Morgunblaðið - 28.05.1999, Side 34

Morgunblaðið - 28.05.1999, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MYMPLIST Ingólfsstræti 8 HLJÓÐVERK/INNSETNING FINNBOGI PÉTURSSON Sýning-in er opin frá klukkan 14-18 frá fímmtudegi til sunnudags og lýkur 13. júní. MARGIR listamenn á tuttugustu öld hafa haldið því fram að mynd- listin eigi að vera eins og tónlist, hreint og óhlutbundið listform sem lúti engum lögmálum nema þeim sem eru efninu sjálfu eiginleg, lög- málum h'nu, lita og forma. Færri hafa hins vegar séð fyrir sér að hljóðið sjálft geti orðið að mynd- rænum miðli og hægt sé að setja fram hljóð á sama hátt og myndlist- arverk. Þetta hefur hins vegar verið viðfangsefni Finnboga Péturssonar allt frá því hann var í skóla. Verk Finnboga eru fjölbreytt en í afar grófum dráttum má segja að hann tengi gjarnan hljóð og mynd- hrif, ýmist með því að umbreyta hljóði í sýnilegt form, eða með því að búa til hljóð sem á einhvern und- arlegan hátt verku sterk myndræn hughrif. Dæmi um hið fyrra er stórt verk sem Finnbogi sýndi í Nýlista- safninu árið 1991. Þar hengdi hann stóran hátalara yfir vatnsborð í myrkvuðum sal. Ur hátalaranum magnaðist öðru hvoru sterk sínus- bylgja sem gáraði vatnsflötinn en Ijóskastari speglaði gárumar upp um veggi salarins. Dæmi um hitt er síðan kannski verkið „Lína“ sem Finnbogi sýndi á sama stað, en þar hreyfðist hljóð eftir röð lítilla hátal- ara og vakti sterka tilfinningu fyrir línulegu formi með hljóðinu einu saman. Á sýningu sinni í Ingólfsstræti 8 sameinar Finnbogi enn þessar tvær aðferðir. Á gafli salarins hangir málmplata en á bak við hana er hátalari sem gefur frá sér sínusbylgju svo öðru hvoru fer málmplatan að titra sýnilega og hefur þá um leið áhrif á hljóðið svo hreyingin hjaðnar, en síðan hefst sama hringrásin aftur. Af verki sem þessu kvikna óhjákvæmilega ýmsar hugleiðingar. Það dregur fram samband hins sýnilega og hins heyranlega og manni kemur í hug að í raun eru þar á ferðinni mismunandi birtingarform þeirrar bylgjuhreyfingar sem er innsta eðli alls í efnisveröldinni. Hljóðbylgjur - bylgjur á því tíðnisviði sem við heyrum - koma af stað hreyfingu í föstu efni sem aftur skilar sér til okkar sem ljóshrif eða bylgjur á því tíðnisviði sem við sjáum. Er þetta allt ein og sama bylgjan eða er þarna um einhvers konar sam- spil að ræða, eins konar bylgjusin- fóníu? Hin tvö verkin á sýningunni eru af huglægari tegundinni. Annars vegar er þar um að ræða tvo hátal- ara í löngum kassa sem gefa frá sér hljóð sem eins og færist á milli þeirra og vekur sterka tilfinningu fyrir hring- eða áttuformi, eftir því hvernig athygli áheyrandans vinnur úr þeim. Hins vegar er röð lítilla há- talara sem eins og snarkar í. Hljóð- ið úr þeim er léttara og óreglulegra og getur minnt á dropa sem falla eða jafnvel á skólhljóð, allt eftir því AF sýningu Finnboga Péturssonar í Ingólfsstræti 8. hvemig hlustað er og hvernig áheyrandinn/áhorfandinn er inn- stilltur. Eitt það athyglisverðasta við verk Finnboga er jafnframt hvemig hann hefur unnið með og umbreytt hinu ytra formi listaverksins. Inn- tak verkanna er fyrst og fremst hljóðið, jafnvel þegar hann notar hljóðið til að framkalla sýnilega hreyfingu, en samt myndar verkið eina færanlega heild, líkt og mál- verk eða stytta sem listunnandi get- ur keypt til að njóta heima hjá sér. Þetta er ólíkt því sem við eigum að venjast út tónlist þar sem það er