Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Lárus Lúðvílí Kjærnested fæddist í Hafnar- firði 20. mars 1920. Hann lést á sjúkra- deild Hrafnistu í Reykjavík 13. aprfl. síðastliðinn. For- eldrar hans voru Emilía Lárusdóttir, f. 7. júlí 1894, d. 17. júní 1957, og Magn- ús Kjærnested, skipstjóri, f. 4. júní 1890, d. 8. aprfl 1944. Systkini Lárusar eru: Lára Málfríður, f. 2.3. 1916, d. 9.9. 1916, Ragnar, f. 25.8. 1918, fórst með es. Goðafossi 10.11. 1944, Jóhanna Eh'n, f. 18.9. 1922, maður hennar er Garðar Árnason, Hrefna Sigurlaug, f. 28.3. 1926, d. 15.3. 1996, Erla, f. 17.4. 1932, maður hennar er Hallvarður Einvarðsson. Hinn 24. ágúst 1946 kvæntist Lárus Guðrúnu Egilsdóttur Marberg, f. 4.12. 1918. Foreldr- ar hennar voru Sigrún Sigurð- ardóttir og Egill Guðjónsson Marberg málarameistari. Lár- us og Guðrún byggðu hús á Hraunteigi 30 og bjuggu þar allan sinn búskap. Þau eignuð- ust fjögur börn. Þau eru: 1) Magnús, f. 29.1. 1947, verk- stjóri, kvæntur Ásdísi Kristins- Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Mg umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjai'ta þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Eg þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfmn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Vil ég þakka starfsfólki á deild A-3 á Hrafnistu fyrir góða umönn- un og hlýhug. Guð styrki mömmu, systkini, barnabörn, ættingja og vini. Guð geymi þig. Emilía Kjærnested. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku besti pabbi í heimi, en ég má ekki vera sjálfselsk því að ég veit að dóttur ritara og eiga þau tvö börn, Kristin og Aðal- heiði. 2) Emilía, f. 24.3. 1951, atvinnu- rekandi, gift Karli Stefáni Hann- essyni, fram- kvæmdastjóra, börn þeirra eru þrjú, Bryndís Björk, Sigrún og Gunnar Egill. 3) Sigrún, f. 5.3. 1955, listakona, gift fvari Magnússyni, at- vinnurekanda, börn þeirra eru Hulda Lilja, Lárus og Einar. 4) Ragnar, f. 19.10. 1957, verkstjóri, kvæntur Ástríði Jensdóttur, verslunar- manni og eiga þau þrjú börn, Jens Pétur, Sólveigu Láru og Guðrúnu Helgu. Barnabarua- börnin eru orðin fimm. Lárus fór ungur til sjós og sigldi sem messadrengur með föður sínum á olíuskipinu Skelj- ungi. Einnig sigldi hann um tíma á erlendum skipum, en ár- ið 1937 hóf hann störf hjá Máln- ingarverksmiðjunni Hörpu hf. og starfaði þar í rúm 50 ár, lengst af sem verkstjóri. Utför Lárusar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, föstudag, og hefst athöfnin klukkan 15. þú ert feginn hvfldinni eftir tíu ára baráttu við alzheimer-sjúkdóminn og ert jcominn á góðan stað. Ég vil þakka þér, elsku pabbi minn fyrir allt sem þú gerðir fyrir- mig og mina fjölskyldu. Margar góðar minningar strejmia um hug- ann þegar ég hugsa til þín. Eg minnist þess þegar þú fórst með mig, Ragga bróður og Adda frænda í útilegu að Laugarvatni þar sem við létum þig ekki í friði fyrr en við gát- um grafið þig í sandinn. Og ég minnist þess þegar ég og allir krakkarnir á Hraunteignum biðum eftir þér uppi á horni þegar þú komst heim í hádegismat til þess eins að fá að sitja í rauðu „tíkinni", eins og bíllinn var kallaður, niður Hraunteiginn. Aldrei mun ég gleyma þeim tíma þegar þú fórst með mér í sundlaug- arnar, sem upp frá því var mér eins og þér lífsnauðsynlegt. Það leið ekki sá dagur að við færum ekki í sund og hélst þú því áfram á meðan heilsa þín leyfði. Ég vil þakka þér, pabbi, fyrir það þegar ég fékk sumarvinnu hjá þér, þar sem ég kynntist ástinni í lífi mínu. Frá þeim vinnustað á ég margar góðar minningar sem ég mun ætíð geyma í hjarta mínu og eru dýrmætar fyrir mig. Síðast en ekki síst vil ég þakka þér, pabbi minn, fyrir brosið og þakklætið sem þú sýndir mér þegar ég kom að heimsækja þig á Hrafn- istu. Þótt þú værir orðinn mikið