Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 39 LISTIR Böm og menning ÁRIÐ 1953 voru The International Board on Books for Young People, eða IBBY- samtökin, stofnuð í Sviss. Al- þjóðleg samtök sem hafa að markmiði að vernda og efla bókmenntir fyrir börn og ung- Iinga um allan heim. Samtökin hafa starfað óslitið síðan og eru þekkt fyrir að veita rithöfundi og myndlistar- manni annað hvert ár H. C. Andersen-verðlaunin, sem einnig eru nefnd „Litlu Nóbels- verðlaunin“. Á vegum samtak- anna eru svo haldnar ráðstefn- ur og þar eru barna- og ung- lingabækur hvaðanæva að kynntar og málefni bamabók- mennta rædd. IBBY-samtökin hafa starfað á Islandi í Ijórtán ár. Meðlimir þeirra eru um 230. Sumardag- urinn fyrsti er hátíðisdagur ís- lensku samtakanna en þá er safnast saman í Norræna hús- inu og viðurkenningar veittar fyrir gott starf í þágu barna- menningar. Samtökin gefa auk þess út eigið blað sem fyrir tveimur árum var stækkað og kemur nú út tvisvar á ári í tímaritsbroti og heitir Börn og menning. Ritsljóri þess er Kristín Birgisdóttir. Næsta tölublað er væntanlegt í maí. Kristín Birgisdóttir er bók- menntafræðingur að mennt og starfar við skólasafn Varmár- skóla í Mosfellsbæ. Hún var spurð um hlutverk blaðsins. „Börn og menning er blað fyrir áhugafólk um menningu ætlaða börnum og unglingum og fyrir fólk sem vinnur með þeim. Við reynum að fjalla um það sem er að gerast í þessum menningargeira hér á landi og erlendis. Menningarlegt starf sem snýr að börnum er mjög viðamikið og hlutverk okkar er m.a. að reyna að gera það sýni- legra. Hér á landi er þetta eina blaðið sem einbeitir sér að barnamenningu en önnur blöð sem fjalla um menningu eru fyrst og fremst að taka á menn- ingu fyrir fullorðna. Sem betur fer sér ekki fyrir endann á framboði á efni í blaðið. Þær fréttir sem sagðar eru af börnum og ungu fólki eru því miður oftar þær sem innihalda erfiðleika og harm en hinar sem sýna jákvæðar hliðar á lífi barna og unglinga. Og jákvæðu hliðarnar eru efniviður blaðsins okkar. Og þar er úr nógu að moða því það er fullt af börnum og unglingum sem eru að gera merkilega hluti og fullt af full- orðnu fólki sem helgar börnum krafta sína. Menning fyrir börn er ekk- ert öðruvísi menning heldur hluti af menningunni í víðtæk- asta skilningi þess orðs. Stefna blaðsins er m.a. að sýna fram á að menningarstarf tengt börn- um og unglingum er unnið af jafn miklum metnaði og menn- ingarstarf sem ætlað er full- orðnum. Við viljuin t.d. skoða bækur fyrir börn á sama hátt og við skoðum bækur fyrir fullorðna: Er hér á ferð list- rænn texti sem sýnir lesandan- um inn í hina og þessa afkima heimsins og býr bókin yfir áhrifamætti skáldskaparins? Oft vill það brenna við að full- orðnir taka uppeldishlutverk sitt gagnvart börnum svo al- varlega að það verður ekkert rúm fyrir annað en útskýring- ar, boð og bönn. En í blaðinu Börn og menning skoðum við og gagnrýnum barnabækur á sama hátt og bækur fyrir full- orðna. Og þetta er fyrsta og jafnvel eina regla blaðsins: Að taka börn og heim þeirra jafn alvarlega og fullorðna og heim hinna fullorðnu. Á sumardaginn fyrsta höld- um við árlega sumargleði IBBY-samtakanna og höfum boðið með okkur ljóðasam- keppni sem Þöll, Samstarfshóp- ur um barna- og unglingastarf á íslenskum bókasöfnum, og Mál og menning standa fyrir. Þessi samkeppni hefur hlotið nafnið Ljóð unga fólksins, sem einnig er titill bókarinnar sem Mál og menning og Þöll gefa út með úrvali úr þeim fjöldamörgu ljóðum sem bárust í keppnina. Þar eru krakkarnir sjálf við stjórnvölinn og af ljóðum þeirra að dæma þarf ekki að kvarta undan því að þau lesi ekki. Og heldur ekki því að ímyndunar- afl þeirra sofí.