Morgunblaðið - 19.05.1999, Page 10

Morgunblaðið - 19.05.1999, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Atvinnuleysi í febrúar, mars og apríl 1999 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli Á höfuðborgarsvæðinu standa 1.911 atvinnulausir á bak við töluna 2,4% í april og hafði fækkað um 186 frá því í mars. Alls voru 2.977 atvinnu- lausir á iandinu öllu ■« í aprílmánuði (2,2%), og hafði fækkað um 291 frá því í mars. LANDSBYGGÐIN 2,1% 2,2%, VESTFIRÐIR 0,8s 6,8% □Dh F M A 2,4* VESTURLAND ... .... HÖFDÐBORGARSVÆÐIÐ Landsvirkjun opnar tilboð í vél- og rafbúnað Vatnsfellsvirkjunar Lægstu boð 600 milljónum undir áætlun SULZER Hydro gmbH og ESB Intemational frá Þýskalandi áttu lægsta tilboðið í vél- og rafbúnað Vatnsfellsvirkjunar og Consortium General Electric Hydro frá Kanada og franska fyrirtækið Clemessy áttu sameiginlega næstlægsta boðið. Til- boð í verkið voru opnuð í stjórnstöð Landsvirkjunar í gær. Aðaltilboð í verkið miðast við að virkjunin verði tilbúin í lok árs 2001. Alls bárust 11 aðaltilboð í verkið í heild og hljóðaði tilboð Sulzer og Borgarskóli Lægsta tilboð rúmar 374 milljónir BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar um að taka rúmlega 374 milljóna tilboði Ólafs og Gunnars ehf. í uppsteypu og frágang Borg- arskóla í Grafarvogshverfi. Sex tilboð bárust í verkið í lokuðu útboði og er lægsta til- boð 94,74% af kostnaðaráætl- un hönnuða. Næst lægsta tii- boð átti Eykt ehf. sem bauð 95,64% af kostnaðaráætlun en þriðja lægsta boð átti Ár- mannsfell hf. sem bauð 95,65% af kostnaðaráætlun. Aðrir sem buðu voru Fram- kvæmd ehf. sem bauð 96,08%, Jámbending ehf. sem bauð 101,25% og ístak hf. sem bauð 110,56%. Kirkjan og Rauði krossinn safna fé fyrir Kosovo-Albana Mikil þörf fyrir aðstoð SIMASOFNUN á vegum Hjálpar- starfs kirkjunnar og Rauða kross ís- lands fyrir fómarlömb átakanna á Balkanskaga stendur nú yfir. Söfn- unin hófst á mánudag og stendur fram á fimmtudagskvöld og er hún gerð í samstarfi við Stöð 2 og Bylgj- una. Allt fé sem safnast rennur til að- stoðar Kosovo-Albana sem enn eru í flóttamannabúðum í Albaníu og Ma- kedóníu. „Það er gífurleg þörf á vör- um og aðstoð í hverjum mánuði. Það þarf mikinn mat til að fæða þetta fólk auk þess þarf að útvega vatn, teppi, dýnur og tjöld og því þarf að veita læknisþjónustu og ýmsa aðra umönnun," segir Sigríður Guð- mundsdóttir deildarstjóri Alþjóða- skrifstofu Rauða kross íslands. Þörf- in fyrir aðstoð er brýn og hafa sams- konar safnanir þegar verið gerðar í nágrannalöndunum og tekist vel, að sögn Sigríðar. Ekkert takmark sett Ekki hafa verið sett nein takmörk um hversu miklu fé eigi að safna, að sögn Sigríðar en öllum er frjálst að Morgunblaðið/Golli NOKKRIR Kosovo-Albanar sem komnir eru hingað til Iands heim- sóttu starfsfólk söfnunarinnar í gær. Á myndinni má sjá Sedji Shillona, eiginkonu hans Mihrije og Ganimete Beciri. leggja sitt af mörkum og hefur söfn- unin farið ágætlega af stað. Söfnun- arsími er 7 50 50 50 og tilgreina þeir sem hringja kennitölu, gefa upp upp- hæðina sem þeir vilja gefa og síðan geta þeir valið hvort þeir greiða með greiðslukorti eða gíróseðli. Starfs- menn íslenskrar miðlunar leggja átakinu lið með starfskröftum sínum, en þeir sjá um