Morgunblaðið - 22.04.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 22.04.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 59 MARGRET DÓRÓTHEA BETÚELSDÓTTIR + Margrét D. Bet- úelsdóttir fædd- ist í Görðum í Aðal- vík 14. maí 1928. Hún lést á Landspít- alanum 17. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Betúel Jón Betúels- son bóndi í Görðum og Kristjana Jósefs- dóttir. Systkini Mar- grétar eru: Jósef, f. 12. nóv. 1923, Anna, f. 14. des. 1924, Ingibjörg, f. 27. febr. 1926, Betúel, f. 6. júlí 1930, og Sturla, f. 27. maí 1932, d. 4. ágúst 1997. Hinn 16. júní 1962 giftist Mar- grét Guðbjarti Jónssyni, f. 25. sept. 1914, d. 8. maí 1995, frá Bakka í Kálfatjarnarhverfi. Dóttir þeirra er Birna, f. 19. sept. 1957. Margrét starfaði í 20 ár sem sjúkraliði á Landakoti, frá 1975-1995. Áður vann bún m.a. sem fiskmatsmaður og aðstoðarverkstjóri í fiskvinnslu. Utför Margrétar fer fram frá Vídabnskirkju á morgun, föstudaginn 23. apríl, og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Kálfatjarnar- kirkjugarði. í Aðalvík við ysta haf er náttúran engu lík. Land öfga þar sem á skipt- ast myrk stórveður vetrar og nátt- leysa sumars þrungin lífí sem verður ekki tjáð í orðum. Hnan’eist fjöll standa i sjó fram, minnisvarði þess sem á mæðir en víkur ekki. Á milli fjallanna eru gi’óðurvinjar. Vilji lífs að nema land. Hvert blómstur vitnar um sköpunai-mátt almættisins og eitt af þeim blómum var hún fóstra mín Margrét Dóróthea Betúelsdóttir. Hún kom til okkai- að vestan tæp- lega tvítug og ég enn í móðurkviði. Hún átti mig frá fyrstu stundu og hún móðh’ mín átti okkur bæði. Það var munaður að eiga þær báðar en það skildi ég ekki fyrr en ég var full- orðinn. „Til SnoiTa frá Möggu“ stendur í bók, sem mér er kær. Við lásum þessa bók fóstra mín og ég. Eg hef lesið hana með börnunum mínum og barnabörnin mín hafa einnig notið hennar. Þetta er sagan um selinn Snoira. Saga um baráttu hins góða við hið illa. Órlagasaga, þegar hið illa líður undh’ lok. Sönn saga en í bún- ingi ævintýrsins. Sönn saga réttlæt- isins. Enginn velktist í vafa um skoð- anir fóstru minnar. Stundum hrjúf eins og hnarreist fjöll Aðalvíkur. Ávallt sönn, alltaf heiðarleg og aldrei möguleiki á slóttugum tilslökunum. Þannig vai’ hún fóstra mín. I stórviðri vetrar í Aðalvík sé ég hana fóstru mína og með tvær skjól- ur. Hún er dúðuð og klædd snjósokk- um. Barnið er að brynna ánum. „Þetta var erfitt Snorri,“ sagði hún við mig nýverið, og þá vissi ég að það hafði verið mjög erfítt. Lifíð í Víkinni var strit; lítil hönd og stór sinntu lífs- björginni. Þannig var hún fóstra min mótuð og þannig var um flesta í Vík- inni. „Við vorum fátæk en ég er af góðu fólki komin,“ sagði hún fóstra mín ekki alls fyrir löngu, er við ræddum liðna tíð. Og þá vissi ég að hún var af mjög góðu fólki komin. Fólki, sem ég man, lítill drengur í fylgd hennar; foreldrar og systkini. Lifsblómið, hana Birnu, fæddi hún fóstra mín og saman fluttu þær suður á strönd. Þar réð ríkjum Guðbjartur bóndi á Bakka á Vatnsleysuströnd. Eini maðurinn, sem ég veit með sanni að hafí risið undir nafni. Greindur, hógvær og hlýr. Það var gott að vera hjá honum og hann var fyrirmynd í öllu sínu lífí. Hún fóstra mín gerðist sjúkraliði á miðjum aldri. Kona, sem fyrr á ævi var vön að slægja þorsk og inna af hendi önnur viðfangsefni með snögg- um handtökum. Ekki var þessi stefnubreyting hennar í h'fsstarfí von um auðsæld. Ekki von um vegtyllur. Það veit trú mín, að þar var á ferðinni sami kærleikur og ég naut sem bam. Þegar helganga fóstru minnar hófst á liðnu hausti ræddum við veik- indi hennai’ og-úiræði. Henni var ómögulegt að umbuna ekki greiða. Peningar gátu ekki farið á milli okk- ar. Hennai’ leið var að senda föður mínum vestfíi’skan harðfísk. „Þetta er góður fiskur,“ sagði faðir minn og þá vissi ég að þetta var mjög góður fiskur. „Hún var kjörkuð og góð kona,“ sagði faðir minn. Og þá stað- festist það, sem ég vissi, að hún var