Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Vaxandi áhugi á forn-
minjum á Snæfellsnesi
Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson
FRÁ fundi dr. Bjarna Einarssonar um fornminjar á Snæfellsnesi.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
DÚNDRANDl stemmning á kráarkvöldi í Hellubíói
með djass- og blúsgeggjurum.
Héraðsvaka Rangæinga
Hátíðahöld með
nýju sniði
Hellissandi - Dr. Bjarni F. Einars-
son fomleifafræðingur flutti fyrir-
lestur nýverið um rannsóknir sínar
á fomminjum á utanverðu Snæfells-
nesi í Félagsheimilinu Röst. Með
dr. Bjama í för vom þau Sigrún
Asta Jónsdóttir, safnvörður
Byggðasafns Snæfells- og Hnapp-
dæla og nýráðinn fomleifafræðing-
ur fyrir Vesturland og Vestfirði,
Magnús A. Sigurðsson. Magnús
hefur aðsetur í Stykkishólmi eins og
Sigrún Asta. Fyrirlesturinn var vel
sóttur og hafa á milli 25 og 30
manns komið til að hlýða á dr.
Bjama. Áhugi á fomminjum fer
mjög vaxandi á Snæfellsnesi og
tengist það augljóslega vaxandi
ferðaþjónustu.
I fyrirlestri sínum fjallaði dr.
Bjami mjög ítarlega um uppgröft
þann sem hann stóð fyrir á Irsku-
búðum og Hákonarhóli haustið
1997. Hann kvað aldursgreiningar
taka af allan vafa um að hér sé um
landnámsbæ að ræða sem reistur
hafi verið á tímabilinu 850-950 en
lagst af aftur af ókunnum ástæðum.
Dr. Bjami kvað þessar fomminjar
liggja óvenju vel við frekari rann-
sóknum, þær væm mjög aðgengi-
legar og sýnilegar og hefðu auk
þess þann mikla kost að liggja svo
nærri þjóðvegi og innan fyrirhugaðs
þjóðgarðs á Snæfellsnesi að þær
væm ákjósanlegur staður til að
sýna ferðamönnum.
Þótt finna mætti marga áhuga-
verða staði á Snæfellsnesi skæri
þessi gamli landnámsbær sig al-
gjörlega úr, hvað þetta varðar.
„Hér er kominn einn með öllu,“ eins
og dr. Bjarni komst að orði, „land-
námsbær sem byggður hefur verið
upp til fulls, með öllum nauðsynleg-
um húsakynnum fyrir landnáms-
mann sem byggt hefur bæ sinn úr
torfi að norðumorskum sið, en það
var sá byggingarmáti sem þeir
kunnu best skil á og hann grípur
hvergi til grjótsins, þótt nóg sé af
því að hafa í umhverfinu."
Dr. Bjami taldi það mikil mistök
ef þessar fomu rústir, írskubúðir,
yrðu ekki kannaðar betur og gerðar
sýnilegar áhugafólki um landnáms-
sögu Islands. Hvers vegna bærinn
lagðist af þegar kom fram á söguöld
kvað dr. Bjami erfitt í að ráða en
benti á að hugsanlega hefði þetta
landnám flust vestur um haf eða
verið flutt til í landinu.
Dr. Bjami var spurður hvort hér
væri hugsanlega fundinn bær land-
námsmannsins Alfarins Válasonar
en slíkum getgátum vildi hann alls
ekki svara. Var bent á að fimm syn-
ir Alfarins, Ingjaldur, Höskuldur,
Saxi, Goddi og Hólmkell, virðist all-
ir hafa sest að í landnámi fóður síns,
um það vitni e.t.v. ömefni sem við
þá em kennd í landnáminu. En dr.
Bjami var ófáanlegur til að fara útí
slikar getgátur, það eina sem hann
gæti sagt mönnum með vissu, væri
það, að Irskubúðir væm óvenju vel
gerður og aðgengilegur landnáms-
bær, reistur á tímabilinu 850-950
sem liggi vel við frekari rannsókn-
um og gæti orðið ferðafólki og nem-
endum ómetanlegur fengur þegar
því verki væri lokið.
Nafninu írskubúðir lagði hann
h'tið uppúr, kvað vitað um enska sjó-
menn sem höfðu þarna vetursetu
eftir hafvillu og skipreika löngu síð-
ar og landsmenn hefðu iðulega
nefnt Englendinga Ira. Englend-
ingar frá Bristol hefðu líka haldið
sig mikið á þessum slóðum, það
væri vitað með vissu, samanber
hvemig þeir bjuggu um sig í Rifi.
Þess má geta að í sumar verður
sýning á þessari vinnu dr. Bjama að
Irskubúðum, ásamt munum sem
þar fundust í Pakkhúsinu í Ólafsvík.
Ilellu - Árleg Héraðsvaka Rangæ-
inga var nýverið haldin með marg-
víslegum menningar- og skemmtiat-
riðum, að þessu sinni í umsjá Rang-
vellinga, en íbúar sveitarfélaga sýsl-
unnar skiptast á um að skipuleggja
hátíðahöldin. Nefndarmenn kusu að
þessu sinni að dreifa dagskráratrið-
um á nokkra daga og staði í hérað-
inu, en yfirleitt hefur dagskráin öll
verið á sama stað í einn dag.
