Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 57 Gunnfríður Dagmar Guð- jónsdóttir fæddist í Reykjavík 6. desem- ber 1918. Hún lést á Sjúkraliúsi Akra- ness 14. aprfl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Málhildur Þórðar- dóttir frá Ormskoti í Fljótshlíð, f. 29.1. 1881, d. 25.3. 1937, og Guðjón Jónsson frá Gestshúsum á Seltjarnarnesi, f. 5.4. 1868, d. 6.1. 1946. Búskapartíð sína alla áttu þau heimili í Reykjavík. Gunn- fríður var næstyngst systkina sinna og er nú aðeins eitt þeirra á lífi, Sigríður, sem býr í Reykjavík. Auk Gunnfríðar voru systkinin þessi: Lilja f. 11.12. 1892, d. 8.8. 1973, Anna Vídalín, f. 23.9. 1905, d. 2.10. 1975, Jón, f. 9.9. 1907, d. 29.5. 1972, Sigurður Jón, d. 2.7. 1911 um eins og liálfs árs gamall, Sigríður, f. 1.7. 1911, Sigur- björn, f. 14.7. 1914, d. 25.6. 1964, Svavar f. 22.5. 1917, d. 24.11. 1973, Angan- týr, f. 22.5. 1917, d. 6.8. 1961, og Sigríður Halldóra, f. 18.7. 1921, d. 7.4. 1987. Tvö þau elstu voru hálfsystkini hinna, Lilja af föður og Anna Vídalín af móð- ur, en þau ólust öll upp saman sem einn systkinahópur. Gunnfríður giftist ár- ið 1941 Trausta Kristinssyni, f. 8.1. 1921, vörubifreiðar- stjóra, syni Kristins Steinars Jónssonar, f. 23.9. 1889, d. 20.10. 1965, og eiginkonu hans, Margrétar Magnúsdóttur, f. 30.11. 1883, d. 27.6. 1961. Gunn- fríður og Trausti áttu heimili sitt hjá foreldrum Trausta til ársins 1947 er þau fluttu í eigið hús, sem þau reistu á Langholtsvegi 12. Þar bjó Gunnfríður áfram eftir sambúðarslit, þar til hún fluttist upp á Akranes. Dóttir þeirra er Málhildur Sigríður, f. 15. mars 1942, þjónustufulltrúi við Lands- bankann á Akranesi, gift Guð- mundi Vésteinssyni, f. 4. okt. 1941, deildarstjóri almanna- tryggingaumboðs hjá sýslu- manni á Akranesi. Þau eiga eina dóttur, Hildigunni, f. 23. aprfl 1967, kennara við Granda- skóla í Reykjavík. Var hún í sambúð með Gunnari Mýrdal Einarssyni lækni, f. 11. aprfl 1964, og eiga þau saman tvær dætur, Huldu Mýrdal, f. 8.2. 1989, og Dagmar Mýrdal, f. 28.6. 1990. Að loknu námi við Ingimars- skólann fór Gunnfríður að stunda ýmis störf, m.a. við verslun þar til hún stofnaði eig- ið heimili. Fór hún á ný að starfa utan heimilis eftir skiln- að og hóf þá fljótlega störf hjá Klæðaverslun Andrésar Andréssonar á Laugavegi 3. Gegndi Gunnfríður þar störfum verslunarstjóra í kvenfatadeild um árabil. Skömmu fyrir 1970 fluttist Gunnfríður til dóttur sinnar, sem þá hafði sest að á Akra- nesi. Atti Gunnfríður síðan sitt eigið heimili á Skarðsbraut 19 þar í bæ allt þar til hún fluttist á Dvalarheimilið Höfða hinn 17. október 1997 og átti þar heima til dauðadags. Síðustu árin bjó Gunnfríður við svo skerta starfsorku, að hún mátti ekki stunda störf á vinnumarkaði. Útför Gunnfríðar fer fram frá Akraneskirkju á morgun, föstudaginn 23. aprfl, og hefst athöfnin klukkan 14. GUNNFRIÐUR DAGMAR GUÐJÓNSDÓTTIR Við andlát Gunnfríðar, tengda- móður minnar, vil ég minnast henn- ar með nokkrum hætti. Gunnfríður lifði um margt sérstæðu lífi. Hún var borgardóttir, dæmigerður full- trúi nútímakvenna og í æðum henn- ar rann ríkulega jafnréttis- og kven- frelsisblóð. Hún var komin af frem- ur efnalitlum foreldrum, sem sest höfðu að í Reykjavík í byrjun aldar- innar og eignast stóran barnahóp. Gunnfríður var í heiminn