Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 55 Fjörleg byrjun í Sarajevo SKAK Karajevo BOSNA 99 16.-26. maí 1999 STÓRMEISTARAMÓTIÐ í Sarajevo hófst með látum á mánu- daginn. Einungis einni skák af fimm lauk með jafntefli í fyrstu umferð. Þar var reyndar að verki sjálfur Gary Kasparov sem fyrir- fram er talinn sigurstranglegastur á mótinu, ekki síst í ljósi þess að tveir helstu keppinautar hans, An- and og Kramnik, eru ekki meðal keppenda. Mótið er eitt hið sterkasta á árinu og er í 19. styrk- leikaflokki. Úrslit urðu þessi: Michael Adams - Nigel D. Short 1-0 Alexander Morozevich - Ivan Sokolov 1-0 Evgeny Bareev - Gary Kasparov V2-V2 Margir bíða spenntir eftir að sjá hvemig Morozevich tekst til á sínu fyrsta móti í þessum styrkleika- flokki. Honum var boðið á Dos Hermanas-stórmeistaramótið fyrr á þessu ári, en varð að hætta við þátttöku á síðustu stundu vegna veikinda. I annarri umferð, sem tefld var 18. maí, mættust: Alexei Shirov - Gary Kasparov Nigel D. Short - Evgeny Bareev Veselin Topalov - Michael Adams Ivan Sokolov - Jan H. Timman Peter Leko - Alexander Morozevich Eftirfarandi skák var tefld í fyrstu umferðinni og þar á Morozevieh við heimamanninn Iv- an Sokolov. Morozevich er 21 árs og er núverandi skákmeistari Rússlands. Eftir fjölda sigi-a á síð- asta ári hækkaði hann um hvorki meira né minna en 98 stig á hálfu ári! Hann er nú fimmti stigahæsti skákmaður heims. Skákin þróast þannig að Ivan fómar peði í byrjuninni, en kemur ekki að tómum kof- unum hjá rússneska meistaranum, og eft- ir að sá síðarnefndi kemur með djúp- hugsaða áætlun í miðtaflinu á Bosníu- maðurinn ekkert svar. Hvítt: Alexander Morozevich Svart: Ivan Sokolov Tveggja riddara vörn [C68] l.e4 e5 2.RÍ3 Rc6 3.Bc4 Rf6 4.Rg5 d5 5.exd5 Ra5 6.Bb5+ Bd7 Mun algengara er 6...c6. 7.De2 Bd6 8.Rc3 0-0 9.Bxd7 Dxd7 10.a3! Nýr leikur í stöðunni. Skák Sulskis og Beljavski, MK cafe op Kozalin 1998, tefldist 10.0-0 c6 U.dxc6 Rxc6 12.d3 Rd4 14...Ba3! 10...b6 11.d3 c6 12.b4 Rb7 13.dxc6 Dxc6 14.Rce4! Byrj- unarstríðinu er lokið og ljóst er að svartur hefur borið skarðan hlut frá borði. 14...Rd7 Eftir 14...Rxe4 kemur 15.Dxe4! því svartur má ekki leika 15...Dc3+ 16.Bd2 Dxal+ 17.Ke2 og hvítur vinnur. 15. Df3 Be7 Ef 15...Hac8 þá er 16. c4 sterkt. 16.Rxh7! Hfc8 Að sjálfsögðu ekki 16...Kxh7 17.Rg5+ og hvítur vinnur drottn- inguna. 17.Rhg5 f6 18.Rh3 Dxc2 19.0-0 Rd8 20.Be3 Dc6 Með textaleiknum kemur Ivan drottningunni í vömina. Annar mögu- leiki var 20...Re6 21. DÍ5 Rdf8, en þá lít- ur 22.f4! vel út fyrir hvítan. Ekki 20...Dxd3 út af 21.Hadl Db5 22. Rc3! og svartur má ekki drepa riddarann út af hróknum á a8. 21.d4 Rf7 22.Hadl Rf8 23. Dg4 Eini galli hvitu stöðunnar er að ridd- arinn á h3 stendur illa, en með textaleiknum undirbýr Morozevich að bæta úr því með f3 og Rhf2. 23...De6 24.Dxe6 Rxe6 25.d5 Rf8 26.d6 Bd8 27.g4 Hc4 28.f3 g6 29.Khl!! Upphafið að djúphugs- aðri áætlun! 29...Hac8 30.Rhf2 Rd7 31.Hgl Kf8 32.Hg3 Hc2 33.h4 He2? Betra var 33...Ha2 34.f4! með gríðarlegum flækjum. Hér eru nokkur afbrigði: 34...