Morgunblaðið - 22.04.1999, Page 38

Morgunblaðið - 22.04.1999, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónlistin er tímavól Píanóleikarinn Graham Johnson leikur með Finni Bjarnasyni á tónleikum í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs á föstudagskvöld og daginn eftir heldur hann námskeið fyrir söngvara og píanóleikara um flutning sönglaga. Freysteinn Jóhannsson hitti Graham John- 7 son í London og spjallaði við hann fyrir Islandsferðina. Graham Johnson Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson AÐ fyrsta sem vekur athygli í fari Grahams Johnsons er látleysið, einhver fínleg hæverska, sem þó er alls ekki frá- hrindandi, heldur vingjamleg og beinlínis hlý. Þannig vinnur hann á viðtalið á enda. En það er tvennt ólíkt, þegar hann talai’ um sjálfan sig eða tónlistina. Hann er á varð- bergi með sjálfan sig, en þegar talið snýst um tónlist, lifnai’ hann allur, röddin verður hiklaus og hendumar allt að því franskar. Sjálfan sig sér hann niður á gólfi eða út um glugg- ann. En með tónlistinni lítur hann upp; þá hoi-fir hann á mig - ömggur með sjálfan sig í skjóli hennar. Og hann er ekki bara tónlistarmaður, heldur er hann tvöfaldur í roðinu og reyndar þrefaldur, því hann er líka rithöfundur og kennari. Hann er maður, sem upplifír tónlistina - ekki bara sem tónlist, heldur líka sem bókmenntir. Það er hann sem sezt niður við píanóið og leikur mannkynssöguna af fingram fram. Hann var á leið til Afríku, þegar ég hafði samband við hann fyrir páska. Og nú þegar við tölum sam- an á heimili hans í London, er hann á leið til Islands. „Ég er fæddur í Zimbabwe 1950,“ segir hann. „Fór þaðan 1967, en reyni að fai-a þangað eins oft og ég get til að heimsækja ættingjana, móður mína. að vildi svo til, að það átti að halda tónlistarhátíð í heima- bæ mínum einmitt þá daga, sem ég ætlaði að dvelja þar. Og þá sagði mín góða vinkona, Felicity Lott: Af hveiju kem ég bara ekki með og við höldum tónleika, svo fólkið þitt fái séð, hvað það er sem þú gerir. Þetta gerðum við. Og ég spilaði í heimabæ mínum í fyrsta skipti í 30 ár.“ Það færist viðkvæmt bros yfir varir hans. Þetta hefur verið meira en venjuleg heimferð hjá honum. Hvað ætli hann sé búinn að spila í mörgum löndum? Öragglega alls staðar! Nema heima hjá sér og heima hjá mér. Nú er hans heima- bær kominn á kortið. Og um helg- ina Island. Ég spyr hann um Schubert-út- gáfuna; heildarútgáfu á söngvum Schuberts, þar sem hann leikur með ýmsum söngvuram. Það era komnar 32 geislaplötur og 5 eftir, en talsvert af þeirri tónlist er komið í hús. „Ég sé fyrir endann á Sehubert," segir hann. Lítur svo upp. „Það er öðram þræði mikill léttir, en um leið dálítið dapurlegt. Þetta er búið að vera svo stór hluti af lífinu." Svo bætir hann við eftir stutta þögn: „En svo finn ég sterkt til þess, að mig langar að byrja upp á nýtt! Nú fyrst finnst mér ég skilja þessi verk og veit ég get gert betur.