Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hann hefur heyrt íslenska tóna Kópavogsbær stendur í kvöld kl. 20.30 að tón- leikum í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í tilefni af eitt hundrað ára fæðingarafmæli Jóns Leifs. Orri Páll Ormarsson ræddi við Orn Magnússon píanóleikara og hvatamann að tónleikunum en fiutt verða einleiksverk, sönglög og kammertónlist eftir tónskáldið. OLL fullkomin verk bera þjóðerni mannsins í sér; það birtist í þeim líf og viðleitni heillar þjóðar. I tónlistinni er ekki hægt að benda á neitt íslenskt andlit, - nema Jón Leifs, sem er í mótun. Eg tel eingan vafa á því, að sum verka þessa ein- kennilega gefna, viljasterka norð- lendings eru það upprunalegasta í tilraunum tónrænnar sköpunnar ís- lenskrar. Islenskir tónsmiðir hafa flestir verið heimilislausir förumenn fram á þennan dag, tniflaðfr í augna- ráðinu einsog menn sem hafa verið í stríði og tapað minninu og gleymt hveijir þeir eru eða hvert sé land þeirra: Peir hafa ekki uppgötvað sitt eigið land.“ Þannig kemst Halldór Laxness að orði í grein sinni Þjóðleg tónlist frá 1935 sem birtist í Dagleið á fjöll- um. Og áfram heldur skáldið: „Nú er það menningarlegt lög- mál, að eingin list getur orðið al- Heims- hornatónlist á Múlanum HEIMSTÓNLIST og alþjóð- legur spuni er yfírskrift tón- leika sem verða á Múlanum, Sóloni Islandusi, í kvöld, fimmtudag, kl. 21.30. Þar koma fram Szymon Kuran fíðluleikar, Steingrímur Guð- mundsson slagverk, tabla, Astvaldur Traustason píanó- leikari og Birgir Bragason bassaleikari. þjóðleg, nema hún sé í fyrsta lagi þjóðleg. Allar hermur og eftirstæl- ingar í listum fæðast andvana, fyrst og fremst af því að slík list er ekki borin uppi af þjóðlegu meginafli; af því hún túlkar ekki hjarta né háttu ákveðins mannlegs samfélags sem lifir og berst fyrir lífí sínu undir sér- stökum skilyrðum, í sérstöku landi; með sérstaka sögu að baki sér; við sérstakar náttúruraddir og hrynj- andi; sérstakt landslag. Stælingar á list sem aðrar þjóðir hafa skapað sem rökrétta afleiðingu af sínum lífsskilyrðum, það er hið andstæða við list, svik undan merkjum, til- raun til að komast undan því að tala máli þeirrar stríðandi lífsheildar sem íslenskt þjóðemi táknar, í gleði og harmi.“ Og ennfremur: „Það snjalla í fari Jóns Leifs er þetta: hann hefur heyrt íslenska tóna. Það er enn einu sinni sagan um kólumbusareggið. Hann hefur fundið íslensk tónstef, sem við þekkjum öll, því þau leynast í okkar eigin brjóstum, hvers og eins.“ Þvílík greining. Skáldið hittir svo sannarlega naglann á höfuðið. Og þvílík framsýni. Halldór er þarna áratugum á undan sinni samtíð. Eins og það komi á óvart! Framlag Kópavogsbæjar Orn Magnússon píanóleikari, sem annast hefur undirbúning afmælis- tónleikanna í Salnum, segir hug- myndina hafa komið upp síðastliðið haust. „Hún var þess efnis að við tækjum okkur saman nokkur og gerðum verkum Jóns, sem ekki eru í allra stærsta broti, skil, einleiks- verkum, sönglögum - efndum til yf- irlitstónleika um kammertónlist tónskáldsins. Eg hafði síðan sam- band við Kópavogsbæ sem brást vel STYRKUR TIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistatfólki styrk til Jramhaldsnáms erlendis á nœsta skólaári 1999-2000. Veittur er styrkur að upphæð kr. 500.000. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform sendist fyrir 31. maí nk. til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 3565, 123 Reykjavrk. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjanda. Morgunblaðið/Ásdís TONLISTARFOLKIÐ sem keinur fram á afmælistónleikunum í kvöld. Á myndina vantar Sigrúnu Eðvalds- dóttur og Guðmund Kristmundsson. við og ákvað að taka hugmyndina að sér og standa að tónleikunum. Þetta er framlag bæjarins til Jóns Leifs- ársins.“ Öm lagði áherslu á að fá nýtt fólk til liðs við sig, yngra fólk sem minna hefur gert að því að glíma við smærri verk Jóns Leifs. „Það tókst. Þetta er allt yngra fólk, ný kynslóð, fyrir utan mig náttúrulega," segir Örn og hlær en sjálfur er hann löngu kunnur fyrir túlkun sína á verkum Jóns Leifs. „Ég held því að mér sé óhætt að kalla þetta nýja nálgun.“ Hundrað ára fæðingarafmæli Jóns Leifs verður 1. maí næstkom- andi og eru tónleikarnir í kvöld hin- ir fyrstu í hrinu tónleika sem haldn- ir verða í kringum þá dagsetningu, koma Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóniuhljómsveit íslands þar meðal annars að máli. „Eigum við ekki að segja að þetta sé aðfanga- dagurinn,“ segir Órn. Píanóleikarinn er sem fyrr segir mikill áhugamaður um aiTleifð Jóns Leifs og segir það alltaf vera að koma betur í ljós hvílíkan fjársjóð hann skyldi eftir sig. „Enn á eftir að flytja töluvert af verkum. Ég sá til dæmis stórt verk fyrir karlakór í handritasafni Jóns um daginn sem ég vissi ekki af. Það er mikið verk sem væri verðugt verkefni fyrir metnaðarfullan karlakór. Auðvitað yrði flutningur þess enginn barna- leikur - en á móti kemur að þetta eru karlmenni.“ Uppspretta í áratugi Örn segir að búið sé að flytja svo til öll smærri verk tónskáldsins, þó hafi hann uppgötvað lag á dögunum sem reyndist vera fyrir rödd og pí- anó, og ekki var á efnisskrá þeirra Finns Bjamasonar barítonsöngvara er þeir fluttu sönglög Jóns í vetur. „Það er alltaf að koma eitthvað í ljós og mun gera áfram. Verkefni næstu ára er að kynnast verkum Jóns Leifs, rýna í þau, halda áfram að þróa flutning þeirra, fínna dýpt þeirra. Það er svo mikið búið að fjalla um sögu Jóns og almenningur veit fyrir vikið ansi mikið um hann, þó að fólk hafi ekki yfírsýn yfir það hvílíkan fjársjóð þessi músík hefur að geyma. Ég veit ekki til þess að nokkur maður hafi yfirsýn yfir þetta dýrmæta safn, þó að til séu ágætar skrár. Það eru ótrúleg for- réttindi fyrir okkur Islendinga að eiga svona tónskáld. Jón Leifs á eft- ir að verða bæði tónvísindamönnum og tónlistarmönnum uppspretta næstu áratugi, spái ég. Menn munu leitast við að finna nýja og nýja fleti, því eins og með alla góða tón- list, eru á verkum Jóns fjölmargir fletir. Svo þurfum við auðvitað að halda áfram að kynna tónlist Jóns Leifs erlendis því hún gerir allt tón- listai'líf, alla menningu á íslandi, forvitnilegri fyrir gesti okkar.“ A tónleikunum leikur strengja- kvartettinn Camerarctica Variationi pastorali Op. 8 við stef eftir Beet- hoven og Strengjakvartett 111 Op. 64. Hann er ein síðasta tónsmíð Jóns og er samin undir áhrifum frá myndum spænska málarans E1 Greco. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlu- Ieikari leikur Prelúdíu og fúgettu fyrir einleiksfiðlu Op. 3 og Finnur Bjarnason barítonsöngvaiá flytur ásamt Erni Magnússyni píanóleik- ara sönglög Jóns Op. 23 við ljóð Halldórs Laxness og Sigurðar Grímssonar og sönglög Op. 24 við texta úr Islendingasögum. Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona syngur Kirkjulög Op. 12 við texta Hallgríms Péturssonar og Örn Magnússon flytur píanólög Op. 2 og Strákalag Op. 49. Náttúran sækir á BÆKUR L j 6 ð a 1)» k BLÁLOGALAND Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Forlagið 1999, 67 bls. BLÁLOGALAND er fyrsta ljóða- bók Sigurbjargar Þrastardóttur sem er þó ekki alls kostar óvön að vinna með texta því hún er menntuð í bókmenntafræði og hefur starfað sem blaðamaður. Þessi reynsla skil- ar sér vafalaust í ljóðagerðinni því það er lítill „byrjendabragur" á þeim ljóðum sem fylla þessa bók. Ljóðin mætti sjálfsagt flokka sem náttúruljóð og hér er ort um ís- lenska náttúru, oft á mjög skemmti- legan hátt, en ekki síður um náttúr- una í manneskjunni í margs konar skilningi. Bókin er þétt í byggingu, skiptist í fjóra kafla og heiti hvers- kafla vísar til náttúrunnar: Jörð af jörðu, Vatn frá vatni, Loft úr lofti og Eldur um eld. Fyrstu þrír kaflarnir innihalda 11 ljóð hver, en sá síðasti 15 ljóð. Ort er í „frjálsu formi“ en höfundur nýtir sér kunnugleg skáld- skaparbrögð, til dæmis er stuðla- setning áberandi í flestum ljóðanna. Það er íslensk náttúra sem alls staðar blasir við af síðum Bláloga- lands og titill bókarinnar vísar til. Höfundur yrkir beint til landsins í ljóðum eins og „Föðurland" og „Isa- fold“, ísland birtist sem kalt, hreint og blátt í ljóðunum og tilfinning ljóð- mælanda gagnvart landi sínu er væntumþykja og undran í bland. Af- staða ljóðmælanda gagnvart landinu minnir nokkuð á ljóð Lindu Vil- hjálmsdóttur og er þar ekki leiðum að líkjast. Oft eru dregnar óvæntar og skemmtilegar myndir af tengslum manns og náttúra eins og til að mynda í ljóðinu „Slóðir" þar sem lýst er fjallgöngu sem endar þannig (bls. 19): hér vil ég fótbrotna hérvilégliggja og bíða björgunar. Þessi kankvísi, „húmoríski" tónn kveður víða við í ljóðum Sigurbjarg- ar og fer hún sérlega vel með hann. Nefna má ljóðið „Vitnisburður" sem segir skemmtilega sögu, (bls. 28): Sat þarna í nóttinni og næðingnum leit til með ánum öfundaði þær af ullinni þegar skyndilega var með mér herskari furðufugla (var þó alls óhræddur) þeir ræsktu sig vandlega en áður en nokkur þeirra kom upp orði reið yfir mikil vindhviða sá á eftir þeim út um öll tún eltandi geislabauga. í öðrum ljóðum bókarinnar era dregnar stuttar einfaldar myndir sem byggjast á hnitmiðaðri mynd- hverfmgu eða líkingu, svo sem í ljóð- inu „Skjótt“, (bls. 44): Kemur nóttin á hljóðlátu skeiði dimmblá hryssa með beinhvíta stjörnu í enni. í ljóðinu „Vaka“ leikur höfundur sér á skemmtilegan hátt með orð sem tengjast tölvunni (atvinnutæki nútímarithöfunda) og bregður upp dulúðugri og tvíræðri mynd: „Hálfur skjár / fáir á ferli / væl í uglu / slegn- ir lyklar / krafs í hurð / von bráðar / afturelding / = fullur skjár / nýtt tungl // músin enn / við þröskuldinn. (bls. 45) Það er athyglisvert að náttúran er að sækja á sem yrkisefni íslenskra ljóðskálda af yngri kynslóðinni og það má vel tala um nýja og ferska náttúrusýn í skáldskap síðustu ára. Sigurlaug Þrastardóttir bætir hér við tón í þessa nýju symfóníu með Blálogalandi sínu með eftirtektar- verðum hætti. Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.