Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999
MINNINGAR
SIGRÍÐUR GUÐNÝ
HÓLMFREÐSDÓTTIR
+ Sigríður Guðný
Hólmfreðsdóttir
fæddist í Núpshlíð í
V-Húnavatnssýslu
28. febrúar 1914.
Hún lést á Drop-
laugarstöðum 14.
maí síðastliðinn og
fór útför hennar
fram í kyrrþey.
Ég ákalla þig og bið um frið
þú sem frelsaðir mannkynið
þú sem fórnaðir lffi þínu.
Ég bið þig, viltu taka við mínu.
Þegar tíminn kemur og ég hverf á braut
viltu lina mína þraut í dómsal þínum.
(Sigríður Guðný Hóbnfreðsdóttir.)
Elsku hjartans ástin mín, amma.
Þetta verður síðasta bréfið mitt
til þín, kveðjubréfið mitt.
Þú ert þessa stundina á
ferðalaginu. Ég geng
um gólf, fer úr
herbergi í herbergi.
Einhvem veginn trúi
ég því að þú munir
koma að kveðja mig og
viljir sjá hvemig ég bý
og hvemig hlutirnir
era hérna hjá mér. Það
sem ég hef sagt þér í
bréfunum mínum og
þú gast aldrei séð
nema í huganum, alls
staðar fer ég um og
vona að ég sjái þig.
Geti séð þig lfta yfir og
faðmað þig og kysst í
síðjista sinn.
I gær komu upp í minni mínu
hendumar þínar þegar þú signdir
mig áður en ég fór í hreina
nærskyrtu. Ef einhver horfði vel á
hendur þínar gat hann séð
viðkvæmni sálu þinnar, en fáir sáu
þær og mikið varstu nú misskilin af
mörgum í gegnum þetta líf. Þú
varst hetja í töpuðu stríði, en
engillinn minn, ástin sem þú áttir og
gafst mér hefur verið og verður mér
gott veganesti, elsku hetjan mín.
Næst þegar slegið verður upp í
Zorba-dansa hérna í Grikklandi
vona ég að þú komir og dansir með
mér og mömmu. Ég mun sjá okkur
allar í hröðum hringdansi með afa,
Hólmari og Magga. Við munum
ljóma af hamingju og hlæja við
hvert augnatillit okkar.
Einhver sagði að þegar kæmi að
síðasta degi væri maður rétt að
byrja að læra að lifa og mér finnst
mikið sannleikskorn í því.
Þú fórst í gegnum mikla sorg,
biturð og reiði, en síðustu árin
þegar þú varst búin að sldlja hismið
frá kjarnanum vék það fyrir friði,
mildi og fyrirgefningu.
Ég kveð þig í hinsta sinn ljósið
mitt og held áfram mínu lífi,
sterkari og stöðugri við minningu
þína.
Panos og bömin okkar, Maggi,
Júlí, Afexi og Rúrí, senda þér hinstu
ástarkveðjur.
Þakka þér, ástarengillinn minn,
fyrir allt sem þú gafst mér.
Þín
Sigríður Hreiðarsdóttir (Lúlú).
MAGNUS
LÁRUSSON
tMagnús Lárus-
son fæddist á
Mosfelli í Mosfells-
sveit 14. september
1925. Hann lést á
Landspítalanum 18.
maí síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Digraneskirkju
26. maí.
Hugprúð hetja
hjartaprúð sál
hölda hollvinur
miklu orkaði
meira hugsaði
ei var á munni margt
Þávardimmtídal
er andi drottins
af upphæðum
blés á hið bjarta ljós.
(S. Egilsson)
Það sem af er þessu ári hefur
maðurinn með ljáinn verið iðinn í
gömlu góðu Mosfellssveitinni, ótrú-
lega margir hafa orðið undir í
glímunni við hann. Margir minnast
góðlegs eldri manns sem var mjög
vinsæU meðal bamanna í MosfeUs-
sveitinni. Það var ekki undarlegt að
hann réð sig tU barnaskólans sem
húsvörður fyrir allmörgum áram.
