Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 21 VIÐSKIPTI Sedlabankinn segir að reglur um lausafjárskyldu viðskiptabanka séu farnar að bera árangur Merki um aukna varfærni í útlánum VAXTAHÆKKANIR, sem viðskiptabankar hafa tilkynnt að taka muni gildi um mánaða- mótin, eru eðlilegar að mati Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns hagfræðideild- ar Háskóla Islands. „Bankamir eru að svara aðgerðum Seðlabankans, sem setti reglur um lausafjárskyldu í mars og hækkaði vexti í febrúar. Að mínu mati bregðast þeir við á réttan hátt með hækkun vaxta,“ segir hann. Tryggvi Þór segir að þessar hækkanir leiði til minnkunar á spum eftir lánsfjármagni. „Þetta á að slá á umsvifin í hagkei-finu, sem væntanlega minnkar viðskiptahallann og spum eftir erlendum vömm. Þrýstingurinn á gengið ætti einnig að minnka,“ segir hann. Hann segist telja aðgerðir Seðlabankans hafa verið hárréttar. „Og jafnvel hefði hann mátt ganga lengra," bætir Tryggvi við. Hann er ekki þeirrar skoðunar að Seðlabankinn hafi þarna beitt úreltum stjórntækjum. Vextir hafa lítii áhrif á iánsfjáreftirspurn Már Guðmundsson, yfirhagfræðingur Seðlabankans, segir að kannanir Seðlabank- ans bendi til þess að samband lánsfjáreftir- spurnar og vaxta sé frekar veikt. Með öðram orðum sé lánsfjáreftirspum óteygin. „Við voram þeirrar skoðunar að breyting- ar okkar á lausafjárreglum myndu ekki síð- ur en vaxtahækkun Seðlabankans verða til þess að draga úr útlánum. Þá í gegnum framboð frekar en eftirspurn. Bankarnir myndu hika við að lána út vegna skyldunnar til að eiga lausafé,“ segir hann. „Mér sýnist að þessar vaxtahækkanir staðfesti að lausa- fjárreglurnar era að skila tilætluðum ár- angri.“ Æskilegar hækkanir að mati Þjóðhagsstofnunar Már segir að reglumar eigi einnig að vera varúðarreglur, til að draga úr áhættu í bankakerfinu. „Þær eiga að tryggja rekstrar- öryggi þess og draga úr hættu á ofþenslu í útlánum, sem kunni síðan að tapast þegar eitthvað bjátar á í efnahagsmálum," segir hann. Friðrik Már Baldursson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segist telja að miðað við efna- hagsþróunina séu þessar vaxtahækkanir við- skiptabankanna æskilegar. „Við núverandi aðstæður er flest það sem slær á eftirspurn af hinu góða. Þetta er tví- mælalaust skref í rétta átt, að það sé hægt á útlánavextinum og vonandi lántökum heimil- anna með þessu móti,“ segir hann. Samtök atvinnu- rekenda í versl- un og þjónustu stofnuð NY hagsmunasamtök og málsvari atvinnurekenda í verslun og þjón- ustu vora stofnuð í gær og nefnast þau SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu. Samtökin verða ein af meginstoðum Samtaka atvinnulífs- ins, nýrra heildarsamtaka atvinnu- rekenda, og taka til starfa um leið og þau, hinn 1. október næstkom- andi. Að SVÞ standa samtök og fyrirtæki í verslun, þar með talin olíudreifing, vöruflutningar, og margs konar þjónusta. I frétt frá Kaupmannasamtökum Islands kemur fram að nýju sam- tökin muni með starfi sínu undir- strika mikilvægi verslunar og þjón- ustu í öflun þjóðartekna og sköpun velferðarþjóðfélags. Þá muni þau leitast við að hafa áhrif á ákvarð- anatöku í þjóðfélaginu er varðar verslun og þjónustu, og vera þátt- takandi í mótun starfsskilyrða og rekstraramhverfis verslunar- og þjónustugreina. Fimm manna undirbúningsnefnd Stofnfundur samtakanna ákvað að kjósa fimm manna undirbún- ingsnefnd sem undirbyggi fram- haldsstofnfund í haust þar sem kjörin verði sjö manna stjóm. Á undirbúningsnefndin að gera til- lögu um formann, sex stjómar- menn og löggiltan endurskoðanda fyrir samtökin, ráða framkvæmda- stjóra og tilnefna í fuhtrúaráð Samtaka atvinnulífsins. I undir- búningsnefndina vora kosnir þeir Tryggvi Jónsson frá Baugi hf., sem er formaður nefndarinnar, Bene- dikt Kristjánsson frá Vöravah ehf., Einar Sigfússon frá Sportkringl- unni, Sigurður Árni Sigurðsson frá Búri hf. og Þorsteinn Pálsson frá Kaupási hf. Frábær sérútbúin fellihýsi fyrir íslenskar aðstæður. Gott rými, yfirburða tjalddúkur og sterkt þak og gólf eru atriði sem þú vilt vita af í góðu horfi þegar ferðast er um (sland. Þægindi og öryggi eru staðalbúnaður Starcraft Arctidine. eUMHElO^ Opið lau. 10-16 og sun. 13-16. Qisu JÓNSSON ehf Bíldshöfða 14, 112 Reykjavík, sími 587 6644. Umboðsmenn á Suðurnesjum, Toyota-salurinn f Njarðvík, sími 421 4888 OG /kLLT HITT FÍNEjRf/£> / Gasvörur, ferða- " klósett og margt fleira bráðnauð- synlegt! Á góðu verði fyrir flestar gerðir pallbíla. Einföld tjöldun, mikið pláss, áfast eldhús og fortjald, auk frábærrar endingar eru atriði sem gera Camp-let að einstökum tjaldvagni. Ef allir vagnar eru skoðaðir sést að betri kostur er varla á boðstólum Frá Isabella og Trio. Fleimsþekkt vörumerki. Gæði sem ná í gegn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.