Morgunblaðið - 19.05.1999, Side 72

Morgunblaðið - 19.05.1999, Side 72
4 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 19. MAI1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK Hluti starfsemi SH færist til frystihúsa og söluskrifstofa Uppsagnir verða í kjölfar breytinga STJÓRN Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna ákvað á fundi sínum í gær að framfylgja fyrri ákvörðun um grundvallarbreytingar á rekstri fé- lagsins. Breytingamar felast í að mikill hluti núverandi starfsemi fær- ist ýmist út í framleiðslufyrirtæki innan vébanda SH eða til dótturfyr- irtækja og söluskrifstofa erlendis. Samkvæmt upplýsingum Morgun- . V; blaðsins munu þessum breytingum fylgja uppsagnir starfsfólks í nokkrum mæli. Ákvörðun þessi kemur í kjölfar nýs meirihluta innan stjómar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem hefur ákveðið nýjar áherzlur í rekstri félagsins, og úttektar Kaup- þings á starfsemi SH. Morgunblaðið leitaði staðfestingar á þessari ákvörðun og hvað í henni fælist, til dæmis hvað varðaði starf- semina bæði í Reykjavík og á Akur- eyri. Hvorki Róbert Guðfinnsson, w..’*'formaður stjómar SH, né Gunnar Svavarsson forstjóri vildu tjá sig um málefni stjórnarfundarins í gær. Stofnkostnaður á Akureyri 130-140 miHjónir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna flutti hluta aðalskrifstofu sinnar til Akureyrar á árinu 1995 en ákvörðun um það var tekin í tengslum við bar- áttu SH og íslenskra sjavarafurða hf. um sölu á afurðum Utgerðarfé- lags Akureyringa sem Akureyrar- bær átti meirihlutann í. I upphafí störfuðu 30 manns á skrifstofunum á Akureyri en þeim hefur síðan fækk- að um helming. Flestir störfuðu áður á skrifstofu SH í Reykjavík en nokkrir heimamenn tóku þar einnig til starfa. Starfsemi SH er í Lindu- húsinu svonefnda sem SH tók upp- haflega á leigu til tíu ára en hefur einnig fjárfest vemlega í húsnæðinu. SH bauðst á sínum tíma til að tryggja samtals 80 störf á Akureyri gegn því að halda viðskiptum með sjávarafurðir ÚA. Var það fram- kvæmt með flutningi ýmissa fyrir- tækja til Akureyrar, auk skrifstof- unnar, og aðstoð við fjölgun starfs- fólks í starfandi fyrirtækjum í bæn- um. Meðal annars kom SH inn í rekstur Akóplasts í samvinnu við Plastprent hf., Ópal var flutt til Akureyrar og SH varð hluthafi í nýrri kexverksmiðju sem stofnuð var á Akureyri. Af öðram atriðum má nefna að SH hefur kostað prófess- orsstöðu við Háskólann á Akureyri. Fram kom á sínum tíma að stofn- kostnaður við „allan pakkann“ væri nálægt 130-140 milljónum kr. SH keypti hluta aS hlutabréfaeign Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa á árinu 1996 og varð við það einn af stærri hluthöfum. Forystumenn í bæjarstjórn Akur- eyrar höfðu í gærkvöldi ekki fengið upplýsingar um það hvort SH áform- aði breytingar á þeirri starfsemi sem félagið er enn með í bænum. Tveir feður ákveða að höfða mál Krefjast sama fæðingarorlofs og konur hafa TVEIR feður, bankastarfsmaður og maður sem starfar hjá ríkinu, hafa kært fjármálaráðuneytið og bankana til kæranefndar jafnréttismála fyrir brot á jafnréttislögum vegna greiðslu fæðingarorlofs. Feðurnir krefjast þess að fá greiðslur í fæð- ingarorlofi í sex mánuði á sömu laun- um og konur fá sem starfa hjá ríkinu og bönkunum. Rök feðranna era þau að sam- kvæmt jafnréttislögum sé óheimilt að mismuna konum og körlum í kjöram eftir kynferði. Þeir gera þá kröfu á bankana og fj ármálaráðuneytið að sér verði greitt fæðingarorlof í sex mánuði á sömu kjöram og konur sem taka fæðingarorlof. Konur í Sam- bandi íslenskra bankamanna eiga samkvæmt kjarasamningum við bankana rétt á fæðingarorlofi á full- um launum í þrjá mánuði og síðan fá þær fæðingarstyrk frá Trygginga- stofnun í þrjá mánuði til viðbótar. Konur sem starfa hjá ríkinu fá greidd dagvinnulaun í þrjá mánuði auk með- altals yfirvinnugreiðslna síðustu 12 mánuði á undan. Síðustu þrjá mánuð- ina era þær á dagvinnulaunum. Bankastarfsmaðurinn sem leitað hefur til kærunefndar