Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 61 + Halldór Bald- vinsson var fæddur í Reykjavík 10. júní 1921. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 17. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hans voru þau Baldvin Hall- dórsson skipstjöri, f. 1889, d. 1950, og Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 1899, d. 1950. Systkini Halldórs voru Jón Haukur Baldvins- son, f. 1923, d. 1994, Hafsteinn Baldvinsson, f. 1927, d. 1988, og eftirlifandi systir er Ásta Baldvinsdóttir, f. 1927. Halldór Baldvinsson var kvæntur Sigríði Þorleifsdóttur húsmóður, f. 25. júlí 1921. For- eldrar hennar voru þau Þorleif- ur Jónsson, f. 1896, d. 1983, og Margrét Oddsdóttir, f. 1891, d. 1983. Börn Halldórs og Sigríðar eru: 1) Baldvin Hall- dórsson prentsmiður, f. 1944. Eiginkona Ragnhildur Lýðsdótt- ir, f. 1941. Börn þeirra eru Halldór, f. 1969, Aldís, f. 1972, Ragnar Baldvin, f. 1976. 2) Margrét Halldórsdóttir, starfsmaður á Hrafn- istu, f. 1945. Eigin- maður Gunnlaugur Gunnlaugsson, f. 1949. Dóttir Margrétar með Sig- urði Georgssyni er Erla Sigurð- ardóttir, f. 1964. Dætur Margrét- ar og Gunnlaugs eru Sigríður, f. 1968, og Jóhanua, f. 1973. 3) Björgvin Halldórsson tónlistar- maður og framkvæmdastjóri, f. 1951. Eiginkona Ragnheiður Björk Reynisdóttir, f. 1954. Sonur Björgvins með Þórunni Ólafsdóttur er Sigurður Þór, f. 1971. Böm Björgvins og Ragn- heiðar em Svala, f. 1977, og Oddur Hrafn, f. 1979. 4) Helga Halldórsdóttir Sur, húsmóðir, f. 1952. Eiginmaður Rafael Vito Sur, f. 1950. Sonur þeirra er David Halldórsson, f. 1969. 5) Oddur Halldórsson prentsmið- ur, f. 1959. Börn Odds með Elísabetu Böðvarsdóttur eru Böðvar, f. 1984, og Ásta Sigríð- ur, f. 1993. Halldór lauk verslunarprófí frá Verzlunarskóla íslands og prófi frá Styrimannaskólanum 1945. Halldór stundaði einnig nám í Loftskeytaskólanum. Hall- dór stundaði sjómennsku í yfir 40 ár. Hann sigldi öll stríðsárin sem skipstjóri og stýrimaður á togurum. Hann hætti sjó- mennsku 1977 og starfaði í 14 ár á Hafnarvoginni í Hafnarfirði. títför Halldórs fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði á morgun, föstudaginn 22. apríl, og hefst athöfnin klukkan 13.30. HALLDOR BALDVINSSON Mig langar til að kveðja ástkæran tengdaföður minn, sem er látinn eftir erfiða sjúkralegu. Áfallið er alltaf mikið þegar kallið kemur, það er svo endanlegt. Það eru mikil for- réttindi að hafa átt samleið með þér. Ég veit að þú ert kominn í ann- an og betri heim, þar sem þér líður vel. Ég minnist þín með þökk og virðingu. Hvíldu í friði. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar Guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf, og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. I huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjöm, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar Guðs í Paradís. (D. Stefánsson.) Elsku Sigga mín, við höfum öll misst mikið, en þú mest. Guð styrki þig í sorginni. Ragnheiður. Elsku besti afi minn. Við trúum því ekki ennþá að þú sért farinn frá okkur. Við munum sakna þess að geta ekki spjallað lengur við þig, þú varst alltaf svo skemmtilegur og góður. Við vitum að þú ert á góðum stað núna þar sem þú munt alltaf vera hraustur og glaður. Minningin um þig, elsku afi, mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Húmar um hlyn og eik, heiðloftin blána; lith' vorsins að leik á lygnum tjörnum; fljótið á burtu ber blikandi mána; flóðaldan kemur og fer með farm af stjörnum (Þýð. H. Hálfdánarson.) Elsku amma Sigga, við vottum þér okkar dýpstu samúð. Guð veri með þér. Hvíl þú í friði, elsku besti afi. Svala og Oddur Hrafn. Þótt allir knerrh berist fram á bárum til brots við eina og sömu klettaströnd, ein minning fylgh