Morgunblaðið - 28.05.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 28.05.1999, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Fréttagetraun á Netinu Aukin þjónusta Stóraukið vöruval Afram lágt verð Opnunartímar kl. 8-18 virka daga kl. 10-14 laugardaga MRbúöin Lynghálsi 3 Sími: 5401125 • Fax: 5401120 ✓ Avallt í leiðinni ogferðarvirði mbl.is L.L.TAf= eiTTHVAG /VYT7 *KIRKJUSTARF maí sl. og er nú kominn til Kent- ucky. Að sögn Kolbrúnar Ólafs- dóttur ætlar fjölskyldan að eiga hlut í Þresti en verið er að ganga frá sölu á honum ytra. Er fyrirhugað að sýna hann á stór- um hestasýningum þar sem ís- lenski hesturinn verður kynntur og að sjálfsögðu verður hann einnig notaður til undaneldis. Fyrsta sýningin sem hann mun koma fram á er Equitana USA sem haldin verður í Kentucky í næsta mánuði. Embla frá / Arbakka til sölu fyrir 4 milljónir EMBLA frá Árbakka er auglýst til sölu á heimasíðu Árbakkabúsins og í fréttabréfi þess. Ásett verð er fjórar milljónir króna. Embla sem er með 1. verðlaun sem einstak- lingur er 12 vetra og hæst dæmda hryssa búsins. Embla er undan Draupni frá Hvolsvelli og Hrönn frá Kolkuósi. Á landsmótinu á Gaddstaðaflötum árið 1994 fékk hún 1. verðlaun með einkunnina 8,21, 8,21 fyrir sköpulag og 8,20 fyrir hæfileika. Hæstu einkunn fyrir sköpulag fékk hún fyrir bak og lend eða 9,5, 8,5 fyrir höfuð, háls, herðar og bóga og samræmi, 7,5 fyrir fóta- gerð og hófa og 7,0 fyrir réttleika. Fyrir hæfileika fékk hún hæst 9,0 fyrir fegurð í reið, 8,5 fyrir tölt og stökk, 8,0 fyrir brokk, skeið og geðslag og 7,5 fyrir vijja. Embla hefur 125 stig í kynbóta- mati og er hún með langhæst fyrir bak og lend eða 150 stig, síðan fær hún 132 fyrir samræmi og 127 fyr- ir fegurð í reið. Lægst fær hún fyrir réttleika eða 86 stig. Aðeins eru skráð tvö afkvæmi undan Emblu í Feng. Þau eru stóðhesturinn Svaði undan Bysk- up frá Hólum fæddur 1992 og Esja undan Loga frá Sarði fædd 1995. I fréttabréfinu segir meðal ann- ars að Embla frá Árbakka sé boð- in til sölu. Hún sé af Kolkuóskyni og dæmd til 1. verðlauna sem kyn- bótahryssa á landsmóti fyrir nokkrum árum. Einnig segir að hún sé ein af hæst dæmdu hryss- um ísienska hrossastofnsins. Upp- sett verð á Emblu eru fjórar millj- ónir íslenskra króna. Vordagar Landakirkju VEGNA villu í fréttatilkynningu sk'al áréttað með vordaga Landa- kirkju í næstu viku: Vordagamir em fyrir 7-10 ára böm í Eyjum, fædd á ámnum 1989, ‘90 og ‘92. Dagskrá stendur yfir frá þriðjudeg- inum 1. júní til fóstudags 4. júní og er endað þann dag á grillveislu með þátttakendum. Dagskráin helgast af leikjum úti og inni, helgistund, fræðslu, fóndri, söng og mikilh gleði. Bömin hafa með sér nesti en kirkjan býður þeim upp á drykki. Þátttakan er ókeypis en nauðsyn- legt er að bömin séu skráð til þátt- •ASku, helst fyrir helgina en í síðasta lagi mánudaginn 31. maí. Skráning fer fram í safnaðarheimilinu í síma 481 1763 og hjá Hrefnu Hilmisdótt- ur í síma 481 2408. Yfirskrift vor- daganna er „Kristnitakan - saman í sátt og samlyndi“. Sr. Krisfján Björnsson. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11-13. Létt hreyfing og slökun. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10. Eftir stundina er súpa og brauð. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn M- 10-12. Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30. Fíladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Sjöunda dags aðventistar á íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjón- ustu. Ræðumaður Einar Valgeir ^Srason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Finn F. Eckhoff. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta ld. 11. Ræðumaður Frode Jakobsen. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Samkoma kl. 11. Umsjón: Safnaðarfólk. gæðingakeppnina á mótinu opna en horfið var frá því. „Þetta er fyrst og fremst ætlað fyrir félags- menn og til að efla áhuga og sam- heldni hér heima fyrir,“ sagði hann. „Okkur finnst keppnin vera orðin meira með landsmótssniði ef hún er opin.