“ Ég Ég sit í rólu ég er ein það pikkaði einhver í mig. En samt er ég alveg ein. (Ljóð eftir Kristinu Ósk Högiiadóttur, 10 ára.) Vika bókarinnar í VIKU bókarinnar er eftirfar- andi dagskrá í dag og á morgun, föstudag, á Degi bókarinnar: Súfistinn Lesið fyrir börnin kl. 11. Ingólfstorg Skrúðganga frá Ingólftorgi að Ráðhúsinu kl. 13.30. Þar mun Þjóðminjasafn Islands fagna sumri og bjóða bömum upp á stutta dagslu'á. Guðni Fransson og leikarai' Möguleikhússins flytja efni tengt sumai’komunni sem sótt er í heimildir safnsins. Nokkrar gamlar sumargjafir verða til sýnis. Dagskráin verður einnig flutt föstudaginn 23. apríl og sunnudaginn 25. april. Norræna húsið Félagið Börn og bækur, ís- landsdeild IBBY, heldur að venju sumargleði í Norræna húsinu í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 14. Bústaðasafn Sýningin Maturinn hennai- mömmu, sýning á matreiðslubók- um. Sögufélagið Fischersundi Bókamarkaður verður frá kl. 13-18. Dagur bókarinnar, 23. aprfl Bókasafn Kópavogs Dagskrá verður frá kl. 9-21. Vakin verður sérstök athygli á hljóðbókum í eigu safnsins. Bústaðasafn Sýningin Maturinn hennar mömmu. Boðið verður upp á kaffisopa og pönnukökur. Bókabúð Keflavfku Lesuð úr barnabókum. kL. 11. Bókabúðin Mjódd Lesið úr barnabókum. Kl. 11. Bókval, Akureyri Lesið fyrir bömin úr íslenskum bamabókum. Kl. 11. Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði Lesuð úr barnabókum. Kl. 14. Táknmálstúlkur. Þjóðarbókhlaðan Anna Elín Bjarkadóttir bóka- vörður kynnir Bók aldarinnar í ráðstefnusal Þjóðarbókhlöðunnar kl. 14 og aðrar niðurstöður úr kosningu á þeirri bók. Þá ræðir Guðmundur Andri Thorsson rit- höfundm- um bókmenntasmekk þjóðarinnar og fleiri atriði verða á dagskrá sem tengjast úrslitum kosninganna sem fram fóru í mars sl. Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna - gengst fyrir Orðabókai'áðstefnu í ráðstefnusalnum og hefst hún kl. 15. Þar verður fjallað um spurn- inguna: Höfum við fengið þær orðabækur sem þörf er á? Fram- sögumenn em: Ingibjörg Har- aldsdóttir, ljóðskáld og þýðandi, Ágúst H. Bjamason, fræðibóka- höfúndur og handbókaritstjóri, Bernard John Scudder þýðandi, Jón Hilmar Jónsson, forstöðu- maðm’ Orðabókar Háskólans, Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, Ásta Svavarsdóttir orðabókarritstjóri, Dóra Hafsteinsdótth' ritstjóri og Mörður Árnason orðabókarrit- stjóri. Stutt umræða verður á efth- hverri framsögu. Ráðstefnustjóri verður Árni Hjartarson, jarðfræð- ingur og fræðiritahöfundur. Gerðuberg Guðrún Helgadóttir rithöfund- ur les fyrir börn kl. 15. Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína flytja lög af plötu sinni Berrössuð á tánum. Borgarbókasafn, Aðalsafn Ljóðalestur kl. 16. Einar Ólafs- son, Bragi Ólafsson, Kristín Björk Kristjánsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Andri Snær Magnason lesa ásamt þátttakend- um úr Ljóðum unga fólksins. Rímnakveðskapur og rapp kl. 17.30. Einnig verða atriði úr Ijóð- leiknum Hótel Hekla. Sólheimasafn Félagar úr Kvæðamannafélag- inu kveða vísur kl. 16. Þátttak- endur úr Ljóðasamkeppni al- menningsbókasafna og Máls og menningar lesa ljóð. Þorgrímur Þráinsson les úr verkum sínum. Bæjar- og héraðsbókasafnið á Akranesi Upplestur úr bókum frá Hörpuútgáfunni. Gunnarshús Rithöfundasamband Islands stendur fyrir dagskrá í Gunnars- húsi á Degi bókarinnar, föstudeg- inum 23. apríl, kl. 20.30. Ungir höfundai' lesa úr nýjum og vænt- anlegum verkum sínum. I tilefni dagsins lesa þeir einnig að eigin vali kafla úr