viðburðurinn, flutningurinn, sem af- markar verkið svo það er fyrst og fremst til í tíma, en ekki hreyfan- legt í rúmi. Þótt þetta sé langt frá því að vera aðalatriði í list Finnboga er það til marks um gagngera end- urhugsun hans á formi og eðli lista- verksins. Verk Finnboga eru alltaf áhrifa- mikil. Kannski virkja þau, með samleik sínum á hljóð og mynd, ein- hverja staði eða stöðvar í hugsun okkar sem við fáum ajla jafna ekki tækifæri til að beita. í öllu falli op- inbera þessi verk tengsl og sam- hengi sem við gefum sjaldan gaum og vekja okkur þannig til umhugs- unar um samband hluta og sam- hengi veruleika og hugmynda. Verkin eru undantekningarlaust af- ar vel hugsuð og útfærð. Finnbogi sker burt allt nema kjarnann svo hugmynd hans skilar sér vel til áhorfandans. Jón Proppé Skemmtan með sekkjapípu og tinfífu TOM.IST Hásalir KÓRTÓNLEIKAR Kammerkór Hafnarfjarðar undir stjórn Helga Bragasonar flutti ís- lensk, bresk og amerísk þjóðlög. Ein- söngvari: Margrét Eir Hjartardóttir. Píanóleikari: Valgerður Andrésdótt- ir. Sekkjapfpuleikari: Volker Deliwo. Þriðjudaginn 25. maí. OFT hefur það komið til tals, að rétt sé að brjóta upp það form sem hefur verið á tónleikahaldi, og má sjá þess merki í tónleikahaldi kóra undanfarið, þó með þeirri skipan, að kórinn hefur leikið sitt venjubundna hlutverk að mestu leyti. Kammerkór Hafnarfjarðar fór þó nokkuð fjarri því sem gerist um slíka atburði sl. þriðjudags- kvöld í Hásölum, tónleikasal Tón- listarskólans í Hafnarfirði, með þátttöku sekkjapípu og fífuleikara frá Skotlandi. Sekkjapípan er eitt af elstu hljóðfærum sögunnar og er mönnum ráðgáta, hví gerð og tónstilling slíkra fornhljóðfæra er ótrúlega svipuð í Skotlandi, Kína, Rússlandi, Indlandi, Spáni, Frakklandi og Bretlandi. Árið 1789 ritar Charles Bumey bók, þar sem hann fjallar um skosku sekkjapípuna, en þar stendur: „Kínverksi skalinn er vissulega mjög skoskur, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Hugsanlegt er að tónstilling sekkjapípuhljóð- færa hafi verið ákveðin á steinöld og því merkilegt fyrirbæri frá sögulegu sjónarmiði. Tónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar vora að því leyti til óvenjulegir, að stór hluti tónleikanna var framinn á sekkjapípu pg tinfífu (flaututeg- und, sem írar og Skotar hafa haldið mikið upp á) og einnig til undirleiks við einsöng Margrétar Eirar Hjartardóttur, sem söng á margan hátt vel, þótt ekki næði hún að skila írsku og skosku söngvunum á sannfærandi máta. Volker Dellwo er ekki sérlega góður á sekkjapípuna, auk þess sem stilling hljóðfærisins fellur tónalt ekki sem best við „di- atóníska" tónlist Evrópu og var því á köflum fölsk í samleik slíkra laga. Hlutur kórsins var góður í ís- lensku þjóðlögunum, sem mörg hver eru frábærlega vel raddsett, og má þar til nefna Veröld fláa (Hjálmar H. Ragnarsson), Sof þú blíðust barnkind mín (Hafliði Hallgrímsson) Snjóvísa Sigfúsar Einarssonar (Victor Urbancic), Hættu að gráta (Hafliði Hall- grímsson) og Hér undir jarðar hvílir moldu (Hjálmar H. Ragn- arsson). Síðasta íslenska þjóðlagið var Sofðu unga ástin mín, en margir hafa velt því fyrir sér, hvort það sé í raun íslenskt þjóð- lag, því raddferli þess er sterklega bundið erópskri hljómskipan. Rétt er, að þetta á sérstaklega við um lagið að hluta til, en upphafstónar þess eru þeir sömu og í fyrsta við- fangsefni kórsins, Veröld fláa sýn- ir sig (mí-mí-la-la-tí-tí-do), með