Morgunblaðið - 22.04.1999, Síða 56

Morgunblaðið - 22.04.1999, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ " 56 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MINNINGAR SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Sigríður Jóns- dóttir fæddist að Oxnatungu í Víðidal, Vestur- Húnavatnssýslu, 10. janúar 1914. Hún lést á Droplaugar- stöðum 12. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hcnnar voru Jón Björn Friðriksson og kona hans, Elín- borg Björnsdóttir. Sigríður var Ijórða í röð fimm systkina. Hin eru Jón Loftur, f. 1905, d. 1986, Friðrik, f. 1908, d. 1986, Ingunn Elísabet, búsett á Akureyri, f. 1910, og Björn, f. 1921, d. 1983. Sigríður giftist hinn 18. maí 1935 Lárusi Jakobssyni fæddum í Syðra-Tungukoti í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu 12. október 1892, d. 26. febrúar 1967. Böm þeirra em: 1) Erla, f. 28.12. 1934, lést af slysförum 10.12. 1983, gift Aðalsteini Magnússyni, f. 14.11. 1932, d. 1.4. 1982. Þeirra böm em Jó- hanna Margrét, búsett í Reykja- vík, gift Birni Júlíussyni, og þeirra dætur era Unnur, búsett í Hafnarfirði, í sambúð með Ágústi Jóhannessyni og eiga þau tvö böm, Sædísi og Orvar. Erla, Birna og Anna Lilja. Anna Björk, búsett í Reykjavík, gift Helga S. Gestssyni og þeirra börn em Hanna Sóley, trúlofuð Ólafí G. Skúlasyni, Aðalsteinn Gestur og Atli Dagur. Láms Sigurður, búsettur í Reykjavík, í sambúð með Kolbrúnu Björnsdóttur og þeirra dóttir er Anna Karín. 2) Lilja, búsett í Húnaþingi vestra, f. 26.4. 1937, gift, Theo- dóri Pálssyni, f. 10.11. 1926. Þeirra böm eru Sigríður Lára, búsett í Noregi, gift Lasse Klov Andressen og þeirra dætur em Monica Lilja og Hanne Kristine. Páll, búsettur í Reykjavík, í sam- búð með Ásdísi Þórisdóttur og þeirra börn em Elva Dögg og Da- víð Freyr. Birgir, búsettur í Húnaþingi vestra, í sambúð með Kristínu Ólöfu Þórarinsdóttur og þeirra sonur er Arnór Smári. Kol- brún Rut, búsett í Svíþjóð, í sam- búð með Gunnari Lundberg og eiga þau eina dóttur, Söm Linnéu. Sonur Gunnars er Jimmy. 3) Hannes, búsettur í Húnaþingi vestra, f. 11.4. 1940, kvæntur Sól- veigu Sigurbjömsdóttur, f. 5.6. 1943. Þeirra börn em Jón Ingi, búsettur í Mosfellsbæ, í sambúð með Hörpu Hjálmsdóttur. Synir Jóns Inga em Hannes Jón og Andri Valur. Sigrún Lára, bú- sett í Húnaþingi vestra, og á hún tvö böm, Rúnu Björgu og Guðjón. Hjörleifur Þór, búsettur í Reykjavík, í sambúð með Ingi- björgu H. Amardóttur. Sonur Hjörleifs er Viktor Sindri. 4) Birna, búsett í Mosfellsbæ, f. 2.7. 1947, hún var gift Sturlu Fjeld- sted f. 15.6. 1946, skilin. Synir þeirra em Erlendur Örn, bú- settur í Mosfellsbæ, kvæntur Herdísi Sigurjónsdóttur og þeirra börn em Ásdís Magnea og Sturla Sær. Sigurður Valur, búsettur í Mosfellsbæ, í sambúð með Ingu R. Gústafsdóttur. 5) Inga Þóra búsett í Hafnarfirði, f. 31.7. 1949, gift Birni Kristni Bjömssyni, f. 30.10. 1950. Þeirra börn era Láms Steindór. búsettur í Hafnarfirði. Kristín Rós, búsett í Hafnarfírði, gift Andrési H. Hreinssyni og eiga þau tvö böra, Björn Kristin og Ingibjörgu. Sólrún Dröfn búsett í Hafnarfirði. Sigríður og Láras hófu bú- skap á Leysingjastöðum í Þingi, Austur-Húnavatnssýslu árið 1935, einnig bjuggu þau á Upp- sölum í Miðfirði og Óspaksstöð- um í Hrútafirði. Árið 1963 fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu lengst af í Ferjuvogi 15. Sigríð- ur vann í Borgarþvottahúsinu, Belgjagerðinni og endaði starfs- feril