Var hann hvers manns hugljúfi, fé-
lagi og góður vinur, bæði barnanna,
vinnufélaganna, grannanna og for-
eldranna. Síðastliðinn þriðjudag,
18. maí, dó einn merkasti og minn-
isstæðasti MosfeUingurinn, alþýðu-
maðurinn Magnús Lárasson sem
bjó í Markholti 24 í MosfeUsbæ.
Magnús var fæddur 14. sept. 1925,
eitt af mörgum börnum Lárasar
Halldórssonar í Brúarlandi. Láras
var farkennari í MosfeUssveit rétt
upp úr aldamótunum og varð síðar
fýrsti skólastjórinn í MosfeUssveit
þegar efnt var til skólahalds í Brú-
arlandi skömmu eftir fyrra heims-
stnð.
Ég minnist sem fleiri Magnúsar
sem gamansams og sögufróðs
manns. Hann var óþreytandi að
miðla öUum þeim sem unna fróðleik
og fræðslu, frásögnum frá fyrri tíð.
Ætíð fylgdi skemmtUeg og lifandi
sagnaskemmtun Magnúsi, hvar
sem hann kom. Hann var hafsjór
fróleiks um sögu byggðar og þróun
hennar ásamt mannlífi í Mosfells-
sveit fyrr og síðar. Margar frásagn-
ir Magnúsar bára með sér einstaka
nærgætni gagnvart þeim sem
minna mega sín í þjóðfélaginu, enda
var honum annt um að ráðamenn
legðu sig í líma við að bæta hag
þeirra og gagnast þeim. Magnús
naut mikUs trausts hjá sveitungum
sínum, gegndi um allnokkra hríð
trúnaðarstörfum
vegna sérþekkingar
sinnar og reynslu sem
húsasmiður. Hann sat
m.a. í byggingar- og
skipulagsnefnd Mos-
feUsbæjar um árabU.
Þegar bryddað var á
nýjungum í hönnum
mannvirkja var Magn-
úsi mjög umhugað að
hvergi væri slegið af
kröfum vegna burðar-
þols við hönnun mann-
virkja á borð við hús.
Hann taldi, að vegna
lítUs gaUa í byggingar-
efnum eða einfaldrar handvammar
af hálfu byggingarmanna gætu slík
hús orðið að skelfilegum slysagildr-
um, t.d. í jarðskjálftum. Vegna
óvenjulegrar víðsýni og minnis var
Magnús ætíð mjög eftirsóttur tU
þessara vandasömu trúnaðarstarfa.
Magnús sat í húsnæðisnefnd Mos-
fellsbæjar og var lengi vel í kjör-
stjórn, enda naut hann mikUs
trausts vegna réttsýni, Mpurðar,
kurteisi og heiðarleika. Hann var
síðast við sveitarstjómarkosning-
arnar fyrir ári. Síðast hitti eg
Magnús viku fyrir nýUðnar kosn-
ingar, í 1. maí-kaffi Samfylkingar-
innar í MosfeUsbæ. Magnús hafði
átt í erfiðum langvarandi veikindum
eins og greinUega mátti sjá. Þessi
erfiði sjúkdómur sem hann átti í
baráttu við síðustu misserin, hvit-
blæðið, hafði greypt spor sín í
manninn. En frásagnargleðin var
óbreytt, hann sagði frá á ógleyman-
legan hátt, rétt eins og fyrram.
SkemmtUegar og fróðlegar frá-
sagnirnar rannu fram af vörum
hans þrátt fyrir veikindin. Við
kvöddumst með virktum og eg
hlakkaði tíl næstu sögustunda með
Magnúsi. Daginn sem kosningar
fóra fram tU Alþingis nú í vor var
Magnús hins vegar orðinn mjög
veikburða og mátti hann sig vart
hræra. Ekki gat hann hugsað sér að
láta atkvæði sitt falla niður að svo
stöddu, fyrir honum var þetta bæði
réttur og borgaraleg skylda að
kjósa. Voru nú góð ráð dýr. í
skyndi var fenginn hjólastóU að láni
frá Reykjalundi tU að unnt væri að
aka honum inn í kjördeUdina.
SennUega hefur þetta verið Magn-
úsi einnig mjög mikUvægt að hitta
félaga sína, sem hann hafði svo oft
starfað með í kosningum, sem og
starfsfólk skólans, að ógleymdum
öðram samborguram sínum.
