Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 16

Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Sumar- fagnaður ÁRLEGUR sumarfagnaður Kvenfélagsins Hlífar verður í safnaðarsal Glerárkirkju í dag, sumardaginn fyrsta, og hefst hann kl. 15. Tréleikföng frá Stubbi í Eyjafjarðarsveit verða til sýn- is. Blokkflautusveit Tónlistar- skólans á Akureyri leikur, und- ir stjórn Jacqueline F. FitzGibbon. Veislukaffi og happdætti. Allur ágóði rennur til tækjakaupa fyrir bamadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og eru bæjarbúar hvattir til að fjölmenna og leggja góðu málefni lið. Verð er 800 krónur fyrir fullorðna og 300 fyrir börn 12 ára og yngi'i. Kaffí- hlaðborð UNGLINGARÁÐ Körfuknatt- leiksdeiidar Pórs efnir til kaffi- hiaðborðs í Hamri við Skarðs- hlíð í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 15 til 17. Ágóði rennur að venju til styrktar barna- og unglinga- starfinu sem gengið hefur vel í vetur með þátttöku 10 fiokka. Flestir hafa tekið þátt í ís- landsmótinu sem kostað hefur ferðalög vítt og breitt um land- ið. Þess er vænst að bæjarbúar mæti á kaffihlaðborðið og styðji þannig við bakið á ung- lingastarfmu. Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inn- töku nýrra nemenda fyrir skólaáriö 1999-2000 Fornámsdeild Tilgangur fornámsdeildar er ad veita nemendum alhliða undir- búningsmenntun í myndlist. í deildinni fer fram listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir nám í sérnámsdeildum. Umsóknarfrestur um skóla- vist er til 22. maí 1999. Allar nánari upplýsinqar eru veittar í síma 462 4958 Myndlistaskóllnn á Akureyrl Kaupvangsstræti 16 - Pósthólf 39 - 602 Akureyri Heimasíða: http://www.myndak.is Netfang: info@myndak.is Landsbankinn vill byggja LANDSBANKI íslands hefur ósk- að eftir viðræðum við bæjaryfir- völd á Akureyri vegna lóðai-innar Strandgötu 1. Að sögn Sigurðar Sigurgeirssonai- útibússtjóra er stefnt að því að stækka húsnæði bankans við Strandgötu 1, með við- byggingu við austurgafl aðalbygg- ingarinnar. Landsbankinn er með starfsemi á þremur hæðum í aðalbygging- unni og sagði Sigurður stefnt að því að færa alla starfsémina á jarð- hæð og þá leigja eða selja efri hæðirnar. Fyrirhuguð viðbygging er rúmir 200 fermetrar að grunn- fleti. Sigurður sagði þó að ekki yrði ráðist í að byggja allar þrjár hæðimar fyrr en ljóst væri hvort hægt yrði að koma efri hæðunum í verð eða koma þar fyrir annarri starfsemi. Þá mun Landsbankinn kaupa 14-16 bílastæði fyrir starfsmenn sína í bílakjallara sem byggður verður í tengslum við nýbyggingu SS Byggis austan við húsnæði bankans. Sigurður sagði að bíla- kjallarinn kæmi undir götuna og aðeins inn á lóð bankans og því yrði tækifærið notað til að gera grunn viðbyggingarinnar um leið. Bæjarráð Akureyrar Viðbótarfjárveit- ing í sundlaugina BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt tæplega sjö milljóna króna viðbótarfjárveitingu vegna nýrra verkþátta í Sundlaug Akur- eyrar. Magnús Garðarsson eftirlits- maður framkvæmda, sagði að stærsti einstaki liðurinn, eða 2,5 milljónir króna, væri vegna fram- kvæmda við aðkomu að anddyri viðbyggingarinnar. Einnig er um að ræða breytingar vegna tenging- ar viðbyggingar og gamla húsnæð- isins, kostnað vegna læsingakerfis fyrir fataskápa í viðbyggingu, lása- kerfi viðbyggingar, kaup á búnaði í kaffiteríu og ýmislegt fleira. Iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum við að innrétta viðbygg- ingu Sundlaugar Akureyi'ar. Bygg- ingu nýrrar laugar er lokið og var hún tekin í notkun í byrjun júlí á síðasta ári og einnig nýr útipottur. Magnús sagði að framkvæmdir hefðu gengið alveg þokkalega og að enn væri stefnt að því að taka viðbygginguna í notkun í lok maí nk. HlFUJIFILM FERMINGARTILBOÐ FOTONEX 101ix APS Sjálfvirkur fókus Sjálvirkt Ijósop og hraðl Einföld filmuþræðing Dagsetning Taska fylgir FUJIFILM NEXIA filma fylgir Verð aðeins kr. 9.990 Skipholti 31, Sími 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850 Fislétt 03 mjúkt ► frá HAB Sýnum og seljum flísfatnað í Laugardalshöllinni 22.