Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ _____________UMRÆÐAN Ráðherradómur -f ÞAÐ velta margir fyrir sér þessa dagana hverjir muni verma ráð- herrastólana í hinu nýja ráðuneyti Davíðs Oddssonar. Það eru vitan- lega margir (flestir að eigin viti) kallaðir en einungis fáir útvaldir. Einhver furðulegasta krafa um ráðherrastól kom þó um 1. mann á lista Sjálfstæðisflokksins á Suður- landi. Fyrst ber nú að nefna að for- ystutvíeyki listans þar vann síður en svo glæstan sigur í síðustu kosningum. Þá er nú til að taka að efsti maður listans er ekki með öllu óumdeildur valinkunnur sómamað- ur í skilningi Steingríms H. með grænu baunirnar í bensíngeymin- um, enda bera menn þess merki í vöngum eftir kveðju ... „að sjó- mannasið" og dr. Skarphéðinsson laxafræðingur á endanum svo að dæmi séu tekin af handahófi. Þó svo að hans verðandi ágæti í London og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætis- ráðherra hafi þótt, með réttu, sjálf- sagður í ráðherradóm, þá er það engan veginn sjálfsagður hlutm’ að sú upphefð færist sjálfkrafa á hendur arftakans á listanum. Enda sýnist mér vandfundið það ráðu- neyti sem hentaði forystumannin- um núverandi svo að um það næð- ust almennar sættir. Reykjanes Það bar til tíðinda eftir Alþingis- kosningamar fyrir fjórum árum er Davíð sóttist eftir ráðuneyti Ólafs Garðars til úthlutunar öðrum, þá mega ýmsir þingmenn þakka vé- fréttaframkomu sinni það í fjöL miðlum að ráðuneytið tapaðist. í stað þess að fylkja sér þétt um efsta mann listans til áframhald- andi setu í ráðherrastól tókst þeim í eiginhagsmunaskyni líðandi stundar, að því er virtist, að glutra öllu niður. Það kom kannski bara vel á vondan? Þingstyrkur og kjör- Forsetaþankar Gera verður kröfu til þess, að forseti Alþing- is, segir Þorsteinn Halldórsson, hafi all- góða og yfirgripsmikla kunnáttu í almennum fundarsköpum. fylgi ætti nú að duga okkur á Reykjanesi til kröfu um minnsta kosti forsetastól Alþingis auk eins ráðherrastóls hið fæsta eins og var í tíð Mathiesen & Salome, enda fylgið m.a.s. stóraukist frá því sem þá var. Davíð vissi nákvæmlega hvernig ætti að flétta þessa fléttu þar til menn máluðu sig sjálfir út í hom, og sýndi þar mikla kænsku, sem mönnum virtist aug- ljóslega hulin á þeirri stundu. Ólafur forseti Ólafur Garðar reyndist vitanlega óskaplega farsæll í forsetastóli ög senni- lega besti maðurinn á Alþingi til þess starfa. Hefur vegur þess embættis vafalaust aldrei verið meiri en einmitt í tíð hans. Það Þorsteinn kæmi mér ekki á óvart Halldórsson að við hann festist að vera kallaður Ólafur forseti er fram líða stundir sbr. Jón forseti, sem einnig var forseti þings á sinni tíð. Hæfir menn í þingflokki Sjálf- stæðisflokks nú í þann stól era kannski ekki eins augljósir og var með Ólaf forseta. En mér sýnist að bæði Sturla Böðvarsson og Sigríð- ur Anna, sem nefnd hafa verið und- anfarið til þess, hafi þar málað sig nokkuð út í horn t.d. sbr. ýmsa stjórn þeirra í stól fundarstjóra á nýliðn- um landsfundi flokks- ins. En gera verður kröfu til að forseti Al- þingis hafi allgóða og yfirgripsmikla kunn- áttu í almennum fund- arsköpum. Þeim yfir- sást t.d. að það er ekki sama hver maðurinn er ef á að fara út fyrir leikreglurnar er fund- armenn era orðnir óþreyjufullir eftir úr- slitum í formannskjöri. Þorvaldur Garðar fór t.a.m. þannig með vald sitt á landsfundum að honum leyfðist ýmislegt sem fund- arstjórum er almennt ekki liðið annars. Það var í krafti skapgerðar hans og valdsmannsyfirbragðs í bland við hæfilega kímni. Þessa eiginleika skortir áðurnefnda kandidata tilfinnanlega í þessu sambandi. Höfundur er formaður Baldurs, málfúndafélags sjálfstæðismanna í launastétt í Kópavogi. * BORGARBYGGÐ Auglýsing Breytingar á deiliskipulagi frístunda- byggða í landi Stóra-Fjalls og Túns og í landi Hallar í Borgarbyggð Samkvæmt ákvæðum 26. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreindar breytingar. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Stóra-Fjalls og Túnsfelst í því að há- marksstærð húsa er breytt úr 60 m2 í 100 m2. