Morgunblaðið - 19.05.1999, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 19.05.1999, Qupperneq 60
-Jf?0 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 FRÉTTIR I DAG MORGUNBLAÐIÐ Verðlaun t fyrir starf í þágu nátt- úruverndar ARA Trausta Guðmundssyni jarð- fræðingi voru veitt „A. Peccei“- verðlaunin ítölsku 27. apríl sl. fyrir starf sitt í þágu náttúruverndar á íslandi. Verðlaunin eru afhent ár hvert af hálfu ítalskra yfirvalda þeim, sem hafa skarað fram úr á sviði umhverfísverndar í einhverju Evrópulandi, segir í fréttatilkynn- Ingu frá Stofnun Dante Alighieri á Islandi. Það var Thor Vilhjálmsson rithöf- undur sem afhenti Ara Trausta verð- launin að viðstöddum Birni Bjarna- syni menntamálaráðheira. Afhend- ingin fór fram í tölvuveri Islands- síma við Austurvöll og var henni endurvarpað beint á Italíu, en þar sátu F. Rutelli, borgarstjóri í Róm, ásamt fjölmennum hópi ítalskra framhaldsskólanema. Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra þakkaði viðtökur sem hann fékk fyrr í vetur, er hann undirritaði í Róm menningar- og vísindasamn- ing milli Italíu og Islands, en hann mun auka til muna samskipti milli r Jandanna tveggja, segir einnig í til- kynningu. ^ Ný stjórn Ibúasamtaka Vesturbæjar NY stjórn Ibúasamtaka Vesturbæj- ar var kjörin á aðalfundi samtakanna nýlega, og er tekin til starfa. Hana skipa: Formaður: Ólína Þorvarðar- dóttir þjóðfræðingur, Ása Ragnars- dóttir kennari, Gísli Þór Sigurþórs- son framkvæmdastjóri, Leifur Ey- steinsson viðskiptafræðingur og Jón Sigurjónsson viðskiptafræðingur. Varamenn eru Gunnar Þorsteinn Halldórsson kennari og Þórdís Þórð- ardóttir uppeldisfræðingur. „Markmið samtakanna er að standa vörð um umhverfísverðmæti í gamla Vesturbænum og gæta hags- muna íbúanna,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá samtökunum. „Umferðar- þungi neðst á Framnesvegi er eitt af áhyggjuefnum samtakanna sem ekki hefur verið leitt til lykta að svo stöddu. Hverfíshús til afnota fyrir íbúa er mál sem samtökin hafa árum saman beitt sér fyrir, en ekki náð fram ennþá. Eitt af fyrstu verkefnum nýrrar stjórnar verður þó menningarlegs eðlis, að fylgja eftir og hrinda í fram- kvæmd Ijóðasamkeppni Vesturbæjar í tengslum við Reykjavík M-2000. Til þess verkefnis hefur nú þegar hlotist fjárstyrkur frá Reykjavíkurborg og er það von samtakanna að vel muni úr rætast. Verkefnisstjóri ljóðasam- keppninnar er Ása Ragnarsdóttir," segir þar ennfremur. Gengið á milli hafnargarða HAFNAGÖN GUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð á milli elsta hafnargarðsins í Reykjavíkurhöfn og þess yngsta miðvikudagskvöldið 18. maí. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20. Gengið verður út á Ingólfsgarð, síðan með höfninni og út á Eyjagarð í Örfírisey. Gönguferðin er sú fyrsta af fleirum sem farin verður í ferða- röð til að tengja saman gamla og nýja tímann. Allir velkomnir. Dagbók Háskóla Islands DAGBÓK Háskóla íslands frá 20.