verkum eftir aðra höfunda og gera grein fyrir vali sínu. Fram koma: Andri Snær Magnason, Auðm- Jónsdóttir, Da- víð Stefánsson, Kristján B. Jónas- son og Sigurbjörg Þi-astardóttir. Súfístinn Kynning á Dabók íslendinga, úrvali dagbóka sem Islendingar héldu á Degi bókarinnar í fyrra. Sagt verður frá bókinni og lesnir valdir kaflar kl. 20.30 Avarp Ingibjargar Haraldsdóttur í tilefni af Degi bókarinnar 23. apríl 1999 AGNARLÍTIL yngismær kemur kjagandi til ömmu sinnar með bók í eftirdragi, einbeitt á svip og í aug- ljósum erindagjörðum: að láta lesa fyrir sig. Amman kemur þessum ný- bakaða bókaormi fyrir í kjöltu sinni og hefur lesturinn. Lesefnið sem sú stutta hefur valið er af einfaldari gerðinni, þetta er þykkblaðabók með fallegum myndum og innihaldið við hæfi byrjenda. Það ei-u kýr sem baula og kettir sem mjálma, rýtandi svín og geltandi hundar og svo fram- vegis. Hlustandinn hefur heyrt þetta allt áður og tekur hraustlega undir með lesaranum - nema-hvað mjálmið er svolítið væmið, en það er af væntumþykju, kettir eru í uppá- haldi. Þessar lestrarstundir halda áfram og smám saman þyngist lesefnið. Söguhetjurnar yfirleitt af ætt Ad- ams og Evu og eiga við ýmis mann- leg vandamál að stríða: ein er að venja sig af snuðinu, en „fellur" þeg- Bókín blífur ar hún sér litla bróður sinn með snuð og stelur því út úr honum sof- andi. Önnur týnir mömmu sinni í stórri verslun og fer að gráta. Þetta eru hádramatísk- ar bókmenntir, enda tekur hlustandinn þátt í angist söguhetjanna af djúpum skilningi og samlíðan sem hún tjáir að mestu án orða, með látbragði og ýmsum til- finningaþrungnum hljóðum. Eftir nokkra lestra dofnar áhuginn á sögunni sem slíkri, en Ingibjörg Haraldsdóttir hápunktarnir hafa enn áhrif, og eru jafnvel túlkaðir áður en að þeim kemur í bókinni. Þolinmæðin ekki sterkasta hlið þessa hlustanda. Með hverjum degi sem líður fjölgar orð- unum í forðabúri þessa sístritandi mannsheila. Hver dagur kveikir nýtt ljós. Allt er nýtt og allt heitir eitthvað. Bók er til dæmis bók og skipar fastan sess í tilverunni. Amman læt- ur sig dreyma um að ekkert geti nokkru sinni hnikað henni úr þeim sessi. Að margra áliti er það þó engan veginn sjálfgefið - var ekki einhverntíma sagt að næst á eftir orðunum pabbi og mamma lærðu nútímabörn að segja „bóla- baka“ (spóla til baka) - væru sem- sagt orðin vídeósjúklingar ómálga, og áður en þau lærðu á viðkomandi takka á tækinu? Og síðan þetta var sagt hafa margir vágestir bæst við, alltaf fjölgar tækjunum og leikjun- um. En bókin blífur. Hún blífur einfaldlega vegna þess að ekkert getur komið í staðinn fyrir þetta sem gerist þegar maður opnar góða bók og gefst henni á vald. Þetta sem gerir okkur öll að skap- andi einstaklingum. Til lengdar er nefnilega ekki gaman að láta mata sig á formúlum og klisjum. Maður- inn lifir ekki á frauði einu saman. Tíminn hendist áfram og börn stækka ótrúlega hratt og einn góðan veðurdag eni þau orðin að ungling- um og hætt að lesa. Opna kannski ekki bók í nokkur ár. Þessi amma sem ég minntist á hér að framan er náttúrlega lífsreynd kona og hefur sjálf verið bæði barn og unglingur, auk þess sem hún hefur komið af- kvæmum sínum á legg. Hún veit að bókleysi unglingsáranna þarf ekki að þýða að stríðið sé tapað og bömin glötuð. Mörg þeirra byrja aftur að lesa. Því oftar og meira sem lesið hef- ur verið íyrir þau í frumbernsku, því líklegra er að bókin verði þeim nauð- syn og gleðigjafi á fullorðinsárunum. Bók er best vina, segir amman, og þau orð held ég að öllum sé hollt að íhuga á Degi bókarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.