Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 4^
+ Ágúst Nord-
gulen fæddist í
Reykjavík 30. júlí
1957. Hann lést á
Landspítalanum að
morgni hvítasunnu-
dags, 23. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Lúðvík S.
Nordgulen, raf-
virkjameistari í
Reykjavík, f. 29.
apríl 1934, og Sig-
ríður S. Einarsdótt-
ir, húsmóðir, f. 13.
ajiríl 1936. Bræður
Agústs eru: Einar,
f. 24. desember 1955, Lúðvík, f.
16. nóvember 1962, Elías
Tryggvi, f. 16. desember 1964,
og piafur f. 21. janúar 1972.
Ágúst kvæntist 21. aprfl
1984 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Ástu Þórunni Þráinsdótt-
ur, f. 24. ágúst 1956, dóttur
í dag kveðjum við með sorg í
hjarta og söknuði elskulegan tengda-
son okkar, Ágúst Nordgulen.
Blítt og rótt
breiðir nótt
blæju umfjöllogvoga.
Augun þín,
ástin mín,
eins og stjömur loga.
Sonur kær!
Svefninn vær
sígur brátt á hvarma.
Sofðu rótt
- sumamótt
svæfir dagsins harma.
(Jón frá Ljárskógum)
Við biðjum góðan Guð að styrkja
dóttur okkar, Ástu Þórunni, Höllu
Sjöfn, Önnu Rut, Ágúst Orra, Frið-
rik^Má og fjölskylduna alla.
Ástarkveðjur.
Tengdaforeldrar,
Halla Gunnlaugsdóttir og
Þráinn Jónsson.
Elsku Gústi, okkur langar að
kveðja þig með fáeinum línum.
Hetjulegri baráttu þinni er lokið
og við vitum að nú líður þér vel. Góð-
ar minningar liðinna ára streyma í
gegnum hugann og margs er að
minnast. Þú komst snemma inn í lif
mágs þíns, ég var aðeins 12 ára þeg-
ar þið Ásta systir kynntust. Við náð-
um strax vel saman og þú varðst mér
fljótt sem eldri bróðir. Á milli okkar
ríkti alltaf gagnkvæmt traust og á
samskipti okkar bar aldrei skugga,
hvort sem var í veiðiferðum eða við
annað það sem við baukuðum fyrr og
síðar.
Eitt atriði frá seinni árum langar
okkur Erlu að nefna, atriði sem seint
gleymist og lýsir þér betur en margt
annað. Við vorum saman í boði fyrir
ári og þar var glatt á hjalla. Allt í
einu tökum við eftir því að þig setur
hljóðan og þú horflr með aðdáun á
Ástu konuna þína og segir svo við
okkur: „Finnst ykkur konan mín ekki
falleg?“
Hlýhugur, jákvæðni og dugnaður
einkenndu allt þitt líf og þú sýndir
það hvað best í þínum erfiðu veikind-
um. Síðasta ár hefur verið erfitt fyrir
þig og fjölskyldu þína, en það var al-
veg sama hvernig stóð á þegar ein-
hvem bar að garði, alltaf voru allir
velkomnii- á þitt heimili, enda vina-
hópurinn stór og traustur.
Guð blessi minningu þína.
Elsku Ásta,_ Halla Sjöfn, Friðrik,
Anna Rut og Ágúst Orri, missir ykk-
ar er mikill og sorgin þungbær. Megi
góður guð vera með ykkur í sorg
ykkar.
Erla Ilaraldsdóttir og
Gunnlaugar Þráinsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðarviðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
hjónanna Þráins
Jónssonar og Höllu
Gunnlaugsdóttur
frá Akureyri. Börn
Ágústs og Ástu eru:
1) Halla Sjöfn, f. 29.
desember 1979,
unnusti hennar er
Friðrik Már Stein-
þórsson; 2) Anna
Rut, f. 13. febrúar
1984; 3) Ágúst Orri,
f. 27. mars 1991.
Ágúst lauk námi
í rafvirkjun frá
Iðnskólanum á
Akureyri 1977 og
starfaði sem rafvirki til ársins
1984. Hann stofnaði eigið fyr-
irtæki, Á.N. verktakar ehf., ár-
ið 1984 og starfrækti það til
æviloka.
Útför Ágústs fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem)
Vinur okkar, Ágúst Nordgulen, er
látinn eftir stranga baráttu við illvíg-
an sjúkdóm. Áfallið sem fylgir því
þegar baráttan tapast og að þurfa að
sjá á eftir vini sínum kveðja í blóma
lífsins er erfitt að sætta sig við.