Magnús var ágætlega ritfær.
Hann skrifaði mjög fróðlegar
greinar með mjmdum í mosfeUska
blaðið „Sveitunga" um söguieg efni.
Þannig fengum við t.d. að sjá í
blaðinu gamlar myndir sem fáir
vissu af og lesa fróðleik um síðasta
bæinn að Varmá. Aðra grein ritaði
Magnús um prestshúsin þrjú sem
byggð vora á Mosfelli á öndverðri
þessari öld og framyfir miðja öld-
ina. Honum fannst, eins og mörg-
um, mikil sorg að sjá á eftir síðasta
prestsbústaðnum sem brjóta varð
niður og afmá sökum lélegs við-
halds hin síðustu ár. Það hús stóð
allhátt á gamla bæjarstæðinu aust-
an MosfeUskirkju og kirkjugarðs,
þar sem bæir Mosfellspresta hafa
lengst af staðið. Nú hefur verið
byggt fallegt hús og reisulegt í
brekkunni norðan við gamia bæjar-
stæðið eins og sjá má nú. Þá ritaði
Magnús mjög fróðlega grein um
braggakampana og aðrar
stríðsminjar í Mosfellssveit. Hér er
lítið eitt taUð sem mér fróðari
menn gætu betur tíundað.
Ég undirritaður og fjölskylda
mín kveðjum góðan dreng með
virðingu. Við vottum fjölskyldu
hans okkar innUegustu samúð.
Guðjón Jensson.
t
Elskuleg móðir okkar, systir, amma og lang-
amma,
JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju mánu-
daginn 31. maí kl. 13.30.
Helga Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Anna Guðný Guðmundsdóttir,
Björg Kristjánsdóttir,
Hanna María Jónsdóttir, Sigurbergur Steinsson,
Magnús Haukur Ásgeirsson,
Guðmundur Örn Guðjónsson,
Steinþór Guðjónsson,
Danfel Guðmundur Hjálmtýsson,
Thelma Hrund Sigurbergsdóttir.
+
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Laugartúni 19,
Svalbarðseyri,
lést miðvikudaginn 26. maí á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri.
Þór Jóhannesson,
Árni V. Þórsson, Ragna Eysteinsdóttir,
Nanna B. Þórsdóttir,
Hjörvar Þór Þórsson, Andrea Thorsson,
Ásdis Þórsdóttir, Benedikt Arnbjörnsson,
Gunnur Petra Þórsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
ÍVAR ÓLAFSSON
járnsmiður,
Hjallalundi 10,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
mánudaginn 24. maí.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju,
mánudaginn 31. maí, kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd.
Valgerður Aðalsteinsdóttir,
Stefán Ævar ívarsson,
Kristjana Ólöf ívarsdóttir, Sigurgeir Einarsson.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
VIGGÓ JÓNSSON
frá Rauðanesi,
Borgarhreppi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugar-
daginn 29. maí kl. 14.00.
Börn, tengdabörn og afkomendur þeirra.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
RÖGNU SIGURÐARDÓTTUR
frá Arnarvatni.
Ormur Hreinsson, Helga Helgadóttir,
Styrmir Hreinsson, Ásta Sæmundsdóttir,
Helga Hreinsdóttir
og þeirra fjölskyldur.
+
Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför bróður okkar,
KRISTJÁNS VERNHARÐS
ODDGEIRSSONAR
frá Hlöðum,
Grenivfk.
Systkini hins látna
og fjölskyldur.
+
Við þökkum af alhug þeim fjölmörgu sem
auðsýndu okkur samúð og vinarhug vegna
andláts og jarðarfarar okkar ástkæru dóttur,
unnustu og systur,
JÓHÖNNU UNNAR ERLINGSON
INDRIÐADÓTTUR.
Megi algóður guð launa ykkur.
Margrét Rannveig Jónsdóttir, Indriði Benediktsson,
Gísli Þór Einarsson,
Regína Unnur Margrétardóttir,
Jón Indriðason,
Ólöf Sigríður Erlingson Indriðadóttir.