Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Atján ára nemendur gera mannskæða árás í bandarískum framhaldsskóla Leitað að sprengjum í skólanum Tilræðismennirnir tveir sagðir nýnasistar Littleton. Reuters, AP. BANDARÍSKIR sprengjusérfræð- ingar leituðu í gær að sprengjum, sem tveir framhaldsskólanemar í Colorado höfðu falið í skóla sínum áður en þeir hófu blóðuga árás á skólasystkini sín í fyrradag. Lögreglan sagði í gærmorgun að a.m.k. fimmtán hefðu látið lífið, að tilræðismönnunum meðtöld- um. Talið var þó að tala lát- inna kynni að hækka þar sem ekki var hægt að leita í allri skólabyggingunni vegna hættu á sprengigildr- um. Að minnsta kosti 23 særðust í árásinni, þar af níu alvarlega. Aður hafði lögi'eglan sagt að 20-25 manns hefðu beðið bana, að tilræðismönnunum tveimur meðtöldum. Tilræð- ismennimir, sem voru báðir átján ára, sviptu sig lífi á bókasafni skólans. Aður höfðu þeir falið á annan tug sprengna í bygg- ingunni og á skólalóðinni. Þetta er mannskæðasta árás sem gerð hefur verið í bandarískum skóla og ein af blóðugustu skotárásunum í Bandaríkjunum á öldinni. Níu særðust alvarlega Að minnsta kosti 23 voru fluttir á sjúkrahús eftir árásina og flestir þeirra með skotsár. A meðal þeirra var stúlka með níu sár eftir málm- flísar úr sprengju. Að minnsta kosti níu særðust alvarlega og þar af var einn í gjörgæslu. Skólinn er í Littleton, einu af út- hverfum Denver í Colorado. Nem- endur skólans eru um 1.800 og voru ýmist að mæta í tíma eða á leið í há- degismat þegar árásin hófst. Tímastillt sprengja sprakk í skól- anum níu klukkustundum eftir að árásinni lauk og lögreglan sagði það sýna að áhyggjur hennar af sprengj- unum væru ekki ástæðulausar. Eng- inn særðist í sprengingunni. Tilræðismennirnir voru vopnaðir skammbyssum og sprengj- urnar, sem þeir fóldu, voru allar heimagerðar, m.a. hættulegai- rörsprengjur, própansprengjur sem dreifa málmflísum og plasthylki fyllt bensíni og sápu. Nokkrar fundust nálægt hk- um tilræðismannanna og hinar á öðrum stöðum í byggingunni og í tveimur bifreiðum á bílastæði skól- ans. Voru hugfangnir af Hitler og vopnum Margir nemendur við skólann, foreldrar þeirra og aðrir íbúai- Littleton voru viðstaddir kirkjulega athöfn til að minnast þeirra sem létu lífið. Skólayfirvöld skipulögðu einnig áfallahjálp fyrir nemendur skólans. Talsmaður lögreglunnar sagði að ekki væri vitað hvað lægi að baki árásinni en kvaðst hafa heyrt vanga- veltur um að hún kynni að tengjast afmælisdegi Adolfs Hitlers, sem var í fyrradag. Tilræðismennirnir voru í svokall- aðri „rykfrakkamafíu", hópi nem- enda sem klæðast yfirleitt svörtum og síðum rykfrökkum með haka- kross á bakinu, að sögn dagblaðsins Denver Post. Um tólf nemendur voru í hópnum og var þeim lýst sem utangarðsmönnum í skólanum. Þeir voru sagðir hugfangnir af heims- styrjöldinni síðari og þýskum nasist- um. „Þeir töluðu mikið um Hitler,“ sagði einn nemenda skólans. „Þeir voru mjög stoltir af honum. Það var hrollvekjandi." Nemendur skólans sögðu að til- Dylan Kebold og Eric Harris. Reuters NEMENDUR í framhaldsskólanum í Colorado sjást hér hlaupa út úr byggingunni eftir að tilræðismennirnir hófu skothríð á nemendur og kennara. Mannskæð árás í bandarískum skóla h Árás unglinganna tveggja á nemendur framhaldsskóla í Colorado í fyrradag er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í