Morgunblaðið - 19.05.1999, Side 4

Morgunblaðið - 19.05.1999, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Samfylkingin næst stærsti þingflokkurinn Vill fá þingflokks- herbergi Fram- sóknarflokksins Morgunblaðið/RAX ÞAÐ er allfjölmennur hópur sem hefur komið við sögu smíði bæjar Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkju í Bratta- hlíð og flestir munu einnig koma við sögu sjálfrar byggingarinnar í Brattahlíð í sumar. Myndin var tekin í Sundahöfn í gær þegar búið var að koma gámunum um borð í grænlenska flutningaskipið frá Royal Arctic. Bær Eiríks rauða og Þjóð- hildarkirkja á skipsfjöl BYGGING bæjar Eiríks rauða og kirkju Þjóðhildar hefst í Bratta- hlíð á næstu vikum, en í gær var skipað út á vegum ístaks gámum í grænlenskt flutningaskip í Reykjavík. I gámunum er húsgrindin af bæ Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkja, en smiðir Istaks hafa handunnið húsin í skemmu á Hvalfjarðar- strönd í vetur. Viðurinn í húsun- um eru liðlega 200 ára gömul tré, sérvalin í Noregi sl. haust. Smíði húsanna verður endanlega lokið fyrir miðjan júlí á næsta ári, en þá verða mikil hátíðarhöld í Bratta- hlíð og víðar á Grænlandi í tilefni 1000 ára landafúndar Ameríku. Fjöldi Islendinga til Grænlands Efni, tæki og tól ístaksmanna fylla íjóra gáma, en um 20 manna starfslið frá íslandi verður á veg- um ístaks í Brattahlíð í sumar og fram á haust. Ráðgert er að ljúka byggingu húsanna í haust þótt ýmis smærri frágangur verði næsta vor. Auk þess mun lið Grænlendinga frá Brattahlíð og Suður-Grænlandi vinna við að reisa liúsin. íslenskir hleðslumenn fara fyrstir í lok maí til torfskurð- ar og smiðir nokkru seinna. Vestnorræna ráðið og græn- lenska heimastjórnin standa fyrir byggingu húsanna í Brattahlíð. Tómas Tómasson, verkfræðingur hjá Istaki, hefur yflrumsjón með verkinu, en verkefnisstjóri í Brattahlíð er Sveinn Fjeldsted. Bær Eiríks rauða í Brattahlíð og Þjóðhildarkirlqa verða sýningar- hús fyrir ferðamenn, safnhús og til almennra nota þegar tækifæri gefast. ÓLAFUR G. Einarsson fráfarandi forseti Alþingis staðfesti þær heim- ildir Morgunblaðsins í gær að þing- flokkur Samfylkingarinnar myndi gera tilkall til þingflokksherbergis Framsóknarflokksins í Alþingis- húsinu þegar þing kæmi saman að nýju í sumar. Framsóknarflokkurinn er í næst stærsta þingflokksherbergi Alþing- ishússins en hann var næst stærsti þingflokkurinn (15 manna) eftir al- þingiskosningarnar árið 1995. Eftir alþingiskosningarnar í vor fékk Samfylkingin hins vegar 17 þing- menn kjöma og er þar með orðinn næst stærsti þingflokkurinn á AI- þingi, næst á eftir þingflokki Sjálf- stæðisflokksins sem hefur á að skipa 26 þingmönnum. Framsókn- arflokkurinn fékk hins vegar 12 þingmenn kjöma í vor. Sjálfstæðis- menn hafa haft stærsta herbergið til afnota. Rannveig Guðmundsdóttir þing- maður Samfylkingarinnar vildi ekki staðfesta, í samtali við Morgunblað- ið í gær, að þingflokkurinn myndi óska eftir þingflokksherbergi Framsóknarflokksins en benti á að Samfylkingin myndi óska eftir við- unandi aðstöðu í þinghúsinu sem næst stærsti þingflokkur Alþingis. Valgerður Sverrisdóttir þingmaður Framsóknarflokks, hafði þegar Morgunblaðið hafði samband við hana í gær ekki heyrt um að Sam- fylkingin myndi óska eftir þing- flokksherbergi framsóknai-manna. Hún sagði það eitt að hún gerði ráð fyrir því að framsóknarmenn myndu halda því herbergi áfram. Hefur haft herbergið um áratuga skeið Að sögn Ólafs G. Einarssonar hafa framsóknarmenn haft aðstöðu í umræddu þingflokksherbergi í tugi ára og bendir á að það hafi áð- ur gerst að þingflokkar hafi stækkað og orðið stærri en þing- flokkur framsóknarmanna án þess að færa þyrfti starfsaðstöðu flokk- anna milli herbergja. Aðspurður gerir hann ráð fyrir því að næsta forsætisnefnd Alþingis, sem kosin verður um leið og Alþingi kemur saman að nýju í sumar, taki ákvarðanir um húsnæðismál þing- flokkanna. Stjdrnendur Hringhendu sýknaðir vegna sorpbruna við Reykjanesbraut Sök var ekki talin sönnuð STJÓRNARFORMAÐUR og framkvæmdastjóri sorpflokkunar- stöðvarinnar Hringhendu ehf. var sýknaður í gær í Héraðsdómi Reykjaness af ákæru ríkislögreglu- stjóra um að hafa brotið gegn lög- um um hollustuhætti og heilbrigðis- eftirlit og mengunarvarnareglu- gerð með því að hafa látið urða að minnsta kosti 568 rúmmetra af timbri og 1.084 rúmmetra af öðrum úrgangi á athafnasvæði Hring- hendu við Reykjanesbraut á tíma- bilinu 28. nóvember 1996 til desem- berbyrjunar 1997. Mikill eldur kom upp í flokkunar- skemmunni á lóð stöðvarinnar að- faranótt 