Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 33 ERLENT Fundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsins í Washington Málefni Kosovo rædd á sérstökum fundi Af HER sést samkomusalur Mellon-byggingarinnar í Washington, en þar mun hátíðarfundur Atlantshafsbandalagsins fara fram. FUNDUR leiðtoga aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins (NATO) hefst á föstudag í Washington í Banda- ríkjunum. A fundinum sem stendur fram á sunnudag munu leiðtogar aðildarríkjanna 19 ræða sérstaklega herförina gegn Serbum auk þess sem drög verða lögð að nýrri örygg- is- og hermálastefnu bandalagsins og framtíðarverkefni þess skil- gi'eind. Þess verður og minnst með hátíðlegum hætti að þann 4. apríl sl. voru 50 ár liðin frá undimtun Norð- ur-Atiantshafssáttmálans, stofn- skrár NATO. Washington-fundurinn verður geysilega umfangsmikill en alis verða saman komnar í höfuðborg Bandaríkjanna sendinefndir frá 43 ríkjum. Var raunar upprunalega gert ráð fyrir því að þau yrðu 44 en stjórnvöld í Rússlandi hafa afráðið að hundsa fundinn vegna herfarar NATO gegn Serbum. Alls er gert ráð fyrir að um 1.700 stjómmála- og embættismenn komi að fundinum með einum eða öðrum hætti en um 3.000 blaða- og fréttamenn munu fylgjast með honum. Er þetta um- fangsmesti leiðtogafundur sem haldinn hefur verið í Bandaríkjun- um. 50 ára afmæli fagnað Fundurinn hefst á föstudags- morgun þegar leiðtogar aðildarríkj- anna koma saman í svonefndu Mellon Auditorium í miðborg Was- hington nærri Hvíta húsinu en þar var Norður-Atlantshafssáttmálinn staðfestur 4. apríl 1949. Þar verður haldinn þriggja kiukkustunda lang- ur fundur um Kosovo-vandann. Þessum fundi var bætt við á loka- stigum undirbúnings Washington- fundarins. Að Kosovo-viðræðunum loknum verður efnt til sérstakrar athafnar í Mellon Auditorium í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun banda- lagsins. Verða fánar aðildarríkjanna bornir inn undir lúðrablæstri í þeirri röð sem þau gengu í banda- lagið en síðan mun hver leiðtoganna flytja stutt ávarp. Síðastur talar Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna. Dregið úr hátíðarhöldum Upphafiega hafði verið gert ráð fyrir mun umfangsmeiri hátíðar- höldum í tilefni 50 ára afmælis bandalagsins en frá þeim var horfið vegna átakanna í Kosovo. Verður af þeim sökum m.a. ekkert af atriðum sem áformuð voru utanhúss auk þess sem nokkuð hefur verið dregið úr þeim hátíðleika er upprunalega átti að einkenna kvöldverðarboð í tengslum við fundinn. Um kvöldið snæða leiðtogarnir í Hvíta húsinu í boði Bill og Hillai-y Clinton. Á fóstudeginum funda utanríkis- ráðhen'ar aðildarríkjanna einnig sérstaklega með utanríkisráðherr- um þeirra ríkja sem landamæri eiga að Kosovo. Fer sá fundur fram í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Að morgni laugardags hefst leið- togafundur NATO og er gert ráð fyrir að hann standi í tæpar þrjár klukkustundir. Síðar um daginn munu leiðtogarnir funda með full- trúum Ukraínu á vettvangi sérstaks samstarfsráðs sem NATO-ríkin og stjórnvöld þar í landi hafa komið á fót. Sunnudagurinn verður síðan lagður undir fundahöld á vettvangi svonefnds samstarfsráðs Evrópu- og Atlantshafsríkja (EAPC) en í þeirri starfsemi taka þátt aðildar- ríki NATO, sem nú eru orðin 19 eft- ir inngöngu Póllands, Ungverja- lands og Tékkneska lýðveldisins í marsmánuði, auk 25 svonefndra samstarfsríkja. Gert hafði verið ráð fyrir að fram færi fundur í Fasta- ráði Rússlands og NATO-ríkja en af honum verður ekki. Leiðtogafund- inum í Washington lýkur síðan um ki 13 að staðartíma (17 að ísl. tíma) á sunnudag með blaðamannafundi sem Javier Solana, framkvæmda- stjóri NATO stjórnar. Stöðugleiki verði tryggður á Balkanskaga Víst þykir að leiðtogar aðildar- ríkjanna muni senda frá sér sér- staka yfirlýsingu vegna ófriðarins í Júgóslavíu. Javier Solana sagði fyn' í vikunni að fundurinn í Washington kæmi til með að gefa NATO „tæki- færi til að sýna heiminum að banda- lagið lætur ekki nægja að lýsa yfir að það virði ákveðin grundvallarvið- mið heldur er það einnig tilbúið að verja þau ef nauðsynlegt reynist.