Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 49 v STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. YRKJUM HUGA OG HÖND SUMIR hafa talið að það væri tekið að flæða undan ímynd íslendinga sem bókaþjóðar og væntanlega munu þeir sömu túlka niðurstöður nýrrar lestrarkönnun- ar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Islands hefur unnið fyrir Bókasamband Islands á þann veg. Könnunin sýnir að bóklestur fer minnkandi. A síðastliðnum ellefu árum hefur íslendingum sem lesa aldrei í bók fjölgað úr 7% í 15,1% og á sama tíma hefur þeim sem lesa mikið fækkað verulega, eða úr 50,4% í 33,5%. Þetta eru vissulega slá- andi tölur og ábending um að við þurfum að huga að stöðu bókmenningar og bókmennta hér á landi. Astæðurnar fyrir minnkandi lestri kunna að liggja í augum uppi en það er hins vegar menningarpólitísk spurning hvort við ætlum að sætta okkur við þessa þróun eða hvort við ætl- um að reyna að sporna við henni; viljum við vera bókaþjóð og halda í menningarlegar rætur okkar eða sættum við okkur við að fleiri og fleiri fjarlægist þær? En þrátt fyrir að þróunin sem könnunin sýnir sé miður góð þá eru niðurstöður hennar ekki að öllu leyti neikvæð- ar. Það nægir að skoða niðurstöðurnar út frá annarri hlið. Þær sýna til dæmis að um 90.000 íslendingar eru að lesa mikið af bókum. Og það vekur kannski enn meiri athygli að um 43.000 landsmenn kváðust hafa lesið ljóð á síðustu tólf mánuðum, ef dregnar eru ályktanir af þeirri meðal- talsprósentu Ijóðalestrar sem birtist í könnuninni. En það er þá einnig jafn augljóst að þessi lestur skilar sér ekki í sölu ljóðabóka. Samt sem áður ættu þessar upplýsingar að þagga niður í þeim sem sífelldlega tönnlast á því að ljóðið sé í dauðateygjunum. Það var einnig sagt um skáld- söguna fyrir nokkrum árum, en reyndist hrakspá. Það er þá einnig athyglisverð niðurstaða að þjóðin hef- ur íslenskar bækur í hávegum, um 60% landsmanna höfðu lesið íslenskar bækur og önnur 25% lesa mest á íslensku. Þetta er ekki aðeins ánægjulegt fyrir íslenska bókaútgef- endur heldur einnig íslenskar bókmenntir og íslenska tungu sem menn hafa talið að ætti í vök að verjast. Hitt er svo annað mál að ekki er síður nauðsynlegt að kynna sér erlendan bókamarkað, enda mun þróunin hníga í þá átt með aukinni menntun. Góðar þýðingar hafa ævin- lega sett mikinn svip á bókmenntir okkar, og þá ekki síst fagurbókmenntir, allt frá fyrstu árum íslenskrar bóka- gerðar og fram á okkar daga. Við höfum ævinlega sótt mikil verðmæti í erlenda menningu og breytt henni í ís- lenskan veruleika. Úrræði til að sporna við minnkandi lestri kunna að vera af ýmsu tagi en mikilvægast hlýtur þó að vera að huga að ungviðinu. Nauðsyn þess að foreldrar lesi fyrir börn. sín verður aldrei ítrekuð nægilega, en ennfremur mætti benda á þá aðferð sem Yrkjusjóður hefur beitt til að efla með börnum skilning á mikilvægi skógræktar. Með það markmið hefur sjóðurinn kostað trjáplöntun íslenskra skólabarna á grunnskólastigi. Frá stofnun Yrkju 1992 hafa rúmlega 45.000 nemendur gróðursett 267.649 þúsund plöntur, eða eina plöntu á hvern mann í landinu. Enginn vafi er á því að þetta framtak skilar árangri enda