Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 48
-48 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR SIGURGEIRS HELGASONAR, Gnoðarvogi 20, Reykjavík. Helga Jóhanna Kristjánsdóttir, Kristjana Magnúsdóttir, Egill Jónsson, Erla Magnúsdóttir, Helgi Marinó Magnússon, Ingunn G. Björnsdóttir, Hafdís Magnúsdóttir, Hjörleifur L. Hilmarsson, Jóna Björg Magnúsdóttir, Smári Magnússon, Regína Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, KARLS ÓLAFS GUÐLAUGSSONAR, Suðurvangi 15, Hafnarfirði. Sigurdís Halldóra Erlendsdóttir, Guðlaugur Kristinn Karlsson, Elísabet Sigvaldadóttir, Erlendur Páll Karlsson, Helga S. Sveinsdóttir, Gísli Karl Karlsson, Linda Björk Karlsdóttir, Marcelo Eguiluz og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓSEFS SIGURÐSSONAR, Hjaltabakka 8. Aðalheiður Helgadóttir, Harpa Jósefsdóttir Amin, Vigfús Amin, Ingibjörg Erla Jósefsdóttir, Torfi Karl Antonsson, Díana Jósefsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Af alhug þakkar fjölskyldan þeim fjölmörgu sem sýndu okkur vinarhug og virðingu vegna andláts og jarðarfarar elskulegs eiginmanns, bróður, föður, tengdaföður og afa, RICHARDS BJÖRGVINSSONAR. Guð blessi ykkur. Jónína Júlfusdóttir, Þuríður Halldórsdóttir, Elín, Agnes, Hlynur, Hallmar, Þorvaldur J. Sigmarsson, Richard Örn, Arnar Ingi, Elín María Sigurðardóttir, Björgvin Ægir, Arnar, Egill, Ásdís Birgisdóttir, Sigríður Ása. Nína Sigríður, Snorri. Hjálmar H. Ragnarsson, t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ANDREU DAVÍÐSDÓTTUR frá Norðtungu. Magnús Kristjánsson, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Sigurður Magnússon, Þorsteinn Magnússon, Magnús Magnússon, Sigurlaug Magnúsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Davíð Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Björg Ólafsdóttir, Skúli Hákonarson, Margrét Guðjónsdóttir, AÐALHEIÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR + Aðalheiður Þór- arinsdóttir fæddist á Hjalta- bakka í Austur- Húnavatnssýslu 14. maí 1905. Hún lést 24. apríl síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þór- arinn Jónsson bóndi og alþingismaður á Hjaltabakka, f. 6.2. 1870, d. 5.9.1944, og Sigríður Þorvalds- dóttir, f. 10.12. 1875, d. 17.5. 1944. Börn þeirra og systkini Aðalheiðar eru: Þorvaldur, f. 16.11. 1899, d. 2.11. 1981. Ingi- björg Jóninna, f. 17.10. 1903, d. 7.11. 1994. Brynhildur, tvíbura- systir Aðalheiðar, f. 14.5. 1905, d. 29.8. 1994. Skafti, f. 1.7. 1908, d. 13.6. 1936. Sigríður, f. 10.5. 1910, d. 28.3. 1956. Jón, f. 6.8. 1911, d. 3.3. 1999. Hermann, f. 2.10. 1913, d. 24.10. 1965. Magn- ús, f. 1.6. 1915. Þóra Margrét, f. 23.10. 1916, d. 14.8. 1947. Hjalti, f. 20.3.1920. Aðalheiður ólst upp á Hjalta- bakka, stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi, vann siðan í nokkur ár f Reykja- vík eða þar til hún giftist og flutti að Ytra-Ósi í Steingríms- fírði. Á Ytra-Ósi bjó hún í um 50 ár en fluttist þá til Reykjavíkur og átti þar heima til dauðadags. Hinn 6. febrúar 1932 gekk hún að eiga Magnús Gunnlaugsson bónda og síðar hreppstjóra að Ytra-ósi í Steingrímsfirði, f. 28.2. 