Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 12

Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Stjórnmálamenn á fundi með Samtökum verslunarinnar Agreiningiir er um skattlagningu fyrirtækja ÓLÍK afstaða stjórnmálaflokkanna til skattlagningar fyi-irtækja kom fram með skýrum hætti á fundi sem Samtök verslunarinnar stóðu fyrir í gær. Finnur Ingólfsson við- skiptaráðhen-a og Geir Haarde fjármálaráðherra telja ekki þörf á að gera breytingar á skattaum- hverfi fyrirtækja, en Agúst Einars- son, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfmgarinnar, vilja hækka skatta á fyrirtæki. A fundinum voru fulltrúar þeirra fjögurra flokka sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum beðnir að svara fjórum afmörkuð- um spurningum sem vörðuðu hags- munamál verslunarinnar. Fyrsta spurningin varðaði breytingar á tollum og vörugjöldum. Finnur Ingólfsson sagði að vöru- gjöld og tollar væru að mörgu leyti barn síns tíma. Petta væri hins veg- ar mikilvægur tekjustofn fyrir rík- issjóð, en á síðasta ári skilaði hann samtals um fimm milljörðum í rík- issjóð. Það myndi því taka langan tíma að komast út úr þessu kerfi. Hann sagðist hins vegar teija að það myndi gerast m.a. vegna þess að erfitt yrði að viðhalda því með tilkomu rafrænna viðskipta. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði að ekki ætti að gera breytingar á tollum hér á landi nema það væri hluti af alþjóðlegum samningum. Slík tollalækkun geti orðið hluti af samningum þar sem við fengjum eitthvað annað í stað- inn. Hann sagði að vörugjöld hefðu verið lögð á sem hrein tekjuöflun- arleið fyrir ríkið og þau hefðu ýmsa ókosti. Unnið hefði verið að endur- skoðun ýmissa þátta vörugjalda og halda þyrfti því verkefni áfram. Agúst Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að Sam- fylkingin áformaði ekki að gera breytingar í þessum málaflokki, en sagði nauðsynlegt að endurskoða ýmislegt í sambandi við vörugjöld- in. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri- hreyfingarinnar, tók undir þetta og sagði að Vinstrihreyfing- in vildi byggja áfram á þessum telgustofnum. Samfylkingin boðar hækkun á sköttum fyrirtækja Spurt var um áform flokkanna um breytingar á sköttum fyrir- tækja. Geir og Finnur sögðu að flokkar sínir áformuðu ekki að gera breytingar á sköttum fyrir- tækja. Geir sagði að tekjuskattur fyrirtækja hefði verið lækkaður úr 50% í 30% og sumir hefðu rætt um að fara með þetta hlutfall niður í 28%, en skiptar skoðanir væru um það. Finnur sagði að í könnun með- al 46 iðnríkja hefði komið í ljós að 8 lönd væru með lægra tekjuskatts- hlutfall fyrirtækja en ísland og hann teldi ekki ástæðu til að fara með þetta neðar. Agúst sagði að Samfylkingin vildi leggja á auðlindagjald og afla þannig þriggja milljarða tekna. Hækkun tryggingagjalds ætti að skila 2,5 milljörðum, en Samfylk- ingin vildi undanskilja frá þessari hækkun einyi-kja og smærri fyrir- tæki. Hann benti á að trygginga- gjald hérlendis væri einungis um þriðjungur af því sem það væri er- lendis. Hann sagði að Samfylkingin vildi jafnframt leggja á umhverfis- skatta fyrir 700-900 milljónir. Fyr- irtækin hefðu haft það gott að und- anförnu og nú væri komið að fólk- inu í landinu. Steingrímur sagðist telja að búið væri að lækka tekjuskatt fyrir- tækja mjög mikið og færa mætti rök fyrir því að gengið hefði verið of langt í þeim efnum. Það væri óeðlilega langt bil á milli tekju- skattshlutfalls fyrirtækja og ein- staklinga. Það væru viss takmörk fyrir því hvað við gætum und- irboðið aðrar þjóðir hvað varðar umhverfi fyrirtækja. Steingrímur sagðist styðja hugmyndir um umhverfisgjöld. Slík skattheimta yi-ði aukin í heiminum á komandi árum og íslensk fyrirtæki yrðu að búa sig undir hana. Stjórnarflokkarnir vilja ekki sérlög um greiðslukort Þriðja spurning Samtaka versl- unarinnar var um hvort þörf væri á sérstakri löggjöf um starfsemi greiðslukortafyrirtækjanna. Ágúst