Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hagfræðistofnun Háskóla Islands 10 ára „Hagfræði- stofnun nýtur hins akademíska frelsis“ Hagfræðistofnun Háskóla Islands fagnar nú 10 ára afmæli. Sverrir Sveinn Sigurð- arson ræddi við Tryggva Þór Herberts- son, forstöðumann Hagfræðistofnunar HI, og fímm fyrirlesara á afmælisráð- stefnu stofnunarinnar. EG held að stofnun eins og Hagfræðistofnun Háskóla fslands sé mjög gagnleg í jafn litlu hagkerfi og hér á íslandi. Við þurfum stofnanir eins og Þjóðhagsstofnun, sem gerir þjóðhagsáætlanir og annað slíkt fyrir hið opinbera. En við þurfum einnig sem mótvægi rannsóknar- stofnanir af þessum toga sem eru algerlega óháðar stjómvöldum og stundum jafnvel gagnrýna stjóm- völd, en vinna jafnframt með þeim,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Há- skóla íslands, en tíu ár em liðin um þessar mundir írá því stofnuninni var komið á fót. „Hagfræðistofnun nýtur því hins akademíska frelsis, og ég tel það hafa sýnt sig og eigi jafnvel enn bet- ur eftir að sýna sig að stofnun eins og Hagfræðistoíhun getur gert gagn með því að halda uppi upp- lýstri umræðu og jafnvel að ríða á vaðið varðandi tiltekin mál,“ segir Tryggvi enn fremur. Sinnir tvenns konar verkefnum Hagfræðistofnun H.í. sinnir í meginatriðum tvenns konar verk- efnum. „Það era annars vegar verk- efni sem era þjónustuverkefni, sem fólk heyrir kannski mest um í fjöl- miðum. Þetta era alls konar úttekt- ir, til dæmis fyrir ríkisstofnanir og ríkisstjómir," segir Tryggvi. „Hins vegar era grannrannsóknir sem hafa orðið æ meiri þáttur í starf- semi stofnunarinnar, en skiptingin þarna á milli þessara tveggja er stöðugt að breytast grannrann- sóknum í hag“. Að sögn Tryggva starfa um 10 manns hjá Hagfræðistofnun, en að auki vinna kennarar viðskipta- og hagfræðideildar, prófessorar, lekt- orar og dósentar, að tilfallandi verk- efnum sem lausamenn. Hagfræðistofnun velti um 50 milljónum króna á seinasta ári, og komu 15-20 milljónir króna frá gjöldum vegna samningsbundinna rannsókna eða þjónusturannsókna. 30-35 milljónir komu svo sem styrk- ir, oftast úr ýmsum rannsóknarsjóð- um og má rekja um 10 milljónir króna til íslenskra rannsóknarsjóða en afgangurinn kom úr erlendum sjóðum víðs vegar að. Hagfræðistofnun gefur út nokkr- ar ritraðir. Þar er helst að nefna það sem Tryggvi nefnir „Working papers“ ritröð, þar sem ritgerðir era birtar fyrsta sinni. Frá upphafí hafa verið gefin út um 80-90 slík rit, en þau hafa verið um 14-15 að með- altali á ári seinustu árin. Einnig gefur Hagfræðistofnun út skýrslur, oft í enda þjónusturann- sókna, og hefur stofnunin gefið út 80 skýrslur frá upphafi. Jafnframt gefur Hagfræðistoftiun út minni og sérhæfðari rit. „A þessum tíu árum hafa þetta verið um 200 rit sem stofnunin hefur gefið út,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson. Náið samstarf við erlendar stofnanir Að sögn Tryggva hefur samstarf Hagfræðistofhunar við erlenda að- ila aukist mjög. „Við erum í nánum tengslum við háskóla og rannsóknarstofnanir á Norðurlöndum, í Bretlandi og ann- ars staðar í Evrópu. Þetta era heimsóknir, samstarfsverkefni og annað slíkt,“ segir Tryggvi og bætir við að nú séu um 10 erlend verkefni í gangi. Þar á meðal verkefni sem varði lífeyriskerfi opinberra starfs- manna hér á landi, sem m.a. hann sjálfur sé þátttakandi í ásamt J. Michael Orszag, prófessor við Birk- beek College við University of London og Stefáni Svavarssyni dós- ent við H.í. Einnig megi nefna að unnin hafi verið mörg verkefni á sviði fiskihagfræði, og hafi Ragnar Árnason prófessor við H.