veikur gastu alltaf brosað og þakk- að fyrir þig. Einnig vil ég minna á söfnun á vegum Lions vegna alzheimer-sjúk- dómsins og ég vona að sem flestir sjái sér fært að styrkja hana því eng- inn veit sína ævi fyrr en öll er. Ég vil einnig þakka starfsfólki deildar 3-A á Hrafnistu í Reykjavík fyrir þína hönd alla umönnunina og ég veit að starfsfólkið þar óskar þess að hafa betri aðstöðu fyrir skjólstæðinga sína og aðstandendur þeirra. Sérstaklega vil ég þakka starfsfólkinu fyrir 20. mars sl. Elsku mamma mín, Maggi, Milla, Raggi og fjölskyldur ykkar, megi Guð styrkja ykkur og varðveita á þessari erfiðu stund. Elsku pabbi, með eftirfarandi ljóðlínum kveð ég þig að sinni og þakka þér fyrir allt og allt. Megi Guð geyma þig og varðveita. Hugur minn er harmi bitrum sorfrnn, hljómar fýrir eyrum fregnin þunga. Yfir dauðans miklu móðu er horfinn mætur vinur sem mig gladdi unga. Man ég hvemig brosið hlýja og bjarta bömin þín seiddi á vinafundum. Kærleiksglóð frá göfgu hreinu hjarta gladdi ungar sálir mörgum stundum. Glöggt er skráð í gegnum lífsins starfa greiðvikni sem vinir þínir hlutu. Handtak margt var leyst til þeirra þarfa, þjónustu sem dreifðar byggðir nutu. Þú hreina sál, sem geymdir Guð í hjarta en gerðir ekki að flíka hversdagslega. Minning þín hyllir heiðið bjarta, á hinstu stund þig kveð með sárum trega. (Jóhann Guðmundsson.) Þín dóttir Signín. Þegar andlegt og líkamlegt þrek er þrotið er gott að leggjast til hvíldar. Leggja frá sér jarðneskan líkama og ferðast aftur inn á annað tilverustig. I dag kveð ég tengdafóður minn og velgjörðarmann, Lárus L. Kjærnested, oft kallaður Lalli. Það var mitt lán að hafa tengst honum og fjölskyldu hans fyrir rúmum þrjátíu árum. Þá ungur, feiminn og hlédrægur sextán ára drengur, ný- fluttur á Hraunteiginn. Fljótlega kynntist ég Emilíu sem bjó við sömu götu og átti hún eftir að verða lífsförunautur minn. Frumburður okkar, Bryndís, var fyrsta barna- bamið í báðum fjölskyldum og fékk hún óskipta athygli afa síns og ömmu. Afi Lalli var ólatur við að snúast i kringum litlu prinsessuna og keyrði hana oft og sótti á barna- heimilið. Hann og amma Gunna vöktu yfir velferð hennar, sem og þeim barnabörnum sem á eftir komu. Fjölskyldan var honum dýr- mæt og reyndi hann eftir bestu getu að hlúa vel að henni. Lárus var einstakt prúðmenni, skapgóður og hafði þægilega nærveru. Glettinn og mannblendinn þótt lítið færi fyr- ir honum. Hann naut sín í fagnaði og þótti gaman að lyfta glasi. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni né hreyta út úr sér ónotum. Lárus reisti fjölskyldu sinni myndarlegt hús á Hraunteigi 30 þar sem við Emilía hófum búskap og fengum að hreiðra um okkur í stofunni. í þá daga voru engar jarð- vélar að verki heldur var stuðst við haka og skóflu er grunnurinn var grafinn. Lárus var vinnusamur maður og starfaði lengst af sem verkstjóri í málningarverksmiðjunni Hörpu. Sömuleiðis vann Gunna tengda- mamma þar í mörg ár en þó með hléum. Lalli átti það til að vera utan við sig enda tók hann lífið ekki of al- varlega. Eitt sinn er verið var að mála hús þeirra hjóna og málningin var á þrotum efth- fyi'stu umferð sótti Lalli aðra tunnu af málningu. Eitthvað hafði þó farið úrskeiðis við blöndunina því seinni umferðin á húsinu var í allt öðrum lit en sú fyrri. Mátti því hefjast handa á ný og mála húsið upp á nýtt. Er ég og félagi minn stofnuðum fyrirtæki okkar, Jarðvélar, og verk- efnin létu á sér standa þoldi tengdapabbi ekki við og útvegaði okkur viðhaldsverkefni í Hörpu. Sýnir þetta hversu umhugað hon- um var um velferð okkar enda vann hann vel fyrir sínu heimili og þoldi þar engan skort. Er ég fór að stunda rjúpnaveiðar kom það sér vel að Lárus kunni að hamfletta rjúpurnar og lærði ég þá list af honum. Því var ég stoltur af að bjóða þeim hjónum í rjúpur á jólunum. Lárus var áhugasamur um fót- boltann og fylgdist grannt með sínu liði. Hann var stuðningsmaður Framara og lét oft sjá sig á úrslita- leikjum. Sömuleiðis stundaði hann sundlaugarnar af miklu kappi með- an að heilsa hans leyfði. Börn Lárusar sýndu honum mikla alúð í veikindum hans enda kært þar á milli. „Maðurinn upp- sker eins og hann sáir.