hefur áhuginn verið brennandi hjá unga fólkinu á hverju vori. Með því að virkja huga barnanna mætti án nokkurs vafa einnig vinna ljóðinu, og bókmenntunum yfír- leitt, sess í hjarta þeirra til framtíðar. Að þessu væri ástæða til að hyggja og þá einnig, hvort ekki sé lag til þess að yrkja fagurbókmenntir í skólunum með svipuðum hætti og nú er gert með gróðursetningu trjáplantna. Unnt ætti að vera að hleypa samskonar áhuga í slíkt starf og verið hefur á vegum Yrkju. Ræktun fagurbókmennta með æskunni væri heillandi skólastarf og gæti orðið mikilvæg viðbót við ræktun að öðru leyti. Ræktun hugarfarsins stuðlar að mannbótum, ekki síður en ræktun lands og jarðar að öðru leyti. Slík ræktun stuðlar ekki síst að þroskaðra fegurðarskyni sem kemur að sjálfsögðu að notum á okkar dögum ekki síður en þeg- ar fjölnismenn lögðu höfuðáherslu á þessa þætti. Með áherslu á slíka ræktun óskar Morgunblaðið les- endum sínum gleðilegs sumars. Baráttufundur aldraðra og öryrkja á Ingólfstorgi Morgunblaðið/Þorkell FUNDARBOÐENDUR töldu að um fjögur þúsund manns hefðu verið á baráttufundi öryrkja og aldraðra á Ingólfstorgi í gær. ÓLAFUR Ólafsson, form. Félags eldri borgara í Reykjavík, HAUKUR Þórðarson, form. Öryrkjabandalags Islands. BENEDIKT Davíðsson, form. Landssambands eldri borgara. Skattleysismörk verði hækkuð í 85 þúsund FUNDARMENN gengu í skrúðgöngu af Skólavörðuholtinu niður á Ing- ólfstorg við undirleik Lúðrasveitar verkalýðsins. SAMEIGINLEGUR fundur aldraðra og öryrkja á Ingólfs- torgi í gær ályktaði að hækka þyrfti skattleysismörk til samræmis við þróun launavísitölu síð- ustu tíu árin upp í 85 þúsund krónur. Einnig samþykkti fundurinn að stór- efla þyrfti almannatryggingar, hækka grunnlífeyri verulega, rýmka frí- tekjumörk og lækka jaðarskatt. Fundarboðendur mátu að um fjög- ur þúsund manns hefðu verið á fund- inum. Einn ræðumanna, Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, benti á að félagsmenn þess væru samtals um 10% þjóðar- innar, eða þrjátíu þúsund manns, „og allir á kosningaaldri". Benedikt sagði að það væri rangt sem ráðherra hefði haldið fram í sjón- varpsþætti í fyrrakvöld, að almanna- tryggingagreiðslur hafí fylgt þróun launavísitölu. Á tímabilinu frá apríl 1995 til apríl 1999 hafi kaupmáttur al- mennra launa aukist rösklega helm- ingi meira en kaupmáttur trygginga- greiðslna. Villandi talnaleikfimi stjórnmálamanna Benedikt sagði það dapurlegt að heyra ábyrga stjórnmálamenn „reyna að slá ryki í augu fólks með villandi talnaleikíimi". Benedikt sagði að nýleg könnun Gallups á viðhorfum og kjörum aldr- aðra hefði verið rangtúlkuð. „Ráð- heira hélt því fram á fundi í Kópavogi fyrir tveimur vikum, að könnunin sýndi að það væri rangt sem tals- menn eldri borgara hefðu verið að halda fram um kjör ellilífeyrisþega. En ráðherrann gleymdi að geta þess að rösklega fjórðungur aðspurðra í könnuninni var fólk sem ennþá stund- aði launavinnu, fólk á aldrinum 65-70 ára. Þetta kalla ég að falla í gryfju.“ Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, ítrekaði þá kröfu að samþykkt yrðu sveigjanleg starfslok fyrir fólk á aldrinum 64-74 ára og benti á að í Bandaríkjunum hefði lögbundin lausn frá störfum verið numin úr gildi fyrir opinbera starfsmenn. „Menn sem halda því fram að aldur svipti fólk um sjötugt starfshæfni við störf sem byggja á reynslu, skynsam- legu viti, myndugleik og dómgreind, og sem bæta má með virkni og tækni- þjálfun, vaða í villu og svima. Sama gildir um líkamlega hæfni, þó að hún nái hámarki snemma á ævinni, hana má bæta verulega með þjálfun, sé þess gætt í tíma, og það hafa margir gert. Þessar niðurstöður eru studdar af fjöl- mörgum rannsóknum, meðal annars íslenskum. Eigi að síður er fólki ýtt út af vinnumarkaði 67 til 70 ára gömlu og styðjast menn þar við 120 ára reglu Bismarcks sáluga er hann setti fyrir uppgjafa- og örkumla hennenn.“ Eins og Benedikt gagnrýndi Ólafur „talnaleik" stjórnmálamanna um lífs- kjör aldraðra. „Aðferðin er vægast sagt afleit. Menn breyta forsendum, virðast velja þær sem þeim hentar, taka jafnvel dæmi frá tíma er dæld var í efnahagslífi þjóðarinnar, fyrir daga þjóðarsáttar ... Villandi upplýs- ingar eru gefnar, svo sem að kaup- máttur allra lífeyrisþega hafi aukist yfir 20%, þegar sú hækkun nær að- eins til 3% þeirra." Ólafur gagnrýndi að eldri borgar- ar væru ekki meira áberandi á fram- boðslistum flokkanna, sagði að þeir væru nú aðeins í „sófasætum“. „Líf- eyrisþegar hafa sofið á verðinum og treyst þeim yngri fyrir málum sín- um.“ í samtali við Morgunblaðið sagði Ólafur að yrði ekki komið til móts við aldraða yrði gripið til áhrifaríkari að- gerða, og útilokaði ekki sérframboð að fjórum árum liðnum. Áhersluþættir aldraðra og öryrkja svipaðir Haukur Þórðarson, formaður Ör- yrkjabandalags íslands, sagði að áhersluþættir öryrkja og aldraðra væru að mörgu leyti áþekkir í barátt- unni fyrir mannsæmandi lífskjörum og þátttöku í samfélaginu og að þessir hópar gætu mjög styrkst með því að vinna saman. Hann sagði að yngri kynslóðirnar hefðu misst sjónar á upphaflegum tilgangi almannatrygginga, að ábyrgjast veraldlega velferð þeirra sem ekki gætu aflað sér tekna vegna afleiðinga sjúkdóma eða slysa og vegna aldurs. „Eftir því sem árin hafa liðið hefur almannatrygginga- kerfíð breyst í flókið bákn, völundar- hús vandumratað.“ Haukur sagði að vandi öryrkja og aldraðra hér á landi væri ekki sá að lög og reglugerðir um málefni þeirra skorti. „Hins vegar skortir að hlutirn- ir séu framkvæmdir. Okkur ber því að halda á lofti kröfum um að lögum sé framfylgt, og eftir reglum farið. Þess vegna er það skylda okkai- að koma skilaboðum okkar til stjórnvalda hvað þetta varðar, jafnt þegar þingkosn- ingar era framundan sem á öðrum tímum.“ Hátíðarfundur Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefst í Washington á föstudag Atlantshafsbanda- lagið stendur vörð um sameiginleg gildi Ekki er hægt að líða blóðbað í hjarta Evr- ópu, segir Javier Solana. Hann segir Kosovo-deiluna sýna enn frekar fram á mik- ilvægi hátíðarfundar Atlantshafsbandalags- ins, er hefst í Washington á föstudag. Reuters JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. YRIR fimmtíu árum hétu stofnaðilar Norður-Atlants- hafssáttmálans því að „standa vörð um frelsi, sam- eiginlega arfleifð og borgaraleg gildi þjóða sinna, sem byggð eru á lögmál- um