Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 42

Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 42
FIMMTUDAGUR 22. APRIL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Finnur Ingólfsson býður f kaffi á kosningaskrifstofunni við Hverfisgötu 33 milli k 1:15 ogl7 fdag. Ný framsókn til nýrrar aldar ELVA Ósk Ólafsdóttir og Baltasar Kormákur í hlutverkum sínum. Sýningum á Brúðu- heimili að ljúka FRELSI FESTA FRAMSOKN w w w. framsokn. i s B SÝNINGUM á Brúðuheimili eftir Henrik Ibsen, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu annan í jólum, fer senn að ljúka og eru tvær sýning- ar eftir, þ.e. föstudaginn 23. apríl og laugardag 1. maí. Leikendur eru Elva Ósk Ólafs- dóttir, Baltasar Kormákur, Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gests- son, Þröstur Leó Gunnarsson, Ilalldóra Björnsdóttir og Mar- grét Guðmundsdóttir. Þýðandi er Sveinn Einarsson, höfundur leikmyndar er Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir, höfund- ar búninga Margrét Sigurðar- dóttir og Þórunn S. Þorgríms- Ráöstefna um þörf fiskiðnaðarins fyrir menntun Fiskiön, fagfélag fiskiðnaðarins og Fiskvinnsluskólinn standa sameiginlega að ráðstefnu um málefni menntunarí fiskiðnaði. Ráðstefnan er öllum opin og verður haldin í Ársal á annari hæð Hótel Sögu, föstudaginn 30. apríl næstkomandi kl. 14.00. Skráningargjald er kr. 500.- Frítt fyrir námsmenn. Dagskrá. Kl. 14.00 Setníng. Björn Bjarnason, menntamálaráöherra. Kl. 14.10 Stefna Samtaka fiskvinnslustöðva í menntunarmálum. Ágúst Elíasson, framkvæmdastjóri. Kl. 14.30 Þekkingarfyrirtæki sjávarútvegs. Guöbrandur Sigurösson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. Kl. 14.50 Menntun aðhæfð vinnslustöðvum. Sveinn Ari Guðjónsson, framieiöslustjóri Vísi hf. Kl. 15.10 Kaffihlé. Kl. 15.30 Samstarf stofnana í menntunarmálum. Hjörleifur Einarsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaöarins. Gísli Erlendsson, forstööumaöur Fiskvinnsluskólans. Kl. 15.50 Starfsemi endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands. Páll Jensson, prófessor. Kl. 16.10 Menntun í sjávarútvegi. Jón Þórðarson, deildarstjóri sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri. Kl. 16.30 Umræður og fyrirspurnlr. Ráðstefnustjóri: Skarphéöinn Jósepsson sjávarútvegsfræðingur. F/SK Jf/ÐN dóttir. Lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson. Leik- stjóri er Stefán Baldursson. Gísli J. Ást- þórsson les úr verkum sínum UPPLESTUR verður í kaffi- stofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, á vegum Ritlistar- hóps Kópavogs. Gísli J. Ast- þórsson, blaðamaður og rit- höfundur, les úr verkum sín- um kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Sýningum lýkur Gallerí Fold, Rauðarárstíg SÝNINGU Einars G. Bald- vinssonar lýkur á sunnudag. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardag kl. 10-17 og sunnudaga kl. 14-17. I sjávarþorpinu MYIVPHST Callerí Fold MÁLVERK EINAR G. BALDVINSSON Opið frá 10-18 alla daga. Sýningin stendur til 25. apríl. EINAR G. Baldvinsson lærði málaralist á fimmta áratugnum þeg- ar bylgja afstraktlistarinnar reis hæst í Evrópu og var að byrja að berast alla leið hingað norður til ís- lands. Einar málaði líka til að byrja með í þessum stQ, óhlutbundnar og formfastar myndir, en hefur þó fljótlega fundið að slíkt ætti ekki við sig því hann sneri sér alfarið að því sem hefur síðan verið honum aðal- yrkisefni allan hans langa lista- mannsferil: Sjávarþorpinu og stemmningum frá sjávarsíðunni. Myndir Einars skera sig ekki úr fyrir byggingu eða myndefnið að öðru leyti en því að þær eru miklu betur gerðar en flest sem nú sést málað af þessum toga. En það er hins vegar í litameðferðinni sem Einar ber af og það er einmitt hin vandaða og persónulega litanotkun sem gerir myndir hans auðþekkjan- legar hvar sem þær sjást. Við fyrstu sýn virðast litirnir stundum daufir eða dumbungslegir, farfinn er gjarnan þungur og litbrigði í fletin- um ekki mikil, en síðan sér maður hvemig einmitt þetta verður til þess að þau atriði sem Einar vill leggja áherslu á teiknast fram með undarlega skörpum hætti fyrir vik- ið. Til áherslu beitii' Einar gjarnan hreinum litum til móts við jarðlitina í bakgrunninum og er þar einkum eftirtektarverð notkun hans á hreinum bláum lit sem í mörgum mynda hans geislar eins og tær himinn innan um netin, bátana og húsin við sjóinn. Einar hefur hægt og rólega þróað aðferð sína við málverkið gegnum allar þær stíl- og hugtakabyltingar sem orðið hafa síðastliðna hálfa öld. Málverk hans eru beint framhald af ýmsu þvi sem varð til í íslenskri myndlist um og rétt fyrir síðustu heimsstyrjöld og því gætu sumir asnast til að kalla þau gamaldags. En þótt hér sé ekki fylgt nýjustu tísku - eða kannski einmitt þess vegna - eru þessi málverk Einars mikilvægur þáttur í listheimi okkar. Hér má sjá þroskað málverk þar sem þær hugmyndir og þau við- fangsefni sem langlífust urðu í ís- lensku málverki hafa fengið á sig blæ sígildrar listar. í heimi þar sem listamenn eru sagðir staðnaðir ef þeir umbylta ekld öllum hugmynd- um sínum með hverri sýningu er það mikilsvert að eiga mann eins og Einar sem leyfir list sinni að eldast og þroskast í friði. Jón Proppé FRAMS0KNARFL0KKURINN Vertu með

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.