“ Ég vil þakka Lárusi samfylgdina og kveð hann með virðingu. Kæra tengdamamma, hjá þér er hugur minn nú og votta ég þér og aðstandendum þínum mína dýpstu samúð. Karl S. Hannesson. Persónuleiki manna mótast af erfðum og uppeldi og oft fer saman gott upplag og gott atlæti. I flest- um má finna eitthvað gott er mótar persónuleika þeirra. Þeir, sem vaxa upp við ást og umhyggju, fá gott vegarnesti ef þeir rækta þessa eig- inleika og eiga þá auðveldara en aðrir með að skilja hið góða og slæma í lífinu. Þeir eru því oft bet- ur undir lífið búnir þegar á reynir. Fyrir nær 80 árum fæddist afa og ömmu drengur er skírður var Lárus Lúðvík, hann var þriðji í röð sex systkina. Heimili þeirra var fyrst í Hafnarfirði en síðar fluttist fjöl- skyldan til Reykjavíkur og bjó fyrst við Ljósvallagötu en síðar við Ing- ólfsstræti. Afi var sjómaður og ekki mikið heima, uppeldið hvíldi því meira á ömmu eins og gerðist og gerist enn á sjómannsheimilum. Pabbi naut því frjálsræðis í æsku og var mikill prakkari og uppátektasamur. Hann stundaði af kappi jakahlaup á Tjörri- inni af ótrúlegri list, sem og loftfim- leika á þökum húsa er stóðu við Ljósvallagötu, við litla hrifningu þeirra er á horfðu. Fjölskyldan var samheldin og vinamörg enda stutt í hlýjuna hjá þeim hjónum. Að lokinni skólagöngu fór faðh’ minn til sjós á olíuskipinu Skeljungi, með föður sínum er þar var skip- stjóri. Þar stóð hann ekki lengi við, því að árið 1937 hóf hann störf hjá Málningarverksmiðjunni Hörpu hf., og starfaði þar lengst af sem verk- stjóri, en þann vinnustað var hann ætíð kenndur við og urðu starfsár hans þar alls 52. Faðir minn var farsæll í starfi, duglegur og ósérhlífinn og átti auð- velt með að sætta ólík sjónarmið. Ég held að ekki sé á neinn hallað þó sagt sé að hann hafi oft náð mjög góðum tökum á málningarfram- leiðslu, sérstaklega í blöndun lita. Faðir minn var mikill gleðimaður og ekki vorum við alltaf sammála er hann gekk um gleðinnar dyr, en hann var hvorki verri né betri mað- ur fyrir það í mínum huga. Hann var tilfmningaríkur og hafði meiri metn- að til að rétta fram hjálparhönd en að hugsa um sjálfan sig og kom það best í ljós undir lok starfsferils hans. Sjúkrasaga pabba var löng, en í veikindum sínum á sjúkradeild Hrafnistu naut hann frábærrar um- önnunar dætra sinna er umvöfðu hann ást og hlýju eins og hann hafði gefið börnum sínum. Aldrei kvartaði hann, og ef spurt var frétta, var ætíð stutt í brosið. Við systkinin áttum góðan fóður er reyndist okkur vel og fyrir það erum við þakklát og öll söknum við hans mikið. „Amma, ég skal biðja fyrir ykk- ur,“ voru orð barnsins þegar reynt var að útskýra fyrir því að afi væri dáinn og kæmi ekki aftur. Þessi orð segja okkur mikið því að sá er trúir mun öðlast eilíft líf. Hvíl í friði, Guð þig geymi. Þinn sonur, Magnús. • Fleiri minningargreinar um Lárus Lúðvík Kjærnested biða birtingar og munu birtnst í bluðinu næstu dagn. LÁRUS LÚÐVÍK KJÆRNES TED DYRLEIF JÓNSDÓTTIR þau fjögur börn; Pétur, f. 26.5. 1950, kvæntur Helgu Ing- ólfsdóttur og eiga þau þrjú börn; Þor- bergur, f. 25.1. 1951, ókvæntur og á þrjú börn; og Ágústa, f. 21.5. 1954, gift Guð- mundi Péturssyni og eiga þau þrjá syni. Utför Dýrleifar verður gerð frá Akureyrarkirkju á morgun, föstudag- inn 23. aprfl, og hefst athöfnin klukkan 10. + Dýrleif Jóns- dóttir Melstað fæddist á Hallgils- stöðum í Hörgárdal hinn 11. október 1919. Hún andaðist á Akureyri 15. aprfl síðastliðinn. Sambýlismaður hennar var Ólafur Þorbergsson bif- reiðarstjóri, fæddur á Grund í Eyjafirði hinn 30. júlí 1926, d. hinn 28. janúar 1992. Eignuðust þau fjögur börn, þau Ragnheiði, f. 6.6. 