Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ljóðin fljóta í vatnsheldum umbúðum í Sundlaug Kópavogs
ljóð í kafi
LJÓÐUM hefur verið komið fyrir í
heitu pottunum í Sundlaug Kópa-
vogs og gefst sundlaugargestum
að lesa þau samtímis sem þeir
baða sig. Ljóðin eru á plasthúðuð-
um blöðum og eru nokkur í senn
bundin við grindurnar umhverfis
pottana. Þar sem þau eru í vatns-
heldum umbúðum gefst fólki kost-
ur á að lesa þau í kafi.
Kristjana Emilía Guðmundsdótt-
ir, meðlimur Ritlistarhóps Kópa-
vogs, segir að hugmyndin sé fengin
frá Selfossi þar sem sundlauga-
gestir hafa að undanfömu geta les-
ið ljóð með svipuðum hætti. Guð-
ríður Lillý Guðbjömsdóttir, annar
féiagi hópsins, hafi sótt laugina þar
heim, hrifist af hugmyndinni og
ákveðið að hrinda henni í fram-
kvæmd í samráði við hinar konurn-
ar í hópnum. Kristjana Emilía seg-
ir að leyfi fyrir að setja ljóð í pott-
ana hafi verið auðsótt.
Aldrei of mikið af ljóðum
„Eg hef spurst fyrir um hver
viðbrögðin hafi verið og þetta hef-
ur mælst mjög vel fyrir,“ segir
hún.
Ljóðin em eftir konumar í
hópnum og segir Kristjana Eniilia
að þær hafi haft fijálsar hendur
um form og efnistök, en Ijögur ljóð
eru eftir hveija og eina. „Við
gengum frá þessu og reyndum að
hafa letrið skýrt, en settum engar
hömlur á það um hvað var ort eða
hvernig," segir Kristjana Emilfa.
„Tilgangurinn með þessu framtaki
er auðvitað að útbreiða Ijóðið og
vekja áhuga fyrir Ijóðlestri. Þarna
vom engar bækur til að lesa og
það er aldrei of mikið af ljóðum.“
Sigurður Gíslason sat í heita
pottinum og las ljóð þegar blaða-
mann og ljósmyndara Morgun-
blaðsins bar að garði. Hann kveðst
vera tíður sundlaugagestur og
koma nánast daglega. „Mér líst vel
á þessa nýbreytni og tel um ágæta
þróun að ræða,“ segir Sigurður.
Hann kveðst ekki hafa talið þörf á
afþreyingu fyrir sundlaugagesti,
enda stytti þeir flestir sér stundir
með sundiðkan, en Ijóðin í pottun-
um séu prýðileg hugmynd.
„Fólk tyllir sér niður eftir sund-
ið, lætur hugann reika og les ein-
falt og fallegt ljóð. Mér finnst
þetta hið besta mál. Þessi ljóð em
ágætis stemmningar, kannski eng-
inn rosalegur skáldskapur en
snyrtilega að orði komist og gott
fyrir byijendur,“ segir Sigurður.
Vill samkeppni um
sundlaugarljóð
Ólöf Halldórsdóttir blaðaði í
ljóðunum ásamt dætmm sínum,
þeim Sjöfn Ýri og Rakel Söru
Hjartardætrum í heita pottinum í
gær. Ólöf kvaðst telja um jákvætt
framtak að ræða og ágætt að
blanda saman heilsurækt og and-
legri næringu.
„Mér finnst þetta mjög jákvætt
og sniðugt og mætti vera meira af
þessu. Eg hefði öragglega ekki
lesið þessi Ijóð ef þau hefðu ekki
legið héma. Eg vil helst hafa lista-
verk með þessum ljóðum, myndir
og annað, til að kynna unga höf-
unda og koma þessu á framfæri,"
segir Ólöf. „Þetta er nokkuð góður
kveðskapur og í líkingu við það
Morgunblaðið/Kristinn
SIGURÐUR Gíslason kvaðst telja ljóðin í pottunum sæmilegan skáld-
skap og henta vel byijendum í ljóðlestri.