24. febrúar 1998 og logaði í urðuðum timburúrgangi í viku áður en tókst að slökkva í glóðinni. Sannað var í málinu að ákærði hefði fengið heimild þar til bærra bæjaryfirvalda til að nota 1.084 rúmmetra í uppfyllingu innan sjó- vamagarðs fyrir framan starfsstöð fyrirtækisins og kom því eingöngu til skoðunar hvort hann hefði gerst brotlegur við þau laga- og reglu- gerðarákvæði sem greindi í ákæru með notkun sinni á 568 rúmmetrum af timbri til uppfyllingar. Samkvæmt ákvæðum mengunar- varnareglugerðar er bannað að skilja eftir, flytja eða geyma úr- gang á þann hátt að valdið geti skaða eða lýtum á umhverfínu. Með framburði framkvæmdastjóra Heil- brigðiseftirlits Hafnarfjarðarsvæð- is og heilbrigðisfulltrúa, sem báru meðal annarra vitni í málinu, kom ótvírætt fram að tilvist þessara timburefna í uppfyllingunni hefði hvorki valdið skaða né lýtum á um- hverfínu enda ekki um mengandi spilliefni að ræða. Fram hjá framkvæmdastjóran- um að komið hefði í ljós eftir brun- ann í skemmunni að þar logaði í úr- gangi sem hefði verið urðaður í óleyfí. Hefði það komið heilbrigðis- eftirlitinu „gersamlega á óvart.“ Heilbrigðisfulltrúinn sagði enn- fremur í vitnisburði sínum að urðun ákærða á timburafgöngum á lóð fyrirtækisins hefði komið sér í opna skjöldu. Kvað hann heilbrigðiseftir- litið ekki hafa krafist þess að hinn urðaði úrgangur yrði fjarlægður af lóðinni enda ekki um mengandi spilliefni að ræða. Ekki tekin ákvörðun um áfrýjun Dómurinn taldi sök ákærða ósannaða í málinu og vísaði enn- fremur frá hálfrar milljónar króna skaðabótakröfu Hafnarfjarðarbæj- ar vegna útlagðs kostnaðar við slökkvistarf. Að sögn Jóns H. Snorrasonar, saksóknara hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, sem sótti málið, er löggjöf á sviði mengunarmála og framkvæmd við hana ný af nálinni og segir Jón að kannski sé hún að einhverju leyti óljós og óskýr. „Framkvæmdin með eftirliti og leyfisveitingar virðast ekki vera nógu skýr og klár. Hlutverk hinna ýmsu yfirvalda sem að mengunar- málum koma virðast ekki vera skýr og afmörkuð samkvæmt þessum dómi. Það verður að taka mið af niðurstöðum dóma í þessum fyrstu málum sem eru að ganga og ef lög- gjöfin heldur ekki, þá er það fyrst og fremst vegna þess að hún er ekki alveg í lagi,“ segir hann. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Góður árangur af borun eftir heitu vatni við Haffjarðará Viltu eignast hlut í auðœfum Norðurlandanna? Fjárfestu til framtíðar í arðvœnlegustu fyrirtœkjum á Norðurlöndum! verðbrefabtöíán SuOurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 570-1200 www.vbs.is Myndi duga til að hita upp þúsund manna byggð ÓVÆNTUR árangur varð af til- raunaborun eftir heitu vatni í landi jarðarinnar Landbrota við Haf- fjarðará. í gær þegar borinn var kominn niður á 71 metra dýpi komu upp 16-17 sekúndulítrar af 60 stiga heitu vatni og er vatnið sjálfrennandi en það kom jarð- fræðingunum mest á óvart. Eigendur Haffjarðarár, Óttar Yngvason og Einar Sigfússon, hafa lengi haft hug á að athuga hvort heitt vatn fengist til að hita upp veiðihúsið og sumarbústað sem þeir eiga á svæðinu. Ákveðið var að bera niður við heita laug í landi Landbrota og samið við Ræktunar- samband Flóa og Skeiða um að bora með nýjum loftbor fyrirtækis- ins. Samsvarar 20 metra vatnssúlu Stjómandi framkvæmdarinnar, Guðmundur Ómar Friðleifsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, segir að borunin hafi gengið vel. Akveðið hafi verið að bora 50 til 200 metra djúpa holu og skera sprungu á 65-70 metra dýpi. Það hafi gengið eftir og áformaður ár- angur náðst á því dýpi. Þrýstingur- inn í kerfinu hafi hins vegar komið mjög á óvart. Hann segir að vatnið sé sjálfrennandi upp á yfirborðið og áætlar að þrýstingurinn sam- svari um 20 metra vatnssúlu upp í loftið. Óttar kveðst vera mjög ánægður með árangurinn, hann hafi verið framar björtustu vonum. Ráðist var í borunina til að leita að vatni fyrir veiðihúsið og sumarbústað. Vatnið sem nú þegar liggur fyrir að unnt er að virkja myndi hins vegar duga til upphitunar hátt í 200 íbúðarhúsa eða sem svarar upp undir 1.000 manna byggð. Eða til að hita hús á 80 bóndabýlum í sveit, en á þessu svæði í Hnappadal eru einmitt um 14 býli. Telur Óttar unnt að nota vatnið fyrir hitaveitu fyrir miðsveitina án dælingar. Borun með loftbornum er lokið en í dag hefst borun með hjólakrónu. Er áhugi á því að bora niður á 100 til 300 metra dýpi til að sjá hvort þar fáist heitara vatn en enn hefur ekki verið ákveðið hve djúpt verður farið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.