sinn í Þvottahúsi Ríkisspít- alanna en þar vann hún til 77 áraaldurs. Utför Sigríðar fer fram frá Langholtskirkju á morgun, fostudaginn 23. apríl, og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma, mig langar að reyna að setja á blað smákveðju til þín, en orð em lítils megnug. Nú hefur þú fengið hvíldina sem þú hefur þráð svo lengi. Þú vildir ekki verða veik og öðmm háð með þarf- ir þínar. I huga mínum er söloiuð- ur, en ég veit að pabbi hefur tekið vel á móti þér. Mig dreymdi fyrir því stefnumóti og þú hlakkaðir til endurfundanna í draumnum. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guð geymi þig, mamma mín. Kveðja til ömmu frá Sigga og Ingu Ég man vel eftir þegar ég fór í fyrsta sinn í sveit sumarið 1977, en þú varst mér samferða, amma, það breytti öllu fyrir mig. Mér em líka minnisstæðar gönguferðir okkar Lalla með þér niður í Eikjuvog að skoða styttumar og á fleiri skemmtilega staði. Og þegar þú fórst út að slá garðinn, mér fannst sláttuvélin þín alltaf alveg eins og ryksuga því að á henni vom poki og snúra og að mínu mati líktist hún alls ekki sláttuvél. Síðan sast þú með okkur hvort á sínum stól- arminum í hominu við skrifborðið og prjónaðir og sagðir okkur sögur í leiðinni. Þú og prjónar voru í mín- um huga eitt og hið sama. Stund- Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ um tókstu gömlu myndirnar upp úr svarta kassanum á skrifborðinu og sýndir okkur en þá máttir þú gjöra svo vel að hafa þig alla við að svara spumingunum sem komu upp í okkar forvitnu kolla. En ég á líka fullt af öðmm minningum um þig t.d. þegar ég vann með þér í þvottahúsinu sumarið 1986. Þá kynntist ég nýrri hlið á þér. Mér fannst svo gaman og hló í laumi þegar 16-18 ára stelpur kvörtuðu yfir að hafa ekki undan að taka úr rallunni sem þú 72 ára settir í. En gamanið kámaði þegar ég var sett á móti þér því auðvitað hafði ég ekkert frekar undan en þær. Elsku amma, það er hægt að halda endalaust áfram, en það ætla ég ekki að gera. Ég er fegin þín vegna að þú hefur fengið hvíldina, því ég veit að það var þín ósk, en það breytir því ekki að við sem eft- ir sitjum eigum um sárt að binda. En ég vil þakka þér fyrir árin öll. Hvað þú tókst Andrési mínum vel og svo hvað þú varst ánægð að sjá litlu tvíburana okkar eins og öll önnur böm sem fæðst hafa í þinni fjölskyldu og það vom ánægjuleg- ar stundir þegar við komum með þau til þín á Droplaugarstaði, þú vildir bara fá að halda í þau og strjúka, en þú hafðir ekki þrek til að halda á þeim. Þau era enn mjög ung en þau eiga eftir að fá að heyra margar af minningum mínum um þig, því lofa ég. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir ömmu og við áOLSTEINAK Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg 564 3555 vonum að þú finnir styrk, þú ert alltaf stoð og stytta allra en oft gleymist að þú þarft stoð sjálf en þar ertu svo heppin að hafa pabba. Kristín Rós og fjölskylda. Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur og ég veit að þú ert kom- in í annan og betri heim, þar sem þér líður vel. Það er erfitt að sætta sig við það að vera búin að missa þig, en allt hefur sinn gang. Og er ég alveg viss um að þú ert hér hjá mér og að ég hitti þig síðar. Já, amma, við eigum margar góðar minningar saman, flestar úr Ferju- voginum. Ég kom til þfn í hverri viku og lék mér að dótinu þínu og stundum gisti ég hjá þér þegar mig vantaði pössun og Lalli og Stína vora ekld heima. Það var nú ekki slæmt að gista hjá ömmu, ó nei. Þú dekraðir við mig og við gerðum margt saman, fómm í göngutúra, prjónuðum, það fannst mér eitt það eftirminnilegasta við þig, ég man þig alltaf með pijónana, þannig leið þér best, og í eitt skipti áður en ég kom til þín var ég nýbúin að læra að pijóna og ég man hvað þú varst stolt af mér, ég var að prjóna trefil, sem var nú ekki upp á marga fiska en þetta var fyrsta stykkið mitt, og ég man hvað ég hlakkaði rosalega til að leyfa þér að sjá hvað ég væri dugleg, enda hrósaðir þú mér alveg rosalega, og kenndir mér að prjóna alls kyns slaufur og svoleiðis. Við sátum í stofunni, prjónuðum og hlustuðum á leikrit í útvarpinu eða þú sagðir mér sögur. Og fyrir svefninn spiluðum við, þú kenndir mér mörg ný spil, sem þú sagðir að væm spiluð í sveitinni, svo kúrði ég auðvitað alltaf uppi í hjá þér, þú vildir ekki hafa mig í gestarúminu heldur bara uppi í hjá þér, það var notalegt. Og svo var morgunmat- urinn ekki af verri gerðinni, uppá- haldmaturinn minn, franskar, þú vissir hvað mér þótti þær góðar og á sunnudagsmorgnum vöknuðum við og gengum út í Bleika pardus- inn og keyptum franskar handa stelpunni, það var ekki amalegt. Þú fylgdist líka alltaf svo vel með mér í dansinum, klipptir myndir af mér út úr blöðunum og geymdir. Spurðir alltaf hvemig gengi og varst mjög ánægð með mig. Á seinni ámm þínum áttir þú orðið mjög erfitt með mál, en alltaf sá maður ánægjuglampann í aug- unum þegar við komum í heim- sókn, brostir til okkar, klappaðir og hélst í hendur okkar. Amma mín, ég fann ljóð sem mér fannst eiga vel við minningu þína: Þó að kali heitur hver, hylji dalijökullber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Elsku amma mín, ég elska þig og er minning þín björt og munt þú ávallt eiga stað í hjarta mér. Hvíl þú í friði. Þín, Sólrún Dröfn (Solla). Elsku Sigga amma. Ég sit hér og reyni að koma kveðjuorðum til þín á blað. Við vissum að það var að koma að kveðjustundinni og þetta var það sem þú þráðir. Samt á ég erfitt með að tjá sorg mína og söknuð yfir að þurfa að kveðja þig. Stuttu eftir að Inga hringdi með fréttimar bað Anna Lilja pabba sinn að keyra sig út í búð. Ur búð- inni kom hún með appelsín, rúllutertu með hvítu kremi og Ball- erína-kex. Það er undarlegt til þess að hugsa að ekki verði hægt að líta inn til þín oftar og gæða sér á þess- um hlutum. Það hrannast upp minningar óskipulegar og samhengislausar. Allt frá því ég var smástelpa í sveitinni, bæði á Uppsölum og Ospaksstöðum hjá þér og afa og til þessa dags. Þú, amma mín, hlaup- andi með hrífu í hendi, við afi hæg- fara á eftir, ég ríðandi á minni hrífu og til lítils gagns. Minningin um þig niðri við hlið að mjólka kýrnar og ég að greiða á þeim toppinn. Ég sé þig fyrir mér stand- andi að borða, tyllir þér kannski endmm og sinnum við eitt homið á borðinu. Ámma að prjóna, já, þær era óteljandi peysurnar sem þú prjónaðir og svo gastu lesið bækur á meðan. Eg skildi aldrei hvemig þú fórst að því. Svo þegar þið afi komuð til Reykjavíkur, fyrst á Bergþómgöt- una. Það var ósjaldan sem við Anna Björk systir komum við hjá ykkur eftir þrjúbíó og svo komu mamma og pabbi að ná í okkur. Og margar era þær minningamar frá Ferjuvoginum þar sem þú varst lengst og þér leið best. Það var reiðarslag fyrir þig þeg- ar sjóninni fór að hraka og mál- rómurinn að gefa sig og þú þurftir að fara af heimili þínu sem var þér svo kært. En núna ertu farin yfir í annan heim, þar sem bíða þín afi, mamma mín og pabbi sem taka þér opnum örmum. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig í hinsta sinn, amma mín. Megi Guð geyma þig og varðveita. Þín Jóhanna (Hanna Magga). Margt fer um hugann þegar amma mín kveður þennan heim, þakklæti fyrir minningar sem mig langar að rifja upp. Fyrsta minn- ingin um ömmu var þegar hún sat á koffortinu í eldhúsinu á Ospaks- stöðum og prjónaði. Það var svo notalegt að heyra létt glamrið í prjónunum. Það vora nú ekki læti eða fyrirgangur þar sem amma var, hún var mjög hlédræg og ró- leg kona. Og á mannamótum vildi hún nú helst vera í eldhúsinu og ekki vera fyrir neinum. Ég man vel eftir því þegar ég var sjö til átta ára gömul. Þá var ég heimagangur hjá ömmu og afa í Ferjuvoginum. Ég var í skóla rétt hjá og fékk oft að koma heim til þeirra. Afi var orðinn mikið veikur og lést um það leyti sem þetta var. Alltaf passaði amma að það væri eitthvað í ísskápnum og enda- skápnum þegar ég kom við hjá henni. Og aftur fékk ég að eiga at- hvarf hjá henni, þegar ég var kom- in í unglingadeildina í þessum sama skóla. Þá fóram við oft, vin- kona mín og ég, í hádeginu og hlé- um í skólanum, og auðvitað var eitthvað til í ísskápnum og enda- skájmum. Eg man eftir því þegar við amma fóram saman að leiðinu hans afa og svo að leiðum mömmu og pabba, Ég var ófrísk að Alla og Hanna Sóley var með okkur. Amma labb- aði sko ekki heldur hálfskokkaði hún, svo að við mæðgurnar mátt- um hafa okkur allar við. Þá var hún orðin fullorðin kona. Það mátti helst ekkert gera fyrir hana ömmu. Hún vildi alltaf gera allt sjálf. Þó fékk ég að fara nokkram sinnum með hana í Hand- prjónasambandið með lopapeysur sem hún framleiddi í stríðum straumum. Einu sinni fengum við fjölskyld- an mín að vera hjá henni um páska þegar við áttum heima fyrir vest- an. Það var góður tími fyrir okkur öll, og auðvitað var tekið á móti okkur með silungasúpu og við kvödd með læri og öllu tilheyrandi. Þetta lýsir ömmu vel, allir áttu að vera saddir og líða vel, þó að hún borðaði ekki mikið. Ég minnist þess þegar amma kom í skírnina hjá Atla Degi. Það gladdi mig mjög mikið hvað hún var róleg og vildi meira að segja sitja inni í stofu og spjalla við fólk- ið. Á ég mynd af ömmu með Atla Degi í skírninni sem mér þykir mjög vænt um. Því það var nú ekki auðvelt að taka myndir af henni, þessari hlé- drægu konu. Þó náði Láras bróðir einni alveg sérstakri mynd af henni, því að hún vissi ekki að það væri verið að taka mynd af henni. Ein minning er mér kærast. Það er þegar við fóram saman kl. 8 á páskadagsmorgun í messu í Lang- holtskirkju, og svo bauð hún mér heim í morgunkaffi. Þetta var góð stund sem við áttum saman. Kæra amma, nú ertu komin til afa, mömmu og pabba. Þau hafa öll tekið á móti þér með opnum faðmi og nú veit ég að þér líður vel. „Sælir era hógværir því þeir munu landið erfa.“ (Matt. 5.5) Drottin er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötum, þar sem ég má næðis njóta. Hannhressirsálmína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú úr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með oh'u, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý eg langa ævi. (23. Davíðssálmur) Anna Björk. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef út- för er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir há- degi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.