mér frá yngstu árum, - þar er sem bliki á höfn við friðuð lönd. Ég man. Ein bæn var lesin lágt í tárum við ljós, sem blakti gegnum vetrarhúmið. Og svo var strokið lokki af léttri hönd, sem litla kertið slökkti og signdi rúmið. (Einar Ben.) Horfinn er á braut drengur góð- ur. Halldór Baldvinsson, frændi og vinur, var af þeirri kynslóð sem var vön að fá matinn sinn á réttum tíma. Þeirri kynslóð sem nú er komin á efri ár en man tímana tvenna þegar efnahagslegu verð- mætin voru einungis unnin úr auð- lindum náttúrunnar. Sjómennirnir, en Halldór, sem jafnan var kallaður Túlli, var einn af þeim, hafa líklega átt hvað mestan þátt í því að við bú- um nú hér á landi í einu mesta vel- megnunarríki veraldar. Túlli stund- aði sjóinn allan sinn starfsferil og hafði stundum orð á því að hann hefði verið of lengi á sjónum. Hefði átt að drífa sig í land. Ekki er ég nú viss um að hann hefði notið sín þar, enda kom það í ljós á síðustu árum starfsævinnar, þegar hann vann við vigtina í Hafnarfirði, að hafið togaði í hann. Það átti ekki við Túlla að kvarta. Hann var ávallt sáttm- við hlut- skipti sitt í lífinu. Hann og Sigríður kona hans eignuðust fimm mann- vænleg böm, sem öll lifa föður sinn. Túlli var menningarlega sinnaður, las mikið og hafði gaman af tónlist. Hann hafði næmt tóneyi-a og það hafa börnin og barnabörnin líklega erft frá honum. Hann fylgdist vel með helstu straumum tónlistar- heimsins og það var ekki komið að tómum kofanum þegar talið barst að tónlistinni. Túlli var hreinskilinn og sagði ávallt það sem honum bjó í brjósti. Þá skipti engu máli hver átti í hlut. Hann var hreinn og beinn. Hann kunni ekkert annað. Þessa fengu þeir að njóta sem hann unni mest. Honum var það lagið að gagnrýna á jákvæðan hátt, varð sjaldan orðfall, ef nokkra sinni. Hann hafði ein- staka kímnigáfu og mörg vora þau orðin og setningarnar sem eftir hann lifa í minningunni. Túlli var elstur fjögurra systkina en bræður hans, þeir Jón Haukur og Hafsteinn, era látnir, en Ásta lif- ir bróður sinn. Á sínum yngri árum þegar þau hittust systkinin var glatt á hjalla. Túlla fannst það vera skemmtilegar stundir og þó sér- staklega þegar þeir „strákarnir" tóku lagið en það gerðu þeir alltaf þegar þeir komu saman. Það er með söknuði sem Túlli er kvaddur nú í byrjun sumars, hins síðasta á þessari öld. Sá deyr ei, sem heimi gaf lífvænt ljóð. Sá lézt, sem reis þögull frá dísanna borði, sem kraup við þess öndveg með kalið blóð og kom ekki fyrir sitt hjarta orði. Andi mannsins er eins og sjór, og alda hans hver er mynd af hafi,- dauð undir logni, í stominum stór, með strauma, sem bera ei hljóð í kafi. (Einar Ben.) Elsku Sigga, bræður, systur, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn, ættingjai- og vinir, við í fjölskyldunni sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng er hughreysting á sorgarstundu. Guð blessi ykkur öll. Stundin deyr og dvinai- burt, sem dropi í straumaniðinn. Öll vor sæla er annaðhvurt óséð - eða liðin. Baldvin Jónsson. I dag er borinn til gi-afar fóður- bróðir minn Halldór Baldvinsson stýrimaður. Það var í Blönduhlíð- inni sem fyrstu kynni okkar systk- inanna af „Túlla“ eins og hann var jafnan kallaður, byrjuðu. Þessi glaðværi og skemmtilegi maður heillaði alla í kringum sig og ekki var verra þegar þeir bræðurnir stilltu sér upp við píanóið og tóku lagið saman. Margar voru ferðirn- ar til Hafnarfjarðar á þessum ár- um til að heimsækja þau Siggu og Túlla og njóta gestrisni þeirra á þeirra fallega heimili þar sem alltaf var mikill gestagangur og glaðværð. Það var síðan árið 1968 að ég fór fyrst með Túlla á sjóinn. Hann hafði útvegað mér háseta- pláss á togaranum Hallveigu Fróðadóttur þar sem hann var að byrja sem stýrimaður hjá Eyjólfi