Í5 35.gxf5 exf4 (35...Bxh4 36.Hxg6 er gott fyrir hvítan) 36.Bxf4 Bxh4 37.Hh3! Bxf2 38.fxg6 Hc4 39.HÍ3! Hxe4 40.Bh6+ Kg8 41.gxf7+ Kh7 42.Hh3 Hh4 43.Hxh4 Bxh4 44.Í8D Rxí8 45.Bxf8 Hxa3 og líklegustu úrslit em jafntefli; ekki 33...f5 34.gxf5 gxf5 35.Hdgl Ke8 36.Hg8+ Rf8 37.d7+ Kxd7 38.Hxf8 Ke7 39.Hxf7+ og hvítur vinnur. 34,Bd2 f5 35.gxf5 Bxh4 36.Hh3! Bxf2 37.fxg6 Hxd2 38.Rxd2 Rxd6 39.Re4 Rxe4 40.Hh8+ Kg7 41.Hxc8 ogsvartur gafst upp því eftir 41...Ref6 kem- ur 42,Hc7 1-0 Skákþing Hafnarfjarðar Skákþing Hafnarfjarðar 1999 fer fram dagana 4.-6. júní. Mótið er öllum opið og er liður í ís- lensku bikarkeppninni. Umferð- artaflan er sem hér segir: 1.-3. umf. fiistud. 4.6. kl. 20-23 4. umf. laugard. 5.6. kl. 11-15 5. umf. laugard. 5.6. kl. 16-20 6. umf. sunnud. 6.6. kl. 11-15 7. umf. sunnud. 6.6. kl. 16-20 í fyrstu þremur umferðunum verða tefldar atskákir með 25 mínútna umhugsunartíma. I 4.-7. umferð verða tefldar kappskákir þar sem umhugsunartíminn er einn og hálfur klukkutími á 30 leiki og hálftími til að klára skák- ina. Teflt verður eftir Monrad-kerfi og verður mótið reiknað til stiga. Verðlaun kr. 20.000, 12.000, og 8.000 fyrir þrjú eftsu sætin. Bókaverðlaun fyrir þrjá efstu menn 15 ára og yngri. Ef þátt- taka verður innan við 20 manns lækka verðlaunin. Þátttökugjald: kr. 1.500 fyrir 16 ára og eldri, kr. 1.000 fyrir 15 ára og yngri. Núverandi skák- meistari Hafnarfjarðar er Sigur- bjöm Björnsson. Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra viðburði sendist til umsjón- armanna skákþáttar Morgun- blaðsins. Tölvupóstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda annað efni og athugasemdir við skákþættina á sama póstfang. 27.5. Meistaramót Skákskólans 29.5. SÍ. Aðalfundur 30.5. Hellir. Kvennamót Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Peter Leko - Alexei Shirov 0-1 Jan H. Timman - Veselin Topalov 0-1 13.Ddl Hac8 og eftir hinn vafa- sama leik 14.Be3?! hrifsaði Beljavski til sín frumkvæðið með Alexander Morozevich FRÉTTIR Ráðstefna um umhverfisáhrif bifreiðaum- * ferðar í borginni HOLLUSTUVERND ríkisins og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur efna miðvikudaginn 26. maí til hálfsdags ráðstefnu um umhverfisáhrif bif- reiðaumferðar í Reykjavík. í frétta- tilkynningu segir að það sé mat þessara stofnana að hér sé um að ræða afar mikilvægt málefni, sem snerti mikið daglegt líf þjóðarinnar en hafi þó hvergi nærri verið gefið tilhlýðilegt vægi í umhverfismála- umræðunni. Gert er ráð fyrir að allar helstu opinberar stofnanir sem tengjast málefninu taki þátt í ráðstefnunni auk ýmissa hagsmunaaðila, verk- fræðinga, stjórnmálamanna og al- mennra borgara. Ráðstefnan er öll- um opin. Ráðstefnugjald er 1.000 krónur, tilkynning um þátttöku ber- ist til Hollustuverndar ríkisins fyrir 20. maí. Meðal efnis á ráðstefnunni er kynning á niðurstöðum mælinga á loftmengun, fjallað verður um há- vaðadreifingu í Reykjavík og áhrif loft- og hávaðamengunar á heilsu- far, tækniklegar lausnir gegn há- vaða, aðgerðir Reykjavíkurborgar, áhrif nagladekkja, kröfur í lögunú reglugerðum og milliríkjasamning- um, afstöðu