jafnréttismála á rétt á tveggja vikna fæðingarorlofi frá Tryggingastofnun ríkisins og nema greiðslurnar um 32 þúsund krónum. Ríkisstarfsmaðurinn á hins vegar rétt á tveggja vikna fæðingar- orlofi á fullum dagvinnulaunum auk helmings af meðalyfírvinnulaunum síðustu 12 mánaða. I febrúar 1998 dæmdi Hæstiréttur í máli fóður sem krafðist launa fyrir eins mánaðar fæðingarorlof sem hann og eiginkona hans höfðu komið sér saman um að hann tæki. Faðir- inn vann málið. I kjölfarið gerði Jafnréttisráð kröfu um rýmri túlkun á rétti feðra til töku fæðingarorlofs en fjármálaráðuneytið hafnaði henni. ■ Samstaða er að skapast/37 Aðalfundur KÞ samþykkir að óskað verði eftir greiðslustöðvun Eignir verða seldar upp í 1.300 milljóna skuldir AÐALFUNDUR Kaupfélags Þing- eyinga á Húsavík ákvað í gær að veita stjórn félagsins heimild til að óska eftir leyfi til greiðslustöðvunar meðan leitað er eftir samningum við lánardrottna en takist það ekki verð- ur leitað formlegrar heimildar til nauðasamninga. Gísli Baldur Garðarsson, lögmað- ur Kaupfélagsins, sagði á fundinum að um 144 milljónir króna vantaði til þess að hægt væri að greiða allar kröfur á hendur félaginu eftir að eignir hefðu verið seldar en heildar- skuldir þess era taldar nema um 1.300 milljónum króna. Fram kom á fundinum að félagið hefði notað markaðsvíxla til að fjár- fynagna reksturinn og hefðu þeir verið langt umfram það sem það réð við. Kaupfélagið er eftir fundinn orðið að eignarhaldsfélagi, en að mestu án eigna. Að sögn Halldóra Jónsdóttur, formanns stjómar, var samhljóða Slapp vel frá bilveltu BÍLVELTA varð á Möðradalsöræf- ’ um um klukkan 18:40 í gær. Öku- ' maður var einn í bifreiðinni og slapp ótrúlega vel, að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum. Hann var í bflbelti. Ökumaðurinn var fluttur á Heilsu- gæslustöðina á Egilsstöðum. Hann hlaut meiðsl á hálsi en fékk að fara heim í gærkvöldi. Að sögn lögreglu er talið að öku- •-^priaðurinn hafi misst stjóm á bifreið- inni í lausamöl. Bfllinn skemmdist mjög mikið. ákveðið að fresta stjórnarkjöri, en samkvæmt lögum félagsins má það ekki dragast lengur en fram í júní. Tillaga um að fækka stjómarmönn- um var felld. Tap Kaupfélagsins á síðasta ári var 177 miUjónir króna en 30 milljón- ir króna árið áður. Bókfært eigið fé var tæpar 68 milljónir króna um ára- mót en 243 milljónir árið áður. Samþykkt var á fundinum að vinna að lausn á fjárhagsvandanum í samvinnu við Landsbanka íslands og KEA Eignir tengdar afurðastöðvum verða færðar í einkahlutafélögin Kjötiðjuna ehf. og MSKÞ ehf., áður mjólkursamlag. Verður hið fyrr- nefnda selt Landsbankanum fyrir 293 milljónir króna og hið síðar- nefnda kaupir KEA fyrir 237 millj- ónir króna. Jafiiframt verða einka- hlutafélagið Matbær ehf. og hluta- bréf í Garðræktarfélagi Reykhverf- inga seld KEA. Fram kom í máli Gísla Baldurs að sala á útibúum félagsins fyrir um 14 milljónir króna væri á lokastigi og samþykkt var á fúndinum að vinna að því að selja bygginga- og fóður- vöradeild þess, en eignir hennar eru metnar á um 40 milljónir króna og birgðir á um 50 milljónir. I gær kom fram að Baugur hf. hefði lýst áhuga á viðræðum við KÞ og bændur á félagssvæði þess um þátttöku Baugs í rekstri mjólkur- samlags KÞ. Að leiðarljósi yrði haft að hækka skilaverð til bænda og lækka verð til neytenda. Ekkert varð af þeirri þátttöku og samþykkti aðalfundurinn að selja KEA mjólkursamlagið. ■ Um 140 milljónir/12-13 Heimavörn Sími: 533 5000 KR hafði sigur í fyrsta leik Á ÞRIÐJA þúsund manns mætti á KR-völIinn í Frostaskjúli í gærkvöldi þegar heimamenn mættu Akurnesingum í fyrsta leik íslandsmótsins. KR hafði sigur, 1:0. Boltinn er því byrjaður að rúlla, eins og það er kallað á knattspyrnumáli, og annað kvöld fara fram fjórir leikir. Mikil stemmning var í Frostaskjóli í gærkvöldi þrátt fyrir leiðindaveður, rok og rigningu. ■ Íslandsmótið/Cl-C2 _1 Morgunblaðið/Bryiyar Gauti Drögum næst 25* tfíðí HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.