-21. maí: Fimmtudagur 20. maí: Prófessor Giddens, rektor í The London School of Eeonomics and Political Science, mun koma hingað til lands í boði LSE-félagsins á ís- landi og halda opinberan fyrirlestur við Háskóla íslands. Prófessor Gidd- ens er með þekktari félagsvísinda- __ jpönnum nútímans. Verk hans hafa ^Raft mikil áhrif bæði innan félagsvís- indanna og í stjómmálum líðandi stundar, en Giddens er talinn einn helsti hugmyndafræðingur stjómar- stefnu Tony Blair í Bretlandi. Fyrir- lesturinn hefst kl. 16 í stofu 101 í Odda. Vísindafélagsfræðingurinn Hilary Rose flytur opinberan fyrirlestur í boði Siðfræðistofnunar og Siðaráðs landlæknis. Fyrirlesturinn nefnist „Siðfræði og erfðaupplýsingar“ og er öllum opinn. Erfðavísindi vekja æ flóknari og erfiðari siðferðisspum- ingar. Mun getan til að greina sjúk- dóma halda áfram að aukast hraðar en getan til að meðhöndla þá? Erum við sem einstaklingar og samfélag ' ^undir það búin að takast á við erfða- fræðilegar upplýsingar? Geta þjóð- ríki og alþjóðastofnanir stjómað beit- ingu erfðatækninnar í þeim tilgangi að vemda friðhelgi einstaklinga og trúnaðarsamband sjúklinga og heil- brigðisstarfsfólks? Hversu langt er rétt að ganga í að gera náttúruna að verslunarvöru? Eru hin hefðbundnu markmið vísindarannsókna, sköpun auðs og bætt mannlíf, samrýmanleg þegar erfðavísindi eru annars vegar? Sú ákvörðun íslendinga að setja upp miðlægan gagnagrunn og selja upp- ^singar úr honum hefur gert spum- ingar af þessu tagi enn áleitnari en áður. Þeir sem gera sér grein fyrir mikilvægi hinnar auknu áherslu á erfðarannsóknir í hinu alþjóðlega vís- inda- og tæknisamfélagi fýlgjast með umræðunni á íslandi. Fyrirlesturinn hefst kl. 17 í hátíðarsal Aðalbygging- ar Háskóla íslands. • , Föstudagur 21. maf: Kynning á BS-verkefni nemenda námsbrautar í sjúkraþjálfun fer fram föstudaginn 21. maí, frá kl. 10.30 til 15.40. Kynningin fer fram í Læknagarði, 3. hæð, og eru allir sem áhuga hafa velkomnir. Hvert erindi er 20 mínútur, 15 mínútur í framsögu og 5 mínútur í spurningar og umræður. Nöfn nemenda og heiti verkefnis er eftirfarandi í réttri tímaröð: Ólafur Armann Óskarsson og Jón Harðarson: Fitumælingar; aðferðir og notkun; Róbert Magnús- son og Sigurjón Rúnarsson: Styrkt- arþjálfun; Kristinn Magnússon: Meðferðarheldni; Kristín Rós Óla- dóttir: Ofþjálftm; Hádegishlé; Trausti Hrafnsson og Valgeir Sig- urðsson: Álagseinkenni þeirra sem vinna við tölvur (skjávinnu); Inga Margrét Friðriksdóttir og ída Braga Ómarsdóttir: Hálshnykksá- verkar - þolmæling hjá konum með langvarandi einkenni eftir háls- hnykksáverka; Karl Guðmundsson: Vöðvarafrit af m. multifidus hjá fólki með óstöðugleika í baki; Oddbjörg Erla Jónsdóttir: Óstöðugleiki fram á við í axlarlið; hlé; Ása Dóra Kon- ráðsdóttir og Berghildur Ásdís Stef- ánsdóttir: Greining og meðferð sina- bólgu í snúningsvöðvum axla; Hall- dóra Sigurðardóttir: Áhrif relaxins á grindarlos ófrískra kvenna; Hólm- fríður Berglind Þorsteinsdóttir og Alma Anna Oddsdóttir: Áhrif slök- unar á líðan fólks með vefjagigt. Væntanlegir BS-kandídatar í hjúkrunarfræði kynna lokaverkefni sín og meistaranemar í hjúkrunar- fræði kynna rannsóknaráætlanir sínar í Eirbergi, húsnæði náms- brautar í hjúkrunarfræði, Eiríks- götu 34, 101 R. Allir eru velkomnir. Kaffiveitingar í boði. Aðgangur ókeypis. Orðabankar og gagnasöfn: Öllum er heimill aðgangur að eft- irtöldum orðabönkum og gagnasöfn- um á vegum Háskóla Islands og stofnana