Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 79

Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 79 Sýning á handverki opnuð í dag SÝNINGIN Handverk & ferða- þjónusta verður opnuð í Laugar- dalshöll í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 11. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, opnar sýninguna. Strengjakvartett Tón- listarskólans í Reykjavík leikur og tískusýning verður á íslenskri fata- hönnun. Um 150 innlendir aðilar sýna og selja list- og handverk og smáiðnað og kynna ferðaþjónustu. Auk þess koma erlendir gestir á sýninguna frá Danmörku, Finnlandi, Færeyj- um og Grænlandi. Sýningin er opin kl. 10-19 sum- ardaginn fyrsta, kl. 13-19 á föstu- dag og kl. 10-19 á laugardag og sunnudag. -------------- Hátíð á Seltjarnarnesi HÁTÍÐARHÖLD verða á Sel- tjarnarnesi í tilefni af sumardegin- um fyrsta. Dagskráin hefst kl. 13 með skrúðgöngu frá Sundlaug Sel- tjarnarness ásamt Lúðrasveit Sel- tjamamess. Eftir stutta skiúðgöngu verður farið inn í íþróttasal og fylgst með 3. flokki í knattspyrnu etja kappi við bæjarstjórn. Magnús Scheving hitar upp. Eftir leikinn er hægt að fara í ýmsar þrautir í gamla íþróttasalnum eða á hestbak við malai-völlinn, þar sem verður teymt undir krökkunum. Dag- skrárlok eru kl. 15. Frá kl. 14.30-16.30 verður Kven- félagið Seltjörn með kaffíveitingar. Kaffísalan er í safnaðarheimili Sel- tjarnarneskirkju. -------------- Klúbbakeppni Hellis KLÚBBAKEPPNI Hellis verður nú haldin í þriðja sinn föstudaginn 23. apríl klukkan 20. Keppt verður í fjögurra manna sveitum. Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. í fréttatilkynningu segir: i.Klúbbakeppnin var haldin í fyrsta sinn fyrir tveimur árum og fór ' þátttakan þá fram úr björtustu vonum, en 23 klúbbar með yfir 100 manns innanborðs tóku þátt í keppninni en fjöldinn allur af óformlegum skákklúbbum er starf- ræktur. Þátttakan í fyiTa var einnig mjög góð í fyrra en þá tóku þátt 21 sveit.“ Þátttökugjald er 1.000 kr. fyrir j hverja sveit. ------•-♦-♦--- Opið hús í leikskólum í Hlíðahverfí OPIÐ hús verður í 5 leikskólum í Hlíðahverfí laugardaginn 24. apríl frákl. 11.30-13. Leikskólamir í Efrihlíð, Hlíða- borg, Hamraborg, Sólhlíð og Sól- I borg munu þá kynna starfsemi sína i máli og myndum. Öllum gefst nú kostur á að skoða leikskólana og kynna sér hvernig búið er að yngstu kynslóðinni. ------•-♦-♦--- Opið hús j Nýrrar dögunar OPIÐ hús Nýn-ar dögunar, sam- frka um sorg og sorgarviðbrögð fellur niður í kvöld, fimmtudaginn 22. apríl. Úr dagbók lögreglunnar Eftirlit með farand- vinnuvélum og rétt- indum sljórnenda þeirra LÖGREGLULIÐ á Suðvestur- landi munu á tímabilinu frá 20. aprfl til 27. apríl nk. standa fyrir sameiginlegu átaki í umferðar- málum í samstarfi við Vinnueftir- lit ríkisins. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á að skoða ástand og búnað vinnuvéla og þeirra ökutækja sem flytja hættu- legan farm. Einnig verða athuguð réttindi stjórnenda þeirra, hvort þeir hafa fullnægjandi réttindi til að stjóma viðkomandi tæki. Enginn má aka vinnuvél eða vinna með henni nema að hann hafi gild réttindi til að stjóma vél- inni. í reglum nr. 198/1983 um rétt- indi til að stjórna vinnuvélum eru sett þau skilyrði að stjómandinn hafi ökuréttindi á bifreið og hafi lokið tilskildu námi og þjálfun. Námskeið sem veita réttindi til að stjóma vinnuvélum era mismun- andi en sem dæmi má nefna að frumnámskeið veitir réttindi til að stjóma lyfturam með allt að 10 tonna lyftigetu, dráttarvélum og vinnuvélum sem era minna en 4 tonn að eigin þyngd, völturum og körfukrönum. Að loknu prófi fá menn skírteini og skulu hafa það við hendina þegar þeir stjórna því tæki sem skírteinið varðar. í reglum nr. 388/1989 eru ákvæði um skoðun farandvinnu- véla og vinnuvéla en þær á að skoða með reglulegu millibili og eftir breytingar á vélunum. Hægt er að innsigla og/eða banna notk- un véla sem ekki fullnægja örygg- iskröfum. Auk þess að athuga ástand ökutækjanna sem flytja hættulegan farm verður athugað hvort ökumaðurinn hafi réttindi til flutnings á slíkum förmum. Lögreglan skal hafa eftirlit með því að stjórnandi ökutækis sem flytur hættulegan farm hafi með- ferðis vottorð um starfsþjálfun. Starfsþjálfun þarf t.d. til að flytja meira magn en 1000 kg af dísilolíu eða 333 kg af bensírii auk fjöl- margra annarra efna, bæði loft- tegunda og efna í föstu formi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.