér til dæmis einn þann fallegasta sálm sem ég hef lært og ég held að hann verði alltaf bjartasta minningin mín um þig: I bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Eg leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Þegar ég hugsa um þig og tónlist- ina í kringum þig, þá er ég alveg sannfærð um að þitt framlag hafi átt mikinn þátt í því að ég stundaði tón- listarnámið svona lengi, því þú hvattir mig alltaf áfram til að spila á orgelið með Óskari Páli og vildir al- laf heyi'a mig spila á píanóið heima í Stóragerði. Elsku Bjössi minn, þú varst alltaf einn sá besti maður sem ég hef kynnst og ég veit að Guð geymh- þig um ókomna tíð. Vaktu ásamt Honum yfir okkur Rúnu gömlu, þangað til við hittumst að nýju. Þín Jóhanna T. Það er harður en ótrúlegur sann- leikur að það sé komið að því að kveðja Bjössa mág minn hinstu kveðju. Þetta er ótímabær kveðju- stund. Enginn aðdragandi að erfiðu áfalli. Það er erfitt setja niður á blað nokkur þakkarorð til hans en skal þó reynt. A þessum tímamótum hrannast upp minningarbrotin í hugann. Ég var aðeins 13 ára unglingur þegar Sigrún systir mín fór að „slá sér upp“ með stórmyndarlegum glímu- kappa úr Armanni sem ók um bæinn á „Moskvich-bfl“. Ekki leið langur tími þangað til að að þau stofnuðu heimili sitt, fyrst á Skúlagötunni og seinna í Blesugróf, og þai’ hafa þau búið nánast alla tíð, fyrst í litlu gömlu húsi og fyrir 15 árum byggði Bjössi þeim nýtt fallegt hús sem þau höfðu komið sér notalega fyrh’ í. Ég man enn brúðardaginn þehra þegar þau gengu saman inn Dómkirkju- gólfið og það datt rauðm- túlipani úr brúðarvendinum sem Bjössi hafði sjálfur valið og látið setja saman fyr- ir brúði sína. Þennan sama dag var sonur þeirra skírður Óskar Páll. Allt frá þessum fyrstu kynnum mínum af Bjössa hefiir aldrei fallið skuggi á samskipti okkar. Bjössi var mér strax sérstaklega góður og tryggur, já tryggari mann er vart hægt að finna en Björn Hafsteins- son. Þegar maður heilsaði honum og kvaddi var handtakið og faðmlagið þéttingsfast og lýsir það Bjössa best. Fyrir átti Sigrún tvo syni, þá Gunnar Þór og Jónas og, var Bjössi þeim alla tíð sem besti faðir. Það var oft glatt á hjalla þegar fai’ið var í sunnudagsbfltúr t.d. til Þingvalla eða í Fljótshlíðina og mér boðið með. Alltaf var stoppað einu sinni í sjoppu og keyptur ís á línuna eða pylsa með öllu. Þá vai’ oft mikið hlegið og sagð- ar sögur. Það var gaman að ræða heimsmál- in við Bjössa. Hann var ákaflega víð- sýnn maður, fastur fyrir og fylginn sér. Ég hafði sérstaklega gaman af að æsa hann upp í pólitískri umræðu og jafnvel hækka róminn, en oftast enduðum við sammála því að við vor- um nefnilega bæði á „bláu línunni“. Bjössi var ákaflega söngelskur mað- ur og með engum manni var eins gaman að syngja, sérstaklega að syngja í röddum. Bjössi var mjúkur og fallegur bassi og gat auðveldlega sungið tenór. Oft tókum við lagið saman og eitt lag var mest gaman að syngja með honum og textinn er svona: Hún amma hún er mamma hennar mömmu, og mamma er það besta sem ég á. Gaman væri að gleðja hana mömmu, og gleðibros á vanga hennar sjá. A kvöldin oft hún segir rið mig sögur og svæfir