“ „Kosovo er gott dæmi um hvemig við verjum þau gildi sem við lýstum yfir að við styddum þegar við stofn- uðum bandalagið fyrir 50 árum,“ sagði framkvæmdastjórinn. Bandarísk dagblöð skýrðu í gær frá því að leiðtogarnir myndu á fundinum setja sér það markmið að stuðla að stöðugleika á Balkanskaga til langs tíma með aðgerðum á sviði efnahags-, stjórn- og hermála. Þannig hygðist bandalagið tryggja stöðugleika í þessum hluta álfunnar með sama hætti og það hefði gert í Vestur-Evrópu síðustu 50 árin. Ný öryggis- og hermálastefna Á fundinum er búist við að leið- togarnir leggi formlega blessun sína yfir nýja öryggis- og hermálastefnu bandalagsins, sem m.a. mun vísa til þess við hvaða aðstæður og með hvaða hætti NATO-ríkin geti látið til sín taka utan skilgreinds varnar- svæðis þeirra. Samstarf NATO og aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) verður einnig rætt en á vett- vangi NATO hefur nokkuð verið fjallað um að „sér-evrópskar“ áherslur í öiyggis- og varnarmálum eigi að öðlast aukinn þunga innan þess. Þá verður frekari stækkun NATO einnig til umræðu þótt fyrir liggi að beinar ákvarðanir þar að lútandi verði ekki teknar á Was- hington- fundinum. Gífurlegur viðbúnaður er vegna fundarins í Washington og öryggis- gæsla verður mjög ströng. Götum í nágrenni Hvíta hússins hefur verið lokað en fundahöldin munu fara fram í svonefndum Federal Tri- angle, skammt þar frá. Blaða- mannamiðstöð mun hins vegar verða starfrækt í byggingu sem kennd er við Ronald Reagan, fyrr- um forseta Bandaii'kjanna. Davíð Oddson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sitja fundinn fyrir hönd ís- lenskra stjórnvalda. Með í for verða eiginkonur þeirra auk embættis- manna úr forsætis- og utanríkis- ráðuneyti. Þá munu nokkrir íslensk- ir embættismenn sem starfa í höf- uðstöðvum NATO í Brussel taka þátt í fundinum auk þess sem starfslið sendiráðs Islands í Was- hington kemur einnig þar nærri. Ráðist á höfuð- stöðvar serbneska sósíalistaflokksins Reuters LOFTÁRÁSUM Atlantshafsbandalagsins var í gær beint að höfuð- stöðvuni serbneskra stjórnvalda. Hér sést byggingin standa í Ijósum logum, en að sögn vitna voru um 15 manns lokaðir inni í byggingunni. ARASIRNAR Belgrad, Brussel, Lundúnum. Reuters, The Dailj' Telegraph. LOFTÁRÁSUM Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) var í gær beint að höfuðstöðvum stjórnvalda í Belgrad og sögðu serbneskar fréttastofur að flugskeyti hefðu orðið tíu manns að bana. Talið er að að minnsta kosti eitt flugskeyti hafi lent á höfuð- stöðvum sósíalistaflokksins í höfuð- borginni og valdið þar miklu tjóni. Byggingin hýsir ennfremur sjón- varpsstöð sem Marija Milosevic, dóttir Slobodans Milosevics, Jú- góslavíuforseta, stýrir. Talsmenn NATO sögðu í gær að bandalagið væri að reyna að færa árásir sínar nær þeim stjórnarliðum í Belgrad sem ábyrgir væru fyrir þjóðernis- hreinsununum í Kosovo-héraði. Sjónarvottar greindu frá því að eitt af þremur flugskeytum, sem skotið var að höfuðstöðvum sósí- alistaflokksins í Belgrad, hefði lent á byggingunni og við það hefði kviknað mikill eldur. Talið var að um 15 manns hefðu verið að störf- um í háhýsinu. Alþjóðlegar frétta- stofur að störfum í Serbíu hafa ekki getað staðfest hvort eða hve margir hefðu fallið í árásinni. Serbneskar sjónvarpsstöðvar sýndu myndir af byggingunni þar sem þykkur og svartur reykur steig upp. Serbneskar fréttastöðvar sögðu einnig frá árásum á flóttamanna- búðir Serba við bæinn Djakovica í Kosovo. Árásin var sögð hafa verið gerð á búðirnar aðfaranótt miðviku- dags og að fjórir, þ. á m. börn, hefðu farist og 16 slasast. Talið er að í búðunum sé flóttafólk úr stríði Serba við Króata 1992. Greint var frá því að átta flugskeyti hefðu hæft