Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skaut á börn úr loftbyssu MAÐUR á þrítugsaldri var hand- tekinn í miðvikudagskvöld eftir að tilkynnt var að skotið hefði verið á börn að leik við Barónsstíg. I ljós kom að skotið hafði verið úr loft- skammbyssu frá nálægu húsi. Eitt barnanna hlaut mar eftir skotið. Við yfírheyrslur hjá lögreglu viðurkenndi maðurinn verknaðinn og gaf þá „skýringu" að krakk- arnir hefðu farið í taugarnar á sér, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Lögreglan lagði hald á loftbyssuna, en slíkar byssur eru skráningar- og leyfísskyldar. Röskun á ferð- um Heimsferða Sundkýrin Rauðka lengdi jarðvist sína um klukkustimd Slapp frá slátrun og synti á haf út KÝRIN Rauðka, sem leiða átti til slátrunar hjá Sláturfélagi Vesturlands við Brákarey í gær, brást hart við gerræði hús- bænda sinna og annarra örlaga- valda úr mannheimum og reif sig lausa þegar leiða átti hana af gripakerru inn í sláturhúsið. Hljóp Rauðka beina leið út í sjó í Borgarfirðinum og lagði að baki ríflega hálfan annan kíló- metra á móti straumi áður en hún kom á Iand við grjótgarð- ana við Borgarfjarðarbrúna. Þar biðu hennar félagar úr Björgunarsveitinni Brák í Borg- arnesi og komu henni aftur í sláturhúsið. Ekki hafði kusa annan sóma af sundafreki sínu þegar þangað kom en þann, að henni var slátrað eins og til stóð Hmnamannahreppi. Morgunblaðið. RÆKTUN jarðarberja í gróður- húsum er ný búgrein hér á landi. A tveimur garðyrkjustöðvum á Flúð- um eru ræktuð jarðarber í gróður- húsum, Silfurtúni og Jörfa. Þau Örn Einarsson og kona hans Marit, sem eiga Silfurtún, hófu ræktun jarðarberja fyrir þremur árum í 1500 fermetra gróðurhúsi. Uppskerutími er tvisvar á ári, 8 vikur í senn. Sá fyrri hefst í byrjun maí en síðari upp úr miðjum ágúst. Skipt er um plöntur eftir hverja uppskeru sem fer eftir árferði hverju sinni. Þau Örn og Marit segja að ræktunin sé vandasöm en mikil framþróun sé í greininni. og lauk þar með átta ára hérvist hennar. Stangaði björgunar- sveitarmenn á sandrifi Busl Rauðku í Borgarfirðinum varði í um klukkustund og á þeim tíma reyndu björgunar- sveitarmenn á báti að koma böndum á hana á sandrifi úti á firðinum, en þeir urðu frá að hverfa þegar Rauðka setti undir sig hausinn og stangaði þá er þeir ætluðu að henni. Rauðka var frá bænum Feiju- koti og sagði Þorkell Fjeldsted, eigandi hennar, að hún hefði ver- ið vel synd eins og kýr almennt eru, en Rauðka mun hafa haft það fram yfír margar aðrar kýr að hafa stundað sund í Hvítá í Þau sóttu sérstaka tveggja daga jarðarberjaráðstefnu í Bretlandi síðastliðið haust, þar sem fluttir voru um 40 fyrirlestrar. Auk þess fóru þau til Hollands og kynntu sér ræktunaraðferðir hjá jarðarberja- bændum. Þessar tvær þjóðir segja þau að standi fremst í nútímarækt- un á þessari afurð. Þau segja að ræktunin sé að breytast, nú sé hún að koma upp á borð og inn í hús og muni það valda framförum við ræktunina. Fáir leggi það lengur á sig hjá ræktunarþjóðum að tína berin af jörðinni. Afbrigðið sem þau hjón rækta er Elsanta, sem er það algengasta sem ræktað er í Borgarfírði um daga sína. „Hún fór úr höndunum á okk- ur og synti á haf út,“ sagði Þor- kell um atburðinn. „Hún var ansi lengi í sjónum en kýr eru vanar að synda. Það halda margir að kýr drukkni strax, en þær synda betur en hestar.