“ Hann hlær við og lítur til mín, eins og til þess að fullvissa sig um að ég sé ekki opinmynntur af undran. En ég læt ekki á neinu bera. Fer bara að tala um skrif hans um söngva Schuberts, en Johnson semur sjálf- ur allan texta í plötubæklingunum og hefur hlotið mikið lof fvrir, eins og leikinn. „Já, það er árátta hjá mér að skrifa líka,“ segir hann. „Ég veit að flestir láta aðra um þessi skrif. En ég vil annast þau sjálfur. Það er kennarinn í mér, sem heimtar það. Mér finnst nefnilega ekki nóg, að hlusta á tónlist. Ég vil að hún mennti fólk í leiðinni. Tónlist er ekki bara ljóð og lag. Ég verð að fá um- hverfið líka, verð að vita eitthvað um höfundana og þeirra tíma, þeirra þjóðfélög, þeiraa aðstæður. Tónlistin er mannkynssaga. Hún lýsir okkur upp liðinn tíma. Tónlist- in er tímavél. Auðvitað er allt í lagi, að fólk bara hlusti og dæsi svo af vellíðan. Tón- list á að láta fólki líða vel. En það er svo miklu verðmætara, að vita eitt- hvað um höfund lagsins, höfund textans, upp úr hvaða jarðvegi þessi tónlist er sprottin. Það er menntun- in. Þessi skrif taka óhemju mikinn tíma. Mér hefur stundum dottið í hug, að láta aðra um þau. En gallinn er bara sá, að ég treysti engum bet- ur en sjálfum mér. Ég hef það líka framyfir marga aðra, að ég hef haft þessa hluti í puttunum, ég spila lög- in og ég veit, hvemig á að syngja ljóð og lag. Og svo fínnst mér bara svo gaman að grúska og festa hlut- ina niður á blað.“ Menn er löngu famir að tala um bók. Já. Ég vona að það verði bók úr þessu, þegar allar plötumar era komnar út,“ segir Johnson. „Reyndar ekki ein bók, þetta verða þijú bindi. Ég er búinn að skrifa fleiri en milljón orð. Menn hafa líka nefnt geisladisk. Ég viðurkenni tæknilega kosti hans. En ég vil hafa bók milli handanna. Ég er ástríðu- maður á bækur. Ég safna þeim.“ Og það þarf ekki að leita að bók- um á heimili Grahams Johnsons. Þær era við höndina. Heilu veggirn- ir. Tölva og annar búnaðm- á borði benda líka til þess, að hann kunni að notfæra sér tæknina, þegar hann kýs. n Schubert er ekki sá eini, sem Graham Johnson vinnur að. Hann er kominn á kaf í Schumann líka. Þrjár geislaplötur era komnar út, en hann segist telja þær verða 15 eða 16, þegar allt er talið. Og eins og áður lætur hann sér ekki nægja að spila. Hann skrif- ar líka. Hann sýnir mér handritið. Þetta verður greinilega bók í fyll- ingu tímans. Og eins og þetta sé ekki nóg! Nei Graham Johnson er líka að vinna við útgáfu á frönskum sönglögum. Og hann dregur fram þriðja handritabunkann; bók, þar sem hann leiðir lesendur sína um heim franska sönglagsins gegn um verk 160 listamanna. Það er dálítið sérstakt að sjá, hvemig Graham Johnson handleikur handritin sín. Hann fer um þau varfæmum hönd- um, jafnar þau og í augun kemur stoltm- glampi. En af hverju er Graham Johnson svona bergnuminn af sönglaginu? Hann hoi-fii- lengi út um glugg- ann og svo sýpur hann hugsi á teinu, áður en svarið kemur: „Heima var ég auðvitað vanur að spOa einn,“ segir hann svo. „En þegar ég kom í Royal Academy, þá kynntist ég því að leika með öðram. Það var selló og píanó, það var fiðla og píanó. Ég man að ég lét mig dreyma um píanótríó. En svo einn góðan veðurdag bað skólasystir mín mig um að leika undir hjá sér og ég sagði bara: Ekk- ert mál! Og það gerðist eitthvað. Þegar ég heyrði Ach kleine dinge - ég vissi í lok lagsins, að þetta vildi ég gera að mínu ævistarfi. Ég var búinn að finna minn stað í lífinu." amvinna þeirra Felicity Lott er rómuð. „Við eram vinir,“ segir hann blátt áfram. Sú vin- átta hefur gengið allar götur frá skólaáranum. Var það kannski hún, sem bað hann að leika með sér og leiddi hann til ljóðasöngsins? „Nei,“ segir hann. „En það hefði svo vel getað verið hún! En, nei. Það var skólasystir okkar. Ég held nú reyndar að hún hafi ekki sungið mikið eftii- þetta!