Morgunblaðið - 22.04.1999, Page 28

Morgunblaðið - 22.04.1999, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ X b.v. VarnshreinsibOnaOur www.velaverk.is s. 568 3536 ÚR VERINU Vinnsluskylda á innfjarðarrækju á Kópaskeri Engin ákvörðun verið tekin um framhaldið FRAMSÓKNARFLOKKURINN Vertu með á miðjunni ENGIN ákvörðun hefur verið tekin um hvort vinnsluskylda á innfjarðar- rækju úr Öxarfirði verður áfram á Kópaskeri í upphafi vertíðar í haust. Skrifstofustjóri sjávarútvegsráðu- neytisins segir Kópasker hafa haft sérstöðu varðandi vinnslu á innfjarð- arrækju en að undanfómu hafl kom- ið upp ágreiningui’ varðandi vinnslu- skylduna þar. Fyrr á árum voru öll veiðileyfí til innfjarðarrækjuveiða bundin við að aflanum væri landað á ákveðnum höfnum. Þetta skilyrði hefur nú ver- ið afnumið alls staðar nema á Kópa- skeri. Tekin hefur verið ákvörðun um vinnsluskyldu þar á hverju ári til þessa. Engin ákvörðun hefur hinsvegar verið tekin um hvort vinnsluskyldan verður áfram næsta haust en vertíðinni lýkur í Öxarfirði í maí. I lögum um samræmdar veiðar og vinnslu er gert ráð fyrir því að hægt sé að taka tillit til vinnslu í landi í svæðisbundnum veiðum. Jón B. Jón- asson, skrifstofustjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu, segir Kópasker hafa haft vissa sérstöðu að mati ráðuneytisins vegna þess að aðeins einn bátur af fjórum hafi verið af svæðinu þegar rækjuveiðar hófust í Öxarfirði á sínum tíma. Það hafi því legið ljóst fyrii' að ef fallið yrði frá vinnsluskyldunni færi rækjan að minnstum hluta í vinnslu á Kópa- skeri. Hann segir að hinsvegar hafi ýmislegt gerst sem breytt hafi við- horfi manna til vinnsluskyldunnar. Upp hafi komið ýmis vandamál og ágreiningsefni, einkum hvað varði verð fyrir rækjuna. Stykkishólmur Ný hafnar- aðstaða Stykkishólmur. Morgunblaðið. LOKIÐ er endurbótum á „Litlu“ bryggjunni í Stykkishólmi. Að fram- kvæmdum loknum er reyndar ekki lengui- um litla bi-yggju að ræða, heldm- mikið mannvirki sem þarf að fá nýtt nafn við hæfi. Bryggjan var breikkuð um helming og er nú 15 metra breið. Lengd bryggjunnar er 60 metrar og bryggjukantar eru um 115 metrar. Eins var bryggjan hækkuð svo hún standi upp úr sjó í stórstreymi. Athafnasvæði smábáta við bryggjuna gerbreytist við þessar framkvæmdir en í Stykkishólmi eru nú fjórar góðar bryggjur fyrir báta og ferju. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason í tengslum við endurbætur á bryggjunni var farið út í 1.500 fer- metra landfyllingu á milli „Litlu“ og „Stóru“ bryggju til að*stækka at- hafnasvæðið. Verktaki var Guðlaug- ur Einarsson frá Sauðárkróki og nam kostnaður við framkvæmdirnar rúmum 30 milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.