Dagskráin hófst á uppstigningar-
dag með messu í Skarðskirkju og
kaffiveitingum og skemmtiatriðum
á Laugalandi að henni lokinni íyrir
eldri borgara héraðsins. Á föstudag
og laugardag var boðið upp á fjöl-
breytta tónlistardagskrá rangæskra
einsöngvara og kóra auk myndlist-
arsýningar sem sett var upp í
Helluskóla í tengslum við hand-
verkssýningu nemenda skólans. Á
laugardagskvöldið var svo djassað í
Hellubíói með Óla Stolz, Kristjönu
Stefánsdóttur, Árna Scheving og
Alfreð Alfreðssyni, en að því loknu
tróðu KK og Magnús Eiríksson upp
við góðar undirtektir og var mál
manna að sönn kráarstemmning
hefði ríkt í troðfullu húsinu. Héraðs-
vöku Rangæinga lauk síðan á
sunnudag með messu í Keldna-
kirkju og Oddastefnu í Gunnars-
holti á vegum Oddafélagsins.
Morgunblaðið/Atli Vigfusson
Vorferð Borgarhólsskóla
Laxamýri - Vettvangsferð út í vorið
er góður siður sem hefur verið við-
hafður í Borgarhólsskóla á Húsavík
um árabil.
Fyrir helgina brá 1. bekkur út af
stundaskrá og fór í rútuferð í sauð-
burð í Reykjahverfi auk þess sem
farið var í sundlaugina í Heiðarbæ.
Þá var grillað og leikið sér, en
margir foreldrar gáfu sér tíma til
þess að vera með og tóku þeir þátt í
því að gera daginn sem skemmtileg-
astan.
Á myndinni er Ásta Björk Aðal-
geirsdóttir með bfldótta gimbur
sem allir vildu halda á.
Stærðfræði-
keppni
Grunnskóla
á Suðurlandi
Þorlákshöfn - Hlöðver Þór Árna-
son frá Ljósafossskóia sigraði í
stærðfræðikeppni sem haldin var
í Grunnskólanum í Þorlákshöfn í
vor. Þar voru saman komnir 30
keppendur úr sjö Grunnskólum á
Suðurlandi.
Skólaskrifstofa Suðurlands
stóð fyrir þessari keppni. Öllum
Grunnskólum á Suðurlandi var
boðið að senda einn til fimm þátt-
takendur í keppnina sem ein-
göngu var ætluð nemendum úr 9.
bekk.
Fyrr í mánuðinum var haldin
stærðfræðihátíð í Þorlákshöfn,
þar sem kynnt voru úrslit keppn-
innar. Þangað var boðið öllum
keppendum, foreldrum þeirra,
w K/niiÍ
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
ÞATTTAKENDUR ásamt Hirti H. Jónssyni prófdómara.
kennurum og skólastjórnendum
viðkomandi skóla.
Halldór Sigurðsson, skóla-
stjóri í Þorlákshöfn setti hátíðina
og bauð alla velkomna. Jón
Hjartarson, forstöðumaður
Skólaskrifstofu Suðurlands,
flutti ávarp og sagði frá keppn-
inni hann þakkaði sórstaklega
kennurum og skólastjórnendum í
Þorlákshöfn fyrir allan undir-
búning og framkvæmd keppn-
innar sem og veitingar. Iijörtur
H. Jónsson, prófdómari og Jón
Hjartarson veittu siðan öllum
keppendum viðurkenningu fyrir
þátttökuna. Landsbanki Islands
veitti 5 efstu keppendum viður-
kenningu. Ægir E. Hafberg, úti-
bústjóri í Þorlákshöfn, afhenti
viðurkenningarnar ásamt inn-
leggi á bankabók í Landsbanka
íslands.
1. verðlaun hlaut Hlöðver Þór
Árnason, Ljósafossskóla, 2.
verðlaun hlaut Jóhanna M. Eð-
valdsdóttir, Sandvikurskóla, 3.
verðlaun hlaut Sigríður Rósa
Snorradóttir, Sólvallaskóla, 4.
verðlaun hlaut Fannar Trausta-
son, Ljósafossskóla, og 5. verð-
laun hlaut Eva Dögg Kristjáns-
dóttir, Grunnskóianum í Þorláks-
höfn.
Gunnar Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Tölvu- og raf-
HELGA Halldórsdóttir, stjórn-
arformaður Límtrés hf. á Flúð-
um, ásamt Daða Ingimundar-
syni, skólastjóra á Ljósafossi,
og sigurvegaranum Hlöðveri
Þór Árnasyni.
eindaþjónustu Suðurlands, á Sel-
fossi veitti verðlaunahöfum við-
urkenningu fyrir góða frammi-
stöðu.
Helga Halldórsdóttir, stjórnar-
formaður Límtrés hf. á Flúðum,
veitti veglegan bikar þeim skóla
sem átti 1. verðlaunahafann. Við-
komandi skóli varðveitir bikar-
inn í eitt ár. Guðmundur Ó. Ás-
mundsson, aðstoðarskólastjóri
Sólvallaskóla, tók að sér fyrir
hönd síns skóla að halda keppn-
ina að ári.