borin á sögulegum tíma, erfiðleika og átaka hérlendis sem erlendis og svo var einnig meðan hún var að vaxa úr gi'asi. Gunnfríður minntist þó oft með ánægju uppvaxtarára sinna í Reykjavík og þeirra umbrota, sem snertu afkomu og líf venjulegs dag- launafólks oft tilfinnanlega. Systk- inahópurinn hennar var samhentur, tápmikill og lét ekki deigap síga við að sjá sér farborða og létta undii' með foreldrunum. Einkum minntist Gunnfríður móður sinnar, Málhild- ar, þegar hún rifjaði upp fyrri tíð í heimahúsum. Dugnaður hennar og kærleikur lék Gunnfríði títt á tungu. Gunnfríður var nokkuð innan við tvítugt er hún missti móður sína. Er ég tengdist fjölskyldu eigin- konu minnar á sjöunda áratugnum varð ég þess fljótt áskynja hve náin vinátta og samgangur var með systkinum tengdamóðui' minnar og lagði Gunnfríður þar mikið af mörk- um. Þótt þau væru þá orðin fulltíða fólk mátti vel greina þann trausta grunn tryggðar frá fyrri tíð, sem þetta var reist á. Samstaða, réttlæt- iskennd og baráttuvilji var einkenni þeirra og bar Gunnfríður það svip- mót allt sitt líf. Foreldrar Gunnfríðar og systkini tóku virkan þátt í félagsmálum og mörg hver í verkalýðs- og stjórn- málabaráttu, svo sem afkomendur þeirra ýmsir hafa einnig gert. Er í því efni skemmst að geta, að Pétur Pétursson, fyrrum útvarpsþulur, hefur nýlega birt sögulegar heimild- ir um þátttöku þeirra á þessu sviði og sérlega athyglisverðan hlut Guð- jóns i aðdraganda fyrstu kröfu- göngu 1. maí í Reykjavík. Svo og greint frá annarri forgöngu hans í árdaga verkalýðsbaráttu hér á landi. Áður hafði Pétur m.a. skrifað eftii-minnilega grein um einn bræðr- anna, Svavar, sem var um margt sérstæður maður. Vil ég láta þess getið hér, að fyrir mig var einstakt að hlýða á glöggar lýsingar Svavars af átökum innan verkalýðshreyfing- arinnar á fyrri tíð. En með þessu framlagi hefur Pétur brugðið upp skýrri mynd af þeirri fórnfýsi og samstöðu, sem var svo sterkt ein- kenni í fari fjölskyldu Gunnfríðar. Slíkt veganesti hefur áreiðanlega reynst þeim öllum betra en margt annað á lífsleiðinni. Gunnfríður átti sín glaðværu æskuár í Reykjavík þeirra tíma. Þau vináttubönd, sem þá voru bund- in, héldu til lokadægurs. Hún kynntist þá æskuvinkonu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur (Rúnu), og fleiri vinkonum, og hún hélt ætíð órjúfanlegri tryggð við þær og fjöl- skyldur þeirra. Vinir hennar, frænkur og frændur nutu þessa eig- inleika hennar ríkulega, enda fylgd- ist hún vel með þeim öllum. Álltaf tilbúin að liðsinna og hughreysta á einhvern hátt. Viljastyrkurinn, út- sjónarsemin og áræðið, sem hún átti svo mikið af, naut sín þar best. Þegar við Málhildur, dóttir henn- ar, urðum á vegi hvort annars tók hún mér strax alúðlega á heimili sínu á Langholtsvegi 12. Enda naut hún þess þess alltaf að blanda geði við ungt fólk og taka á móti hópum af kunningjum og skólafélögum dóttur sinnar og var þar oft glatt á hjalla, eins og ég fékk sjálfur að kynnast og var hún sjálf þá hrókur alls fagnaðar. Heimili hennar var hlýlegt, smekklega úr garði gert og snyi'timennska í hávegum höfð. Og heimilishald hennar var allt með einstökum myndarbrag. Á neðri hæðinni bjó fjölskylda Jóns bróður hennar og var sem ein samhent fjöl- skylda væri í öllu húsinu. Jón var einstakur öðlingur, áhugamaður