1908, d. 10.9. 1987. For- eldrar hans voru hjónin Gunn- laugur Magnússon bóndi á Ytra-Ósi, f. 15.12. 1870, d. 5.1. 1947, og Marta Magnúsdóttir, f. 1.11. 1874, d. 30.4. 1946. Aðalheiður og Magnús eignuðust fjögur börn. 1) Þóra, f. 19.8. 1932, húsmóðir í Reykja- vík, gift Ríkarði Jónatanssyni, flug- sljóra, f. 25.12. 1932. Börn þeirra eru Hugrún, f. 1957, og Aðalheiður, f. 1959. 2) Marta Gunnlaug, f. 27.6. 1936, húsmóð- ir í Reykjavík, gift Svavari Jónatanssyni, verkfræðingi, f. 3.6. 1931. Börn þeirra eru: Jónatan Smári, f. 1960, Magnús Heiðar, f. 1967, óg Óskar Tryggvi, f. 1974. 3) Nanna, f. 28.6. 1938, bóndi á Hólmavík, í sambúð með Hrólfi Guðmunds- syni, bifreiðastjóra. Börn hennar og Braga Valdimarssonar eru: Magnús, f. 1958, Valur, f. 1959, d. 1981, Elfa Björk, f. 1961, og Valdimar Bragi, f. 1967. 4) Þór- arinn, f. 9.11. 1945, verkfræð- ingur í Reykjavík, kvæntur Sig- ríði Austmann, hjúkrunarfræð- ingi, f. 10.10. 1948. Börn þeirra eru Halla Jóhanna, f. 1967, Magnús Gunnlaugur, f. 1976, og Tinna Ósk, f. 1983. Langömmu- börn Aðalheiðar eru orðin þrett- án._ Útför Aðalheiðar fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, miðvikudaginn 12. maí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tengdamóðir mín, Aðalheiður Þórarinsdóttir frá Ytra-Ósi í Stein- grímsfirði, lést á sjúkradeild Elli- heimilisins Grundar laugardaginn 24. apríl sl., tæpra 94 ára. Aðalheið- ur átti við mikið heilsuleysi að stríða í allmörg ár og dvaldi á elliheimilinu síðustu átta árin, þar sem hún naut umhyggju og hjúkrunar starfsfólks svo og bama sinna, sem komu nán- ast daglega til hennar eitt eða fleiri allt til loka, til að létta henni eftir föngum erfiða sjúkdómslegu. Eiginmaður Aðalheiðar, Magnús Gunnlaugsson, bóndi á Ytra-Ósi um áratuga skeið, lést um aldur fram árið 1987, en þau Aðalheiður voru þá nokkrum árum áður flutt til Reykja- víkur, þar sem þau bjuggu í allmörg ár, síðast á Blöndubakka 18. Aðal- heiður, sem var Húnvetningur að ætt, dóttir Þórarins Jónssonar al- þingismanns á Hjaltabakka, kynnt- ist Magnúsi ung að árum og gengu þau í hjónaband árið 1932. Settust þau að á Ytra-Ósi, þar sem Magnús hóf búskap á móti föður sínum, Gunnlaugi Magnússyni hreppstjóra. Fluttu þau síðan á kirkjujörðina Stað í Steingrímsfirði 1934, þar sem þau bjuggu til 1938, en þá fóru þau aftur að Ytra-Ósi og tók Magnús þar við búi af föður sínum Gunnlaugi. Þau Aðalheiður og Magnús voru mjög samstillt og samtaka í hjóna- bandi sínu og var samband þeirra mjög náið og hjónabandið hamingju- samt. Heimilið á Ytra-Ósi var alla tíð rómað fyrir gestrisni. Tekið var á móti háum sem lágum, sem að garði bar, með einstökum hlýhug og vin- semd og var ekkert til sparað. Hvemig sem á stóð í búskapnum gafst alltaf tími til að sinna gestum og spjalla um landsins gagn og nauðsynjar. Komu og margir við á Ytra-Ösi, enda lá þjóðvegurinn áður fyrr um bæjarhlaðið. Undirritaður minnist margra heimsókna að Ytra-Ósi með sér- stakri ánægju, enda móttökur