Morgunblaðið - 22.04.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.04.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 13 FRÉTTIR Kínverjar smfða fískiskip fyrir Islendinga Verið að semja um smíði túnfiskveiðiskipa Kosningabaráttan á Suöurlandi Sjálfstæðis- menn funda í heita pottinum • FRAM BJÓÐEN DU R Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi hafa gert víðreist á vinnustaðafundi og í heimsóknir að undanförnu í kosn- ingabaráttunni á Suðurlandi. Á myndinni eru Árni Johnsen, Kjartan Ólafsson og Drífa Hjartardóttir á spjalli við eldri borgara í heita pott- inum í Sundlaug Selfoss árla dags. Kosninga- vefur ÍU • ÍSLENSK upplýsingatækni hefur nú sett upp kosningavef sem beinir sjónum sínum að kosningabarátt- unni á Vesturlandi. Viðræður eru í gangi um þátttöku allra stjórnmálaflokkanna í þessum vef. Slóðin er http://www.kasm- ir.is/x99 Sjálfstæöisflokkur í Grafarvogi Fundur með ungu fólki • SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN held- ur almennan fund ætlaðan ungu fólk: á kosningaskrifstofu flokksins í Hverafold 5 í Grafarvogi á föstu- dagskvöld ki. 20. Gestir fundarins verða Eyþór Arnalds borgarfullrúi, Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingis- maður og Símon Þorleifsson, starfs- þróunarstjóri hjá Nýherja. Vinstrihreyfingin á ísafirði Rætt um byggðamál • UMRÆÐUFUNDUR um atvinnu- og byggðamál verður á vegum Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs á Hótel ísafirði í kvöld kl. 20.30. Frum- mælendur eru Lilja Rafney Magnús- dóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Dorot- hee Lubecki, Dagný Sveinbjörnsdótt- ir og Steingrímur J. Sigfússon. ÍSLENSK útgerðarfyrirtæki ei-u farin að sækja á fjarlæg mið þegar kemur að því að láta smíða fisk- veiðiskip, en í lok þessa árs og byrjun þess næsta verða íslenskum fyrirtækjum afhent tvö skip sem verið er að smíða í Kína. Það er skipasmíðastöðin HuangPu Shipy- ard í Guang Zhou sem smíðar skip- in en stöðin er vel þekkt í heima- landi sínu, þó aðallega fyrir smíði herskipa. Þessa dagana eru staddir hér á landi sex fulltrúar fyrirtækisins en þeir eiga í samningaviðræðum við íslensk útgerðarfyrirtæki. Stefnt er að því að á næstu dögum verði skrifað undir samninga við tvö ís- lensk fyrirtæki um smíði tveggja túnfiskveiðiskipa, og ef það gengur eftir verða fjögur skip í smíðum í Kina fyrir Islendinga. Hafa smíðað fyrir Þjóðverja og Norðmenn Að sögn Gunnlaugs Ingvarsson- ar, sölu- og markaðsstjóra og IceMae ehf., umboðsaðila kín- versku stöðvarinnar hér á landi, byggir Kinverska skipasmíðastöðin á mikilli hefð, en um 140 ár eru síð- an hún hóf rekstur. Hann sagði að stöðin væri tæknilega jafnvel útbú- in og bestu skipasmíðastöðvar Vesturlanda, enda væri stöðin búin að smíða mörg skip fyrir bæði Þjóðverja og Norðmenn og hefði fengið lof fyrir. IceMac ehf., hefur verið í við- skiptum í Kína síðastliðinn fimm til sex ár, en fyrir um tveimur árum komust þeir í samband við skipa- smíðastöðina og í framhaldi af því var farið með hóp af útgerðar- mönnum til Kína í þeim tilgangi að kynna þeim starfsemina. I kjölfar heimsóknarinnar vai- gengið frá samningum um smiði tveggja fiski; skipa, eins og áður var getið um. í desember er áætlað að Öm Erl- ingsson, útgerðarmaður í Keflavík, fái afhent um 71 metra langt fjölveiðiskip og þá á dótturfyrir- tæki Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. að fá sérútbúið kúfiskveiðiskip afhent í febrúar árið 2000. Geir H. Haarde fjármálaráðherra í fundaherferð Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir FRA fundi Sjálfstæðisflokksins á Hellu, f.v. Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum seni skipar 2. sæti á lista flokksins á Suðurlandi, Geir H. Haarde Qármálaráðherra, Óli Már Aronsson fundarstjóri og Árni Johnsen alþingismaður sem skipar 1. sætið. „Fólk ákveð- ur sjálft hvað kosið er um“ Hellu. Morgunblaðid. GEIR H. Haarde fjármálaráðherra hélt fund á Hellu með frambjóðend- um í efstu sætum á listum Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi í fyrra- Kvöld. I máli ráðherrans kom fram að erfitt sé fyrir fólk að einblína á einhver ákveðin mál sem slík. „Hverjum hefði dottið í hug fyiir fjórum árum að heitusta málin á þessu kjörtímabili yrðu erfðagrein- ingarmál, hálendi Islands og átökin á Balkanskaga, svo dæmi séu tekin. Það er ekki hægt að gefa sér hver verða úrlausnarmál næstu ríkis- stjórnar, en eins og ástandið í þjóð- félaginu er núna er svigrúm til að leysa úr ýmsum brýnum málum þar sem efnahagsmálin eru ekki lengur fyrirferðarmesti málaflokkurinn. A síðasta kjörtímabili fór mikill tími í að vinna að stjórnarskrármálum t.d um mannréttindi, kjördæmaskipan og stjórnsýslumál og á því næsta er stefna Sjálfstæðisflokksins m.a. að halda áfram að lækka skatta, taka á málum varðandi einfóldun á tekju- tengingu, sköttum, almannatrygg- ingum, kjörum aldraðra og öryrkja ásamt lífeyrismálum. Það er stefna flokksins að koma góðærinu til allra,“ sagði Geir H. Haarde. Hjúkrunarheimilið Eir Morgunblaðið/Jón Svavarsson LÁRUS Þórarinsson tók fyrstu skóflustunguna við hjúkrunarheimilið Eir í gær. Síra Sigurður Helgi Guðmundsson, forstjóri Eirar, helgaði byggingasvæðið en ávarp flutti Vilhjálmur Þ. Vilhjámsson, stjórnar- formaður Eirar. áhrif á hlut kvenna, en lagði áherslu á að ákvarðanir persóna skiptu líka máli í þessu sambandi. „Það eru persónur sem taka ákvarðanir en ekki formgerðir eða skipulag og þetta er hvergi eins og skýrt og þegar kemur að hlut kvenna í stjómmálum, einkum í æðstu og valdamestu stöðunum." Benti hún m.a. á að forystumenn flokkanna hefðu það í hendi sér hvort konur kæmust til aukinna valda eftir kosn- ingar eða ekki. Umræðuefni dr. Ólafs Þ. Harðar- sonar var kosningahegðun á íslandi og sagði hann m.a. að rannsóknir sýndu að menn kysu ekki einungis um einstök mál heldur líka um ár- angur ríkisstjórnarinnar. „Þá vakn- ar auðvitað sú spurning hvort tengsl séu milli þess hvernig menn meta árangur ríkisstjórnar og hvað þeir kjósa,“ sagði hann og benti á að um þetta hefði verið spurt í könnun- um til að mynda eftir síðustu al- þingiskosningar. Þar hefði komið í ljós að kjósendur Alþýðubandalags hefðu haft minnst álit á fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks. Þar á eftir komu stuðn- ingsmenn Kvennalistans, Þjóðvaka og síðan Framsóknarflokksins. „Fulltníar stjórnai'flokkanna gáfu ríkisstjórninni á hinn bóginn miklu betri einkunn." Ólafur benti þó á að ekki væri al- gilt að stuðningsmenn stjórnar- flokkanna gæfu þeim góða einkunn og túlkaði hann það sem svo að kjósendur hugsuðu sig vel um og mætu vandlega störf ríkisstjórnar- innar. Af þessu og fleiri rannsókn- um mætti draga þann lærdóm að ekki væri rétt að stjórnmál nú til dags væru innihaldslaus og kjós- endurnir kjánar sem ýmist létu stjómast af hugsanaleti eða vana. Hvað þá að þeir létu blekkja sig með marklausu skrumi og auglýs- ingum. Of mikil talnafræði Fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru ekki allsendis sammála um það hvað yrði kosið um í komandi alþingis- kosningum. Finnur Ingólfsson sagði að kosningarnar snerust m.a. um ár- angur ríkissstjórnarinnar, en Mar- grét Sverrisdóttir benti á að fyrst og síðast yi’ði kosið um fiskveiðimál, þ.e. um það hvort þjóðarauðlindin yrði til frambúðar geiin örfáum út- völdum aðilum. „Haldi svo áfram sem horfir mun þjóðin skiptast í tvo hópa - tvær stéttir. Örfáa nýríka auðmenn, sem fengu auðinn að gjöf, og