Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR RITÞING Áma Ibsen verð- ur haldlð í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi laug- ardaginn 29. maí kl. 13.30. Undirtitill þingsins er Lifandi leik- skáld, en að því er segir í fréttatil- kynningu gefst núlifandi leikskáld- um sjaldan tækifæri til að líta yfir feril sinn á þennan máta. Eðli leik- ritsins sé annað en skáldsögunnar, því ólíkt skáldsögunni lifí það fyrst og fremst í flutningi og eigi ekki jafn greiðan aðgang að áhorfend- um og bækur. Ferill Áma og helstu einkenni hans sem leikskálds verða kynnt á þinginu, en hann hefur samið á annan tug leikrita, þýtt erlend verk og samið ljóð. Sljómandi Ritþings- ins er Hávar Siguijónsson leikhús- fræðingur, spyrlar em Sveinn F.in- arsson og Hlíh Agnarsdóttir, en auk þess munu leikaramir Gunnar Helgason og Björk Jakobsdóttir ftá Hafnarfjarðarleikhúsinu flytja brot úr tveimur verkum Áraa, en leik- húsið hefur í gegnum tíðina frum- flutt íjölda verka hans. Þá verður einnig flutt atriði úr ópemleiknum Maður Iifandi sem Strengjaleikhús- ið fmmsýnir í júní nk. Þetta er annað Ritþing Gerðu- bergs og það fyrsta sem tileinkað er leikskáldi og var það hugmynd Hávars að kastljósinu yrði nú beint að Ieikskáldi. Eftir nokkrar vanga- Lifandi leikskáld í Gerðubergi veltur um hvaða leikskáld skyldi velja varð Ámi fyrir valinu. En hann er að sögn Hávars vel að val- inu kominn. „Árai, er f blóma lífs- ins, skrifar enn og semur, auk þess að hafa unnið fyrir allar gerðir leikhúsa. Þess vegna er áhugavert að fylgjast með því sem hann er að gera, segir Hávar. Ámi verður von- andi bara fyrsta leikskáldið af mörgum sem gerð verða slík skil,“ bætir Hávar við. Datt í hug jarðarför Að sögn Áma varð hann undr- andi þegar haft var samband við hann og segir hann að það fyrsta sem sér hafi dottið í hug hafi verið jarðarför. Honum hafí þó fundist hann ekki getað skorast undan þar sem að sínu mati megi gera mim raeira af þvf að koma á beinum tjá- skiptum milli höfunda og áhorf- enda. Ámi sagðist jafnframt ekki efast um að þetta ætti eftir að Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson NOKKRIR þátttakenda Ritþingsins, frá vinstri era: Hlfn Agnarsdóttir, Björk Jakobsdóttir, Ámi Ibsen og Hávar Sigurjónsson. koma sér vel, honum hefði t.d. fundist mjög fróðlegt að spjalla við spyijendur Ritþingsins og að þær umræður hefðu leitt til þess hann liti verk sín öðram augum en áður. Að sögn Illínar Agnarsdóttur býður Ritþingið upp á skemmtilega möguleika. Það sé að súiu mati áhugavert að fá að heyra hvað Ámi hafi að segja, þar sem fá tækifæri gefist til að ræða við leikritahöfund um verk hans. Hh'n sagði að það vaknaði því fjöldi spurninga sem gaman yrði að fá svör við, s.s. um form verka Áma svo dæmi sé tekið. „Aðalmálið verður að hitta á réttu spuraingarnar," segir Hlfn og bros- ir. Góð mæting var á sfðasta Ritþing Gerðubergs og var salurinn að sögn þéttsetinn. Að mati Áma skorti þó nokkuð á að áhorfendur blönduðu sér í umræðuna, en hann segist þó vonast til að umræða nái að skapast í Gerðubergi á laugardag. Ami heldur áfram og segir að að sínu mati megi gera meira af því að virkja almenning til þátttöku í list- um. íslendingar era ekki nógu virk- ir segir hann, það skortir hefð fyrir þátttöku almennings hér heima, en hún er algeng víða erlendis. Þessi þátttaka er oft á tíðum mikils virði þar sem upplýstir leikmenn koma oft með mikilsverð innlegg í listaumræðuna segir Ámi að lokum. Hádegisleikhús Iðnó Islenska óperan Morgunblaðið/Þorkell AÐSTANDENDUR Þúsund eyja sósu bregða á leik við Tjömina, Magnús Geir Þórðarson, Stefán Karl Stefánsson og Hallgrímur Helgason. Æfíngar hafnar á Þúsund ÆFINGAR era hafnar í Hádegis- leikhúsi Iðnó á nýju leikriti, Þús- und eyja sósu, eftir Hallgrím Helgason. í leikritinu er kynntur ævintýramaðurinn Sigurður Karl. Hann er í fslensku við- skiptah'fi og hefur flækt sfn mál svo vel að hann veit varla sjálfur hvaða fyrirtæki hann rekur leng- ur. Hann er hins vegar snillingur í því að tala sig út úr vandamál- um og þegar við mætum til leiks hefur hann ákveðið að tala sig út úr landinu. Kynnist Sigurði Karli, manninum sem enginn vill kynnast... eyja sósunni Leikritið verður frumsýnt 9. júní. Það er Stefán Karl Stefáns- son sem er einn á sviðinu í hlut- verki Sigurðar Karls. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Leik- mynd og búninga hannar Snorri Freyr Hilmarsson og lýsingu Kjartan Þórisson. Tríó Niels-Hennings 0rsted Pedersens í Þjóðleikhúsinu TRÍÓ Nils-Hennings Orsted Pedersen, Jonas Johansen trommuleikari og Ulf Wakenius gítarleikari. DANSKI djassleikarinn Niels-Henn- ing 0rsted Pedersen heimsækir ís- land í ellefta sinn og heldur tónleika í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum sunnudaginn 30. maí og í Þjóðleikhús- inu mánudaginn 31. maí kl. 21. Niels kom síðast með tríó til íslands á RúRek djasshátíðina 1994 og voru þá með honum Ole Kock Hansen og Alex Riel. í þetta skipti kemur hann með tríó sitt, er leikur með honum á nýjustu plötu hans: This is all I ask. Þar leikur á gítar Ulf Wakenius og á trommur Jonas Johanssen. Efnisskrá tríósins er sem fyrr úr ýmsum áttum. Frumsamin verk hans, ný og gömul, klassískir djassópusar og norræn þjóðlög. Niels-Henning er íslenskum tónlist- arunnendum kunnur. Hann lék fyrst á íslandi árið 1977 með Ole Kock og Alex Riel og síðan hefur hann leikið hér með tónlistarmönnum eins og Philip Catherine, Oscar Peterson og Tete Montoliu. Ulf Wakenius kom hingað með Niels 1991 og lék með tríói hans í Háskólabíói, þar var trommarinn Al- vin Queen þriðji maður. Ulf hefur leikið með mörgum þekktum djass- leikurum m.a. Herbie Hancock og Joe Henderson og hann er gítarleik- ari á nýjustu kvartettplötum þeirra Oscar Petersons og Ray Browns. Jonas Johansen er einn af helstu trommurum Dana og hefur leikið með Stórsveit danska útvarpsins síðan 1991. Hann hefur m.a. leikið með Art Farmer, Kenny Drew og Doug Raney og hefur gefið út tvær geislaplötur með hijómsveit sinni, Move, þar sem Fredrik Lundin leikur á saxófón. Niels-Henning var fyrstur rýþmískra tónlistarmanna til að fá tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs og sá eini sem hefur hlotið þau ásamt Björk Guðmundsdóttur. Koma Niels-Hennings er á vegum Jazzvakningar í samvinnu við danska sendiráðið á Islandi. Tónleikamir í Akógeshúsinu í Vest- mannaeyjum eru í samvinnu við List- vinafélagið og tileinkaðir minningu Eyjólfs Pálssonar, er fór fyrir djass- hátíð Eyjamanna til dauðadags. LEÐURBLAKAN TIL FÆREYJA ÍSLENSKA óper- an heldur til Færeyja með Leð- urblökuna þar sem hún verður sett upp í Norðurlandahús- inu 30. maí kl. 19.30. Með heim- sókn Islensku óper- unnar gefst Færey- ingum í fyrsta sinn tækifæri til þess að sjá og heyra óperu- uppfærslu með fullri hljómsveit. Rúmlega áttatíu manns á vegum Operunnar verða í för ásamt leiktjöld- um, búningum og öðru og eru tækni- menn og hljóm- sveitarstjóri nú þegar komnir til Færeyja til þess að undirbúa sýning- una. Þetta er í þriðja skipti sem Islenska óperan fer með sýn- ingar sínar utan, en árið 1990 sýndi hún Carmina Burana og I Pagliacci við óper- una í Gautaborg og árið 1992 Otello. SIGRÚN Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson í hlutverkum Eisenstein-hjónanna og „au-pa- ir“ stúlkan Adele, Hrafnhildur Björnsdóttir. Styrktartónleikar í Grafarvogskirkju TÓNLEIKAR til styrktar fórnarlömbunum átakanna á Balkanskaga verða í Safnað- arheimili Grafarvogskirkju á morgun, laugardag, kl. 16. Að tónleikunum standa Antonia Hevesi píanóleikari, Pál B. Szabó, fagott- og píanóleikari, og tenórsöngvarinn Hlöðver Sigurðsson frá Siglufirði. Á fyrri hluta tónleikanna verða flutt verk eftir Fasch, Gluck og Bach. Eftir hlé verða flutt lög eftir S. Kalda- lóns, G. Thomsen, Pál B. Szabó, Puccini, B. Bartók, Brahms, Giordani og Monthy. Antoni'a Hevesi (Szabó) út- skrifaðist frá Liszt Ferenc- tónlistarháskólanum í Búda- pest og er kórstjóri við Siglu- fjarðarkirkju og kennir við Tónlistarskóla Sigluíjarðar. Pál B. Szabó útskrifaðist frá Liszt Ferenc-tónlistarhá- skólanum í Pécs í Ungverja- landi og starfar við Tónlistar- skóla Skagaljarðar á Sauðár- króki. Hlöðver Sigurðsson lauk 6. stigs prófi frá Tónlistarskóla Siglufjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.