lýðræðis, einstaklingsfrelsis og réttarríkisins". Þessi gildi eru allt eins mikilvæg í dag og þau voru árið 1949. í þá daga varð að standa vörð um gildin gagnvart vígvæddu alræð- isríki. í dag eru þau varin ágangi ósvífins stjórnmálaleiðtoga og hat- ursfullrar stefnu hans sem virðist eiga upptök sín á löngu horfnum tím- um. Ef Evrópa á að geta stigið skref- ið inn í 21. öldina, sem samfélag lýð- ræðis, samráðs og mannréttinda, er alls ómögulegt að líða blóðbaðið í hjarta álfunnar. Ekki er hægt að standa aðgerðalaus hjá í ljósi þeirra miskunnarlausu fjöldaflutninga, óhæfuverka og morða sem fram fara í hjarta Evrópu. Aðgerðaleysi hefði þýtt siðferðislegt gjaldþrot. Nú, rétt eins og árið 1949, er það skylda okk- ar að sýna fram á að ekki er nægjan- legt að boða gildi - þeim verður að halda á lofti. Átökin í Kosovo hafa ýtt enn frek- ar undir nauðsyn þess að halda leið- togafund aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í Washington. Hátíðarfundurinn snýst allt eins mikið um Kosovo og framtíð Atlants- hafssamstarfsins. Er við staðfestum Norður-Atlantshafssáttmálann á nýjan leik erum við einnig að stað- festa skuldbindingar okkar við þau megingildi sem þurfa að verða undir- staða Evrópu framtíðai’innar. Fund- urinn mun ekki snúast eingöngu um að staðfesta skuldbindingar okkar - á fundinum verður tiyggt að við munum búa yfir sameiginlegum styrk til að standa vörð um gildin á viðsjárverðum tímum. Átökin í Kosovo sýna fram á að Evrópa framtíðarinnar getur ekki verið byggð á grundval 1 aryfirlýsing- um einum saman. Þörf er á fullgerð- um verkfærum sem hægt er að beita er vá vofir yfir og mikill óstöðugleiki ríkir. Fundurinn mun láta okkur slík verkfæri í té. Þar mun verða tryggt að staðinn verði vörður um sameigin- leg gildi, í dag og á morgun. Átökin í Kosovo færa heim sann- inn um að samningaumleitanir ber að styðja með trúverðugum her- styrk. Við erum til vitnis um að það er til lítils að fara fram á að sum gildi séu virt, ef ekki er hægt í raun að halda þeim á loft. Grundvallarfor- sendur þess að hægt sé að beita ótví- ræðum herstyrk á viðsjárverðum tímum, án þess að valda ótilhlýðilegu tjóni meðal almennra borgara eða hersveita okkar, er samræmd her- stjóm og nýtískuleg vopn. Atlantshafsbandalagið býr yfir hvora tveggja. Með nýja samræmda her- stjóm, ný skrefum til að auka hemaðargetu bandalagsins og nýja ör- yggis- og hermálastefnu að leiðarljósi mun leiðtogafundurinn tryggja að bandalagið viðhaldi þess- um styrk sínum í breyttu öryggisum- hverfi komandi aldar. Átökin í Kosovo færa ennfremur sönnur á hvemig standa beri að því að tryggja öryggi álfunnar til lang- frama: Þörfin á víðtæku samráði. Öryggi í Evrópu er hagsmunamál okkar allra. Þetta er viðurkennd staðreynd innan Atlantshafsbanda- lagsins sem aftur er ástæða þess að NATO stendur að víðtækri samvinnu bandalagsríkjanna 19 og samstarfs- ríkjanna 25 - samstarfi sem miðar að svæði stöðugleika frá Vancouver til Vladivostok. Fundur Atlantshafs- samstarfsráðsins í Washington, þar sem fulltrúar samstarfs- og aðildar- ríkja koma saman, mun undirstrika mikilvægi þessa samstarfs. Mörg af samstarfsríkjum okkar, sem sum