í. unnið mikið í þeim verkefnum ásamt öðr- um starfsmönnum Hagfræðistofn- unar. Fjöldi fyrirlesara á afmælisráð- stefnu Hagfræðistofnunar í tengslum við 10 ára afmæli Hagfræðistofnunar mun stofnunin standa fyrir ráðstefnu í dag, 28. maí, og á morgun 29. maí. Ráðstefn- an, sem einkum er ætluð hagfræð- ingum, er haldin á ensku og nefnist „Macroeconomic Policy: Small Open Economies in an Era of Global Integration". Seðlabanki Is- lands og Háskóli Islands eru styrkt- araðilar ráðstefnunnar, og verður hún haldin í húsi Seðlabanka Is- lands við Kalkofnsveg. Bæði innlendir og erlendir fyrir- lesarar munu halda erindi á ráð- stefnunni, og verða þau öll á ensku. Ragnar Arnason prófessor setur ráðstefnuna í dag og býður gesti velkomna. Edmund Phelps, hag- fræðiprófessor við Columbia Uni- versity fjallar um jafnvægis- og ójafnvægiskenningar hagsveiflna. Þess má geta að Edmund Phelps er höfundur hagfræðikenninga um náttúralegt atvinnuleysi og hefur lagt mikið af mörkum til hagvaxtar- fræða og vinnumarkaðsfræða. Willem Buiter, sem er prófessor í Morgunblaðið/Þorkell • TRYGGVI Þór Herbertsson: Grunnrannsóknir verða æ fyrirferðar- meiri í starfsemi Hagfræðistofnunar Háskóla íslands. alþjóðahagfræði við Cambridge há- skóla og á sæti í peningamálanefnd Englandsbanka, heldur erindi um gengi gjaldmiðla og hagfræði nátt- úraauðlinda. Þorvaldur Gylfason prófessor við H.í. talar um hol- lensku veikina, vöxt og fjárveiting- ar. Ragnar Ámason heldur tölu um hagfræði framseljanlegra kvóta. Már Guðmundsson, yfirhagfræðing- ur Seðlabanka íslands, fjallar um hagkvæmustu gengisstefnu og dr. Sveinn Agnarsson, sérfræðingur á Hagfræðistofnun, heldur erindi um Myntbandalag Evrópu og vinnu- aflsmarkaði. Laurence J. Kotlikoff, prófessor við Boston University, talar um kynslóðareikninga viðsvegar um heim og áhrif þeirra á endurbætur á lífeyriskerfinu. J. Michael Orszag frá Birkbeck College fjallar um endurmat á lífeyrisskuldbindingum hins opinbera á Islandi. Gylfi Magn- ússon, dósent í hagfræði við H.Í., heldur erindi um kynslóðareikninga á íslandi 1994-1996 og Bjöm Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu, fjallar um sýnileg markmið fjármálastjómun- ar á íslandi 1960-1996. Á morgun mun Kenneth Wallis, Margar hliðar hagfræðinnar í fyrirlestrunum Blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af nokkrum þeirra sem halda munu erindi á ráðstefnu Hagfræði- stofnunar. Axel Hall mun kynna þjóðhags- líkan Hagfræðistofnunar, sem full- búið var um seinustu áramót, og hefur verið í keyrslu undanfarið. Mikilvægur hluti líkanagerðar sem þessarar er að prófa líkanið. „Við ákváðum að keyra gögn frá skattleysisárinu 1987 í líkaninu, til að skoða viðbrögð einstakra þjóðfé- lagshópa við þeim aðstæðum sem urðu þá og skoða hvort vinnufram- boðshegðun og þróun helstu þjóð- hagsstærða væri í samræmi við reynsluna," segir Axel Hall. Aðspurður um notagildi þjóð- hagslíkans Hagfræðistofnunar seg- ir Axel að svona líkani sé ætlað að líkja eftir áhrifum skattabreytinga. Þannig megi til dæmis nota líkanið til að skoða áhrif jaðarskatta á neysluhópa og velferð. Líkanið er fjölhæft að sögn Axels. Þannig er t.d. hægt að nota það til greiningar á áhrifum umhverfisskatta sem eiga að hvetja til minni útblásturs gróð- Axel Hall Sveinn Agnarsson J. Michael Orszag Gylfl Magnússon Már Guðmundsson prófessor í hagfræði við Warwick University ræða um þjóðhagslík- anagerð. Axel Hall, sérfræðingur við Hagfræðistofnun, mun tala um „áskorun til þjóðhagslíkans: Tilraun með raungögn" og Páll Harðarson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, mun fjalla um nýtt þjóðhagslíkan fyrir ísland. Frederic S. Mishkin, hagfræði- prófessor við Columbia University, mun ræða um fjármálalegt jafnvægi og hagkerfið, og loks mun Már Guð- mundsson fjalla um forathugun sem gerð hefur verið á reynslu Islend- inga af fjármálalegu ójafnvægi. urhúsalofttegunda. „Líkan eins og þetta getur nýst á marga vegu, og það virðist vera áhugi á líkaninu því að fyrirspurnir streyma inn um að skoða ýmsa hluti,“ segir Axel Hall. Sveinn Agnarsson kynnir athug- un á vinnumarkaðnum og Evrópska myntsvæðinu, EMU. „Við á Hag- fræðistofnun