Péturssyni. Þarna kom ég inn í þá veröld, sem Túlli hafði valið að gera að starfsvettvangi sínum. Veröld sem ég hafði fram að þessu aðeins þekkt af afspurn. I þessum heimi; þar sem menn eru aðeins metnir af mannlegum verðleikum, var Túlli fremstur meðal jafningja. Engum duldist færni Túlla í þessu starfi hvort sem um var að ræða stjórnun á skipi, samskipti við áhöfn eða að sinna sárum manna ef óhöpp bar að. Þarna hófst vin- átta okkar Túlla, þarna kynntist maður þessum ráðagóða manni, sem var alltaf til í að rétta félögun- um hjálparhönd ef á þurfti að halda. Þann tíma sem ég „ólst upp“ hjá þeim félögum Túlla, Sigga Hall, Eyva og Dolla um borð í Hallveigu létum við okkur oft líða vel við glað- værð og skemmtilegheit þar sem Túlli var fremstur í flokki og á ég ógleymanlegar minningar frá sum- um ferðum okkar til Englands á þessum áram. Það var að ráðum og hvatningu Túlla og Eyjólfs skipstjóra að ég fór sjálfur í Stýrimannaskólann og er ég útskrifast og er að hefja minn feril hættir Túlli til sjós og hefur störf í landi. Síðan era liðin mörg ár og voru ófáar stundirnar sem mað- ur átti í spjalli við Túlla þar sem hann miðlaði af reynslu sinni og ekki alls fyrir löngu er ég stóð á krossgötum lífs míns varð ég enn á ný aðnjótandi góðra ráða hjá vini mínum. Ráða sem gjörbreyttu lífi mínu og fjölskyldu minnar og mun ég ávallt vera Túlla þakklátur fyrir hans hlut þar í. Nú þegar ég kveð vin minn og frænda vO ég senda fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð ganga með ykkur í sorg ykkar. Óli Örn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÝRLEIF JÓNSDÓTTIR MELSTAÐ, frá Hallgilsstöðum, Hörgárdal, áður til heimilis í Lönguhlíð 8, Akureyri, er lést fimmtudaginn 15. april, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju á morgun, föstudaginn 23. april, kl. 10.00. Ragnheiður Ólafsdóttir, Kristján Pétursson, Pétur Ólafsson, Helga Ingólfsdóttir, Þorbergur Ólafsson, Ágústa Ólafsdóttir, Guðmundur Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, tengdasonur og bróðir ÁRNI SÆDAL GEIRSSON, Brautarholti 10, ísafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju laugar- daginn 24. aprfl kl. 14.00. Jóna Sigurlína Pálmadóttir, Pálmi Ólafur Árnason, Berglind Sveinsdóttir, Sigrún María Árnadóttir, Andri Geir Árnason, Sólveig Kristín Guðnadóttir, Jóna Sigurlína og Sveinn Jóhann Pálmabörn, Kristrún Sif Gunnarsdóttir, Arent Pjetur Eggertsson, Jóhanna Friðriksdóttir, Högni Sturluson, Dadda Sigríður Árnadóttir, Sverrir Ormsson, Ólafur Árnason, Elín Ólafsdóttir, Sveinn Helgi Geirsson. Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall og útför EINARS EGILSSONAR fyrrverandi innkaupastjóra hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar L-3 á Landakotsspítala fyrir einstaka umönnun. Margrét Thoroddsen, María L. Einarsdóttir, Hannes Sveinbjörnsson, Egill Þ. Einarsson, Hlaðgerður Bjartmarsdóttir, Þórunn S. Einarsdóttir, Halldór Árnason, Sigurður Th. Einarsson, Auður Vilhjálmsdóttir, Margrét H. Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓN ODDGEIR BALDURSSON, Norðurvör 8, Grindavík, er lést fimmtudaginn 15. apríl. Útför hans fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 24. apríl kl. 14.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Sigurðardóttir, Guðrún Þóra Guðmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Sigurður Jónsson, Rósa Eik Gunnarsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður Ferjuvogi 15, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstu- daginn 23. apríl nk. kl. 15.00. Lilja Lárusdóttir, Theódór Pálsson, Hannes Lárusson, Sólveig Sigurbjörnsdóttir, Birna Lárusdóttir, Inga Þóra Lárusdóttir, Björn Kr. Björnsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.