sagðist vera til í að setja slík lög. Hann sagðist líta á deilur um greiðslukortaviðskipti og kostnað af þeim sem vaxtarverki nýs kerfís. Steingrímur sagðist alla tíð hafa stutt slíka lagasetningu og sagði að þeir sem staðgreiddu vöru ættu að njóta þess umfram þá sem borguðu með korti enda fæli slíkur greiðslu- máti í sér lánsviðskipti. Finnur sagðist hafa skipað nefnd til að fara ofan í þessi mál. Hann sagðist hafa efasemdir um að þörf væri á að setja sériög um greiðslu- kortaviðskipti enda hefði engin þjóð gert það nema Danir. Betra væri að fella þetta undir lögin um lánastofnanir. Við mættum ekki setja strangari lög um þessi við- skipti en gert væri í nágrannalönd- um okkar. Forgangsverkefnið væri hins vegar að koma greiðslukorta- fyrirtækjunum undir Fjármálaeft- irlitið. Geir sagðist ekki vera sannfærð- ur um þörf á að setja sérlög um greiðslukortaviðskipti. Hann sagði um ágreininginn um kortaviðskipt- in, að ef við værum að taka upp greiðslukortaviðskipti í dag ætti að búa svo um hnútana að kostnaður- inn af kortanotkuninni yrði borgað- ur af notandanum. Þessi viðskipti hefðu hins vegar verið stunduð hér á landi í 15 ára og kostnaðurinn væri fyrir löngu kominn út í verð- lagið. Viðskiptaráðherra útilokar ekki að aðrir en ríkið reki áfengisbúðir Síðasta spurning Samtaka versl- unarinnar var um hvort þörf væri á að breyta fyrirkomulagi sölu áfengis. Steingrímur sagðist ekki telja ástæðu til þess. í þessu máli væri hann íhaldsmaður. Áfengi væri sérstök vara sem þyrfti að með- höndla með sérstökum hætti. Hann sagðist viðurkenna að af þessu væri visst óhagræði fyrir einstaklinga, en það yrði bara að hafa það. Finnur sagði að á síðasta flokks- þingi Framsóknarflokksins hefði verið gerð sérstök samþykkt um að áfengi skyldi áfram selt í sér- stökum áfengisverslunum. Það fæli hins vegar ekki í sér að það væri skilyrði að ríkið ræki þessar búðir. Það kæmi til greina að fela öðrum að reka þær. Geir sagði að um þetta væru skiptar skoðanir í Sjálfstæðis- flokknum en flestir vildu auka fi'jálsræðið og hann væri í þeim hópi. Hann sagðist vilja fara hægt í breytingar en teldi að gera ætti til- raun með að selja áfengi í búðum. Þetta væri ekki spurning um að ota áfengi að fólki heldur snerist málið um þjónustu. Ágúst sagði eins og Geir og Steingrímur, að um þetta hefðu ekki verið gerðar flokkssamþykkt- ir í sínum flokki. Það væri mikil- vægt að um breytingar á núver- andi skipulagi ríkti sæmileg sátt og að mati Samfylkingarinnar væri þetta ekki forgangsmál. Sjálfur sagðist hann telja koma til greina að selja bjór og léttvín á afmörkuð- um svæðum í verslunum. Opinn fundur Félags stjórnmálafræðinga í Ráðhúsi Reykjavíkur Um hvað snúast kosn- ingarnar? Kosningabarátta komandi alþingiskosn- inga var meðal þess sem rætt var um á fundi Félags stjórnmálafræðinga á þriðju- dagskvöld. Arna Schram var ein þeirra fjölmörgu sem sóttu fundinn. .. Morgunblaðið/Jón Svavarsson FJOLMENNT var á fundi Félags stjórnmálafræðinga á þriðjudags- kvöid. Fremst á inyndinni má sjá Auði Eddu Jökulsdóttur og Magneu Marinósdóttur stjórnmálafræðinga, Kjartan Jónsson, fulltrúa Ilúman- istaflokksins, og Margréti Sverrisdóttur, fulltrúa Frjálslynda flokksins. ERU stjórnmál innihaldslaus og kjósendur leiksoppar óprúttinna stjórnmálamanna? Er þingræði ríkjandi á íslandi eða kannski það sem kallað hefur verið peningaræði og hvað eða hverjir geta haft áhrif á það að konum fjölgi í ríkisstjórn? Þessum og fleiri spumingum var reynt að svara á opnum fundi, sem Félag stjórnmálafræðinga boðaði til í Ráðhúsi Reykjavíkur á þriðju- dagskvöld í tilefni þess að nú eru rúmar tvær vikur til alþingiskosn- inganna 8. maí nk. Fjórir stjórn- málafræðingar, dr. Svanur Ki-ist- jánsson, prófessor við Háskóla Is- lands, dr. Stefanía Óskarsdóttir, dr. Auður Styrkársdóttir og dr. Ólafur Þ. Harðarson, dósent við Háskóla íslands, fluttu stutt erindi í upphafi fundarins. Að því loknu svöruðu