þeirri breytingu að áherslu-víxl- nótu er skotið inn með seinni tí- nótunni. Þarna er ef til vill að finna lykilinn að þessu lagi, sem þó yrði að telja með yngri þjóðlög- um okkar íslendinga. Ensk, írsk og amerísk lög voru einnig mjög fallega sungin af kóm- um, sérstaklega ameríska þjóðlag- ið Shenandoah, í raddsetningu James Erp. Raddsetning Willcocks á enska laginu Early one moraing er ofhlaðin og útfærslan á The Fields of Corn have gone, eft- ir AP Sexton, er instrumental stæling, þar sem kórinn tekur að sér undirleikshlutverk hljóðfæris, sem bæði er vandsungið og því oft tæpt í hljóman. Eins og fyrr segir var flutningur kórsins á Shen- andoah einstaklega fallega mótað- ur og auðheyrt að Helgi Bragason er ágætur kórstjóri og að hann hefur byggt upp efni í mjög góðan kammerkór. Það sem eftir lifði tónleikanna voru öll viðfangsefnin ýmist sungin af Margréti Eiri og á stundum með kórnum, við samspil á sekkja- pípu, tinfífu (Volker Dellwo) og pí- anó (Valgerður Andrésdóttir). Það var þó nokkur skemmtan að þessu - hvað varðar flutningsgæði, ekki konsertefni - en samt sem áður gott skemmtiefni. Jón Ásgeirsson Samsöngur á Hvamms- tanga Hvanunstanga. Morgunblaðið. VORIN eru uppskerutími kóra og sönghópa um allt land. Margir kórar hafa heimsótt Húnaþing vestra á þessu vori. Lillukórinn, sem er kvennakór héraðsins, fékk góða heimsókn þegar Drengjakór Laugarneskirkju kom hér við á dögunum. Lillukórinn er leiddur af Ingi- björgu Pálsdóttur, Lillu, og er skipaður um 30 konum vítt úr héraðinu. Að sögn Lillu er mæt- ingarskylda nokkuð fijálsleg hjá kórnum, en sönggleðin höfð í fyr- irrúmi. Undirleikari þetta vorið var Guðjón Pálsson, sem starfaði hér við Tóniistarskólann um ára- bil. Söngskrá kórsins var fjöl- breytt og lagaval líflegt. Drengjakór Laugarneskirlgu kom við hér á leið um Norður- land og söng nokkur lög. Saman tóku kórarnir eitt lag við góðar undirtektir áheyrenda. Stjórn- andi kórsins er Friðrik S. Krist- Karl Á. Sigurgeirsson DRENGJAKÓR Laugarneskirkju, ásamt stjórnandanum Friðrik S. Friðrikssyni, á ferð um Norðurland. Síðustu sýningar Borgarleikhúsið Stjórnleysingi ferst af slysförum SÍÐASTA sýning á leikritinu Stjómleysingi ferst af slysför- um eftir Dario Fo á Stóra svið- inu verður í kvöld, föstudag. Stjórnleysingi ferst af slys- förum er gamanleikur sem byggir á raunverulegum at- burðum. Höfundurinn beinir skeytum sínum að réttarkerf- inu og skopast óspart að lög- reglu hinna spilltu ráða- manna. Leikstjóri er Hilmar Jóns- son. Leikendur eru Ari Matth- íasson, Bjöm Ingi Hilmarsson, Eggert Þorleifsson, Gísli Rún- ar Jónsson, Halldór Gylfason og Halldóra Geirharðsdóttir. Sex í sveit Síðasta sýning á leikritinu Sex í sveit eftir Marc Camo- letti verður á morgun, laugar- dag í Borgarleikhúsinu. Leik- ritið var frumsýnt 12. mars á síðasta ári og eru sýningar orðnar 82, sem er met í Borg- arleikhúsinu og áhorfendur eru orðnir vel yfír 40.000. Sex í sveit er dæmigerður flækjufarsi, þar sem margfald- ur misskilningur vindur uppá sig og ástandið verður stöðugt flóknara og ískyggilegra og hláturtaugar áhorfenda eru þandar til hins ítrasta. Leikendur eru Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björgvins- dóttir, Ellert A. Ingimundar- son, Gísli Rúnar Jónsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Rósa Guðný Þórsdóttir. MYNDIR HLJÓÐSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.