“ Töltkeppnin á mótinu verður aftur á móti opin og sagðist Sigfús vonast til að keppendur kæmu alls staðar að af landinu til að taka þátt í henni. Hann sagði að völlurinn og aðstaðan í Stekk- hólma væru góð. Veitingaaðstaða væri góð og næg tjaldstæði en einnig væri stutt í gistingu bæði til Egilsstaða og í Hallormsstað- ar. „Það er erfitt að segja hversu margt fólk kemur á mótið úr öðr- um landsfjórðungum en áhugi er mikill hér heima fyrir. Ég er svo- lítið hræddur um að eftir að farið er að halda landsmót annað hvert ár verði aðsókn minni á svona mót.“ Þegar Sigfús var inntur eftir því hvort einhverjar fréttir væru af því að fólk ætlaði að koma ríð- andi á mótið sagðist hann hafa heyrt af Eyfirðingum sem hafa hug á að koma ríðandi og yfirleitt hafi Hornfirðingar komið ríðandi á fjórðungsmótin sem haldin hafa verið á Héraði. Sigfús sagðist vera hræddur um að austfirskir hestamenn yrðu nokkuð útundan ef ekki væri haldið stórt mót á borð við fjórð- ungsmót í héraðinu þrátt fyrir að nokkuð stór hópur atvinnumanna á svæðinu sækti mikið mót annars staðar á landinu. Ekki ræðst hverjir munu keppa á mótinu eða taka þátt í kynbóta- sýningum fyrr en um 20. júní þeg- ar félögin hafa lokið sínum félags- mótum og kynbótasýningar á Austurlandi eru afstaðnar. húðgel Kynning verður á Roberts húðgelunum í % Heilsuhúsinu, Smáranum og Heilsuhúsinu, Kringlunni í dag, föstudaginn 28. maí, frá kl. 14-18. Kynningarafsláttur Fjórðungsmótið á Austur- landi eftir rúman mánuð Roberts Þröstur frá Innri-Skelja- brekku kom- inn til Banda- ríkjanna STÓÐHESTURINN Þröstur frá Innri-Skeljabrekku hefur verið seldur og er kominn til Banda- ríkjanna. Þröstur stóð efstur í flokki stóðhesta, 6 vetra og eldri, á vorsýningu Stóðhestastöðvar- innar í Gunnarsholti fyrir skömmu. Þröstur er átta vetra gamall, undan Kveik frá Miðsilju og Glóu frá Innri- Skeljabrekku. Hann var í eigu Jóhanns Þor- steinssonar í Miðsitju og Kristín- ar Pétursdóttur Innri-Skelja- brekku. Jóhann Þorsteinsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hesturinn hefði verið til sölu um nokkurt skeið. Ekkert hefði ver- ið falast eftir honum á innan- landsmarkað, en nokkrar fyrir- spurnir komið að utan. Hann fékk litla notkun á síðasta ári en meiri áhugi var á honum nú í ár. Alls eru 12 skráð afkvæmi undan honum í Feng. Þröstur er með 119 stig í kyn- bótamati og þurfti því ekki að auglýsa hann til forkaups hér á landi áður en hann var fluttur út. Á sýningunni í Gunnarsholti í vor hækkaði hann nokkuð í ein- kunn frá því hann var sýndur á Fjórðungsmótinu á Vesturlandi árið 1997, eða úr 8,26 í 8,33 í að- aleinkunn. Hann hækkaði úr 8,05 fyrir sköpulag í 8,15 og úr 8,47 fyrir hæfileika í 8,51. Fyrir sköpulag fær hann hæst 8,5 fyrir háls, herðar og bóga, samræmi og fótagerð en lægst 7,0 fyrir höfuð. Fyrir hæfileika fær hann hæst 9,0 fyrir skeið og vilja og 8,5 fyrir tölt og fegurð í reið og 8,0 fyrir aðra þætti. Aðspurður sagðist Jóhann, sem hefur tamið og sýnt hestinn, halda að Þröstur væri mikill fengur fyrir Ameríkanana. „Þetta er sterkur og góður al- hliða hestur,“ sagði hann. „Hann var góður viðskiptist og þrátt fyrir að vera skapstór og viljug- ur var geðslagið það gott að hann vildi alltaf vinna með manni. Hann er hreingengur og jafnvígur á allar gangtegundir, sterkur til sálar og líkama. Það verður að segjast eins og er að það var sjónarsviptir að honum í hesthúsinu mínu þegar hann fór.“ Ekki vildi Jóhann gefa upp söluverð á hestinum en segir það hafa verið viðunandi. Kaupendur hestsins eru Pétur Jökull Hákonarson og fjölskylda. Þröstur var fluttur til Bandaríkj- anna ásamt 12 öðrum hinn 19. FJÓRÐUNGSMÓT Austurlands verður haldið dagana 2.-4. júlí næstkomandi á Stekkhólma á Fljótsdalshéraði. Það eru hesta- mannafélögin á Austurlandi sem halda mótið. Sigfús Þorsteinsson, formaður Freyfaxa á Héraði, sagði í samtali við Morgunblaðið að hér væri um hefðbundið fjórðungsmót að ræða. Ekki væri um neinar sér- stakar nýjungar að ræða nema að nú er mótið þrjá daga í stað fjög- urra eins og oft hefur verið. Sig- fús sagðist telja að fólk mætti ekki vera að því að vera á fjög- urra daga móti enda sýndi sig að flestir áhorfendur væru tvo síð- ustu daga mótanna. Aðspurður sagði Sigfús að rætt hefði verið um hvort hafa ætti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.