“ Þorkell sagði að aðstaðan við sláturhúsið væri slæm þegar ver- ið væri að taka sláturdýr af gripakerrum og fyrir kæmi að sláturkýr trufluðust ef eitthvað kæmi fyrir. „Maður á náttúru- lega að hafa varaband á kúnum, en manni datt þetta ekki í hug. Þetta hefur komið fyrir áður en þetta var óvenjulega mikið sund. Henni virtist ekkert verða meint af því.“ Evrópu, en ýmis önnur athyglis- verð afbrigði eru að koma fram. SKEMMDIR á hurð flugvélar Sabre Airways, sem annast leiguflug fyrir ferðaskrifstofuna Heimsferðir, urðu til þess að ferðir hennar fóru nokkuð úr skorðum á miðvikudagskvöld. Starfsmaður flugvallarins í Alieante á Spáni, sem ók stiga að vélinni, rak hann í hurðina og skemmdi. Andri Már Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Heimsferða, sagði óhappið hafa orðið þegar vélin, sem er af gerðinni Boeing 737-800, var tilbúin til brottferðar á miðvikudags- kvöld. Skemmdirnar ollu því að ekki var unnt að loka dyrunum tryggilega og því varð að útvega aðra flugvél. Andri sagði ekki hafa verið hlaupið að því þar sem mjög margar leigu- vélar í Evrópu hefðu verið bundnar í flutningum vegna knattspymuleiks Manchester United og Bayem Múnchen í Barcelona það sama kvöld. Tekist hefði þó um síðir að fá vél af gerðinni Boeing 737-400 sem er í eigu tyrkneska leiguflugfélags- Innlendu jarðarberin seljast vel, enda um hágæðavöm að ræða. ins Pegasus. Hún hefði flogið heim með farþega Heimsferða frá Spáni og verið komin hingað um miðnætti á miðvikudagskvöldið, nokkrum klukkustundum á eftir áætlun. Þá hefði verið ráðgert að fljúga með 170 farþega Heimsferða sem áttu bókað far til London kl. 21.30 það kvöld. Ekkert varð þó af því þar sem flugmálastjóm veitti ekki heimild til flugsins þar sem vélin var skráð í Tyrklandi og hún tók ekki gilda heimild sem vélin hafði frá bresku flugmálastjórninni. „Vélin mátti fljúga með íslendinga hingað frá Spáni en ekki taka aðra íslendinga til London og því varð hún að fara tóm út,“ sagði Andri Már. Hann sagði farþegunum því hafa verið út- vegað far til London með vélum Flugleiða og Atlanta í gær. Andri Már sagði ferðaskrifstofuna endurgreiða farþegum gistingu fyrir þá nótt sem þeir ekki gátu notað þrátt fyrir að henni bæri í raun ekki skylda til þess. Hann harmaði þessi óþægindi og sagði farþega hafa sýnt skilning. Heimsferðir hafa vegna þessa ákveðið að senda öllum farþeg- unum nýjan farmiða til London sem þeir geta notfært sér við tækifæri. Sagði Andri farþegunum verða sent bréf um þetta sem biði þeirra þegar þeir kæmu aftur. ♦ ♦ ♦----- Truflanir á mbl.is I GÆR var unnið að uppsetningu nýs vefþjóns fyrir mbl.is til þess að bæta þjónustuna við lesendur. Nokkrar truflanir urðu vegna þess- ara aðgerða og gekk lesendum mbl.is erfíðlega að tengjast sumum vefjum Morgunblaðsins. Eru þeir beðnir velvirðingar á þessum óþæg- indum. Unnið er að frekari lagfær- ingum sem vonandi verður til þess að lesendur mbl.is verði ekki fyrir frekari óþægindum. Góð jarðar- berj auppskera Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson MARIT Einarsson í Silfurtúni með fallega jarðarbeijauppskeru. ÁFÖSTUDÖGUM líf Hundalíf Heilbrigðir á bakvið m starfsmenn tjöldin * auka arðinn Stórsigur KR á Val/C4 Skellur handknattleiks- landsliðsins í Sviss/C2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.