-25. apríl Fjölbreytt úrval - Tilvaldar sumargjafir Erum einnig með teppi og hestaábreiður. Flísfatnaðurinn fæst einnig í Gallerí Grúsku og Nettó, Akureyri svo og á saumastofunni. Melbrún 2, Árskógsströnd, 621 Dalvík, s. 466 1052. Tvö snjóflóð féllu úr hlíðinni ofan við bæinn Birkihlíð 1 Hálshreppi hreppi um helgina olli miklum skemmdum á trjágróðri en eins og sést á myndinni féll það nokkuð frá íbúðar- og útihúsum. Tungan á flóðinu í Króklækjargili stefndi hins vegar á bæinn. Fjölskyldan bregður búi TVÖ snjóflóð hafa fallið úr hlíðinni ofan við bæinn Birkihlíð í Háls- hreppi í S-Þingeyjarsýslu síðustu daga en eingöngu valdið skemmd; um á trjágróðri að þessu sinni. I janúar sl. varð milljónatjón er snjó- flóð féll úr hlíðinni ofan við Birki- hlíð. Ekki urðu slys á fólki en mikl- ar skemmdir á búvélum, auk þess sem skemma er varð fyrir snjóflóð- inu eyðilagðist. Þá hafnaði jaðar snjóflóðsins á íbúðarhúsinu en olli ekki teljandi skemmdum. Eftir hamfarirnar í janúar flutti Friðrik Steingrímsson, bóndi í Birkihlíð, og fjölskylda hans í burtu og fékk inni í húsnæði sem Ljósa- vatnshreppur á við Stórutjarna- skóla. Búfénaðurinn, sauðfé og kálfar, er hins vegar ennþá á jörð- inni. „Við stöndum ekki í frekari búskap hér og ég reikna með að hætta í kringum sláturtíðina í haust,“ sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist ekki vita hvað tæki við hjá sér en átti ekki von á því að halda áfram í bú- skap. Friðrik hafði þó ekki áhyggj- ur af því að standa frammi fyrir at- vinnuleysi. Einhver breyting orðið Friðrik sagði að það yrði að taka því að þessi staður hentaði ekki lengur fyrir búskap. „Það hefur einhver breyting orðið sem verður til þess að þetta er ekki nothæft lengur.“ Hann sagði að fyrra flóðið nú hefði fallið aðfaranótt sl. laugai'- dags úr svokölluðu Merkigili en seinna flóðið féll á mánudagsmorg- un úr Króklækjargili. Flóðin féllu nokkuð frá húsunum í Birkihlíð en Friðrik sagði að tungan á flóðinu úr Ki'óklækjargili hefði stefnt á bæinn og því eins gott að það var ekki stærra og kröftugra. Hálshreppur hefur óskað eftii' því að Ofanflóðasjóður styrki kaup á jörðinni Birkihlíð og hefur verið rætt um 10 milljónir króna í því sambandi. Friðrik sagði ekki ljóst á þessari stundu hvort af kaupunum yrði en það myndi skýrast um næstu mánaðamót. r Til sölu eða leigu 120 fermetra húsnæði Tilvalið fyrir skrifstofu — læknastofur — verslun — tannlækna. Áhugasamir sendi nafn og síma ípósthólf447, 602 Akureyri. « Háskólinn á Akureyri Opinn fyrirlestur HAFRÉTTUR 0G LANDHELGI Fyrirlestrar um þróun alþjóöaréttar um fiskveiöar á höfunum, bæöi í sögulegu samhengi og frá hagfræöilegu sjónarmiöi. Hvert stefnir? Fyrirlesarar: Jón Þ. Þór sagnfræðingur og Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur Tími: Föstudagur 23. apríl kl. 16.30. Staður: Háskólinn á Akureyri, Þingvallastræti, stofa 14. Fyrirlesturinn er öllum opinn. hAskúunim Á AKUREYBI Póstsendum um allt land

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.