“ En hefur tryggt sér sess í tónlist- arsögunni. Graham Johnson hoifir hissa á mig. Hann skilur ekki. Og ég þarf að útskýra fyrir honum, að ég hafi verið að vísa til hans eigin frægðar. Þá verður hann eins og feiminn. Missir eiginlega þráðinn og fer allur hjá sér. Það er te. „Svo fann ég, að ljóðasöngurinn er ekki bara tónlist, heldur líka bók- menntir," heldur hann áfram. „Þú verður að skynja þetta hvort tveggja til þess að njóta söngsins sem bezt. Og svo finnst mér söngv- arar svo skemmtilegir. Þeir era miklu skemmtilegri en hljóðfæra- leikarar, miklu opnari. Söngvarar hafa svo oft lokið einhverju öðra námi, áður en þeir fara í sönginn. En fiðluleikarinn, sem er búinn að vera við fiðluna frá bamsaldri, hann á engan heim, þegar fiðluboganum sleppir. En söngvarar era lífsglaðir. Þeir vita svo margt um vín og mat. Allt sem ég veit um vín og mat hef ég frá söngvuram." „Já. Við eram búin að halda sam- an í tónlistinni í 26 ár,“ segir hann. „Ég man enn, þegar við hittumst fyrst. Um leið og hún hóf upp rödd- ina, þá kviknaði einhver neisti. Og það logar enn á milli okkar. Samstaif söngvara og undirleik- ara er auðvitað eins konar ást. En þeir þurfa alls ekki að vera nánir vinir og hreint ekki elskendur! Ég man eftir hjónum, sem komu á námskeið til mín. Konan söng og hann lék undir. Það var hrein hörm- ung að hlusta á þau. Svo ég settist við píanóið og þá gekk allt miklu betur. Hvernig stendur á þessu? spurði maðurinn öldungis hlessa. Ég á að vera betri meðleikari henn- ar en þú. Ég nauðaþekki þessi konu. Ég elska hana! g það má hafa verið rétt. En undirleikurinn krefst kunn- áttu, leikni og fagmennsku. Það hjálpai' ekkert að elska söng- konuna. Þú verður að elska tónlist- ina, skilja hana fram í fingurgóma og gefa henni allt, sem þú átt. Hér áður fyrr þótti ófínt að spila með söngvuram. Píanóleikarar litu eiginlega niður á undirleikinn og þess vegna má heita, að Gerald Moore hafi verið einn um hituna. En nú hefur þetta breytzt. Nú vilja allir spila undir. En það er tvennt ólíkt að spila eða spila með. Margir píanóleikarar kunna að spila, en þeir hafa ekki nennt að setja sig inn í heim ljóðs eða lags; eða bara hvernig á að syngja. Þess vegna kunna þeir ekki að spila með. Þeir era hörmulegir undir- leikararar. Stundum koma söngvarar til mín og segja: Ég ætla að halda tónleika og hann ... ætlar að spila undir hjá mér. Er ég ekld heppinn? Þá flýgm- mér í hug maður, sem á að fara í að- gerð á hné síðdegis og aðalheila- skurðlæknirinn ætlar að skera. Ég vona bara að hnéð á þér lifi aðgerð- ina af, segi ég.“ Og Johnson er sjáanlega skemmt yfir þessu tilsvari sínu. Hann hlær oní sér, en verður svo alvarlegui' á ný- , „Ég er ekki að upphefja sjálfan mig á kostnað annarra," segii' hann svo og lítur afsakandi til mín. „Ég er bara að segja það sem ég veit satt og rétt. Fúsk er eitur í mínum beinum.