bandarískum skóla, Km m Þinghús ATBURÐARASIN: Efri hæð Lakewood DENVER Englewood # • r Aurora í V t Littletori**, Framhaldsskóli m D Tilræðismennirnir hófu skothríð á bíla- stæðinu kl. 11.15 að staðartíma. B Þeir fóru inn í mötu- neytið og skutu á nemendur, einkum þeldökka unglinga og vinsæla íþróttamenn. Þeir fóru síöan upp stiga og inn í bóka- safn skóians □ Þar hófu þeir skothríö á nemendur. Lögreglan fann ^ ■ tilræöismennina tvo látna á bókasafninu. Árásin stóð í um fjórar klukkustundir. Inngangur nemenda ræðismennimir, Dylan Klebold og Eric Harris, hefðu verið óvinsælir og oft talað um byssur og vopn. Einn þeirra sagði að Harris hefði „breyst nýlega" og orðið „grimmur". Klebold hefði hins vegar verið „öðruvísi". Nokkrir nemendanna sögðu að annar tilræðismannanna hefði átt margar byssur og komið sér upp „hatursfullri vefsíðu“. Tilræðismenn- imir voru einnig sagðir hafa gert mynd um byssur sínar á námskeiði um myndbandstækni. Margir sjónarvottanna sögðu að tilræðismennirnir hefðu einkum skotið á þeldökka nemendur og vin- sæla íþróttamenn en aðrir sögðu að þeir hefðu skotið á alla sem urðu á vegi þeirra. Stúlka, sem var ötuð blóði úr skólafélögum sínum, kvaðst hafa verið nálægt öðrum árás- armannanna. „Hann skaut á fólkið rétt fyrh- framan mig. Hann skaut á þeldökkt fólk og íþróttafólk. Hann otaði byssunni framan í mig og fór að hlæja.“ Önnur stúlka kvaðst hafa setið á bókasafninu þegar annar tilræðis- mannanna hefði hafið skothríð. „Hann sagðist ætla að drepa alla sem hefðu verið vondir við sig og vini sína síðasta árið.“ Skutu einkum á þeldökka nemendur og íþróttamenn Að sögn sjónarvottanna skutu til- ræðismennirnir aftur á þá sem grétu eða kveinkuðu sér vegna skotsára. Stúlka, sem grátbað þá að þyrma sér, var skotin til bana. Flestir nemendanna hlupu skelf- ingu lostnir út úr skólanum þegar skothríðin hófst en tugir þeirra fóldu sig í byggingunni. Nokkrir fóldu sig undir skrifborðum, aðrir læstu sig inni í herbergjum eða smeygðu sér jafnvel inn í loftræstihólf byggingar- innar. Nokkrir unglinganna hringdu í foreldra sína í farsíma til að segja þeim að þeir væru á lífi. Nokkrir unglingar, sem voru álitn- ir vinir tilræðismannanna, voru handteknir og færðir í handjárnum í lögreglustöð til yfirheyrslu. Tals- maður lögreglunnar sagði þó að ekki væri talið að þeir væru viðriðnir árásina. Kröfur um strangari byssulög NEMENDUR við framhaldsskólann í Colorado kijúpa í hring eftir blóðsúthelling- amar í fyrradag. BLÓÐSÚTHELLINGARNAR í framhaldsskólanum í Littleton í Colorado hefur vakið mikinn óhug meðal Bandaríkjamanna og kynt undir kröfum um að sett verði strang- ari lög um byssueign landsmanna. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði á fyrsta blaðamannafundi sín- um eftir árásina að Bandaríkjamenn þyrftu að leggja meiri áherslu á að kenna bömum sínum „að tjá reiði sína með orðum en ekki vopnum“. Athygli vakti að forsetinn sagði ekk- ert um hvort takmarka þyrfti byssu- eign landsmanna og ólíklegt þykir að hann leggi til að byssulögunum verði breytt verulega. Umræðan um byssulögin hefur staðið í þrjá áratugi en samtök bandarískra byssueigenda eru mjög áhrifamikil og hafa barist gegn því að lögunum verði breytt. Taldir eiga 200 milljónir skotvopna Bandaríkjamenn eiga fleiri byssur en nokkur önnur þjóð í heiminum og talið er að um 