hans. Islensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sér- greinum: http:/Avww.ismal.hi.is/ob/ Landsbókasafn íslands - Háskóla- bókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegnir.html Gagnasafn Orðabókar Háskólans: http://www.lexis.hi.is Rannsóknagagnasafn Islands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þróun- arstarfs: http://www.ris.is VELVAKAiNDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Oánægð með njrjan Laugaveg VE LVAKANDA barst eft- irfarandi: Mér brá þegar ég fór niður nýja Laugaveginn nýlega. Finnst mér fram- kvæmdin hafa heppnast illa, finnst þar bæði þröngt og þetta vera illa gert. Eins líkar mér ekki við þessar mislitu flísar. Þegar snjór er yfir öllu er erfitt að átta sig á hvar bílastæð- inu eru. Eins keyrði ég fram hjá Hallgrímskirkju nýlega og brá í brún þegar ég sá að tveimur stórum rútum hafði verið lagt á þessu fallega torgi fyrir framan kirkjuna. Það verð- ur gaman að sjá hvernig togið muni líta út ef nota á það sem bílastæði fyrir rútur. Væri ekki hægt að nota Iðnskólaplanið fyrir bílastæði? Við Njarðargötuna blasti við mér ferlíki sem verið er að byggja rétt við Norræna húsið. Finnst mér þetta skelfilegt því að Norræna húsið, þessi fal- lega bygging, kemur til með að hverfa á bak við þetta hús. Það hefði verið eðlilegra að staðsetja þetta hús annars staðar. Eins er ég dauðhrædd við framkvæmdirnar við Dómkirkjuna, er hrædd um að eyðileggja eigi torgið þar. Finnst mér eins og það sé alls staðar verið að setja niður mis- litlar flísar í bænum, finnst það ljótt. Og svo er það krian. Krían er Reykjavíkurfugl og finnst mér að ekki eigi að nota hana í merki Snæ- fellsbæjar. Vil ég að lokum lýsa yfir ánægju minni með fyrir- hugaðar breytingar á fréttatímum Ríkissjón- varpsins og -útvarpsins. Umhverfissinni. Tapað/fundið Silfurlitað kvenúr týndist SILFURLITAÐ kvenúr með hvítri skífu og silfurlit- aðri keðju týndist á Lauga- veginum frá Monsoon að Hlemmi sl. föstudag. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 567 8418. Disklingataska í óskilum LITIL disklingataska (TDK) með 8 disklingum í fannst í Bankastræti sl. miðvikudag. Upplýsingar í síma 564 3335 eftir kl. 19. Bakpoki týndist Baldvin týndi blágrænum bakpoka merktum Spari- sjóði vélstjóra í eða við Engjaskóla. I pokanum er gulur körfuboltagalli merkt- ur stórum stöfum „Bald- vin“. Gott væri að foreldrar gætu spurt bömin í Engja- hverfi hvort þau hafi séð bakpokann. Fundarlaun. Upplýsingar í síma 586 1021 og 897 8585. Hjördís. Dýrahald Kettlingur í óskilum í Garðabæ Kettlingur, lítill og grár, frekar loðinn, fannst hjá Shellstöðinni í Garðabæ sl. laugardag. Upplýsingar í síma 565 8430. Kettlingar óska eftir heimili TVEIR átta vikna og einn þriggja mánaða kettlingur óska eftir heimili. Þeir eru kelnir og kassavanir. Uppl. í síma 698 2822. Guðný. Kettlingar óska eftir heimili FjÓRIR kettlingar óska eftir heimili. Gullfallegir og kassavanir, loðnir, 7 vikna. Upplýsingar í síma 562 5103. SKAK Fmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á skák- móti öðlinga (40 ára og eldri) í vor. Sverrir Norðfjörð (1.910) hafði hvítt og átti leik gegn Jóni Torfasyni (2.320). 