Morgunblaðið - 19.05.1999, Síða 61

Morgunblaðið - 19.05.1999, Síða 61
I -f MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 61 I DAG BRIDS Umsjún Gnðmundnr Páll Arnarson BOB Hamman segir að fimmta þrepið „tilheyri andstæðingunum“, en suð- ur lætur sér fátt um finnast og skellir sér í fimm spaða yfir fórn AV: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ 8663 V 9432 ♦ ÁK108 ♦ 6 Suður ♦ KDG107 V ÁKDGIO ♦ 53 ♦ 4 Vestur Norður Austur Suður - - 1 spaði 21auf 3spaðar 51auf 5spaðar Og það er ekki að sjá annað en að suður hafi tek- ið góða ákvörðun, því tapslagirnir virðast aðeins vera tveir - einn á trompás og annar á lauf. En þegar vestur kemur út með hjartafimmu verður að end- urskoða það mat. Hvernig myndi lesandinn spila? Það er vægast sagt mjög sennilegt að vestur sé með einspil í hjarta og trompásinn. Sem þýðir að hann mun umsvifalaust drepa á spaðaásinn til að spila makker sínum inn á lauf, sem svo mun reka smiðshöggið á vörnina með því að spila hjarta. Horf- urnar eru því ekki góðar og sú hugmynd að reyna að læðast framhjá vestri með því að spila út spaðadrottn- ingu er frekar andlaus. En er eitthvað annað í spilun- um? Norður * 8653 V 9432 ♦ ÁK108 *5 Vestur Austur *Á2 * 94 »5 V 876 ♦ DG76 ♦ 942 * ÁDG872 + K10963 Suður * KDG107 V ÁKDGIO ♦ 53 + 4 Vissulega. Kannski má klippa á samgang varnar- innar með því að henda laufi ofan í tígul. Hugmynd- in er þá sú að taka ÁK og spila svo tíunni í þeirri von að vestur lendi inni. Sem hann gerir ef hann á litlu hjónin eða drottningu þriðju og „gleymir" að henda drottningunni undir. Þessi spilamennska heppn- ast og suður sleppur með skrekkinn. Arnað heilla O iVÁRA afmæli. í dag, O v/ miðvikudaginn 19. maí, verður áttræður Jó- hann Eyjólfsson, Dals- byggð 21, Garðabæ. Eigin- kona hans er Fríða Valdi- marsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í dag frá kl. 17-19 í Valsheimilinu við Hlíðarenda. ^/\ÁRA afmæli. í dag, I v/miðvikudaginn 19. maí, verður sjötug Þuríður Kristjánsdóttir, Sandholti 19, Ólafsvík. Eiginmaður hennar er Jóhannes Jó- hannesson. Þuríðm- og Jó- hannes verða að heiman á afmælisdaginn og taka á móti gestum síðar. r7/\ÁRA afmæli. í dag, f v/miðvikudaginn 19. maí, verður sjötugur Þórð- ur Sigvaldason, bóndi og organisti í Jökuldal. Eigin- kona hans er Sigrún M. Júl- fusdóttir. Þau hafa búið á Hákonarstöðum í 46 ár og hann hefur verið organisti í 50 ár. Þórður verður að heiman í dag. ÍT/\ÁRA afmæli. í dag, I v/miðvikudaginn 19. maí, verður sjötug Bryndís Tómasdóttir frá Tómasar- haga, deildarfulltrúi á Fræðslumiðstöð Reykjavík- ur (Skólasafnamiðstöð). Bryndís óskar eftir því að þeir sem vilja gleðja hana á afmælisdaginn leggi inn á reikning Parkinsonssamtak- anna á íslandi hjá Lands- banka Islands, bankanr: 0111, tékkareikn: 25, kt: 461289-1779. Afmælisbarnið verður að heiman á afmælis- daginn. /♦/\ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn 19. maí verða sex- Vj v/tugir tvíburabræðumir Jón Anton Magnússon og Einar Magnússon frá Ósi í Steingrímsfirði. Þeir taka á móti ættingjum og vinafólki í samkomuhúsinu Baldri á Drangs- nesi, fostudaginn 21. maí eftir kl. 20. UOÐABROT HVER Á SER FEGRA FÖÐURLAND Hver á sér fegra fóðurland með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð, með friðsæl býli, Ijós og ljóð, svo Iangt frá heimsins vígaslóð? Geym, drottinn, okkar dýra land, er duna jarðarstríð. Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð, en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Við heita brunna, hreinan blæ og hátign jökla, bláan sæ hún unir grandvör, farsæl, fróð og frjáls - við yzta haf. Hulda (Unnur Bene- dlktsdóttlr BJarklind) (1881-1946) Brot úr Ijóðinu Hver á sér fegra föðurland STJÖRMJSPA eftir Frances Ilrake * m+ NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú ert ráðagóður og átt auðvelt með að vinna aðra á þitt band. Þolinmæðin er þín sterkasta hlið. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Þér finnast samstarfsmenn gera of miklar kröfur um tíma þinn sem aftur kemur niður á afköstum þínum. Segðu þeim hreinskilnislega að þú viljir fá vinnufrið. Naut (20. apríl - 20. maí) Láttu ekki löngunina til þess að umgangast aðra hlaupa með þig í gönur. Það er með þetta eins og annað að hóf er best á hverjum hlut. Tvíburar . f (21. maí - 20. júní) nA Nú ríður á að koma jafnvægi á fjárhaginn svo þú þarft að huga vel að öllum útgjöldum og forðast eins og heitan eld- inn að eyða fé í óþarfa. Krabbi ^ (21,júní-22.júlí) Þú hefur í mikinn reynslusjóð að sækja og átt því að vera vel undir erfið verkefni búinn. En mundu að gömul reynsla er bara hluti af Iífinu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Þér finnst einhverjir hafa óvenju mikil áhrif á þig þessa dagana. Reyndu að halda ró þinni og gakktu til starfa þinna með venjubundnum hætti. Meyja (23. ágúst - 22. september) (C$L Óvænt samkvæmi leiðir þig á fund athyglisverðrar persónu. Með því að sýna þínar bestu hliðar færðu góðan vin til að deila með þér ánægjustund- Vog rrx (23. sept. - 22. október) A 4* Reyndu að gera þér grein fyr- ir tilfinningum annarra svo þú getir vegið hlutina og metið í réttu samhengi. Varastu fljót- færni. Sporðdreki ™ (23. okt. - 21. nóvember) Það er gott að eiga sér draum og gaman að geta unnið að því að láta hann rætast. Þú ert því lukkunnar pamfíll og ættir að leyfa öðrum að njóta þess með þér. Bogmaður «^ (22. nóv.-21. desember) fUk/ Það er til einskis að reyna að snúa upp á handleggina á samstarfsmönnum sínum til þess að fá aðstoð þeirra. Reyndu aðra og bliðari aðferð. Steingeit (22. des. -19. janúar) dSmf Þú þarft ekki að taka alla hluti svona persónulega. Reyndu að verja persónu þina betur því öðruvísi færðu ekki þrifist í þessum heimi. Vatnsberi , (20. janúar -18. febrúar) Þér finnst þú standa uppi með fangið fullt af verkefnum. Láttu ekki hugfallast heldur taktu hvem hlut fyrir sig og leiddu hann til lykta.. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Það er svo skemmtilegt að láta eitthvað barninu í sér. Vertu óhræddur þótt ein- hverjum í kringum þig kunni að finnast þetta óþarfa stælar. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðai- á traustum grunni vísindalegra staðreynda. v/ LIM ARVIK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 CASCAMITE RAKAÞpLIÐ TRÉLIM ARVIK ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Mataróregla Ertu með mat á heilanum? Haldið verður 5 vikna námskeið fyrir bulimiur og fólk með ofátsvandamál. Einnig er stuðningshópur fyrir bulimiur. Einkaviðtöl. Stuðst er við 12 spora kerfið. Nýtt námskeið að hefjast. Upplýsingar eru gefnar í síma 552 3132 frá mánudeginum 17. maí milli kl. 8 og 12. Inga Bjarnason. Kl MORGUNHANI fær 20% afslátt af GLERAUGNABÚD.N , viðskiptum miUi kl. 9 og 11 Laugavegi 36 K Ford Econoliner húsbíll órg. '91 4x4, diesel. Verð 3.500 þús. Upplýsingar hjú Bílasölu Guðfinns, sími 562 1055. FJARMALAEFTIRLITIÐ TILKYNNING UM BREYTT HEIMILISFANG OG AFGREIÐSLUTÍMA Fjármálaeftirlitið er frá og með 17. maí 1999 flutt á Suðurlandsbraut 32,108 Reykjavík. Síma- og bréfsfmanúmer stofnunarinnar eru óbreytt, en símanúmerið er 525 2700 og bréfsími 525 2727. Afgreiðslutími stofnunarinnar veröur frá kl. 9.00-16.00 alla virka daga. FJÁRMÁLAEFTIRUTIÐ Rýmingarsala Kjólar frá kr. 3.000 Blússur og pils. verð frá kr. 1.000 i ELÍZUBÚÐIN Skipholti 5.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.