um knattspyimu í Fram um langt skeið. Vegna sérstakra aðstæðna tók Gunnfríður fjölskyldu einnar systur sinnar á heimilið um tíma. í næsta nágrenni í Kleppsholtinu bjuggu önnur systkini, m.a. Sigríður, sem ein er eftirlifandi og hefur búið á Hjallavegi 60 um árabil. Samband þeirra Gunnfríðar og dætra þeirra hefur ávallt verið afar einlægt. Þegar ég kynntist dóttur hennar átti Gunnfríður að baki mai’gvíslega erfiðleika. Rétt innan við þrítugt vann hún bug á alvarlegu krabba- meini, hálffertug gekk hún í gegn- um sambúðarslit og var einstæð móðir upp frá því. Bræður hennar tveir féllu frá á besta aldri og eink- um var fyrsta höggið þar þungt er Angantýr lést fyrstur systkinanna aðeins 44 ái'a að aldri. Um þetta leyti má raunar segja að sól hennar hafi verið farin að skína í hádegis- stað. Málhildur dóttir hennar hafði útskrifast frá Verslunarskólanum og var farin að starfa í aðalbókhaldi Landsbanka Islands. Sjálf hafði hún nokkru eftir skilnað ráðist til starfa hjá Klæðaverslun Andrésar Andréssonar á Laugavegi 3, sem var umsvifamikið og virt fyrirtæki á sínu sviði með fjölmargt starfsfólk í sinni þjónustu. Þar gerðist hún verslunarstjóri kvenfatadeildar og gekk þar til verka af miklum dugn- aði, hugkvæmni og smekkvísi. Hún ávann sér bæði traust fjölmargra viðskiptavina og eigenda. Hnýttust einnig innileg vináttu- og kærleiks- bönd við fjölskyldu Andrésar. Eftir skilnað hélt Gunnfríður áfram tryggu vináttusambandi við fyrri tengdaforeldra á Laufásvegi 50 meðan þeim entist aldur. Og þeg- ar við Málhildur dóttir hennar stofnuðum til hjúskapar og barna- barn hennar kom í heiminn naut hún þess í hvívetna. Hafði hún ein- staka unun af því að létta undir með okkur á allan hátt, enda var sam- band þeirra mæðgna mjög kært og náið alla tíð. Til þess dró að hún flutti sig um set og færði sig til okk- ar á Akranesi og síðar eignaðist hún sína íbúð að Skarðsbraut 19 þar sem hún átti heimili lengst af upp frá því. Líf hennar tók aðra stefnu en verið hafði í Reykjavík og hún eignaðist smám saman sína kunn- ingja og nýja vini á Skaganum. En víkina milli vina hennar í Reykjavík reyndi hún að brúa eftir bestu getu. Hjálpsemi hennar var mikil við dótturdótturina og þegar langömmubörnin komu í heiminn gekk hún í endurnýjun lífdaganna. En kraftarnir fóru þverrandi, m.a. vegna áfalls skömmu eftir flutning- inn upp á Akranes, sem skerti starfsorku hennar verulega. En hún barðist áfram og gafst ekki upp. Sumarið 1997 varð hún fyrir því að lærbrotna illa og varð að dvelja á sjúkrahúsi í nokkra mánuði, en henni tókast að rétta sig við á ný og varð rólfær með sömu einbeitni og viljastyi’k sem fyrr. Hlotnaðist henni þá vist á Dvalarheimilinu Höfða um haustið og átti hún þar heimili það sem hún átti ólifað. Varð þetta henni einstaklega ánægjuleg- ur unaðstími, sem varð því miður of stuttur eða aðeins 17 mánuðir. Gunnfríður var ávallt ung í anda og leyndi sér ekki, að þessi staður átti vel við hana. Gunnfríður bland- aði geði við annað vistfólk og naut ánægjulegrar samveru við það sam- fara einstakri aðhlynningu og við- kynningu við starfsfólkið, sem hún dáði og virti. Er hún fagnaði 80 ára afmæli sínu Ijómaði hún af ham- ingju með lífið og tilveruna. Skjótt skipast veður í lofti. Inn- vortismeinsemd gerði vart við sig og hún fékk