Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 36

Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Burtfararpróf Freyju Gunnlaugs- dóttur í Salnum Burtfararprófstónleik- ar Freyju Gunnlaugs- dóttur klarínettuleik- ara verða haldnir á vegum Tónlistarskól- ans I Reykjavík í Saln- um, Tónlistarhúsi Kópavogs, laugardag- inn 24. apríl kl. 20.30. Lára S. Rafnsdóttir leikur með á píanó. Auk þeirra kemur fram Kristín Lárus- dóttir sellóleikari og Kári Gunnlaugsson ljóðalesari. Freyja Gunnlaugsdóttir Á efnisskrá eru Canzona og Canxona VI eftir Girolamo Frescobaldi, I gegnum skóginn eftir Tryggva Baldvinsson við ljóð eftir Sveinbjörn Bald- vinsson, Premiére Rhapsodie eftir Claude Debussy, Der kleine Harlekin eftir Karlheinz Stock- hausen og Tríó fyrir klarínettu, selló og pí- anó op. 114 eftir Jo- hannes Brahms. Armúla 11 S 568-1500 Lónsbakka S 461-1070 ÞOR HF IS|^’ Rsykjavík - Akureyri SIGURÐUR Flosason lék á árum áður með Lúðrasveitinni Svani. Vortónleikar Svansins LÚÐRASVEITIN Svanur held- ur vortónleika sína í Tjarnar- bíói Iaugardaginn 24. apríl kl. 17. Einleikari með hljómsveit- inni er Sigurður Flosason saxa- fónleikari. Sigurður mun blása tvö verk, Concerto í c-moll eftir Marcello fyrir sópransax og lúðrasveit og syrpu af lögum úr Porgy og Bess eftir G. Gershwin, sem er aðlagað sérstaklega fyrir Sig- urð Flosason og Lúðrasveitina Svani af Össuri Geirssyni. Sig- urður Flosason spilaði með Lúðrasveitinni Svan á sínum yngri árum og einnig Einar Jónsson trompetleikari sem blæs með hljómsveitinni syrpu af löguin tileinkuð trompetleik- aranum Harry James eftir E. Coates og A. Pestalozza j út- setningu Naohiro Iwai. A efnis- skránni verða m.a flutt Western Pictures eftir kes Vlak, Overture for an Imacin- ary play eftir Jurriaan Andriessen og syrpa af lögum Earth, Wind and Fire í útsetn- ingu Manfred Schneider. Lúðrasveitin Svanur verður 70 ára á næsta ári og mun þá vera þátttakandi í Menningar- borg Evrópu árið 2000. Stjórnandi á tónleikunum er Haraldur Árni Haraldsson. Menningar- kvöld Skalla- gríms í Borg- arnesi í íþRÓTTAMIÐSTÖÐINNI Borgarnesi sumardaginn fyrsta heldur íþróttafélagið Skallagrímur menningar- kvöld og hefst dagskráin kl. 20 með forspili Ewu Tosik fiðluleikara og Jacek Tosik píanóleikara. Kl. 20.30 koma fram Kvæðamenn úr héraði: Dagbjartur Dagbjartsson, Refsstöðum, Jón Þ. Björns- son, Borgarnesi, Unnur Hall- dórsdóttir, Borgarnesi og Helgi Björnsson, Snartar- stöðum og Álftagerðisbræður syngja við undirleik Stefáns Gíslasonar. Eftir hlé syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) við píanóundirleik Önnu Guðnýj- ar Guðmundsdóttur og Björgvin Halldórsson og hljómsveitin Stuðbandalagið leika fyrir dansi. Kynnir verður Örn Árna- son. Þrír kórar í Seljakirkju KVENNAKÓRINN Seljur, Grundartangakórinn og Kvennakórinn Ymur halda sameiginlega tónleika í Selja- kirkju laugardaginn 24. apríl kl. 17. Hver kór syngur sína efn- isskrá og einnig syngja kór- arnir saman í lokin. Kvennakórinn Seljur er kór Seljakirkju. Stjórnandi er Sæunn Pjetursdóttir. Undirleikari á píanó er Hólmfríður Sigurðardóttir og flautuleikari er Gígja Sæ- björg Kristinsdóttir. Grundartangakórinn er eingöngu skipaður körlum. Stjórnandi hans er Jensína Waage. Píanóundirleikari er Flosi Einarsson. Ymur er kór frá Akranesi. Stjórnandi hans er Dóra Lín- dal Hjartardóttir. Píanóund- irleikari er Heiðdís Lilja Magnúsdóttir. Herra afsláttur á gleraugnaumgjörðum, þ.á.m. BOSS, ESPRIT, KOOKI og CHARMANT. „Anna og útlitið" aðstoðar ykkur við val á umgjörðum, föstudaginn 23. apríl og laugardaginn 24. apríl nk. Meðan á kynningu stendur veitum við 20% afslátt /j á öllum glerjum. Gleraugnaverslun - Firði, Hafnarfirði <0* 565 4595 FjÖRÐUR SKÁLAR Elísabetar eru úr pólsku postulíni. Postulínsskálar í Gall- eríi Meistara Jakob NÚ stendur yfir kynning Elísabet- ar Haraldsdóttur á postulínsskál- um í galleríi Meistari Jakob, Skóla- vörðustíg 5. Skálarnar eru unnar í Póllandi, en þar fékk hún tækifæri til að vinna í postulínsverksmiðju í borginni Walbrzych sem er í suð- urhluta Póllands. Þar var haldin al- þjóðleg vinnustofa með 15 öðrum listamönnum víðsvegar að í nokkr- ar vikur. í fréttatilkynningu segir að í Walbrzych sé mjög þekkt gæða postulín, en þar eru fjórar postu- línsverksmiðjur með um 800 starfsmenn hver, en þar er unnið meðal annars fyrir þýsku verk- smiðjuna Rosenthal. Skálarnar sem Elísabet sýnir eru unnar í þetta pólska postulín og eru þær brenndar við 1400 gráður í svokallaðri reduktions- brennslu. Einkenni þessa postulíns er hve hvítt það er og hversu gegn- sætt (transparent) það getur verið. Gallerí Meistari Jakob er opið alla virka daga frá kl. 11-18 og á laugardag eftir hádegi er hægt að skoða skálarnar í glugga gallerís- ins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.