fulltrúar þeirra stjómmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu þeirri spumingu um hvað verður kosið í komandi kosningum. Fulltrúarnir sex, þau Finnur Ingólfsson, fram- bjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavík, Margrét Sverrisdóttir, frambjóðandi Frjálslynda flokksins í Reykjavík, Kjartan Jónsson, fram- bjóðandi Húmanistaflokksins í Reykjavík, Þórunn Sveinbjarnai-- dóttir, frambjóðandi Samfylkingar- innar á Reykjanesi, Björn Bjarna- son, frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, og Kristín Halldórsdóttir, frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Reykjanesi, sátu síðan fyrir svöram sem og stjórnmála- fræðingamir fjórir. Dr. Jón Ormur Halldórsson var fundarstjóri. Erindi dr. Svans Kristjánssonar bar heitið Flokkakerfið og þróun DAGBOK Kapprædur á Grandrokk • ALÞINGISMENNIRNIR Pétur Blön- dal og Össur Skarphéðinsson mæt- ast í kappræðum á opnum fundi á Grandrokk föstudaginn 23. apríl kl. 12. Fundinum verður útvarpað beint á Bylgjunni og er Snorri Már Skúla- son stjórnandi umræðna. Þetta er fyrsti fundurinn af þrem- ur sem Grandrokk efnir til í aðdrag- anda alþingiskosninganna í maí. Þar munu frambjóðendur Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokksins takast á um kosningamálin og verð- ur öllum fundum útvarpað á Bylgj- unni. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki og Össur Skarphéðinsson, Samfylk- ingu, munu einkum ræða um ríkis- fjármál og umhverfismál auk þess sem vikið verður að öðrum hitamál- um kosningabaráttunnar. Gestum fundarins bjóðast veitingar á vægu verði. Kosningavef- ur Framsókn arflokksins • FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur opnað sérstakan kosningavef á slóðinni http://www.xb.is „Þar má m.a. finna kosninga- stefnuskrá flokksins fyrir komandi kosningar, greinargerð um loforð og efndir á síðasta kjörtímabili og upp- lýsingar um alla frambjóðendur flokksins. Heimasíða Framsóknar- fiokksins er hinsvegar áfram á slóð- inni www.framsokn.is.," segir í fréttatilkynningu frá Framsóknar- flokknum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð Fundur um fjölskylduna j • VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð boðar til fundar á vegum Grænu smiðjunnar í kvöld kl. 20.30 á Suðurgötu 7 í Reykjavík og verður fjallað um börn og fjölskylduvænt umhverfi. Frummælendur eru Sigrún Helgadóttir líffræðingur og Óskar Dýrmundur Ólafsson tómstundaráð- gjafi. Olga Guðrún Árnadóttir verður með upplestur. ------------------------------- þess og gerði hann auglýsingar stjórnmálaaflanna m.a. að umtals- efni. Sagði hann m.a. að stjórnmála- flokkum væri hvergi leyft í þing- ræðisríkjum nema á Islandi að kaupa ótakmarkaðar auglýsingar í sjónvarpi. „Það er einsdæmi í þing- ræðisríkjum að stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þeirra geti keypt sjónvarpsauglýsingar í ótakmörk- uðum mæli,“ sagði hann og benti á að yfirieitt væru slíkar sjónvarps- auglýsingar bannaðar og ef þaer væru leyfðar væri það innan ákveð- Si inna marka. Ástæðan væri sú að Vesturlandabúar vildu lýðræði en ekki peningaræði; vald hinna ríku. Persónur taka ákvarðanir Dr. Stefanía Óskarsdóttir fjallaði í erindi sínu um stöðu stjórnmála- flokkana á hinum hugmyndafræði- lega ási og sagði m.a. að Framsókn- ai'flokkurinn væri enn sem fyrr vel staðsettur á miðju íslenskra stjórn- mála. „Meginbreytingin í stjórnmál- P um er hins vegar sú að Alþýðuflokk- urinn býður ekki lengur fram og Samfylkingin, sem tekið hefur við af Alþýðuflokknum, leitar meira til vinstri en Alþýðuflokkurinn gerði á undanfórnum áram.“ Konur og kosningar eru umfjöll- unarefni sem dr. Auði Styi'kársdótt- ur hefur löngum verið hugleikið og fjallaði hún m.a. um þá þætti sem gætu haft áhrif á hlut kvenna í stjórnmálum. Hún benti á að form- gerð stjómmálanna, eins og til dæmis prófkjör, hefði vissulega

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.