og kröfu borgaranna og umhverfisálag vegna samgangna í framtíðinni. FUGLAHÚS fuglahásum funoir/ maiminifagimaqur M€NNTRF€LflG BVGGINGflRIÐNflÐflRINS Fundarboð Aðalfundur Menntafélags byggingariðnaðarins verður haldinn á Hallveigarstíg 1, miðvikudaginn 19. maí nk. kl. 17.00. Til aðalfundar eru boðuð öll félög og fyrirtæki sem eru aðilarað Menntafélagi byggingar- iðnaðarins. í lögum MFB segir m.a.: „Aðalfundur er lögmætur ef löglega hefur verið til hans boðað án tillits til fundarsóknar. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum Menntafélags byggingariðnaðarins." A aðalfundi verða þessir dagskrárliðir: 1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár, 2. Gjaidkeri leggurfram til samþykktar endur- skoðaða ársreikninga, 3. Framkvæmdastjóri leggurfram framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta starfsárs, 4. Lagabreytingar enda séu þær kynntar í fundarboði, 5. Tilnefningar tii stjórnar, 6. Kjörnir tveir skoðunarmenn reikninga félagsins, 7. Önnur mál. • Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri MENNTAR, segirfrá starfsemi félagsins. Stjórnin. STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA Aðalfundur Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður haldinn á Háaleitisbraut 11 — 13, mið- vikudaginn 26. maí kl. 17.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við 9. gr. laga Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Stjórnin. ÝMISLEGT Bætt heilsa — betri líðan — aukatekjur Við kynntumst ótrúlegum heilsuvörum og náðum frábærum árangri. Þú trúir því varla! Viltu vita hvernig? Ráðgjöf - stuðningur - árangur. Hringdu núna í síma 561 3527. KENNSLA Söngskólinn í Reykjavík Skólaslit og lokatónleikar í íslensku óperunni fimmtudaginn 19. maí. Kl. 19.00 Skólaslit og afhending prófskírteina. Kl. 20.30 Nemendatónleikar — lokatónleikar. Ókeypis aðgangur — allir velkomnir. Inntökupróf fyrir skólaárið 1999—2000 fara fram fimmtudaginn 27. maí. Upplýsingar á skrifstofu skólans, sími 552 7366 frá kl. 10.00-17.00 Skólastjóri. ______FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MORKINNI6 - SlMI 568-2533 Miðvikudaginn 19. maí kl. 20.00 Sólarlagsganga: Hraun — Lónakot. Um 2—3 klst. fróðleg kvöld- ganga í samstarfi við Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar. Verð 800 kr, frltt f. börn m. full- orðnum. Brottför frá BSl, austan- megin og Mörkinni 6. Stansað við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Komið með í hvítasunnuferð- irnar: Þórsmörk, Snæfellsnes — Snæfellsjökull og Öræfa- jökull — Hvannadalshnúkur. Dagsferð mánudaginn 24. mai annan í hvítasunnu: Mosfellsheiði - Lyklafell. Föstudaginn 28. maí kvöldganga Grindaskörð - Langahlíð - Vatns- skarð. Sunnudaginn 30. maí Bakaleiðin, 2. áfangi, Brúarhlöð - Flúðir. Sumar með Útivist. --------------------------- ÉSAMBAND (SŒNZKRA ____> KRISTNIBOÐSFÉLAGA '*1* Háaleitisbraut 58. Almenn samkoma kl. 20.30. Felix Ólafsson talar. Boðið verður upp á fallegan söng. Allir hjartanlega velkomnir. sik@torg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.