mjög kjörkuð og afar góð kona. Hún fóstra mín var mótuð af og gædd sömu töfrum og átthagarnir. Fjöllin bogna aldrei og þau eru hrein og bein. Tign þeirra er einfaldleikinn. Eitt krónublað lífríkis vitnar um meistarann. Hún var aðsópsmikill engill í lif- anda lífi. Mér er til efs, að margir englar standist henni snúning nú í ei- lífð Guðs ríkis. Búnu og öðrum ástvinum fóstru minnar biðjum við fjölskyldan bless- unar þess sem einn má hughreysta og styrkja. Snorri Ingimarsson. í dag kveðjum við elskulega mág- konu mína, Margréti Dórótheu Betú- elsdóttur. Hún var fædd í Görðum í Aðalvík og ólst þar upp hjá góðum foreldrum og í hópi sex systkina. Hún varð snemma tápmikil, ótrúlega sterk og dugmikil þó smávaxin væri. Hún var því fljótt liðtæk við vinnu og hjálpaði gjarnan til við útistörfín. Á unglingsárum hennai’ flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur, þegar allir íbúar yfirgáfu víkina fögru, vegna erfíðrar búsetu. Margrét fór í vist til sveitunga síns, Ingimars Guðmundssonar, og konu hans, Sigþrúðar, og gætti hún bama þeirra. Yngri sonurinn, Snoiri læknir, hefur nú launað fóstiu sinni, en svo nefndi hann Margréti, ríku- lega fyrir fóstrið. Tryggð hans, vin- átta og styrkur sem hann veitti þeim mæðgum í ei’fiðum veikindum Mar- gi’étar er ómetanlegur. Að síðustu vakti hann yfii’ fóstru sinni þar til yf- ir lauk. Vil ég fyrir hönd fjölskyld- unnar flytja honum alúðar þakkir. Árið 1962 giftist Margrét Guð- bjarti Jónssyni frá Bakka á Vatns- leysustrðnd. Var það mikið gæfu- spor, því hann var einstakt ljúf- menni, glaðlyndur og var alltaf stutt í skopið hjá honum. Þau bjuggu fyrstu árin á Bakka, en fluttust svo til Reykjavíkur og bjuggu lengst af á Bergþórugötu 33, ásamt dótturinni Bimu. Þegar Guðbjartur lést fyrir fjórum árum, talaði Margi’ét oft um það við mig, hve lánsöm hún væri að hafa Birnu hjá sér. Margrét stundaði lengi fiskvinnslu ásamt húsmóður- störfunum, en þegar móðir hennar lá á Landakotsspítala á áranum 1973-1975, vaknaði áhugi hennar á hjúkrunarstörfum. Dreif hún sig í sjúkraliðanám, nær fímmtug að aldri. Dáðist ég að henni fyrir að hefja nám, þegar hún hafði aðeins barnaskólapróf að baki. Að námi loknu stai-faði hún á Landakotsspítala til 67 ára aldurs og var vel liðin af sjúklingum og sam- starfsmönnum. Á Bakka, æskuheimili Guðbjai’ts, var sælureitm’ fjölskyldunnai’. Voru þau þar mörgum stundum. Við hjón- in fórum þangað marga sunnudags- bíltúrana, fyrst með bömin okkar og síðai’ með barnabörnin og var öllum gestum alltaf vel fagnað á Bakka. Um 1980 byggðu systkinin hús á æskuslóðum sínum í Görðum. Þar áttum við Margrét margar góðar stundir saman og í margar göngu- ferðir fórum við, upp í fjall, niður í fjöru, inn að vatni og alltaf var hægt að fínna eitthvað nýtt. Fyrsta verk Margrétar, þegar vestm- kom, var að snyrta til utanhúss. Byrjaði hún gjarnan á að hreinsa bæjarlækinn og skera hvönnina af lækjarbakkanum. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, STEFÁN KRISTINN SVEINBJÖRNSSON veggfóðrarameistari, Njarðargötu 45, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 20. apríl. Ólína Elínborg Kristleifsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Hrafnkell Þórðarson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Kristján Daníelsson, Sveinbjörn Kr. Stefánsson, Klara Ragnarsdóttir, Nína Stefánsdóttir, Örn Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR frá Laugabökkum, Skagafirði, lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi, Akureyri, mánudaginn 19. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Böm hinnar látnu. t Bróðir okkar og frændi, SNÆBJÖRN SAMÚELSSON fyrrv. flugmaður, lést í Jóhannesarborg sunnudaginn 11. apríl sl. Guðrún Samúelsdóttir, Þórunn Samúelsdóttir og systkinabörn. Þegar lækurinn hennar var orðinn hreinn fór hún út að morgni og stakk kollinum ofan í ískaldan lækinn og alltaf blöskraði mér jafnmikið, en þetta fannst henni hressandi. Eg mun vissulega sakna þess mjög að koma ekki við á Bergþórugötunni í bæjarferðum mínum framvegis og hitta þar ekki Möggu Bet hressa og káta, en hvílin var kærkomin eftir erfíð veikindin. Blessuð sé minning hennar. Við biðjum guð að gefa Birnu styrk í sorg hennar. Hrafnhildur. Okkur systui’nar langar til að minnast hennar Möggu frænku. Hún var uppáhaldsfrænka okkar, alltaf svo hress og kát. Þegar við horfum um öxl og rifjum upp öll skemmtilegu sumrin á Bakka á Vatnsleysuströnd, en þangað fóram við á sumrin til Möggu, Guðbjarts og Birnu, fínnst okkur eins og alltaf hafi verið sól og hamingja. Þarna var ým- islegt brallað. Fjöraferðirnar vora mjög vinsælar en þangað fóram við til að finna „gull og silfur“ eins og við kölluðum það, tíndum kuðunga, skeljar og ýmislegt dót. Þarna vai’ hjallurinn með búinu okkar og enda- lausir leikii’. Hún Magga frænka var sívinnandi og gaf karlmönnum ekkert eftir, hvort sem var í heyskap, smíðum eða öðru. Hún framleiddi fallegai’ myndir með kuðungum, skeljum og ýmsu úr fjörunni. Þetta fannst okkur frábært og við fengum að taka þátt í þessu með henni. Þarna á næstu bæjum var líka yndislegt fólk, Día á Kálfatjörn, Ella á Litla-Bæ og fleira gott fólk sem gaman var að heimsækja. Elsku frænka, kærar þakkir fyrh’ allar Ijúfu stundirnar og allt sem þú gafst okkur. Við kveðjum þig með söknuði. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móóir ber hann þig i faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, harrn af raunum sigur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) Elsku Bh’na, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hildur, Enia, Gerður og Faimey Þorkelsdætur. Sól að hafi hm'gur, hamra gyllir tind, með söngvum svanur flýgur sunnan móti þýðum vind. Ki’ónan hægt á blómum bærist, brosa þau svo unaðsrík Kvölds þá yfir friður færist fegursteríAðalvík. (Jón M. Pétursson.) Þetta kvæði var alltaf efst í huga Möggu er við dvöldum saman í Görð- um í Aðalvík, reyndar æskuheimili hennar. Hún var að syngja fyrir okk- ur þetta lag og lagði mikið uppúr því að við lærðum það. Aðalvíkin var henni hugleikin og þegar við vorum þai- mörg saman og dreifðum með okkur verkum, valdi Magga að vera í útiverkum, frekar en í eldhúsinu, náttúran var hennar svæði. Efth’ að Magga giftist manni sín- um Guðbjarti þá naut hún náttúrunn- ai- með fjölskyldu sinni að Bakka á Vatnsleysu. Við fóram oft í heimsókn á Bakka og nutum gestrisni þeirra. Eftii-minnilegastar vora fjöruferðirn- ar og kleinurnar. Magga var traust og sterk kona. Börn okkar eiga góðai’ minningai’ um hana, þeim fannst hún góð, skémmti- leg og hress. Kæra Bh-na, við biðjum guð að gefa þér styrk í sorg þinni. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristhm og Fríða, Sigrún og Pétur. Blessuð konan mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og systir, STEFANÍA SALÓME EIRÍKSDÓTTIR frá Réttarholti, Sogamýri, síðast til heimilis í Árskógum 8, sem lést á Landspítalanum föstudaginn 16. apríl, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 23. apríl, kl. 13.30. Guðbjörn Þórsson, Eric E. Burgeson, Christina R. Ammon, David Ammon, Anthony Potter, Rannveig Ingveldur, Auður Halldóra, Svava Guðrún, Inga Ásta, Magnfríður Dís, Lilja Ragnhildur, Jóna Kristjana, Lára Brynhildur, Erla Eyrún, Björg Aðalheiður, Ólöf Svandís, Rafnhildur Björk Eiríksdætur. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN HAFSTEINSSON pípulagningameistari, Blesugróf 6, Reykjavík, sem lést á hjartadeild Landspítalans að kvöldi laugardagsins 17. apríl, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 23. apríl kl. 13.30. Sigrún Óskarsdóttir, Óskar Páll Björnsson, Sigrún Helga Eiríksdóttir, Jónas Friðbertsson, Berglind Helgadóttir, Gunnar Þór Hraundal, Sigríður Stefánsdóttir, Þorgrímur Björnsson, Guðrún Jónsdóttir, Gerður Björnsdóttir, Geir Karl Arason, Guðmundur Björnsson, Sigríður Sara Gísladóttir og barnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.