ákváðum að athuga hvaða áhrif aðild að EMU hefði á vinnumarkaðinn, en okkur fannst þar vera nýtt sjónarhorn," segir Sveinn. Að sögn Sveins era þrjú skilyrði fyrir því að aðild að mynt- svæði sé hagkvæm. „I fyrsta lagi verða hagkerfin að sveiflast í takt. í annan stað verður að vera fyrir hendi sveigjanleiki nafnlauna í hagkerfinu, og loks þarf vinnuafl að hafa hreyfanleika hvað varðar að færa sig á milli svæða innan myntsvæðisins þegar koma fyrir áföll sem ríða yfir hagkerfið,“ segir Sveinn. ,A-m.k. eitt þessara skilyrða viljum við að sé uppíyllt til að aðild að EMU geti verið heppi- leg, en ekkert þeirra er uppfyllt á íslandi samkvæmt athugunum okk- ar og annarra. Af þeim sökum, skoðað út frá málefnum vinnumark- aðarins, teljum við skynsamlegt að bíða með aðild að EMU.“ J. Michael Orszag hefur unnið að endurmati lífeyriskerfis opinberra starfsmanna ásamt Tryggva Þór Herbertssyni og Stefáni Svavars- syni, og er tilgangur endurmatsins sá að skoða hve viðkvæmar áætlanir ríkisins um lífeyrisskuldbindingar era með tilliti til þróunar vaxta, tíðni þess að fólk hætti störfum, tíðni dauða og svo framvegis. „Útreikningur þessara skuld- bindinga inniheldur ýmsa mjög flókna útreikninga, en eitt það við- kvæmasta er laun fólks ásamt at- vinnuháttum og hvernig þau þróast gagnvart ríkinu, þ.e. hvernig vöxtur launa þróast hjá þeim sem era áfram í starfi hjá hinu opinbera eða hverfa til starfa annars staðar í hag- kerfinu. Það er það sem við eram fyrst og fremst að skoða,“ segir J. Michael Orszag. Einnig era þeir Orszag og Tryggvi að hefja vinnu að endur- mati á lífeyriskerfi á Norðurlönd- um, og verður þar meðal annars skoðað hvort heildar-lífeyriskerfi fyrir Norðurlönd sé raunhæfur kostur. Að sögn Michael Orszag era niðurstöður ekki komnar í vinnu þeirra, og verður þvi hér aðeins um kynningu að ræða. Gylfi Magnússon hefur unnið að svonefndum kynslóðareikningum, en þeir era mat á því hvemig tekju- öflun og útgjöld ríkisins á hverjum tíma hafa áhrif á fólk eftir því hversu gamalt það er. „Þama er sérstaklega skoðað hvort núlifandi kynslóðir eru að lifa um efni fram og að velta byrðum yf- ir á framtíðarkynslóðir, eða jafnvel öfugt, þ.e. hvort núlifandi kynslóðir séu það sparsamar að framtíðar- kynslóðir þurfi að borga minna í skatta en núlifandi kynslóðir," segir Gylfi. Að sögn Gylfa era kynslóðareikn- ingar eitt af þeim tækjum sem varpa ljósi á ríkisfjármálin. „Það er rætt um ýmsar tölur varðandi ríkis- fjármálin, eins og t.d. hallann á rík- issjóði. Hinsvegar era þær tölur lík- ari skyndimynd af stöðu mála. Kyn- slóðareikningamir athuga hins veg- ar hvert stefnir, út frá áætlunum um hagvöxt, fólksfjöldaþróun og annað slíkt,“ segir Gylfi. Már Guðmundsson heldur tvö er- indi, um hagstæðustu gengisstefnu og forathugun á reynslu Islendinga af fjármálaójafnvægi. „I fyrra erindinu fjalla ég um sögu gengisstefnunnar á Islandi og mat á reynslunni. Niðurstaðan þar er sú að hagstæðasta gengisstefnan sé ekki einhlít heldur breytist með tímanum. Þessi fastgengisstefna sem við höfum fylgt hefur reynst okkur vel, en auðvitað þarf að skoða hvort annað fyrirkomulag hentar betur. Annars vegar væri það teng- ing við evruna, en hins vegar flot- gengi með verðbólgumarkmiði eins og er í Bretlandi. Síðara erindið fjallar um hvernig fjármálakerfið og þjóðarbúið hafa spilað saman á undangengnum ára- tugum. Niðurstaða er sú að ytri áfóll hafa haft áhrif á fjármálakerf- ið, en fjármálakerfið sem slíkt hefur ekki haft svo mikil áhrif. Nú era hinsvegar að koma upp nýjar að- stæður. Þegar næst mun bjáta á í íslenskum efnahagsmálum mun það verða í fyrsta sinn við skilyrði frjálsra fjánnagnsflutninga og væntanlega einkavædds bankakerf- is. Þetta mun kalla á mun öflugra bankaeftirlit en áður og traustari vöku Seðlabankans yfir aðstæðum,“ segir Már Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.