þann dóm, að ekki mætti sköpum renna. Gunnfríður tók þeim tíðindum með óbifanlegi'i stillingu og reisn. Eftir tæplega mánaðarlegu á Sjúkrahúsi Akra- ness þar sem vel fór um hana fékk hún hægt andlát í svefni. Það var vorhret á glugga er Gunnfríður kvaddi, eins og oft hafði borið við í lífí hennar og skammt var til þess að lyki vetri sérhvers vinnandi manns, svo vitnað sé til skáldsins kunna, sem fætt var á þeim degi, sem útför hennar mun fara fram. Sumarið verður gengið í garð og „þrösturinn minn góði“ mun kveða kvæðin sín í sumarkomunni og vorylnum er útför hennar fer fram, en hnípinn hefur hann verið og hljóður í voi-kulda síðustu daga. Gunnfríður kaus sjálf að kveðja frá Aki'aneskirkju, en eiga legstað á æskuslóðum sínum. Hinsta hvíla hennar verður í Fossvogskirkju- garði, þar sem „vorboðinn ljúfí, fuglinn trúr“, mun syngja fyrir hana í drottins ást og friði. Undir- ritaður á Gunnfríði meh’a upp að unna en tjáð verði með fleiri orðum og þakkar henni því samfylgdina. Biður þann hæsta sem öllu ræður að blessa minningu hennar. Guðmundur Vésteinsson. Það er ski'ítið þetta líf. Á morgun 23. apríl á afmælisdaginn minn kveð ég elsku ömmu Gunnu. Hún var alltaf kölluð amma Gunna af öllum þó svo að ég væri hennar eina barna- barn og hún væri bara amma mín. Hún var amma svo margra vina minna sem öllum þótti mjög vænt um hana. Það vai’ fyrir 32 árum þegar ég fæddist að amma Gunna kom á Akranes að skoða nýfæddu stelpuna. Nokkrum mánuðum síðar varð hún fyrir slysi, sem hafði þau áhrif m.a. að hún fór aldrei af Akranesi. Öll mín uppvaxtai'ár bjó hún hjá okkur, fyrst á Brekkubrautinni og svo á Furugi-und. Þannig að í raun átti ég tvær mömmur. Hún amma Gunna hugsaði mjög vel um mig en stundum þannig að mér þótti nóg um. Hún var mjög ákveðin kona og stundum ströng. Þegar ég kom heim úr skólanum beið amma alltaf með hressingu handa okkur vinkonunum, Irisi, Þóru og Magneu og öllum vinum mínum, einkum Helga Grétari, uppá- haldsvininum. En fyrst urðum við að borða rúgbrauð með osti, áður en við fengum kökur og kex. Þessi stjórn- semi ömmu fór oft í taugarnar á mér og stundum hugsaði ég hvað það væri nú ljúft að koma heim úr skól- anum og geta borðað það sem maður vildi. En í dag sé ég að þetta voru al- gjör forréttindi að hafa ömmu alltaf heima. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp minningarnar um ömmu þá sé ég ennþá skýrar hve mikið ömmu þótti vænt um mig. Hún gerði allt fyrir mig, mín velferð skipti hana öllu máli. Við vorum mikið saman og þær voru ófáar ferðirnar með Aki-a- borginni sem við fórum til Reykja- víkur. Við heimsóttum vini hennai' og ættingja. Fórum á Hjallaveginn til Siggu systur hennar og alltaf var farið til Kötlu og borðað en hún rak matsölustað í Austurstrætinu. Oft voru keypt á mig fót og einnig man ég eftir viðkomu í Frímerkjabúðinni. Þessar Reykjavíkurferðir ömmu gleymast aldrei og eru mjög dýr- mætai' í minningunni. Reykjavík togaði mikið í ömmu og þai' leið henni vel. Þessar minningar eiga eftir að ylja mér um hjartaræturnar um ókomna framtíð. Árin liðu. Ég kynntist Gunnai’i og við hefjum sambúð í Reykjavík og eignumst tvær dætur, Huldu og Dagmar, með stuttu millibili. Amma dáði og dýrkaði stelpurnar okkar sem núna eru níu og tíu ára gamlar og sérstaklega þótti henni vænt um að