Minningamar streyma fram. Minn-
ingar um ánægjulegar samveru-
stundir með þeim hjónum, Gústa og
Ástu. Ferðalög innanlands og utan,
útilegur, sumarbústaðaferðir með
fjölskyldurnar og síðast en ekki síst,
heimsóknimar og heimboðin í
Fannafoldina, þar sem ávallt var tek-
ið á móti gestum með einstökum
höfðingsskap. Gústi var mikill fjöl-
skyldumaður og setti hann ætíð hag
fjölskyldunnar ofar öllu. Allt eru
þetta minningar sem enginn tekur
frá okkur, minningar sem gott er að
ylja sér við á sorgarstundu sem þess-
ari. Síðasta ferð okkar hjónanna
saman var þegar við fómm til Þýska-
lands í október á síðasta ári. Þá var
Gústi orðinn talsvert veikur. Þó nut-
um við þess að vera saman, fara í
heimsóknir í vínkjallarana, borða
sverar steikur, eins og Gústa var
tamt að orða það, og bara skoða
mannlífið.
Gústi rak eigið fyrirtæki með
miklum myndarskap. Starfa okkar
vegna áttum við í miklum viðskiptum
og reyndist Gústi mér þar einstak-
lega traustur vinur og bar þar aldrei
skugga á. Gústi var sterkur persónu-
leiki, sem berlega kom í ljós í veik-
indum hans. Hann kvartaði aldrei og
aldrei bar á uppgjöf. Hann tók fullan
þátt í öllu, eins og honum var fram-
ast unnt fram á síðustu stundu, enda
naut hann til þess fulls stuðnings
Ástu. í veikindum hans var Ásta alla
tíð eins og klettur við hlið hans.
Elsku Ásta, Ágúst Oití, Anna Rut,
Halla, Friðrik, foreldrar og tengda-
foreldrar, ykkar missir er mestur.
Við fjölskyldan biðjum góðan Guð að
styrkja ykkm- í þessari miklu sorg
og vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð.
Jón og Hrafnhildur.
Ágúst Nordgulen, vinur okkar til
20 ára, lést að morgni hvítasunnu-
dags eftir margra mánaða baráttu
við sjúkdóminn sem dró hann til
dauða. Hugurinn leitar til okkar
fyrstu kynna árið 1979 en þá unnum
við Ágúst saman hjá pabba hans,
Lúðvík Nordgulen verktaka. Það
tókust fljótt kynni með okkur og við
Ágúst unnum saman á vinnuvélum af
og til um nokkurra ára skeið, en við
höfðum báðir mikinn áhuga á vinnu-
vélum. Við bjuggum stutt hvor frá
öðrum allan tímann, fyrst í Breiðholti
og svo síðustu 12 árin í Fannafold í
Grafarvogi.
Samgangur milli heimila okkar var
oft mikill, sérstaklega um þriggja ára
skeið þegar ég var verkstjóri hjá
honum á árunum ‘93 til ‘96. Þeir eru
orðnir margir kaffibollarnir sem við
Gústi, eins og hann var ævinlega
kallaður, höfum drukkið saman og
margt verið skrafað, bæði í leik og
starfi. Það var sérlega gott að vinna
hjá Gústa, við mig var hann bæði ör-
látur og eftirlátur. Þótt vinnudagur-
inn væri oft langur og erfiður þá var
þetta einn ánægjulegasti og lær-
dómsríkasti tími ævi minnar að
starfa hjá honum og bý ég mjög að
því sem vinnuvélakennari sem hann
kenndi mér. Þótt hann lærði rafvirkj-
un stóð hugur hans nær strax að því
námi loknu til verktakastarfsemi og
Gústi var ekki einn af þeim sem létu
vangaveltur duga, hann var fram-
kvæmdamaður.
Ein fyrsta framkvæmdin og sú
sem markaði hvað drýgst spor í vel-
gengni hans í lífinu var þegar hann
náði í konuna sína, Ástu Þráinsdóttir.
Ásta ól Gústa þrjú falleg og mann-
vænleg börn og tók allan þátt í upp-
byggingu fallegs og vel búins heimilis
og myndarlegs verktakafyrirtækis.