símasvörun bæði í Reykjavík og á Raufarhöfn. Safnað er á reikning í SPRON númer 1150 26 56789. Að sögn Sigríðar hefur hópur tón- listarmanna samið lag um ástandið í Kosovo og er það spilað á útvarps- stöðvum Islenska útvarpsfélagsins. Þá er fréttaefni fléttað inn í dagskrá Bylgjunnar og Stöðvar 2 og auglýs- ingar birtast á Skjá 1. ESB Intemational upp á 1.769 millj- ónir kr., sem er 75,4% eða tæplega 600 milljónum kr. lægri upphæð en kostnaðaráætlun ráðgjafa Lands- virkjunar sem var 2.346 millj. kr. Til- boð Consortium og Clemessy hljóð- aði upp á 1.788 millj. kr. eða 76,2% af kostnaðaráætlun. Toshiba í Japan átti þriðja lægsta tilboðið, 1.836 millj. kr (78,3% af áætlun), VA TECH ELIN frá Aust- urríki bauð 1.863 millj. kr. (79,4% af áætlun), Alston Hydro í Frakklandi bauð 1.967 millj. kr. (83,9%), Siemens AG í Þýskalandi bauð 2.114 (90,1%) og Litostroj E.I. & Koncar frá Só- veníu og Króatíu buðu 2.160 millj. kr. (92,1%). Önnur tilboð voru yfir kostn- aðaráætlun en næst komu tilboð ABB og Kvaemer Turbin í Svíþjóð og Technoprom export frá Rússlandi. Landsvirkjun óskaði eftir tilboð- um í verkið miðað við mismunandi framkvæmdahraða þannig að velja mætti hvenær virkjunin verður til- búin á árunum 2001-2004. Allir til- boðsgjafar gerðu einnig tilboð um að byggja virkjunina á lengri tíma og felst í því nokkur aukakostnaður fyr- ir Landsvirkjun. Vonast til að framkvæmdir hefjist í júní I gær vom einnig opnuð tilboð í lokur og fallpípur virkjunarinnar. Alls bámst 12 tilboð í verkið í heild. Alstom Hydro frá Frakklandi bauð lægst eða 293 millj. kr. sem er 55,4% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 529 millj. kr. Metanla Ecce d.d. Maribor frá Slóveníu bauð 344 millj. kr. (65% af áætlun) og Sulzer Hydro frá Þýskalandi bauð 354 millj. kr. (66,9% af áætlun). Skv. upplýsingum Landsvirkjunar verða tilboðin nú yilrfarin og metin. Að því búnu tekur stjóm Landsvirkj- unar ákvörðun um hvaða tilboði verð- ur tekið. Er vonast til að framkvæmd- ir geti hafist í síðari hluta júní við byggingu 90 MW Vatnsfellsvirkjunar. Samningur um þátttöku íslands og Noregs í Schengen-samstarfínu undirritaður HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra, hinn norsld starfsbróðir hans, Knut Vollebæk, og Gúnter Verheugen, aðstoðamtanríkisráð- herra Þýzkalands, undirrituðu í Bmssel í gær samning fslands, Nor- egs og ráðherraráðs Evrópusam- bandsins um þátttöku íslands og Noregs í mótun og framkvæmd ákvarðana og reglna á sviði Schengen-samstarfsins svokallaða. „Með þessum samningi komumst við nær beinu samstarfi við aðildar- ríkin en nokkm sinni fyrr,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið; í stað þess að framkvæmdastjórn ESB sé okkar samstarfsaðili, eins og tíðkast í EES-samstarfinu, séu það nú ríkisstjómir Schengen-aðild- arlandanna sjálfra (sem öll em í ESB). „Þetta er samstarfsform sem er nýjung í samstarfi við ríki sem standa utan Evrópusambandsins," sagði Halldór, en þýzki ráðherrann vakti einnig athygli á þessu í ávarpi sínu við undirritunarathöfnina. Norræna vegabréfa- sambandinu bjargað Samningurinn, sem kenndur er við Bmssel, leysir af hólmi sam- starfssamning íslands og Noregs við Schengen-ríkin. Með honum er tryggð áframhaldandi þátttaka