mig er dimma fer að nótt og hún syngur við mig sálmalögin fógur, þá sofna ég svo undur vært og rótt. Bjössi var alla tíð mikið lipur- menni og fljótur að rétta fólki hjálp- arhönd og átti hann stóran hóp við- skiptavina sem vildu aðeins skipta við hann bæði persónulega og ekki síður í BYKO. Stór hópur manna vissi vel hver Bjössi í BYKO var þó að þeir þekktu hann ekkert annað. Óskar Hraundal (yngri) hefur vel kynnst þessum mannkostum Bjössa en hann átti þess kost að vinna með honum í BYKO allt síðastliðið sumar og fyrh’ þau kynni er hann afar þakklátur. Elsku Sigrún mín, það er sárt að þurfa að kveðja ástvin sinn, og það mörgum árum of fljótt. En almættið spyr ekki um aldur eða aðstæður. Við áttum eftir að gera svo margt saman þú, Bjössi, ég og Tryggvi. En við getum lítið gert nema reyna að ná sáttum við okkur sjálf og Guð. Minningarnar verða aldrei frá okkur teknar. Minningarstjörnurnar skína skært í myrkrinu. Megi minning þín um góðan eiginmann sefa sárin um síðir. Við Tryggvi, Hanna, Óskar og Kibbi samhryggjumst innilega með þér og þinni stóru fjölskyldu, sonum, tengdadætrum og barnabörnum. Elsku Bjössi. Hafðu þökk fyrir allt sem þú varst okkur öllum, tengdaforeldrum, og tengdafjöl- skyldu allri. Við munum þig kátan og hressan og brosandi við lífinu. Ég veit að þú hefur nú hitt hana Jó- hönnu móður þína. Hún hefur tekið vel á móti þér með opinn faðminn. Við munum hittast síðar í annarri jarðvist og þá tökum við lagið á ný. Ég kveð í bili, kæri vinur. Þín BJÖRN HAFS TEINSSON + Hjartkær systir mín og frænka okkar, LUKKA ÞÓRHILDUR ELÍSDÓTTIR, sem lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þriðju- daginn 13. apríl, verður jarðsungin frá Seyðis- fjarðarkirkju laugardaginn 24. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Seyðisfjarðar. Björg E. Elísdóttir og systkinabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ÞÓRIS STEFÁNSSONAR bónda, Hvalskeri. Sigurbjörg Sigurbergsdóttir, Stefán Þórisson, Sigurþór Pétur Þórisson, Birgir Þórisson, Borgar Þórisson, Margrét Guðrún Þórisdóttir og aðrir aðstandendur. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞORBJARGAR VERNU ÞÓRÐARDÓTTUR. Þóra Hjartardóttir, Ingólfur B. Kristjánsson, Sigríður Hjartardóttir, Þorbjörn Tómasson, Hjörtur Hjartarson, Lilja Guðmundsdóttir, Ólöf Hjartardóttir, Jens Valur Ólason og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SÆMUNDAR BJÖRNSSONAR, Múla, Skaftártungu. Jóhanna Guðmundsdóttir, Þórhallur Sæmundsson, Margrét Sigurðardóttir, Björn Vignir Sæmundsson, Kolbrún Matthíasdóttir, Oddsteinn Sæmundsson, Þuríður Gissurardóttir, Guðmundur Emil Sæmundsson, Halldóra Þ. Leifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Sólheimum 23, Reykjavík. Andrés Finnbogason, Ingibjörg Jónsdóttir, Sveinbjörn Einarsson, Guðrún Dóra. Lokað á morgun, föstudaginn 23. apríl, frá kl. 14.00 vegna jarðarfarar SIGRÍÐAR JÓNSDOTTUR. Músík og Sport, Hafnarfirði. 'r i Lokað Vegna jarðarfarar BJÖRNS HAFSTEINSSONAR verður lagnadeild Byko, Skemmuvegi 4, Kópavogi, lokuð föstudaginn 23. apríl milli kl. 12.30 og 15.30. Byko hf. Kristín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.