alla hina sem sátu eftir,“ sagði hún. Kjartan Jónsson sagði að því mið- ur snerust kosningarnar ekki um hugmyndafræði og vakti auk þess athygli á áherslu fjölmiðla á niður- stöður skoðankannana og „pælingar um prósentur og fylgi“. Að mati Þórunnar Sveinbjamardóttur verð- ur kosið um félagslegt réttlæti og virkt lýðræði í nútímasamfélagi, grundvallaratriðið í stefnu Samfylk- ingarinnar, en Björn Bjarnason sagði kjósendur hafa skýra kosti. öryggisíbúða hafin FYRSTA skóflustungan að bygg- ingu öryggisíbúða við hjúkrunar- heimilið Eir var tekin í gær af Lárusi Þórarinssyni, væntanleg- um íbúa í Eirarhúsum, en svo eru öryggisíbúðirnar nefndar. Ibúð- irnar verða 40 talsins en um er að ræða nýjung í öldrunarþjón- ustu hér á landi, að sögn Grétu Guðmundsdóttur, forstöðumanns hjúkrunarheiinilisins. Öryggisíbúðirnar verða tengd- ar hjúkrunarheimilinu með tengigangi. „Gangurinn veldur því að fólk getur dvalið í íbúðun- um þótt heilsu sé mjög tekið að hraka,“ segir Gréta, „öll þjónusta við fbúana verður þannig auð- veldari og öruggari, til að mynda verður læknavakt allan sólar- hringinn". Kostnaður áætlaður 414 millj- ónir Nýju íbúðirnar verða misjafn- ar að stærð og segir Gréta að byggingaframkvæmdir muni taka um 18 mánuði og áætlaður kostnaður sé um 414 milljónir króna. * Vísir.is og IU sameinast á Netinu Annars vegar gætu þeir kosið þá sem vildu sem minnst ríkisafskipti og sem mest svigrúm einstaklings- ins og hins vegar stjórn þeirra sem vildu auka ríkisafskipti, hækka skatta og þrengja að einstaklingn- um. Kristín Halldórsdóttir vakti hins vegar athygli á því mikla fé sem flokkarnir notuðu í kosningabai’átt- unni og sagði það vaxandi tilhneig- ingu hjá stjórnmálaflokkunum að halda að kosningar snerust um ímyndir og atvinnu fyrir auglýsinga- stofur. „Þessi þróun er hættuleg lýðræðinu," sagði hún og sagði síðar að hún myndi vilja að baráttan sner- ist um umhverfismál fyrst og fremst og jöfnun aðbúnaðar og lífskjara. Állnokkrum spm-ningum var beint til framsögumanna í lok fund- arins og kom m.a. fram að allir voru frambjóðendumir hlynntir þjóðarat- kvæðagreiðslu, á mismunandi for- sendum þó. Þá kvaðst Bjöm leggja áherslu á almenna lækkun skatta- kerfisins fremur en að skapa undan- þágur og Finnur skýrði nánar frá hugmyndum framsóknarmanna um bamakort. Undir lokin var Ólafur Þ. Harðarson spurður að því hvort hann teldi að leiðtogaleysi Samfylk- ingarinnar gæti háð henni í kosning- unum og sagði hann svo vera. „Eg held að það hái Samfylkingunni að hafa ekki óskoraðan leiðtoga," sagði hann og benti á að fleiri þættir spil- uðu þarna inn í, til að mynda það að Samfylkingin væri enn á því stigi að reyna að bræða saman ýmis sjónar- horn. „UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfssamningur á milli Vísis.is og Islenska útvarpsfélagsins sem kveður meðal annars á um einka- rétt Vísis.is á miðlun frétta- og íþróttaefnis ÍÚ á Netinu og að Fjölnet Islandia sameinist Vísi.is. Markmið samningsins er að skoða nýja möguleika á nýtingu Netsins sem fréttamiðils og upplýsinga- veitu í tengslum við útvarp og sjón- varp,“ að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Vísi.is og IÚ. „Notendm- Vísis.is fá hér eftir beinan aðgang að fréttum úr 1920 og að Bylgjunni. Samstarfið felur einnig í sér að hægt verður að hlusta á útvarpsstöðvarnar Bylgj- una og Mono í beinni útsendingu á Vísi.is. Einnig er í samningnum kveðið á um náið samstarf Vísis.is og dagskrárvefjar Islenska út- varpsfélagsins, Ys.is, í markaðs- málum. Um leið og samstarfið tek- ur gildi hættir Islenska útvarpsfé- lagið rekstri fréttavefjarins Fjöl- nets.is sem hér eftir verður hluti Vísis.is," segir einnig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.