Þau hjónin voru sérlega samhent,
þannig að eftir var tekið. Eftir að þau
stofnuðu ÁN verktaka unnu þau
saman daglega og Ásta sá árum sam-
an ein um skrifstofuna og ýmsa að-
drætti fyrirtækisins, auk þess að sjá
um heimilið. Það gekk allt vel sem
Gústi lagði hönd á og það var engin
heppni, heldur ávöxtur af dugnaði,
skynsemi og framúrskarandi verk-
hyggni. Það var lærdómsríkt og í
rauninni ómetanlegt að kynnast og
vinna með Gústa og konunni hans.
Ágúst virti gömul og góð gildi í lífinu
og trúlega átti það stærstan þátt í
hamingjuríku fjölskyldulífi hans.
Þótt hann kynni að meta vandaða og
góða veraldlega hluti þá heyrði ég á
honum alla tfð að ekkert skipti í
rauninni máli nema fjölskyldan og
velferð hennar. Hugmyndafræðin að
baki alls sem hann tók sér fyrir
hendur var að tryggja öryggi og vel-
ferð konu sinnar og barna.
Gústi var einn færasti og afkasta-
mesti vélamaður sem ég hef kynnst
og reyndar var hann mjög röskur
verkmaður í hverju sem var. Það var
sama hvort hann flísalagði, smíðaði
úr tré eða járni eða skipti um kúp-
lingu í vörubfl; allt flaug áfram og
heppnaðist vel, líka það sem hann
hafði aldrei gert áður.
Hann var metnaðarfullur og kröfu-
harður, en þó raunsær í markmiðum
sínum. Auk þess að vera óvenju
handlaginn var hann sérlega glöggur
á tölur og hafði sérstakt innsæi í öllu
sem laut að tilboðum og verðmyndun
í verktakastarfsemi. Gústi tók veru-
legan þátt í félagsmálum verktaka og
vélaeigenda, enda hafði hann mikinn
metnað fyrir hönd þessara atvinnu-
gi-eina.
Á þeim erfiðu tímum sem síðustu
mánuðir hafa verið fyrir fjölskylduna
í Fannafold 24 er margt sem stendur
upp úr í minningu okkar um þetta
tímabil. Það er ótrúlegur andlegur
styrkur Ágústar, aldrei æðruorð,
aldrei ótti eða uppgjöf. Manni finnst
að maður hafi aldrei skilið hugtakið
karlmennska fyrr en nú þegar maður
í vanmætti sínum hefur horft á
hvemig Gústi tók á þessu öllu. Og ást
og umhyggja konunnar hans, sem
dag og nótt annaðist hann. Nærfæmi
hennar og kjarkur, æðruleysi og
dugnaður verður minnisstæður öllum
sem tfl þekkja.
Það er mikil gæfa á tímum erfíðra
veikinda að eiga stóra og samhenta
fjölskyldu og marga vini. Faðir og
bróðir Gústa komu til starfa við fyrir-
tækið og Halla tengdamóðir hans
hefur starfað á heimilinu síðustu vik-
urnar til að hjálpa til. Gústi hafði orð
á því í einu af síðustu samtölum okk-
ar, hversu ómetanlegt það væri fyrir
sig að finna kærleik, ástúð og um-
hyggju fjölskyldu sinnar og vina.
Elsku Ásta, Halla, Anna og Ágúst
Orri, Guð styrki ykkur í sorg ykkar
og söknuði.
Svavar og Anna.
Að setjast niður og skrifa kyeðju-
orð til félaga míns og vinar Ágústs
Nordgulen, fimmtán mánuðum eftir
að við kvöddumst heima á Islandi, er
nokkuð sem ég átti síst von á. Leiðir
okkar Gústa lágu saman fyrir um
tveimur árum þegar ég hóf störf hjá
ÁN verktökum við stórframkvæmdir
á Grundartanga. Snemma lærði ég
að þar fór maður framkvæmdanna.
Dugnaður hans og stórhugur vai-
hveijum manni til fyrirmyndar og
handtökin kunni hann svo sannar-
lega. Ég var svo heppinn að eignast
ekki aðeins góðan vinnufélaga held-
ur líka vin. Vin sem treystandi var á
og var boðinn og búinn að hjálpa
þegar á þurfti að halda. Á annars
stuttu tímabili vorum við mikið sam-
an, ekki aðeins í vinnunni heldur
einnig fyrir utan hana og þá oft
heima hjá þeim hjónum Gústa og
Ástu. Allir sem til þekkja vita að þar
var tekið á móti fólki af miklum höfð-
ingsskap. Þær voru margar stund-
irnar sem við áttum þar saman, í
matarboðum eða yfir kaffibolla og
spjalli um heima og geima. Langar
samræður um veiði og allt sem henni
viðkemur var vinsælt umræðuefni.