18. Bxe6! - h5 (Svartur mátti ekki þiggja bisk- upsfómina. Eftir 18. - fce6 19. Dxe6+ er bæði 19. - Hf7 20. Dxf7+ - Kxf7 21. e6+ - Kxe6 22. Bxc7 og 19. - Kh8 20. Hd7 með öllu vonlaust) 19. Dc4 - Had8 20. Bxf7+! - Kh8 (Eða 20. Hxf7 21. Dxf7+! - Kxf7 22. e6+ og hvítur vinnur drottninguna til baka með auðunnu tafli) 21. Bxh5 og þar sem hvítur hefur unnið þijú peð vann hann skákina auðveldlega. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... HUGMYNDIN um að reisa vík- ingaaldargarð í Laugardalnum er í meira lagi forvitnileg. Hana setti Júlíus Vífill Ingvarsson, einn borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fram á borgarstjórnarfundi nýverið. Hægt er að fallast á það með borgarfulltrú- anum að slíkur garður hæfir betur útivistarsvæði Laugardalsins, fjöl- skyldu- og íþróttastarfinu sem þar er, fremur en byggingar fyrir bíó eða síma. Og þótt hugmyndin kosti ef- laust talsverða fjármuni er vert að gefa henni fullan gaum. Borgarfulltrúinn leggur til að reist verði höfðingjasetur með gripahús- um og öðru sem tilheyrir en líka kot- býli og að þama verði fólk við iðju þessa tíma með réttum verkfæram. Það á með öðram orðum að sýna allt, bæði gott og vont, og leyfa gestum að upplifa kosti og galla víkingatímans, híbýlin, fæðið, myrkrið, lyktina - all- an aðbúnaðinn sem forfeður okkar bjuggu við. Auk þess sem slíkur garður getur eflaust vakið forvitni ferðamanna og fengið þá til að staldra við og kynna sér líf og starf víkinganna er hann ekki síður nauð- synleg lifandi fræðsla fyrir nútíma Islendinginn, sem leiðir ekki hugann að þessaii arfleifð á hverjum degi. Eram við nefnUega ekki búin að gleyma þessu öllu? Það hlýtur að vera þýðingarmikið að gæta að sögunni og það má eflaust leggja eitt og annað á sig fyrir það. Víkverji verður þó að viðurkenna að hann hafði svosem aldrei bráðlifandi áhuga á sögu, frekar þó íslandssögu en mannkynssögu. En hér hlýtur líka að vakna spumingin hvort þetta verkefni er eingöngu borgarinnar eða hvort fleiri koma hér við sögu - verði af framkvæmdum. x x x EFLAUST eiga margir eftir að fjalla um fyrirhugaðar breyting- ar á fréttatímum Ríkisútvarpsins. Og víst eins trúlegt að nokkurn tíma taki fyrir hlustendur og áhorfendur að laga sig að breytingunum. En hefði ekki verið nóg að flytja kvöld- fréttir útvarps til 18.30? Af hverju þurfa þær að vera kl. 18? Víkverji hefur nokkra samúð með kúabænd- um sem flestir era í fjósi á þessum tíma og verður bæði þeim og kúnum erfitt að laga sig að breytingunum. Eina ráðið er líklega að hafa sjón- varpið með og líta á það með öðra auganu við mjaltimar. En hitt er svo annað mál að daglegt líf stendur svo sem ekki eða fellur með því hvort við náum kvöldfréttunum eða ekki. XXX NOKKUÐ oft sést skrifað eða heyrist sagt að veita fræðslu til þessa eða hins hóps fólks. Meðal annars var fjallað um „fræðslu til verðandi hjóna“ í blaðauka Morgun- blaðsins um brúðkaup. Er ekki betra að segja að veita fræðslu fyrir ein- hvem eða bara að veita einhverjum fræðslu? Til dæmis að fræða verð- andi brúðhjón eða veita þeim fræðslu. Orðalagið að veita fræðslu til einhvers er líka algeng í auglýs; ingum um hvers kyns námskeið. í augum Víkverja er þetta hvimleitt orðafar - en kannski er það bara nöldur?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.