Morgunblaðið - 19.05.1999, Síða 25

Morgunblaðið - 19.05.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 25 VIÐSKIPTI Dirk F.Hudig, framkvæmdastjóri Evrópusam- taka atvinnu og iðnrekenda, UNICE Brýnt að sam- ræma starfsskilyrði atvinnulífsins SAMTÖK atvinnu- og iðnrekenda í Evrópu, UNICE, munu í sumar birta skýrslu um samkeppnishæfni Evrópuríkja en í fyrra kom út skýrsla um sama efni á vegum samtakanna. Vinnuveitendasam- band íslands og Samtök iðnaðarins eiga aðild að UNICE og taka þátt í starfsemi samtakanna, m.a. í tengslum við svokallað „þríhliða samráð“ (social dialogue) sem fram fer á vettvangi ESB. í síðustu viku sótti framkvæmdastjóri UNICE, Dirk F. Hudig, ísland heim og kynnti nokkrar niðurstöður skýrsl- unnar í erindi á aðalfundi VSI. Dirk F. Hudig er af hollensku þjóðemi og gegndi starfi fram- kvæmdastjóra alþjóðafyrirtækisins ICI í Belgíu áður en hann tók við stöðu framkvæmdastjóra UNICE, sem var í maí á síðasta ári. Hann segir að á næstu árum blasi marg- háttuð verkefni við Evrópubúum sem komi til með að hafa áhrif á samkeppnishæfni álfunnar á 21. öldinni en vill einkum nefna þrennt. „I fyrsta lagi er nauðsyn- legt að vinna bug á atvinnuleysinu sem hrjáir ríki eins og Þýskaland og Spán. Staðreyndin er sú að á sama tíma og milljónir ganga at- vinnulausar í þessum ríkjum er skortur á vinnuafli í öðrum, s.s. Hollandi, Irlandi og Islandi. Það þarf að vinna betur að samruna hagkerfanna í löndum Evrópu til að ná fram auknum hreyfanleika vinnuafls. Þetta þarf að gera með því að samræma betur starfsskil- yrði atvinnulífsins í löndum Evr- ópusambandsins," segir Hudig og bendir jafnframt á að Efnahags- og myntbandalagið geri þessa sam- ræmingu enn meira aðkallandi en ella. Mikilvægi þjónustuviðskipta I annan stað nefnir Hudig stöðu Evrópu í viðskiptum á heimsvísu, sérstaklega vegna vaxandi þýðing- ar þjónustuviðskipta. .Aðalvanda- málið er að verslun með þjónustu milli heimshluta er ekki nægilega frjáls. Við verðum að átta okkur á því að 2J3 nýrra starfa verða til í margs konar þjónustugreinum og til að efla hagvöxt og bæta lífskjör í Evrópu verður að tryggja frjálsa fór fólks og hugvits." Hudig telur að framtíð þjónustuviðskipta muni að miklu leyti ráðast í þeim samn- ingaviðræðum sem standa fyrir dyrum á vettvangi Alþjóðavið- skiptasamtakanna (WTO). Hann segir einnig að miklu varði að Evr- ópubandalagið fái aukin völd á sviði viðskipta með þjónustu. „Brýnt er að aðildarríkin geti talað einum rómi í komandi samningaviðræð- um,“ segir Hudig. Hægt að viðhalda sveigjanleika innan ESB Þriðja stóra málið er að mati Hudigs yfirvofandi stækkun Evr- ópusambandsins til austurs. Hann nefnir að í sumum tilvikum þýði að- ild að Evrópusambandinu auknar reglur um atvinnustarfsemi, eink- um á sviði umhverfis-• og félags- mála. Nauðsynlegt sé að efla sam- tök á vinnumarkaði til að mæta nýjum aðstæðum. „Við erum um þessar mundir að vinna með sam- tökum atvinnurekenda í væntan- legum aðildarríkjum, sem mörg hver voru bönnuð á valdatíma kommúnista, við að byggja upp Dirk Hudig: Mikilvægi „þríhliða samráðsins" á eftir að aukast í framtíðinni. f Adalvandamál- id er að verslun með þjónustu milli heimshluta er ekki nægilega frjáls. á starfsemi þeirra og búa þau undir þær breytingar sem aðild að ESB hefur í för með sér.