hjá Aðalheiði og Magnúsi ætíð höfðing- legar og elskulegar. Þau Aðalheiður og Magnús voru einstaklega sam- rýnd og áttu það m.a. sameiginlegt að bæði voru áberandi góðir hagyrð- ingar. Voru þau þekkt fyrir að kasta fram smellnum vísum í góðra vina hópi og á samkomum í sveitinni. Ekki héldu þau þessum hæfileikum sínum sérstaklega á lofti, en sem betur fer hefur allmikið af kveðskap þeirra hjóna varðveist. Er okkur Mörtu sérstaklega hugstæð vísa sem þau Aðalheiður og Magnús skráðu í gestabók okkar eftir að þau höfðu dvalið í húsi okkar um viku tíma í byrjun júlí 1978 meðan við vorum erlendis, en vísan er svona: Nóttlausa vorið af gleði nú grætur það glitrar á dögginni sólskinið bjarta. Við þökkum af alhug þær ágætu nætur, sem áttum við hjá ykkur Svavar og Marta. Vísuna hafa þau vafalítið gert saman, en þess voru mörg dæmi að þau ortu saman vísur og kvæði. Að- alheiður var músíkölsk kona og spil- aði ágætlega á orgel, sem maður hennar færði henni að gjöf á bú- skaparárum þeirra á Ytra-Ósi. En Magnús kom róandi einn daginn á skektu sinni frá Hólmavík með nýtt orgel í kassa og hefur þessi flutning- ur eflaust verið mikið fyrirtæki á litlum báti. Mér er tjáð að Aðalheið- ur hafí strax sest við orgelið eftir að það var komið úr kassanum og að hún hafi notað það óspart allt fram á efri ár, sjálfri sér og heimilisfólkinu til ánægju og upplyftingar. Aðal- heiður var mikil fjölskyldumann- eskja og hafði augsýnilega mikla ánægju af samvistum við barnaböm sín og barnabamabörn, enda var samband hennar og þeirra ávallt mjög gott. Eg vil með þessum fáu orðum þakka Aðalheiði og Magnúsi ein- staklega ánægjulega viðkynningu og vinsemd um leið og ég bið þeim frið- ar og guðs blessunar. Svavar Jónatansson. Látin er í hárri elli hér í Reykja- vík frú Aðalheiður Þórarinsdóttir. Hún bjó sín búskaparár á Ytra-Ósi við Steingrímsfjörð og það var þang- að, sem hún tók undirritaðan til sumardvalar fyrir einum fímmtíu árum. Það var að beiðni héraðs- læknishjónanna, Sigurðar Ólasonar og Herdísar Steingrímsdóttur, en Herdís var föðursystir undirritaðs. Höfðu þau hjón sérstakar mætur á fjölskyldunni á Ytra-Ósi og vom mjög ánægð fyrir mína hönd að hafa komist þangað til sumardvalar. Sumrin mín á Ósi urðu samfellt fimm og þvínæst árlegar heimsóknir næsta áratuginn. Samskiptin vom endurvakin eftir að þau hjónin fluttu til Reykjavíkur um 1980. Magnús lést árið 1987 og Aðalheiður, sem átti við langvinn og erfið veikindi að stríða, flutti á Elli- heimilið Gmnd nokkmm árum síð- ar. Þar hlaut húm frábæra umönnun starfsfólks og barna sinna, sem heimsóttu hana nær daglega til ævi- loka. Það var stórfenglegt að fá að koma á heimili hjónanna frú Aðal- heiðar og Magnúsar Gunnlaugsson- ar. Á heimilinu vom föngulegar gjafvaxta dæturnar þrjár, Þóra, Marta og Nanna, en Þórarinn, einkasonurinn, var þá á barnsaldri. Þar var steingrár heimilisköttur, tíkin Hrafnhildur af skosku fjár- hundakyni, heimalningar og hænur úti á hlaði, boli á bás og allar kýrnar, sem hétu Dumba, Skrauta, Huppa, Skjalda, Búkolla og fleiri