1948, gift Kristjáni Péturssyni og eiga Eftir tæpa átta áratuga ævi er frá mörgu að segja. Ég þekki ekki alla söguna en Didda litla Jóns, eins og hún kallaði sig oft, var óhefð- bundnasta, uppátækjasamasta og ljúfasta amma sem nokkur gat hugsað sér. Ég veit varla hvar ég á að byrja en fyrst og fremst langar mig til að þakka örlögunum fyrir að úthluta mér ömmu sem reyndist mér svo ólýsanlega vel og gaf mér meira en nokkur orð fá sagt. Það eru undar- legustu hlutir sem eru táknrænir fyrir ákveðin tímabil og tilfínningar þegar uppvaxtarárin eru rifjuð upp. Amma Didda og Óli afi voru athvarf okkar Óla bróður þegar mamma og pabbi skildu. Mér fannst ég alltaf svo heppin þegar ég var yngri að eiga tvö heimili og fá að njóta þess besta sem báðir heimar höfðu upp á að bjóða. Húsið í Lönguhlíðinni á Akureyri var alltaf fullt af börnum, tengdabörnum og barnabömum. Mjólkurgrautur með slátri á laugar- dögum, tíu lítra mjólkurdunkur í ís- skápnunyog ömmuhrært skyr í há- deginu. Ég man ekki eftir rólegu augnabliki á þessum Lönguhlíðar- gullárum. Minningar um leiki, spila- mennsku, brandara og endalaus hlátrasköll og sprell vekja upp ljúf- an söknuð. Og ekki var verra að ættmóðirin var alltaf eins og ein af krökkunum, hlaupandi um húsið, kyssandi og knúsandi allt litla fólkið sem hún laðaði að sér eins og segull. Amma Didda var sjálfstæð, sterk, ungleg, duglegust allra og lifði lífinu af meiri krafti og bjartsýni en nokk- ur annar. Á sjötugsaldri var hún í gallabuxum og strigaskóm og fékk Grifter-hjólið hans Öla bróður lánað í vinnuna okkur barnabörnunum til mikillar ánægju enda ekki allar ömmur sem hundsuðu óskráðar ald- ursreglur svo rækilega. Nokkrum árum seinna þegar hún var hætt að vinna hringdi hún frá Mývatnssveit og bað mig að koma þeim skilaboð- um áleiðis til afa að hún hefði fengið gesti frá Egilsstöðum fyrr um dag- inn og ákveðið að skella sér með þeim austur í nokkra daga. Þetta var amma Didda í hnotskurn. Það dýrmætasta sem amma gaf mér voru hlýja og trú. Hún faðmaði svo innilega og var svo ljúf að heim- urinn virtist einhvem veginn bjart- ari, betri og saklausari en ella. Hún kenndi mér líka Faðii’vorið og nokki-ar bænir og leyfði mér að skríða upp í þegar myrkfælnin hélt fyrir mér vöku. Hún átti ráð við öllu mögulegu, svaf með svefnherbergis- gluggann galopinn sama hversu kalt var úti og fullvissaði mig um að ásamt lýsistöku og öðru rammís- lensku góðgæti skipti það sköpum fyrir heilsuna. Hún kenndi mér að hlæja að sjálfri mér og var fjársjóður á spaugileg viðbrögð og tilsvör sem enn vekja hlátur. Hún var stundum svo skemmtilega utan við sig og orðheppin að „sögur af ömmu okk- ar“ eru efni í heila bók. Hún setti gluggapóstinn á svo „vísan“ stað að oft fannst hann ekki fyrr en löngu seinna. Hún var snillingur í að mis- heyra svo frábærlega að einföld orðaskipti urðu efni í brandara sem hún hló manna hæst að. Og eftir fjöldamörg sumur, páska og jól hjá ömmu og afa liggja ótal minningar. Við hlógum, þrættum, rökræddum og kvöddumst svo á hverju hausti með tár í augum. Litla, netta, ljóshærða amma mín var eins og engill sem flögraði um og skildi eftir sig varanleg spor hláturs og hlýju. Ég þakka guði fyr- ir að gefa mér dýrmæta og leiftr- andi fyrirmynd sem var eðlislægara en nokkrum öðrum að sýna ástúð og umhyggju. Elsku amma Didda, ég kveð þig úr fjarlægð en fylgi þér síðasta spölinn í anda. Faðmlag þitt mun fylgja mér að eilífu. Megi guð vera með þér. Rakel Þorbergsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.