Og ósjaldan var gripið í spilin. Þrátt
fyrir fjarlægðina, eftir að ég flutti til
Svíþjóðar, vorum við Gústi og Ásta
alltaf í sambandi og ræddum þá op-
inskátt um baráttuna sem fjölskyld-
an hefur gengið í gegnum undan-
fama mánuði. Gústi var sannur vin-
ur og skemmtilegur. í dag kveð ég
með söknuði góðan dreng.
Elsku Ásta, Halla Sjöfn, Anna
Rut, Ágúst Orri og Frikki. Góður
Guð gefi ykkur styrk á þessum erf-
iðu tímum.
Kolbeinn (Kolli).
í dag verður til moldar borinn
Ágúst Nordgulen. Fyrir tæpu ári
greindist hann liðlega fertugur með
krabbamein. Baráttan var hörð en
við sem fýlgdumst með úr fjarlægð
dáðumst að kraftinum, æðruleysinu
og lífslönguninni. Fram á síðustu
stund var hvergi slakað á og ekkert
gefið eftir. Hugurinn var mikill og
horft var óhikað til framtíðar. Ágúst
var mjög metnaðarfullur og beitti
sér af fullum þunga, enda ber fyrir-
tæki hans merki um myndarbrag og
þrótt ungs athafnamanns.
Agúst var virkur félagsmálamaður
og sat um árabil í stjóm Félags
vinnuvélaeigenda þar sem leiðir okk-
ar lágu saman. Ætíð var hann virkur
í umræðunni, enda búinn sterkri
réttlætiskennd og fór ekki dult með
skoðanir sínar. Ágúst haslaði sér völl
á erfiðum jarðvinnumarkaði, þar
sem barist er um verkefnin og sam-
keppnin er hörð. Engu að síður hef-
ur myndast einstakt samband keppi-
nauta sem mynda samstæðan vina-
hóp. Ég hef verið svo lánsamur að fá
tækifæri til að kynnast þessum hópi
og fá að taka þátt með Ágústi og fé-
lögum. Minningarnar eru margar og
margar fleygar setningar og uppá-
komur rifjast upp, enda var það
hvorki lognmolla né meðalmennska
sem einkenndi félagsskapinn.
Þau hjónin Ásta og Ágúst höfðu
búið sér og börnum sínum einstak-
lega glæsilegt og vinalegt heimili.
Rausnarskap og gestrisni þeirra
hjóna var viðbrugðið en samheldni
þeirra.og ástúð vakti þó ætíð athygli
og aðdáun. Eigum við Theódóra Ijúf-
ar minningar frá mörgum stundum í
Fannafoldinni.
Égséþig
sé þig þó ekki
veit samt að þú ert til
handan hafsins
sem skilur að sérhvem mann
frá sjálfum sér
og mig frá þér
á mörkum alls sem er og var
við sameinumst á ný.
Því iffið er í sjálfu sér
hafið sem á milli skildi.
(JGJ)
Um leið og ég þakka góða vináttu
og ljúfar minningar bið ég alfóður að
veita öllum þeim, sem sárast sakna,
huggun og styrk um-ókomna daga.
Ámi Jóhannsson.
Okkur langar með fáum orðum að
minnast nági'anna okkar og vinar
Ágústai- Nordgulen. Fyrir rúmum
14 árum kynntumst við þeim hjónum
Ástu og Gústa. Við vorum þá að
byggja húsin okkar í Fannafoldinni
og fljótlega tókst með okkur góður
vinskapur. Samgangur fjölskyldn-
anna átti eftir að aukast þegai- dætur
okkar urðu leikfélagar og vinkonur.
Syni okkai- átti Gústi eftir að reynast
góður vinnuveitandi og félagi. Gústi
var einstaklega greiðvikinn og hjálp-
samur. Hvort sem vantaði fallegan
stein í garðinn eða grafa þurfti fyrir
staurum var hann mættur á gröfunni
sinni.
Við nutum hjálpsemi hans og gest-
risninnar sem alltaf ríkti hjá þeim
hjónum. I árlegu götugrillunum okky,_
ar var Gústi allra manna hressastur,
bæði í leikjunum og grillkúnstunum.