nöfnum, en mjólkin úr þeim var flutt á Farm- allnum yfir Ósá til Hólmavíkur á hverjum degi og afhent neytendum heim í hús. Hestarnir þrír; Gauti, Blakkur og Léttir, sporléttir og vilj- ugir. Á annað hundrað ær, sem allar þekktust með nafni, voru ýmist að bera eða komnar á sumarhaga, svo Reykjavíkursnáðinn sá lítið af þeim fyrstu árin. Þetta var annálað sauð- fé, lágfætt og rauðkollótt, flest tví- lembt og fallþungi dilka um 20 kg. Fyrr á árum hafði Gunnlaugur, faðir Magnúsar, selt sauðfjárafurðir sínar beint til Eimskips en þegar hér var komið sögu fór allt í gegnum kaup- félagið. Magnús var glaðlyndur maður að eðlisfari og hvers manns hugljúfi. Hann gegndi ýmsum trún- aðarstörfúm og var m.a. hreppstjóri í Hrófbergshreppi, sá um sauðfjár- veikivarnir í sinni sveit og hafði eft- irlit með tvöfaldri girðingu, sk. mæðiveikilínu, sem lá frá Stein- grímsfirði að Fitjum og um Kolla- búðaheiði suður í Berufjörð. Á Ytra-Ósi var því gestkvæmt og myndarlega staðið að allri matar- gerð. Slátur tekið á haustin og sett í súr. Lambhausar sviðnir og settir í frysti en sulta unnin úr stórgripa- hausum. Kjöt var taðreykt í reyk- ingarkofa og um hríð var stunduð loðdýrarækt. Þegar mjólk var af- gangs var skilinn rjómi og hleypt skyr. Af garðávöxtum voru ræktað- ar kartöflur, rófur og rabarbari og á haustin tínt mikið af kræki-, blá- og aðalbláberjum, sem dugði í sultu fram á næsta sumar. Á heimilinu var brauð- og kökubakstur mikill og góður svo orð fór af víða um sveitir. Það var staðgóður matur og fjöl- breyttur sem hafður var með á engj- ar, í smalamennsku eða til viðlegu uppi á fjöllum. Rafmagn kom frá einkarafstöð við Ósá en húsið var hitað með kolum og síðar olíu, enda gat orðið vatnslítið í ánni á þurrka- sumrum. Aðalheiður kom sjálf frá stóru heimili. Hún var tvíburi og átti stór- an systkinahóp. Annríkt mun hafa verið á því heimili en Hjaltabakki í Austur-Húnavatnssýslu var í alfara- leið og faðir hennar var alþingis- maður. Hún hafði gaman af að minnast á landburð af laxi, sem átti sér stað á æskuheimilinu á sumrin. Þetta voru þvílík býsn, enda var um sjálfa Laxá á Ásum að ræða. Hún tók mér alltaf fagnandi þegar mér tókst að veiða nokkrar bleikjur í Hrófbergsvatni eða í Ósá. Síðsum- ars var stundum dregið á og gat komið mikill afli sem allur var nýtt- ur til heimilisins. Mér er í fersku minni hve nýsoðin sjóbleikja eða steiktur vatnasilungur gat bragðast vel þegar húsmóðirin hafði haft hönd í bagga við matreiðsluna. Aðalheiður var skarpgreind kona eins og hún átti kyn til. Hún beitti sér fyrst og fremst að heimili sínu en fylgdist jafnframt vel með sveit- ungum sínum og var glöggskyggn á þjóðmálin eins og þau gengu fyrir sig, séð frá kjördæmi Hermanns Jónassonar. Þá gerði hún oft að gamni sínu á græskulausan hátt. Á unga aldri hafði Aðalheiður lært á hljóðfæri og á Ytra-Ósi var orgel í stássstofu, sem hún lék á stöku sinn- um. Mér er minnisstætt að hún lék á orgelið þegar fella þurfti grip á heimilinu, en slíkir hlutir hljóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.