Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 84
84 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Glæsilegt barna- og unglinga- skákmót í dag SKÁK Hellisheimilið, Þönglabakka 1 SKÁK í HREINU LOFTI 22. aprfl EITT glæsllegasta bama- og ung- lingaskákmót ársins verður haldið í dag, sumardaginn fyrsta. Mótið er öllum opið. Verðlaun í mótinu eru ald- ursflokkaskipt og afar vegleg, m.a. ferðir í Disney-garðinn í París. Þá er stefnt að því að sigurvegararnir í elsta flokki tefli einvígi í beinni út- sendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. íslenska útvarpsfélagið, VISA-ís- iand, Tóbaksvarnar- nefnd og .SAM-bíóin eru aðalstyrktaraðilar mótsins. Vaka-Helga- fell og fjölmargir aðrir stuðningsaðilar koma einnig að mótinu með einum eða öðrum hætti. Mótið fer fram sumar- daginn fyrsta í húsnæði Taflfélagsins Hellis að Þönglabakka 1 í Mjódd. Það hefst kl. 12:45 og er áætlað að það standi til kl. 18 eða þar um bil. Mót þetta var haldið í fyrsta skipti í fyrra og voru þátttakendur þá um 300 talsins. Fprseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, setti mótið. Tilgangur mótshaldara er að leggja lið mikilvægu baráttumáli. Þátttökurétt hafa allir þeir sem fæddir eru 1983 og síðar. Allir þátt- takendur verða í einum flokki og eru tefldar níu umferðir eftir Monrad- kerfi. Búist er við þátttöku barna og unglinga hvaðanæva að af landinu. Glæsileg verðlaun, sem eru aldur- flokkaskipt, verða í boði. í flokki 12 ára og yngri (þau sem fædd eru 1987 og 1988) hlýtur ein stúlka og einn piltur ferð á heimmeistaramót bama og unglinga sem fram fer í Disney- garðinum í París í nóvember nk. Sömu verðlaun verða í flokki pilta og stúlkna sem fædd eru 1985 og 1986. Þá verða einnig ferðavinningar fyrir pilt og stúlku sem fædd eru 1983 og 1984. íslenska útvarpsfélagið stefnir að því að tveir efstu menn tefli tveggja skáka einvígi á sjónvarpsstöðinni Sýn. íslenska útvarpsfélagið gefur einnig bikar til þess sem vinnur ein- vígið. í fyrra háðu þeir Stefán Krist- jánsson og Davíð Kjartansson ein- vígi á Sýn. Auk verðlaunanna fá allh- þátttak- endm- bol með sérstakri áletrun. Einnig verður happdrætti með fjöl- mörgum vinningum frá aðilum á borð við Vöku-Helgafell og SAM- bíóin. Kynnir mótsins verður hinn kunni útvarps- og sjónvarpsmaður Hermann Gunnarsson. Kasparov - Anand? Nú liggur fyrir Kaspai-ov og Anand tilboð um „heimsmeistaraeinvígi“ milli þehTa. Verðlaunaupphæðin er þrjár milljónir dollara. Kasparov hef- ur þegai' tekið jákvætt í þetta tilboð. Hins vegar hefur Anand ekki svarað því ennþá og jafnvel eru efasemdir um að hann muni samþykkja það. Það er athafnamaðurinn Bessel Kok (EuroTel) sem stendm- fyrir þessu til- boði. Það er athyglisvert fyrir okkur íslendinga að Friðrik Óíafsson er einn þeirra sem nefndur er í fi'éttatil- kynningu um þetta einvígi. Tilboðið til þeirra Kasparov og An- and rennur út á hádegi á föstudag. Klúbbakeppni á moi'gun Klúbbakeppni Hellis verður haldin á morgun, fóstudaginn 23. apríl, klukkan 20. Keppt verður í fjögurra manna sveitum. Tefldar verða 9 um- ferðir með 7 mínútna umhugsunar- tíma. Tekið er á móti skráningum í mót- ið í símum 581 2552 (Gunnar) og 557 7805 (Daði). Einnig er hægt að skrá sig með tölvupósti: hellir@simnet.is. Skákmót á næstunni 25.4. Hellir. Kvennamót 26.4. Hellir. Voratskákmót Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Hermann Friðrik Gunnarsson Ólafsson hús opnar aðra verslun a morgun, föstudag, á Laugavegi 87. Mikið úrval af drögtum á verði frá kr. 16.900 - 24.900. Nýkomið mikið úrval af stretchbuxum í st. 36-50. ÖiBsa t'ískuhús Laugavegi 87 Hverfisgötu 52. Hbhmrsrhhhhbhhhhhhhhhhhhrrhhrmhhhhhhhrhhbrhhhhhhhhrrmhhhhhhhrhhhp^^i í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá inánudegi til föstudags Hvar er myndin? ÉG er ein þein-a sem áttu mynd hjá Galleríi Borg þegar brann þar. Hef ég ít- rekað reynt að fá upplýs- ingai' um það hvort mín mynd hafí eyðilagst í brun- anum eða hvort hún sé óskemmd, en ekkert geng- ið. Vil ég fá að vita hvert fólk geti snúið sér til að fá upplýsingar. Eigandi. Flóttamenn í HÁDEGISFRÉTTUM RÚV 20. apríl sl. var sagt frá því að Carl I. Hagen, formaður Framfaraflokks- ins norska, segði að nær væri að reyna að hjálpa fólki í flóttamannabúðum í nágrenni Júgóslavíu en að stía þvi sundur og flytja til fjarlægra og framandi landa með ærnum tilkostn- aði. Svo sannarlega er ég í þessu sammála Hagen. Annað sem ég held að menn átti sig ekki á, er að Albanar eru flestallir, að ég held, múslimar og þess- ir tveir trúarhópar, múslimar og kristnir menn, sitja sjaldnast á sáttshöfði. Síðasta frétt þess efnis var í hádegis- fréttum sama dag og hin íyi-ri. Viðskipti okkar við heittrúarmúslimann Halim A1 ættu að vera okkur viti til varnaðar. Rannveig Tryggvadóttir. Tapað/fundið Kvenloðhúfa týndist KVENLOÐHÚFA týnd- ist við aðalinngang Land- spítalans sl. mánudag 19. apríl. Skilvís fínnandi hafí samband í sima 553 8557. Frakki tekinn í misgripum GRÁR ullarfrakki, var tekinn í misgripum í veislusalnum Síðumúla 25 sl. laugai'dagskvöld. Sá sem kannast við að hafa tekið frakkann vinsamlega hafi samband í síma 568 7783. Hringur týndist við Seljaveg GULLHRINGUR, módel- smíði frá Jens gullsmiði, týndist við Seljaveg þriðjudaginn 30. mars við hús Fróða/Loftkastalans. Þetta er vísifingurshring- ur með breiðum baug og gullplötu með stórum hvítum ópalsteini og hvítagullsröndum sitt hvorum megin við stein- inn. Hringurinn hefur mikið tilfínningalegt gildi fyrir eiganda sinn sem heitir góðum fundarlaun- um. Skilvís fínnandi hafi samband við Jóhönnu í síma 898 8266. Eyrnalokkur týndist EYRNALOKKUR, rost- ungshöfuð lítið hvítt úr rostungstönn, týndist sl. laugardag. Skilvís fínnandi hafi samband í síma 557 1150. Grettir er týndur GRETTIR hefur ekki komið heim síðan 15. apríl. Hann er stór, brúnbrönd- óttur með hvíta bringu, hvíta fætur og silfurlitaða hálsól með bláu merki- spjaldi. Þeir sem hafa orð- ið Grettis varir vinsamlega hafi samband í síma 588 5731 eða 896 4610. Páfagaukar fást gefins TVEIR páfagaukar fást gefíns vegna veikinda eig- anda. Þeir eru í gylltu búri á standi. Upplýsingar í síma 424 6709. SKAK IJlllNjÓll Margeir Péliiiwsoii mx IA* 4 1 i lA flHÍ ■ öii 5 m ■ M jáJi ■/,'///////////,, /"/ 2. & HVÍTUR mátar í fjórða leik. STAÐAN kom út á Redbus útsláttarmótinu í Englandi í vor. Skotinn Colin McNab (2.415) var með hvítt og átti leik gegn James Plaskett (2.480), Englandi, sem hafði svart. 