Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 8

Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra líkadi ekki smásagan—, Smásaga í Lesbók VIÐ viljum ekki sjá svona meingallað Esju-gen í fína gagnagrunninn okkar hr. biskup. Nýtt hús- næði að Sólvangi INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra tók um síðustu helgi formlega í notkun nýtt hús- næði heilsugæslustöðvarinnar í Sólvangi í Hafnarfírði. í nýja húsnæðinu, sem er sam- tals 314 fermetrar, eru þrjár læknastofur, aðstaða fyrir ung- barnavernd og mæðravernd, skiptiklefi og móttaka hjúkrunar- fræðinga. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Verð ni fullkomnu Lavamat 74620 Þvottahæfni „A“ Þeytivinduafköst „B“ Ljósabretti: Sýnir hvar vélin er stödd í þvottakerfinu Vindingarhraði: 1400/1000/800/600/400 sn/mín afgangsraki 50% Mjög hljóðlát Ytra byrði hljóðeinangrað Klukka: Sýnir hvað þvottakerfin teka langan tíma. Hægt að stllla gangsetningu vélar allt að 19 tíma fram í tímann Öll hugsnaleg þvottakerfí BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 5332800 Umboðsmenn um allt land! Heimsending innifalin í verði. Þroski barna og Waldorf-skólarnir Mæta þörfum barnsins í takt við þroska þess Waldorf-uppeldis- stefnan á rætur að rekja til upp- eldisfræðingsins Rudolf Steiner. Áhrifa þessarar skólastefnu gætir einkum í Þýskalandi og á Norður- löndum. I þessum löndum hafa Waldorf-skólarnir verið valkostur við hefð- bundna skólakennslu barna. I Svíþjóð eru núna starfandi 30 Waldorf-skól- ar og nemendur skipta þúsundum. A Islandi eru starfræktir Waldorf-skól- inn í Lækjarbotnum og Waldorfskólinn Marar- götu. Ulrik Hofsöe, kennari við Waldorf-skólann Lundi í Svíþjóð, hélt íýrir- lestur í Ráðhúsi Reykja- víkur í síðustu viku í tengslum við dagskrá Waldorf-uppeldisfræði. - Hvers vegna Waldorf-skólai-? „Skólastefna Waldorf-skólanna leggur áherslu á heildarsýn mannsins á heiminn sem hann byggir. Tæknihyggja nútímans hefur sterka tilhneigingu til að brjóta veruleikann niður í eining- ar sem öðlast sjálfstætt líf án inn- byrðis samhengis. Við höfum lent í öngstræti með þessa heims- mynd vegna þess að hún veldur því að smáatriðin byi-gja okkur sýn á heildarmyndina. I Waldorf- skólanum freistum við þess að ná utan um einstaklinginn í stóra samhenginu," segir Ulrik. -Hvað áttu við með einstak- linginn í stóra samhenginu? „Ég skal nefna dæmi sem skýrir þetta sjónarmið nánar. A sjöunda áratugnum var umræða um það innan uppeldisfræðinnar hvemig fara ætti að því að bæta stærðfræðikennslu. Með því að kanna námshæfileika nemenda sem sköruðu framúr í stærðfræði álitu menn að hæfíleikinn til óhlutbundinnar hugsunar væri ráðandi fyrir getu nemenda til að læra stærðfræði. í framhaldi var lögð áhersla á að kenna óhlutbundna hugsun. En það gleymdist að börn þurfa að ná ákveðnum þroska til að takast á við óhlutbundna hugsun. Hafí börn ekki náð þessum þroska þegar þeim er kennd óhlutbundin hugsun er hætt við að hún fari fyrir ofan garð og neðan. Og það sem verra er, börnin fínna til leiða og sjálfs- traustið þverr vegna þess að þau fá á tilfmninguna að þau geti ekki lært. Engum myndi detta í hug að láta níu ára barn bera 50-70 kílóa byrði. Líkaminn er einfaldlega ekki orðinn nógu þroskaður til að bera slíkan þunga. Á sama hátt þarf vitundarlíf barns að ná ákveðnum þroska til að takast á við óhlutbundna hugsun. Við tólf ára aldur eru þau tilbúin." - Hvar liggja Waldorf-skólanna í kennslu? „Við reynum að mæta þörfum barns- ins í takt við þroska þess. Okkar viðhorf er að böm eigi að fá tækifæri til að öðlast þroska og tileinka sér þekkingu án tillits til þess hvaða starfsvett- vang þau velji sér í framtíðinni. Grunnþekkingin sem barn öðlast í Waldorf-skóla á að nýtast hvort sem viðkomandi verður bóndi, fé- lagsráðgjafi eða verkfræðingur. Við kennum menningarlæsi, vís- indi og sögu. Saga er mikilvæg ► Ulrik Hofsöe er fæddur í Danmörku árið 1948. Eftir tveggja ára nám í uppeldis- fræði í Danmörku hélt hann til Svíþjóðar á Rudolf Steiner Seminaret. Hann lærði mynd- listarmeðferð í Þýskalandi og vann um árabil með þroska- heftum nemendum. Undanfarin 15 ár hefur Ulrik starfað í Waldorf-skólanum í Lundi í Sví- þjóð. Sérkennslugreinar hans eru vísindi og stærðfræði. námsgrein vegna þess að með sögulegri vitund áttar mann- eskjan sig betur á stöðu sinni og samtímans. Þá eru handverk og listir í hávegum hafðar í Waldorf- skólum. Böm læra best með því að fá að gera hlutina sjálf, hvort sem það er vísindatilraun, mynd- list eða tónlist." - Það hefur verið sagt að Waldorf-skólar ali upp listamenn. „Já, ég þekki þessa goðsögn. Hún varð væntanlega til vegna þess hversu mikið við leggjum upp úr handverki og listum. En raunveruleikinn segir okkur aðra sögu. I könnun sem var gerð á fyrrverandi nemum í Waldorf- skólum í Svíþjóð kom í ljós að þriðjungur þeirra valdi raun- greinasvið í framhaldsskóla. „ - Við hvaða aldur miða Waldorf-skólarnir? „Miðað er við 12 ára nám, frá 7 ára aldri til 18 ára. Ekki hefur það þó gengið eftir alls staðar. I Svíþjóð erum við með 9 ára nám þannig að nemendur úr Waldorf- skólum hefja framhaldsskólanám samtímis jafnöldrum sínum úr hefðbundnu grunnskólunum.“ - Eru bekkjarkennarar í Waldorf-skólum ? „Já, á aldrinum 7-14 ára er mikilvægt að bömin hafi bekkjar- kennara. Lagt er upp úr því að börnin séu tekin á eigin forsend- um og fái að þroska hæfileika sína. Með bekkjarkennara mynd- ast persónulegt samband milli nemenda og kennara og það skiptir sköpum á þess- um aldri. Eftir 14 ára aldur eru bömin nægi- leg þroskuð til að fá sérhæfðari kennslu og um hana sjá kennarar sem einbeita sér að einni eða tveimur námsgreinum." -Er það til- fellið að engir skólastjórar séu í Waldorf-skólum ? „Við vinnum ekki samkvæmt hefðbundnu skipulagi. Kennarar sjá sameiginlega um skólastjórn- ina og skipta með sér þeim stjórnunarverkum sem þarf að sinna,“ segir Ulrik.“ áherslur Börn læra best með því að fá að gera hlutina sjálf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.