Dagmar var skírð í höfuðið á henni. Þegai' þær fæðast er amma rúm- lega 70 ára gömul. Aftur hefjast Reykjavíkurferðir ömmu Gunnu og nú til að heimsækja langömmustelp- urnar sínar. Amma kom oft í bæinn og bjargaði málunum, passaði og hjálpaði méi’ því oft var erfitt að vera ein í Reykjavík með tvö lítil börn og Gunnar í erfíðu námi. Hvað hún gat setið og púslað og kubbað og litað með þeim og þolin- mæðin sem hún hafði. Þær voru hennar gimsteinar og hún geislaði af gleði þegar hún var með þeim. Alltaf var hún að hugsa um að þær fengju hollan mat, hún skar niður epli, brauðið með kæfunni, kom með fiskibollur að ógleymdu skyrinu sem hún lét óspart upp í Dagmar þegar hún var lystarlaus. Allt gerði hún fyrir okkur. Þegar illa stóð á rétti hún alltaf hjálparhönd því það skipti hana miklu máli að Gunnar gæti klárað læknisfræðina, sem og tókst. Það er skritið að sitja hér og skrifa þessi minningarorð um ömmu Gunnu, ég hélt alltaf að hún yrði að minnsta kosti 100 ára. Þetta er skrít- ið líf og oft óréttlátt. Hún varð 80 ára gömul og þá gladdist hún mikið. Ég á eftir að sakna ömmu óskap- lega mikið. Hún var myndarleg kona, tignarleg, gáfuð og yfírveguð. Hún var hetjan i lífí okkar litlu fjöl- skyldu og missir mömmu og pabba er mikill. Síðastliðna 17 mánuði bjó amma á dvalarheimilinu á Höfða á Akranesi. Þar var hún ánægð og leið vel í litlu notalegu íbúðinni sinni. Ég vildi að við hefðum fengið að hafa hana lengur þannig að Hulda og Dagmar hefðu fengið að njóta henn- ar tilsagnar og samvistar við hana lengur, en ég veit að hún vakir yfir okkur. Góði guð, gefðu okkur styrk. Ég kveð þig, elsku amma, með ást og virðingu og þessum orðum úr Spá- manninum sem eiga vel við viðhorf þitt til lífsins, að mér finnst: „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerh’ þig glaðan. Þegar þú ert sorg- rnæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Guð geymi þig. Þín Hildigunnur. Langamma Gunna er dáin. Eftir skamma sjúkdómslegu lést hún á Sjúkrahúsi Ákraness. Gunnfríði kynntist ég fyrir tæpum 16 árum á Akranesi, og sá maður strax að þarna var sterkur persónu- leiki sem hafði sínar skoðanir á því hvernig samferðarmenn hennar skyldu breyta, en meiningin var góð. Mér reyndist hún einstaklega vel á námsárum mínum í Reykjavík, en alltaf var hún tilbúin að rétta hjálp- arhönd. Sérstaklega er mér minnis- stætt þegar hún kom til að líta eftir langömmustelpunum sínum, Huldu og Dagmai’. Tók sér ferð með Akra- borginni í hvemig veðri sem vai' og hafði alltaf eitthvað af hollum mat með sér. Stelpurnar undruðu sig á þessu, hvort langamma vissi ekki að nóg væri nú af matarbúðum í Reykjavík. „Veistu ekki, langamma, að það er líka til skyi' í Reykjavík?" Ég þakka þér Gunnfríður fyrir góð kynni og allt það góða sem þú lést af þér leiða. Samúðarkveðju sendi ég fjöl- skyldu þinni. Gunnar Mýrdal. Elsku besta langamma Gunna. Þú varst alltaf góð við okkur og okkur þótti mjög vænt um þig. Þú komst oft að heimsækja okkur þeg- ar við vorum litlar og alltaf varstu að hugsa um að við fengjum hollan mat svo við yrðum stórar og sterk- ar. Okkur langaði að þú yrðir lengur hjá okkur en svona er lífíð. Við vitum að þér líður vel hjá Guði. Þínar langömmustelpur Hulda Mýrdal, Dagmar Mýrdal. Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.