“ n Graham Johnson er ekld bara að leika inn á geislaplöt- m- og skrifa. Hann kemur líka fram á tónleikum; milli þess, sem við spjöllum saman og hann leikur með Finni heima, halda þau Felicity Lott tónleika í Wigmore Hall, þar sem þau segja söguna af Clöra Wieek og Robert Schumann. Hann er maður- inn á bak við tónleikaröðina The Songmakei's almanac, sem hófst 1976 og nú hafa verið haldnir um 200 tónleikar. Einn veggurinn, þar sem við sitjum, er þakinn innrömm- uðum auglýsingum frá tónleikum í þessari röð, sem vemduð er af Di- etrich Fischer Dieskau, Gerald Moore og Eric Sams. Svo er hann prófessor í undirleik við Guildhall- skólann og Royal Academy. „Ég hef unun af að kenna,“ segir hann. „Það er ómissandi hluti tónlistarstarfs míns.“ En hvemig kemst hann yfir þetta allt? „Einhvem veginn tekst mér það,“ segir hann lágt. „Ég reyni að skipta þessu svolítið niður. En þetta er mikið álag. Og ég er mikið einn. Ég er dæmigerður krabbi, kann bezt við mig heima og í raun og vera er ég alltaf á leiðinni heim. Ég á bai'a einn, tvo góða vini, ekkert fé- lagslíf. En þetta er mitt líf. að er synd að segja það, en ég get ekki sagt að ég njóti Lundúnalífsins. Ég myndi ör- ugglega vera svona, hvar sem er Ég ferðast mikið í sambandi við tónleikahaldið. Ég hef skoðað 11601 listsýningar á lausri stund í erlend- um boi'gum en nokkurn tíma hér í London. En nú er ég hættur því líka. Ferðatölvan er komin í farangurinn. Þegar við voram í Afrfku á dögun- um og hinir fóra út að skoða fíla, þá settist ég niður með ferðatölvuna og vann. Ég meina, ég á svo margt ógert. Og ég er búinn að sjá alla þá fíla, sem ég þarf að sjá.“ „Mér fellur ákaflega vel við minn heim. Og ég er sáttur við mitt líf. Ég myndi ekki vilja haga því öðra vísi. Ekld breyta einni einustu nótu! Það eina er, að ég er farinn að finna aldurinn færast yfir mig. Ég sé söngvara, sem vora ungir með mér, hverfa út af sviðinu. Auðvitað verða það mín örlög líka. Það kem- ur að þeim degi, að ég sezt niður og mér finnst ágætt að sitja bara og gera ekki neitt. En þessi dagur er ekki í dag. Og ekki á morgun. Og á fimmtudaginn er ég farinn til Is- lands.“ efur undirleikarann aldrei langað til að vera söngvaiinn á sviðinu? „Nei,“ segir hann ákveðinn. „Ég veit, að mai'gh' píanóleikarar ala með sér söngvara- drauminn. En ekki ég. Upp á æra og trá. Mig hefur aldrei langað í annað líf en mitt eigið. Að vera und- irleikari - það er mér eðlilegasta tjáningin í tónlistinni. Ég valdi ekki undirleikinn vegna þess að ég hefði ekki getað orðið frambærilegur ein- leikari. Ég valdi hann vegna þess að þetta var það sem mig langaði mest af öllu til þess að gera. Söngvarinn og meðleikarinn. Við eram eins og stjómmálamaðurinn og embættismaðurinn. I hvert sinn sem einhver forsætisráðherra stendur upp og segii' eitthvað, þá hefur einhver annar undirbúið orð hans, einhver sem hefur lagt orð í belg og leiðbeint. Þannig er ég. Þeg- ar ég sit við píanóið og finn að ég laða það bezta fram í söngvaranum, þá líður mér vel. Látum hann hafa háskann af sviðsbráninni og áheyr- endunum. Ég geng mína götu innar. Það er einmitt þannig, sem ég vil hafa það.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.