MÆÐGURNAR Ólöf, Sjöfn Ýr og Rakel Sara voru ánægðar með að
geta lesið ljóð í sundi og sögðu gott að geta blandað saman heilsurækt
og andlegri næringu.
ástand sem er núna í laugunum,
sól, hiti og vatn, og lýsir því ágæt-
lega sem maður sækist eftir hér og
gefur lífinu gildi.“
Sjöfn Ýr sagðist ánægð með að
geta lesið ljóð í sundi og stakk upp
á efnt yrði til samkeppni um ljóð
fyrir sundlaugarnar. „Mér finnst
þetta mjög fínt, en það ætti að
vera hægt að senda inn ljóð og
hugmyndir," segir hún.
„Vel,“ sagði Rakel Sara aðspurð
hvernig henni litist á ljóðin og
buslaði í pottinum.
Hægt að lesa
Sameinaði
lífeyrissj óðurinn
Tekur upp
aldurstengft
réttinda-
kerfi
Á AÐALFUNDI Sameinaða lífeyris-
sjóðsins sem haldinn var nýlega var
tillaga stjórnar sjóðsins um ald-
urstengt réttindakerfi samþykkt
samhljóða. Nokkrir aðrir íslenskir
lífeyrissjóðir hafa tekið upp ald-
urstengt réttindakerfi undanfarin
misseri og meðal þeirra eru t.d.
Samvinnulífeyrissjóðurinn og Líf-
eyrissjóður starfsmanna ríkisins.
Grundvallarbreytingin sem verður
á starfsemi lífeyrissjóðs við upptöku
aldurstengds réttindakerfis felst í
því að áunnin réttindi á hverju ári
verða mismunandi eftir aldri sjóðfé-
laga þegar hann greiðir iðgjaldið.
Aldurstengt réttindakerfi gengur
út á það að rýmka réttindi þeirra
sem byrja ungir að greiða í lífeyris-
sjóð því hingað til hafa lífeyrisrétt-
indi verið óháð því hvenær fólk byrj-
ar að greiða í lífeyrissjóð. í árs-
skýrslunni kemur fram að allir nýir
sjóðfélagar munu greiða til ald-
urstengdu deildarinnar. Nokkur
mismunur er á uppsöfnun lífeyris-
réttinda í aldurstengda kerfinu og
stigakerfi. Ef tekjur eru þær sömu
allan starfsaldur sjóðfélagans er
hagstæðara að hefja greiðslur til ald-
urstengda kerfisins fram til 27 ára
aldurs en annars til stigakerfisins.
Sjóðfélögum í Sameinaða lífeyris-
sjóðnum hefur farið fjölgandi og
stefnir allt í að þeir fari yfir 10.000 á
árinu. Afkoma sjóðsins hefur farið
batnandi ár frá ári og í lok apríl síð-
astliðins var heildareign sjóðsins til
greiðslu lífeyris 33,4 milljarðar
króna.
Kynningarfundur Islandssíma hf. um framtíðaráform
Mun lægra verð fyrir
almenna símaþjónustu
FRÁ kynningarfundi Íslandssíma: Sljórnendur Íslandssíma vona að
eftirstandandi hindrunum sem hamla samkeppni á markaði fyrir síma-
þjónustu verði senn rutt úr vegi.
MILLILANDAÞJÓNUSTA íslandssfma mun byggja á rásalausum
gagnaflutningi og verður settur upp íjarskiptabúnaður í London og
New York.
„LJÓST er að framtíð Íslandssíma
mun byggjast á hæfni eigenda fyrir-
tækisins og starfsmanna til að mæta
síbreytilegum þörfum á síbreytileg-
um markaði samskiptatækninnar.