hver eiga landamæri að Sambands- ríki Júgóslavíu og eiga þ\n á hættu að verða dregin inn í átökin, styðja viðleitni okkar engu að síður. Nokk- ur þeirra leyfa NATO að starfa í loft- helgi sinni og önnur taka við þúsund- um flóttamanna, oft með æmum til- kostnaði. Á sama tíma styðjum við við bakið á samstarfsríkjunum á þessum viðsjárverðu tímum er þau reyna að glíma við óstöðugleikann sem skapast hefur vegna stefnu Jú- góslavíu. Þá munu mörg samstarfs- ríki NATO hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að því að fylgja eftir friðarsamningum vegna Kosovo-héraðs. Á fundi Atlantshafssamstarfsráðs- ins verður tryggt að samstarfsríkin muni hafa jafnvel enn frekari áhrif á aðgerðir NATO í kjölfar átakanna. Þá munu NATO-ríkin og samstarfs- ríkin auka enn frekar á samvinnuna hvað svæðis- bundið öi’yggi og neyðarað- stoð varðar. Rússland er það ríki sem hefur hvað mikilvægustu hlutverki að gegna við að finna póli- tíska lausn á átökunum. Það er auð- séð að átökin í Kosovo hafa íþyngt samskiptum okkar. Þrátt fyrir það er ég á þeirri skoðun að allir þeir möguleikar sem fastanefnd Rússa hjá NATO getur veitt verða aftur nýttir til fulls innan skamms tíma. Samskipti NATO og Rússlands eru mun mikilvægari en svo að afskipta- leysi megi ríkja þar. Átökin í Kosovo gætu ekki sýnt betur fram á hvemig framtið suð- austurhluta Evrópu hefur áhrif á okkur öll. Ef skapa á umhverfi þar sem sameiginleg gildi geta lifað og dafnað verðum við að horfa fram til lengri tíma. Við verðum að skapa víðfeðma framtíðarsýn fyrir Suð- austur-Evrópu. Að þessu verður stefnt á hátíðarfundinum. Þar mun gefast tækifæri til að huga að fram- tíð Kosovo-héraðs, er alþjóðasamfé- lagið hefst handa við að framfylgja friðarsamningi. Þá mun gefast tæki- færi til að horfa fram á veginn þar sem á fundinum verður hafin vinna sem miðar að því að auka öryggi í gervöllum suðausturhluta álfunnar. Það starf getur verið viðbót við svip- að frumkvæði sem fram hefur farið á vettvangi Evrópusambandsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu. Þar er enn ein staðfesting þess að alþjóðasamfélaginu er ekki aðeins umhugað um átök nú heldur einnig hvað gerast muni í framtíðinni. Það er ósk okkar að þjóðir Balkanskag- ans geti notið friðar og velsældar sem hluti af samfélagi Evrópu- og Atlantshafsþjóða. Hátíðarfundurinn í Washington mun staðfesta skuldbindingar okkar - við öryggisumhverfi Evrópu- og Atlantshafsþjóða sem byggist á sameiginlegum gildum - friði, lýðræði og mann- réttindum. Aðgerðir okk- ar í Kosovo sýna glögg- lega fram á að við boðum ekki eingöngu þessi gildi, heldur sláum við um þau skjaldborg. Með því að gera frið og framtíðarstöðugleika á Balkanskaga að málum sem okkur snerta, erum við að senda skýr skilaboð um að í samfélagi okkar - Atlantshafssamfélaginu - hafa þessi gildi djúpstæða merkingu. Þetta er meginboðskapur hátíðarfundarins - fundar sem aukist hefur að mikil- vægi vegna viðsjár á Balkanskaga. Höfundur cr framkvæmdastjóri Atl- ** an tshafsban dalagsins. Fundurinn er staðfesting á fyrri skuld- bindingum Við sláum skjaldborg um sameiginleg gildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.