Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Burtfararpróf Freyju Gunnlaugs- dóttur í Salnum Burtfararprófstónleik- ar Freyju Gunnlaugs- dóttur klarínettuleik- ara verða haldnir á vegum Tónlistarskól- ans I Reykjavík í Saln- um, Tónlistarhúsi Kópavogs, laugardag- inn 24. apríl kl. 20.30. Lára S. Rafnsdóttir leikur með á píanó. Auk þeirra kemur fram Kristín Lárus- dóttir sellóleikari og Kári Gunnlaugsson ljóðalesari. Freyja Gunnlaugsdóttir Á efnisskrá eru Canzona og Canxona VI eftir Girolamo Frescobaldi, I gegnum skóginn eftir Tryggva Baldvinsson við ljóð eftir Sveinbjörn Bald- vinsson, Premiére Rhapsodie eftir Claude Debussy, Der kleine Harlekin eftir Karlheinz Stock- hausen og Tríó fyrir klarínettu, selló og pí- anó op. 114 eftir Jo- hannes Brahms. Armúla 11 S 568-1500 Lónsbakka S 461-1070 ÞOR HF IS|^’ Rsykjavík - Akureyri SIGURÐUR Flosason lék á árum áður með Lúðrasveitinni Svani. Vortónleikar Svansins LÚÐRASVEITIN Svanur held- ur vortónleika sína í Tjarnar- bíói Iaugardaginn 24. apríl kl. 17. Einleikari með hljómsveit- inni er Sigurður Flosason saxa- fónleikari. Sigurður mun blása tvö verk, Concerto í c-moll eftir Marcello fyrir sópransax og lúðrasveit og syrpu af lögum úr Porgy og Bess eftir G. Gershwin, sem er aðlagað sérstaklega fyrir Sig- urð Flosason og Lúðrasveitina Svani af Össuri Geirssyni. Sig- urður Flosason spilaði með Lúðrasveitinni Svan á sínum yngri árum og einnig Einar Jónsson trompetleikari sem blæs með hljómsveitinni syrpu af löguin tileinkuð trompetleik- aranum Harry James eftir E. Coates og A. Pestalozza j út- setningu Naohiro Iwai. A efnis- skránni verða m.a flutt Western Pictures eftir kes Vlak, Overture for an Imacin- ary play eftir Jurriaan Andriessen og syrpa af lögum Earth, Wind and Fire í útsetn- ingu Manfred Schneider. Lúðrasveitin Svanur verður 70 ára á næsta ári og mun þá vera þátttakandi í Menningar- borg Evrópu árið 2000. Stjórnandi á tónleikunum er Haraldur Árni Haraldsson. Menningar- kvöld Skalla- gríms í Borg- arnesi í íþRÓTTAMIÐSTÖÐINNI Borgarnesi sumardaginn fyrsta heldur íþróttafélagið Skallagrímur menningar- kvöld og hefst dagskráin kl. 20 með forspili Ewu Tosik fiðluleikara og Jacek Tosik píanóleikara. Kl. 20.30 koma fram Kvæðamenn úr héraði: Dagbjartur Dagbjartsson, Refsstöðum, Jón Þ. Björns- son, Borgarnesi, Unnur Hall- dórsdóttir, Borgarnesi og Helgi Björnsson, Snartar- stöðum og Álftagerðisbræður syngja við undirleik Stefáns Gíslasonar. Eftir hlé syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) við píanóundirleik Önnu Guðnýj- ar Guðmundsdóttur og Björgvin Halldórsson og hljómsveitin Stuðbandalagið leika fyrir dansi. Kynnir verður Örn Árna- son. Þrír kórar í Seljakirkju KVENNAKÓRINN Seljur, Grundartangakórinn og Kvennakórinn Ymur halda sameiginlega tónleika í Selja- kirkju laugardaginn 24. apríl kl. 17. Hver kór syngur sína efn- isskrá og einnig syngja kór- arnir saman í lokin. Kvennakórinn Seljur er kór Seljakirkju. Stjórnandi er Sæunn Pjetursdóttir. Undirleikari á píanó er Hólmfríður Sigurðardóttir og flautuleikari er Gígja Sæ- björg Kristinsdóttir. Grundartangakórinn er eingöngu skipaður körlum. Stjórnandi hans er Jensína Waage. Píanóundirleikari er Flosi Einarsson. Ymur er kór frá Akranesi. Stjórnandi hans er Dóra Lín- dal Hjartardóttir. Píanóund- irleikari er Heiðdís Lilja Magnúsdóttir. Herra afsláttur á gleraugnaumgjörðum, þ.á.m. BOSS, ESPRIT, KOOKI og CHARMANT. „Anna og útlitið" aðstoðar ykkur við val á umgjörðum, föstudaginn 23. apríl og laugardaginn 24. apríl nk. Meðan á kynningu stendur veitum við 20% afslátt /j á öllum glerjum. Gleraugnaverslun - Firði, Hafnarfirði <0* 565 4595 FjÖRÐUR SKÁLAR Elísabetar eru úr pólsku postulíni. Postulínsskálar í Gall- eríi Meistara Jakob NÚ stendur yfir kynning Elísabet- ar Haraldsdóttur á postulínsskál- um í galleríi Meistari Jakob, Skóla- vörðustíg 5. Skálarnar eru unnar í Póllandi, en þar fékk hún tækifæri til að vinna í postulínsverksmiðju í borginni Walbrzych sem er í suð- urhluta Póllands. Þar var haldin al- þjóðleg vinnustofa með 15 öðrum listamönnum víðsvegar að í nokkr- ar vikur. í fréttatilkynningu segir að í Walbrzych sé mjög þekkt gæða postulín, en þar eru fjórar postu- línsverksmiðjur með um 800 starfsmenn hver, en þar er unnið meðal annars fyrir þýsku verk- smiðjuna Rosenthal. Skálarnar sem Elísabet sýnir eru unnar í þetta pólska postulín og eru þær brenndar við 1400 gráður í svokallaðri reduktions- brennslu. Einkenni þessa postulíns er hve hvítt það er og hversu gegn- sætt (transparent) það getur verið. Gallerí Meistari Jakob er opið alla virka daga frá kl. 11-18 og á laugardag eftir hádegi er hægt að skoða skálarnar í glugga gallerís- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.