Morgunblaðið - 19.05.1999, Síða 11

Morgunblaðið - 19.05.1999, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 11 Félag skógræktarbænda á Vesturlandi Skrifað verði undir Skemmtanahald bann- að á hvítasunnudag Kyotosamninginn AÐALFUNDUR Félags skógar- bænda á Vesturlandi samþykkti að beina þeirri tillögu til stjómvalda að Islendingar skrifi undir og full- gildi Kyotosamninginn um vamir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, svo að þeir megi verða fullgildir þátttakendur í loka- ferli samningsins. Þar verður m.a. tekist á um nánari útfærslu á þætti skógræktar í kolefnisbindingu og umbun greinarinnar fyrir það. Einnig samþykkti fundurinn að beina þeim tilmælum til Alþingis að með lagasetningu verði lagt sérstakt gjald á allt jarðefnaelds- neyti sem og sérstakt mengunar- gjald á stóriðjuver. Gjaldtakan yrði liður í yfirlýstri stefnu stjómvalda um sérstakt hlutverk skógi-æktar sem mótvægi við los- un gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. I tillögunni segir að æskilegt væri að tryggja með lagasetningu að ekki verði unnt að semja um orkufrekan iðnað án þess að inn í samningnum verði mengunargjald sem dugi til að binda kolefnisígildi þeirra gróður- húsalofttegunda sem iðjuverið losar. Loks samþykkti aðalfundurinn að skora á Alþingi að tryggja að fé verði veitt til landsúttektar á skógræktarskilyrðum á næstu tveimur árum. LAUGARDAGINN fyrir hvíta- sunnu er skemmtanahald heimilt til klukkan 3 eftir miðnætti en á hvítasunnudag, 23. maí, er skemmtanahald bannað, segir í til- kynningu frá Lögreglustjóranum í Reykjavík. Staðir sem hafa leyfi samkvæmt lögum um veitinga- og gististaði, útgefin af lögreglustjóra, mega hafa opið á hvítasunnudag. Þann dag er einungis heimilt að veita borðvín með mat frá klukkan 12 til 13.30 og frá klukkan 19 til 21. Frá miðnætti á hvítasunnudag er skemmtanahald heimilt til klukkan 4, eftir atvikum með áfengisveitingum. Verslunarstarfsemi og önnur viðskiptastarfsemi er óheimil á hvítasunnudag. Starfsemi sölu- turna, blómaverslana og mynd- bandaleiga er þó heimil. Listsýningar heimilar Eftir klukkan 15 á hvítasunnu- dag er heimilt að halda listsýning- ar, tónleika, leiksýningar og kvik- myndasýningar. Annan í hvítasunnu er skemmt- anahald heimilt til klukkan 3 eftir miðnætti. Doktor í verkfræði •STELLA Marta Jónsdóttir verkfræðingur lauk hinn 27. nóv- ember sl. doktorsprófi í verkfræði frá Tækniháskólanum í Kaup- mannahöfn (Dan- marks Tekniske Universitet, DTU). Ritgerð Stellu nefnist „IT based product models for development of seafood prod- ucts“ og sam- anstendur af 34 blaðsíðna yfirlits- skýrslu og fimm sjálfstæðum greinum. Af þessum greinum hafa þrjár verið birtar í tímaritum og ráðstefnubókum tengdum rann- sóknum í matvælaiðnaði, en tvær bíða birtingar. I stuttu máli fjallar rannsóknin um vöruþróun í mat- vælaiðnaði og hvernig hægt sé að stuðla að hagkvæmari vinnuhátt- um í vöruþróunarferlinu í fiskiðn- aði með notkun hugbúnaðar sem Stella hannaði í tengslum við verk- efnið. Hagnýti hlutinn af verkefn- inu fór fram hjá vöruþróunardeild ABBA Seafood í Gautaborg. Leiðbeinendur voru Johan Vesterager, prófessor við rekstr- arverkfræðideild Tækniháskólans í Kaupmannahöfn, Torger Börresen, rannsóknastjóri hjá Danmarks Fiskeriundersogelser í Lyngby, og Pétur K. Maack, pró- fessor við verkfræðideild Háskóla Islands. Andmælendur voru dr. Gunnar Hall, sem vinnur hjá Svensk Kjöttforsknings Institut (SIK) í Gautaborg, dr. Svante Svensson, yfirmaður rannsókna- sviðs matvæla hjá norsku Orkla- samsteypunni, ásamt Henry A. Bremner, sem gegnir prófessors- stöðu hjá Danmarks Fiskeriund- ersogelser. Stella Marta er fædd í Reykja- vík 25. nóvember 1966. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð vorið 1986. Sama haust hóf hún nám í verk- fræði við háskólann í Alaborg. Þaðan lauk hún mastersprófi (cand. polyt.) í rekstrarverkfræði á sviði fiskiðnaðar sumarið 1991. í beinu framhaldi af því hóf hún störf hjá Danmarks Fiskeriunder- spgelser, avdeling for Fiskeindustriel Forskning (FF, Lyngby) og vann við rannsóknir í sjö ár. Hún hóf doktorsnám við rekstrarverkfræðideild Tæknihá- skólans 1995, samhliða starfi hjá FF. í nóvember 1998 hóf Stella störf við verkfræðiráðgjöf fyrir matvælaiðnað hjá NIRAS í Kaup- mannahöfn. Foreldrar Stellu eru Rósa Kjartansdóttir skrifstofumaður og Jón Sigurður Karlsson evróráð- gjafi og sálfræðingur. Eiginmaður hennar er Per Chr. Christensen, þróunarstjóri hjá Louis Poulsen & Co., og eiga þau tvær dætur. Kalli: Jakki (Omni-Tech) 21.000, buxur9.900, skór 12.900 - Debbie: Jakki (Omni-Tech) 15.900, buxur9.900, skór 12.900 - Guðrún: Jakki 4.990, buxur2.990, skór 8.900 - Eygló: Anorakkur 6.990, buxur 5.500, skór 8.900 ÆFINGAR - UTIVIST - BOMULL -------- Skeilunni19-S. 5681717 ---

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.