42. Dxe6+! og svartur gafst upp, því hann verður mát í borðinu. Þrátt fyrir þetta áfall tókst Plaskett að slá Skotann út og sigraði á mót- inu ásamt Króatanum Lalic. F-DÚR, asninn þinn. ÉG er pípari, hvert er vandamálið hér? HÖGNI HREKKVÍSI ss */ l/ið dtttum hcmn&bi adskipta, y-fir i kofflnZcaJSt fcaffc." Víkverji skrifar... FERÐALANGUR sem átti er- indi til Þórshafnar á Langanesi fyrir nokkru hafði á orði hvílík lyfti- stöng íþróttahúsið þar væri fyrir mannlíf á staðnum. Þarna getur fólk iðkað íþróttir, farið í sund, gufu, heita potta og líkamsrækt. Aðstaða er fyi'ir annað félagsstarf og þarna eru skrifstofur ungmennafélagsins. Þessi íþróttamiðstöð dregur til sín flesta bæjarbúa og þarna er hægt að styrkja og bæta heilsuna um leið og félagsþörímni er sinnt. Ætli þarna sé ekki að finna dæmi um vel heppnaða byggðastefnu. xxx IEINA tíð var gerð tilraun til að íslenska heitið pizza með orðinu flatbaka og enn notar einstaka maður þetta orð. Yngra fólkið, sem mest borðar af þessari fæðu, skilur orðið vart og lítur viðkomandi hornauga. Þetta fólk veltir því frek- ar fyrir sér hvort það eigi að fá sér þessa eða hina áleggstegundina, hversu margar og hverjar bragðist best saman. Tilboðum frá pitsa-fyrirtækjum rignir yfir heimilin og er samkeppn- in greinilega hörð. Þar eru sjálfsagt kostaboð á ferðinni, en skrifari er ekki ánægður með máltilfinninguna sem skín í gegnum mörg þessara aflsáttarbréfa. Nýlega var borið inn á heimili hans bréf þar sem klifað var á því að þrjú álegg væru ókeyp- is. Fyrst í stað skildi skrifari ekkert í þessum ál-eggjum og það var ekki fyrr en dóttir hans benti honum á að verið væri að tala um áleggsteg- undir að upp rann ljós fyrir skrif- ara. xxx 1* VÉLUM SAS-flugfélagsins er dreift tímariti félagsins sem nefnist Scanorama. Nýlega var þar kynning á veitingastöðum og af- þreyingu í Reykjavík. Staðir eins og Rex, Við Tjörnina, Astró, Sólon ís- landus og fleiri fengu ágæta kynn- ingu. I annarri grein í ritinu var fjallað um möguleika norrænna ungmenna á að taka þátt í sterku alþjóðlegu golfmóti flugfélagsins í sumar. Tal- að var um norrænu löndin fjögur og veltii' Víkverji því fyrir sér hvers Svíar eigi að gjalda, að land þeirra sé ekki talið með Norðurlöndunum, eða Finnar! STARRINN getur verið skemmtilegur fugl, fallegur að margra mati, ákafur og ákveðinn ef sá gállinn er á honum og getur sungið vel. Helsti gallinn við hann er starraflóin sem fylgir fuglinum. Því hafa margir horn í síðu starrans og þessa vordaga hefur Víkverji verið í svolitlu stríði við starrahjón, sem tróðu sér í gegnum örlítið gat á þakskeggi. Þau voru að byrja þar búskap þegar tekið var í taumana. Krossviðarplata var notuð til að loka gatinu og þó Víkverji sé ekki handiaginn heimilisfaðir þá taldi hann útilokað að fuglinn kæmist undir þakskeggið eftir þessar að- gerðir. í tvo daga skiptust starrahjónin á um að skoða útihurðina að heimili þeirra, greinilega óánægð með breytingarnar. Að lokum tókst þeim að troða sér inn og sungu hróðug er þau skoðuðu heiminn út um gluf- una. Víkverji gaf sig ekki, bætti handverkið og hafði að lokum fullan sigur. Vonandi finna starrahjónin sér annan bústað - og þá ekki í hí- býlum manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.