svæðið og að skömmu síðar hefðu björgunarsveitir komið þar að og náð slösuðum úr rústunum. Þá var greint frá því að orrustu- þotur NATO hefðu varpað sprengj- um á síðustu brúna yfir Dóná, við borgina Novi Sad, sem enn stóð óskemmd. Væni um 40.000 manns því án drykkjarvatns auk þess sem samgöngur' til borgarinnar hefðu raskast stórlega. Einnig var sagt frá loftárásum á sjónvarpssendi og olíuhreinsunarstöð í borginni, her- flugvöll í miðju landsins og verk- smiðju í borginni Valjevo. Áhyggjur vegna tilrauna Serba til að breiða út átökin Bresk stjórnvöld lýstu í gær yfir áhyggjum sínum vegna þess sem þau telja vera tilraunir Serba til að breiða átökin í Júgóslavíu út til ann- arra ríkja á Balkanskaga. Á síðustu dögum hefur komið til átaka við landamæri Albaníu og hafa króatísk stjómvöld sagt að hersveitir Serba hafi farið inn fyrir öryggissvæðið milli Serbíu og Króatíu. Þá hefur Milosevic hert stefnu sína gagnvart Svartfjallalandi. Telja sérfræðingar í málefnum Balkanskaga að Milos- evic sé að sýna getu sína til að breiða glundroða stríðsins út til ná- grannaríkjanna. „Milosevic starfar aldrei eftir langtímaáætlunum. Honum tekst hins vegar ætíð vel upp dag frá degi og hann telur aug- ljóslega það vera ákjósanlegt að geta sýnt alþjóðasamfélaginu að hann geti valdið átökum annars staðar en í Júgóslavíu,“ sagði dr. Mark Wheeler, sérfræðingur í mál- efnum Suðaustur-Evrópu, í viðtali við Reuters. Sagði Wheeler að sér kæmi ekki á óvart að Milosevic hrifsaði völdin úr hendi ríkisstjóm- ar Svartfjallalands, þrátt fyiár að slíkt gæti þýtt borgarastyrjöld og endalok Sambandsríkis Júgóslavíu. Milo Djukanovic, forseti Svart- fjallalands, lýsti því yfir í viðtali í gær að hann hafnaði algerlega til- skipunum Júgóslavíuhers um að veita sér liðstyrk með lögreglusveit- um Svartfellinga. Dragisa Burzan, aðstoðarforsætisráðhema Svart- fjallalands, sagði í viðtali við Reuters í gær, að sambandsríkið gæti ekki staðið miklu lengur. Svartfellingar vilji það ekki. „Fyrst munum við vara [júgóslavneska] herinn við, ef hersveitirnar hverfa ekki á brott þá spái ég því að við- ræður muni ekki bjarga málum.“ Burzan sagði að Svartfellingar væru við öllu viðbúnir og taldi hann þess ekki lengi að bíða að upp úr syði. Sósíalistaflokkurinn (SNP), stærsti flokkur stjórnarandstæð- inga í Svartfjallalandi, hefur haldið góðum tengslum við Slobodan Milosevic allt frá því loftárásir NATO hófust 24. mars sl. Talsmenn SNP hafa lýst því yfir að flokkurinn muni standa fyrir aðgerðum í dag, fimmtudag, þar sem fimmtíu ára af- mæli NATO verði „fagnað". Áætlað er að Momir Bulatovic, forsætisráð- herra Júgóslavíu, muni koma til mótmælafundarins og halda þar ræðu. Djukanovic sagði i gær að stjórnvöld myndu hafa nánar gætur á fundinum. Apache-þyrlurnar komnar Nú er talið að allar 24 Apache- árásarþyrlur Bandaríkjamanna hafi verið fluttar til Albaníu frá Þýska- landi. Þyi'lunum fylgdi liðsauki og MLRS-stórskotaliðsvagnar. Talið er að sendingin muni auka hernað- armátt NATO á Balkanskaga til muna. Flutningar þyrlnanna hafa tafist undanfarna daga vegna slæmra veðurskilyrða Einhver skriður virðist vera kom- inn á umræður um hvort senda eigi landhersveitir inn í Kosovo-hérað. Breska dagblaðið The Guardian sagði frá því í gær að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefði dregið upp bráðabirgðasamkomu- lag um að senda landgönguliða inn í Kosovo. I fréttinni sagði að þau þrjú ríki sem mest hafa lagt til loft- árásanna í Júgóslavíu, Bandaríkin, Bretland og Frakkland, hefðu kom- ist að samkomulagi um að hefja op- inberlega undirbúning að innrás í héraðið. Þá var haft eftir ónafngreindum talsmanni Bandaríkjastjórnar í gær að líkur séu til þess að Wesley Cl- ark, æðsti yfirmaður herdeilda NATO, muni fara fram á að áætlan- ir um landhernað sem gerðar voru sl. haust yrðu teknar upp að nýju og endurskoðaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.