“ Hudig tekur undir það álit sem komið hefur fram í umræðum hér á landi að íslenskur vinnumarkaður sé sveigjanlegri en gerist víðast hvar í álfunni. Aftur á móti segist hann aðspurður ekki sjá að hugs- anleg aðild landsins að ESB gæti breytt þar nokkru um. Hann bend- ir á að vegna aðildar Islands að Evrópska efiiahagssvæðinu sé fé- lagsmálalöggjöf Evrópusambands- ins í gildi hér á landi og það sýni að hægt sé að viðhalda sveigjanleika á vinnumarkaði innan ESB. „Stjóm- málamenn virðast sumir hverjir vilja halda því að almenningi að all- ar óvinsælar reglur og kvaðir á at- vinnulífíð komi frá Brussel," segir Hudig. Samráð mikilvægt Að mati Hudig hafa aðilar vinnu- markaðarins mikilvægu hlutverki að gegna við að tryggja farsæla niðurstöðu í þeim stóru málum sem framundan eru. „Við munum halda áfram að meta tillögur sem miða að samræmingu reglna um starfsskil- yrði atvinnulífsins og reyna að hafa áhrif á stefnuna að svo miklu leyti sem okkur er unnt. Mikilvægast er að þetta sé gert í gegnum samráð og samræður milli aðila en ekki með valdboði." Með Maastricht sáttmálanum opnaðist möguleiki á formlegu þrí- hliða samráði milli samtaka á vinnumarkaði og framkvæmda- stjómar ESB um mótun löggjafar á vinnumarkaði. Þegar hafa þrír samningar milli þessara aðila orðið að bindandi reglum og telur Hudig að í framtíðinni komi mikilvægi þessa samráðs til með að aukast. „Samráðið hefur mikla þýðingu fyrir okkur sem leið til að skýra út hvað það er sem atvinnurekstur þarfnast til að geta dafnað. Að mörgu leyti lítum við á samráðið sem vettvang til að koma á fram- færi sjónarmiðum okkar um hvað heilbrigður vinnumarkaður felur í sér,“ sagði Hudig að lokum. HÉRMEÐ UPPLYSIST Samráðsfundur um opinberar upplýsingar - aðgengi almennings og atvinnulífs Verkefnisstjóm um upplýsingasamfélag og MIDAS-NET halda samráðsfund um skýrslu (Green Paper) Evrópusambandsins um opinberar upplýsingar og afstöðu íslendinga til hennar. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel fimmtudaginn 20. mat 1999, kl. 13:00 - 16:00 Aðgangur er ókeypis Dagskrá: 13:00-13:10 Setning Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti 13:10-14:00 Kynning á skýrslu ESB um opinberar upplýsingar Ola-Kristian Hoff, sérfræðingur hji Evrópusambandinu, DGXIII 14:00-14:20 Aðgangur að upplýsingum hjá hinu opinbera Kristján Andri Stefánsson, lögfræðingur í forsætisráðuneyti 14:20-14:40 Kaffi 14:40-15:00 Gólfen ekkert þak - allt opinbert sem ekki er undanþegið í lögum Þór Jónsson, Blaðamannafélagi íslands 15:00-16:00 Pallborðsumræður Þátttakendur auk ræðumanna: Stefán Eiríksson, lögfræðingur í dómsmálaráðuneyti, Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkoæmda- stjóri Samtökum iðnaðarins, Garðar Garðarsson hdl. stjómarformaður Urlausnar-Aðgengis Fundarstjóri: Guðbjörg Sigurðardóttir, formaður verkefnisstjómar um upplýsingasamfélagið CSEMoIÐ Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið KUNIGUND SKOLAVORÐUSTIG 8 S 551 3469 AÐALFUNDUR Fimmtudaginn 20. maí 1999, kl. 17:15 í húsnæði íslandsbanka við Kirkjusand, 5. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum sjóðsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Önnur mál. Þær breytingar sem lagt er til að verði gerðar á samþykktum sjóðsins miða að því að aðlaga samþykktir sjóðsins lífeyrissjóðalögunum frá 1997 og reglugerðum sem hafa verið settar í kjölfar laganna. Tillögur til breytinga á samþykktum liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og geta sjóðfélagar nálgast þær þar eða fengið þær sendar í pósti. Einnig er hægt að nálgast samþykktirnar á vefnum á slóðinni www.vib.is undir lífeyrismál. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á aðalfundinnl Boðið verður upp á kaffiveitingar. LÍFEYRIS- SJÓÐUR arkitekta og tæknifræoinga Kirkjusandur, 155 Reykjavík Sími: 588-9170 Myndsendir: 560-8910. Rekstraraðili: VÍB Sími: 560 8900 Netfang: vib@vib.is Veffang: www.vib.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.