ís- lands og Noregs í Schengen-sam- starfinu, eftir að það rann inn í ESB við gildistöku Ámsterdam-sáttmál- ans, endurskoðaðs stofnsáttmála sambandsins, 1. maí sl. Jafnframt em tryggð með samn- Islendingum tryggð meiri áhrif en í EES Reuters HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra og Giinter Verheugen, að- stoðarutanríkisrádherra Þýzkalands, við undirritun samningsins í höf- uðstöðvum ráðherraráðs ESB í Brussel í gær. ingnum skilyrði til að viðhalda nor- ræna vegabréfasambandinu, eftir að Norðurlöndin taka upp reglur Schengen um niðurfellingu innra landamæraeftirlits og upptöku sam- eiginlegra ytri landamæra fyrir allt Schengen-svæðið. Að sögn Halldórs hefðu íslendingar og Norðmenn verið tilneyddir að standa utan við Schengen-samstarfíð og norræna vegabréfasambandið þar með rofn- að, ef viðunandi samningar hefðu ekki tekizt. „Norðurlöndin [í ESB] vom búin að skuldbinda sig til að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að ná samningum sem við gætum búið við. Það hefur tekizt og það er mjög ánægjulegur viðburður,“ sagði Halldór. Áætlað er að Schengen-reglurnar komi samtímis til framkvæmda á öll- um Norðurlöndunum í október 2000, en til að svo geti orðið þarf t.d. að breyta aðkomu ferðamanna í flug- stöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkur- flugvelli, og koma íslenzkum tolla- og lögregluyfirvöldum í tölvutengsl við upplýsingakerfi Schengen. Með aðgangi að upplýsingakerfinu felst að íslenzkum yfirvöldum er tryggð- ur aðgangur að víðtæku samstarfi Evrópuríkja til að stemma stigu við fíkniefnasmygli og annarri alþjóð- legri glæpastarfsemi. Með Brassel-samningnum er komið á fót samsettri nefnd samn- ingsaðila, utan stofnana ESB, til umfjöllunar um Schengen-málefni. Engin yfirþjóðleg stofnun ESB, hvorki Evrópudómstóllinn né fram- kvæmdastjórn ESB, er veitt lögsaga yfir íslenzkum málefnum. Kveðið er á um samráð fulltrúa þjóðþinga Is- lands og Noregs við fulltrúa Evr- ópuþingsins. Ótvíræður samráðsvilji Vakin var athygli á því við undir- ritunarathöfnina, að það fyrirkomu- lag samráðs við ísland og Noreg sem kveðið væri á um í samningnum gæfi þessum ríkjum nánari aðgang að áhrifum á ákvarðanatöku á vett- vangi ESB en nokkur önnur dæmi væm um. „Þýzki ráðherrann lagði mikla áherzlu á (...) að þessi samn- ingur gæfi miklu meiri færi á raun- vemlegu samstarfi við aðildarríkin [þ.e. ESB-ríkin] heldur en EES- samningurinn," sagði Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra íslands hjá ESB. Gunnar Snorri segir samninginn tryggja að haft sé samráð við íslend- inga á öllum stigum þegar málefni er varða Schengen-samstarfið em rædd á vettvangi ESB. Að þetta samráð gangi vel sé hins vegar undir því komið að meðal ráðamanna ESB sé skilningur á nauðsyn þess að Is- lendingar séu hafðir með í ráðum „og að það sé pólitískur vilji til að hafa okkur með, og hann er greini- lega til staðar," segir Gunnar Snorri. Gildistaka Bmssel-samningsins er háð fullgildingu allra samningsað- ila. Þingsályktunartillaga um full- gildingu hans verður lögð fram á Al- þingi í haust, en í samningnum er kveðið á um að samsetta nefndin skuli starfa tímabundið fram að gild- istöku samningsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.