Honum tókst með dugnaði og útsjón-
arsemi að byggja upp öflugt fyrir-
tæki, sem hann lifði og hrærðist í til
hinstu stundar. Það var okkur öllum
mikið áfall þegar séð varð að krabba-
meinið mundi sigra þennan hrausta
og lífsglaða „strák“.
Hann barðist eins og hetja með
Ástu sína og fjölskylduna sér við
hlið. Nú horfa þau á eftir eiginmanni
og foður langt um aldur fram. Við
eigum engin orð sem geta huggað en
biðjum Guð að gefa þeim styrk^**.
Minninguna um hann getur enginn
tekið frá ykkur.
Við þökkum Gústa vini okkar sam-
fylgdina.
Jóhanna og Þórhallur.
Á þessari stundu er erfitt að taka
penna í hönd og kveðja Ágúst. Lífið
er undarlegt og tilgangurinn óút-
reiknanlegur; ég spyr mig oft hver sé
tilgangurinn og hvaða þroska fólk eigi
að taka út.
Gústi, eins og hann var alltaf kall-
aður, var glæsimenni og drengur góð-
ur. Ungur maðm- kom Gústi til Akur-
eyrar og hitti sína heittelskuðu, Ástu
Þórunni, og leiðir þeirra lágu saman.
Ásta og Gústi voru samrýnd og*~
glæsileg hjón. Böm þeirra eru Halla,
Anna Rut og Ágúst Orri.
Gústi var mikill athafnamaður,
vann mikið, stofnaði sitt eigið fyrir-
tæki og unnu þau hjónin saman af
miklum dugnaði.
Alltaf var gott að koma til þeirra,
gestrisni mikil á þeirra heimili að
Fannafold 24, Reykjavík.
Á síðasta ári greindist Gústi með
krabbamein sem hann barðist við
hetjulega og Ásta stóð svo sterk við
blið hans og fjölskyldan ölL ^
Elsku Ásta mín, Halla, Anna Rut,
Agúst Orri, Halla mín, Þráinn, Lúð-
vík og bræður, megi guð gefa ykkur
allan þann styrk og blessun sem til
er.
Gústi minn, þakka þér fyrir öll ár-
in og góðu stundirnar.
Hvfl í friði.
Þín vinkona,
Jórunn A. Sigurðardóttir.
Elsku Gústi.
Mig langar að kveðja þig með fá-
einum orðum. Ég minnist þín og
Ástu þegar ég var stelpa í heimsókn
hjá frænku á Akureyri. Seinna eftir
að þið eignuðust heimili í Fossvogin-
um í Reykjavík urðuð þið nágrannar*-
mínir. Ásta kom oft í heimsókn til
móður minnar með Höllu litla.
Það er sérkennilegt hvernig lífið
spinnur þræði sína og að síðar skyldi
ég hjúkra þér veikum. Ég fylgdist
með kjarki þínum og atorku í veik-
indum þínum. Það kom hvert áfallið
af öðru en þú slepptir aldrei taki á
baráttuþreld þínu. „Ég er ekki tilbú-
inn að leggja árar í bát,“ sagðir þú.
Ásta og tengdamóðir þín stóðu við
hlið þér sem klettar og tóku þátt í
baráttu þinni af heilum hug.
Ég þakka fyrir endurnýjuð kynni
þrátt fyrir að ég hefði kosið að leiðir
fjölskyldna okkar hefðu legið saman
aftur af öðrum ástæðum.
Guð blessi þig og gefi Ástu og^»
börnum ykkar styrk í sorg sinni.
Erna Haraldsdóttir.
Hann heyrir stormsins hörpuslátt.
Hann heyrir barnsins andardrátt.
Hann heyrir sínum himni frá,
hvert hjartaslag þitt jörðu á.
I hendi Guðs er hver ein tíð,
í hendi Guðs er allt vort stn'ð,
hið minnsta happ, hið mesta fár,
hið mikla djúp, hið htla tár.
(Matthías Joehumsson)
Hetjulegri baráttu er lokið. BaijJ£
áttu sem háð var af einstökum dugn-
aði og æðruleysi.
Kæru vinir í Fannafold 24, megi
fögur minning og þakklæti lýsa ykk-
ur gegnum skugga sorgarinnar.
Guð blessi ykkur öll um ókomna
tíma og gefi ykkur styi’k.
Blessuð sé minning Ágústs
Nordgulen.
Drífa Gunnarsdóttir.
ÁGÚST
NORDGULEN