200 milljónir skot- vopna séu í eigu einstaklinga í Bandaríkjunum. Samtök bandarískra byssueig- enda hafa ítrekað bent á að réttur almennings til að eiga byssur sé tryggður í bandarísku stjómar- skránni. Þeir sem vilja að lögunum verði breytt til að takmarka þennan rétt benda hins vegar á að bandaríska þjóðfélagið hafi gjör- breyst frá því stjórnar- skráin var sámin. Bandaríkjamenn þurfi ekki lengur byssur til að verja sig fyrir indíánum eða veiða villt dýr. Stuðningsmenn strangari laga um byssukaup segja að ekki verði hægt að stemma stigu við morð- um og ofbeldisglæpum í landinu nema byssu- eignin verði takmörkuð verulega. Clinton knúði fram þá breytingu á byssu- lögunum á fyrra kjör- tímabili sínu að kanna þyrfti feril allra þeirra sem kejrptu byssur. Ennfremur var bannað að selja og flytja inn ákveðnar teg- undir sjálfvirkra skotvopna. Tillög- ur um frekari breytingar á lögunum hafa hins vegar ekki náð fram að ganga síðan repúblikanar náðu meirihluta á þinginu. Clinton náði þó samkomulagi við byssuframleið- endur í október 1997 um að settir yrðu lásar á skammbyssur til að koma í veg fyrir að börn gætu hleypt af þeim fyrir slysni. Árið 1994 höfðu hartnær 200 börn dáið af völdum voðaskota. Ofbeldisglæpir algengir Fyrir árásina í fyrradag höfðu 14 manns beðið bana og rúmlega 40 særst í skotárásum í bandarískum skólum á einu og hálfu ári. I langflest- um tilvikum voru tilræðismennimir og fórnarlömbin böm eða unglingar. 15 ára drengur myrti t.a.m. tvo skólabræður sína og síðan foreldra sína í Springfield í Oregon í maí 1988. Tveimur mánuðum áður höfðu tveir drengir, 11 og 13 ára, myrt fjórar stúlkur og kennara í Jones- boro í Arkansas. Níu aðrar stúlkur og kennari særðust í árásinni. Skotárásin í Jonesboro vakti mikla umræðu meðal Bandaríkjamanna um hvers vegna börn og unglingar grípi til vopna og fremji morð og hvaða ráðstafanir hægt væri að gera til að stemma stigu við drápunum. Bandaríska menntamálaráðuneyt- ið birti í mars rannsóknarskýrslu þar sem fram kom að alvarlegir of- beldisglæpir hefðu verið framdir í allt að 10% skóla landsins á skólaár- inu 1996-97. 11.000 vopnaðar árásir hefðu verið gerðar í skólunum á þessum tíma, auk 4.000 nauðgana og kynferðislegra árása. „Hrein síátruna „BORGARBÚAR og þjóðin öll er í sjokki yfir voðaverkunum. Little- ton er mjög friðsamlegt hveril og þetta er mjög góður skóli þar sem morðin voru framin. Enginn á orð til að lýsa þessu voðaverki og á forsíðum blaða er því lýst í tveim- ur orðum; hrein slátrun," sagði Guðmundur Jónsson, sem býr skammt frá Littleton í Denver, í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðmundur sagði andrúmsloftið í Denver „gífurlega þungt“ og hefði ölium skólum verið lokað í borg- inni vegna atburðauna og hræðslu við að eitthvað svipað endurtæki sig í öðrum skólum. Að sögn Guðmundar var leik hornaboltaliðsins Rockies, sem átti að vera á þriðjudagskvöldið aflýst og sömu sögu er að segja um leik Nuggets, körfuboltaliðs Denvers. Guðmundur sagði drengina sem frömdu ódæðið hafa verið góða námsmenn sem fannst „umhverfíð hafa afneitað sér“. „Þeir höfðu óbeit á þeim sem stunduðu íþróttir og voru lang- skólagengnir og höfðu komið sér upp eigin heimasíðu þar sem þeir voru með yfirlýsingar um að þessi og hinn skyldi deyja,“ sagði Guðmundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.