Íslandssími stefnir að því að verða
leiðandi aðili á hinum ört vaxandi
markaði fjarskiptatækni og hvers
kyns samskipta,“ sagði Páll Kr. Páls-
son, stjórnarformaður Islandssíma,
á kynningarfundi fyrirtækisins sem
haldinn var í gær. Á fundinum
kynntu stjórnendur fyrirtækisins
áform um rekstur og uppbyggingu
þess en Íslandssími hyggst hefja
starfsemi í haust og m.a. bjóða al-
menna símaþjónustu á mun lægra
verði en símnotendum stendur til
boða nú. Nýlega var hlutafé í fyrir-
tækinu aukið og ný stjórn skipuð,
sem í eiga sæti Eyþór Arnalds,
Kristján Gíslason, Margeir Péturs-
son, Sveinn Valfells og Páll Kr.
Pálsson.
í ræðu sinni á fundinum í gær
sagði Páll að stjómendur íslands-
síma vonuðu að eftirstandandi hindr-
unum sem hamla samkeppni á mark-
aði fyrir símaþjónustu verði senn
rutt úr vegi en það er ein forsenda
þess að fyrirtækið geti starfað eins
og ráð er fyrir gert. „Það er sann-
færing okkar sem að Íslandssíma
stöndum að næsta ríkisstjórn tryggi
langþráð frelsi á þessu sviði. Það er
alveg Ijóst hvert stefnir í fjarskipta-
tækni og samskiptamálum fólks og
fyrirtækja hér á landi sem hjá ná-
grannaþjóðum okkar. Fólk og fyrir-
tæki hljóta að eiga rétt á því að fela
þeim fyrirtækjum að sjá um fjar-
skipta- og samskiptamál sín sem það
treystir best fyrir því,“ sagði Páll.
Búið að fá fjarskiptaleyfi
í Bretlandi
Íslandssími hefur hafið uppbygg-
ingu fjarskiptanets sem ná mun til
Evrópu og Bandaríkjanna, með
framhaldstengingum um allan heim.
Þjónusta fyrirtækisins mun byggjast
á nýrri tækni í flutningum yfir hafið,
s.k. rásalausum gagnaflutningi, og
verður jafnframt settur upp fjar-
skiptabúnaður í London og New
York. Fyrirtækið stefnir að því að
byggja upp eigið fjarskiptanet hér
innanlands í framtíðinni sem mun
bæði byggjast á ljósleiðara- og ör-
bylgjutækni.
Að sögn Eyþórs Amalds, fram-
kvæmdastjóra Islandssíma, er mark-
miðið að bjóða viðskiptavinum örugga
gagna- og talflutninga, á lægra verði
en áður hefur þekkst á íslandi. Þegar
hefur fengist fjai-skiptaleyfi frá
breska samgönguráðuneytinu og er
unnið að því að Ijúka samningum við
þarlenda aðila um gagnaflutninga,
NetþjónusLu ug iiiillilandasinilOI.---
Eyþór segir einnig að þjónusta Ís-
landssíma verði með óhefðbundnu
sniði. „Við ætlum að nota nýtt við-
skiptamódel, fara ekki þá leið að
gera allt eins og gömlu símafyrir-
tækin gera sem eru t.d. að opna
verslanir út um hvippinn og hvapp-
inn. Íslandssími ætlar að einbeita sér
að fjarskiptum.“
Hann segir að uppbygging fyrir-
tækisins fari þannig fram að fengið
sé lykilstarfefélk-úr-öðrttffl
fyrirtækjum á íslandi og erlendis
frá. „Við erum búnir að ráða níu
starfsmenn, verðum vonandi fimmt-
án í næsta mánuði og ég á von á því
að við verðum 25 í haust þegar við
hefjum starfsemi. Starfsmenn munu
verða meðeigendur í fyrirtækinu að
erlendri fyrirmynd og þannig mun-
um við byggja upp kröftuga starf-
semi þar sem starfsmennirnir hafa
hagsmuni fyrirtækisins að leiðar-
Halló krakkar!
Iþróttaálfurinn fer
til Benidorm og
Mallorca í lok júlí.
ggSlToto
vlrKa dafia
héW.9-210*
Samvinnuferðir
Landsýn
Á verði fyrir þig I