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hallarfelst í því að hámarksstærð húsa er breytt úr 60 m2 í 110 m2eða hámark 300 m2 og stærð smáhúsa (gestahúsa) breytist úr 12 m2 f 20 m2. Ennnfremur breytist kaflinn um fráveitu þannig, að gert ráð fyrir rotþró fyrir hvert einstakt sumarhús og á kostnað lóðar- ^hafa en ekki sameiginlegri rotþró eins og eldri skilmálar gerðu ráð fyrir. Breytingartillagan mun liggja frammi á bæjar- skrifstofu Borgarbyggðarfrá 28. maítil 25. júní nk. Athugasemdum skal skila inn fyrir 9. júlí 1999 og skulu þærvera skriflegar. Borgarnesi, 20. maí 1999. Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. Landbúnaðarráðuneytið Tollkvótar vegna innflutn- ings á smjöri, ostum og eggjum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar dags. 27. maí 1999, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings ,á smjöri, ostum og eggjum. IMánari upplýsingar liggja frammi í ráðu- neytinu á skrifstofutíma frá kl. 9 til 16. Skriflegar umsóknir skulu sendar með bréfi eða símbréfi til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 15.00 mánudaginn 7. júní nk. Landbúnaðarráðuneytinu, * 27. maí 1999. Landbúnaðarráðuneytið Tollkvótar vegna innflutn- ings á unnum kjötvörum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 umfram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar dags. 27. maí 1999, er hér með auglýst eftir umsóknum umtollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðu- neytinu á skrifstofutíma frá kl. 9 til 16. Skriflegar umsóknir skulu sendar með bréfi eða símbréfi til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 15.00 mánudaginn 7. júní nk. Landbúnaðarráðuneytinu, 27. maí 1999. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Skólaslit og afhending einkunna verður í dag, föstudaginn 28. maí, kl. 15.00 í Háteigskirkju. Skólastjóri. Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp á Hörðuvöllum 1, Selfossi, (Lögregiustöðin), föstudaginn 4. júní 1999 kl. 14.00: Case traktorsgrafa árg. 1984, skrs.nr. EH-0122, Deutz-Fahr rakstr- arvél, árg. 1989, serno. TS335, jarðýta, Caterpillar, D6C, GP-246, Kverneland pökkunarvél, árg. 1988, serno. NV7510, ZB-065, Ford dráttarvél, árg. 1980, ZC-152, Zetor dráttarvél, árg. 1982. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 27. maf 1999 Uppboð Framhaid uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum fimmtudaginn 3. júní 1999 kl. 14.00. Lönd nr. 1 og 2 úrÁsgarði, Grímsneshreppi, ásamtfjórum sumarbú- stöðum og bátaskýli, þingl.eig. Þb. Radíóbúðin ehf., gerðarbeiðandi Þb. Radíóbúðin ehf. Sýslumaðurinn á Selfossi, 27. maí 1999. til sölu Garðplöntusala Isleifs Sumarliðasonar Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ auglýsir: Rósir, tré, runna. Verðdæmi: Dornrós og hansa- rós kr. 580, lyngrósirfrá kr. 1.390, gljámispill kr. 180, alaskavíðir kr. 95 og rósakirsiber kr. 790. Sumarblóm á góðu verði. Sími 566 7315. NAU6UNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 1. júní 1999 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Eyrarbraut 29, Stokkseyri, ehl. 010101, (408, 96fm),40% eignar, þingl. eig. Mír ehf., gerðarbeiðendur Selfossveitur bs og sýslumaðurinn á Selfossi. Land í Borgarfirði Til sölu (eða leigu) ca 25 hektarar lands. Úrvalsaðstaða fyrir hótel eða mótel. Landið liggurvið þjóðveg 1 að sumarbústaða- byggð BSRB. Uppl. gefnar í síma 463 1149 eða 463 1422. Heiðarbrún 52, Hveragerði, þingl. eig. Baldur Borgþórsson, gerðar- beiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar. ÝMISLEGT Heiðarbrún 55, Hveragerði, þingl. eig. Hugrún Valdimarsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingasjóður ríkisins og húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar. Merkisteinn, hluti A, Eyrarbakka, þingl. eig. Gísli Líndal Agnarsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi. Sýslumaðurinn á Selfossi, 27. maí 1999. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hruni 2, Skaftárhreppi, þingl. eig. Andrés Einarsson, gerðarþeiðandi Sameinaði lífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn 1. júní kl. 16.00. Sunnubraut 21, Vik í Mýrdal, þingl. eig. Páll Ragnar Sveinsson, gerð- arbeiðandi Byggðastofnun, þriðjudaginn 1. júní 1999 kl. 14.00. Sýslumaðurinn f Vík í Mýrdal, 27. maí 1999. Sigurður Gunnarsson. Fáksmenn Við plöntum úttrjágróðri við reiðveginn í Hjalladal í Heiðmörk laugardaginn 29. maí. Hittumst við félagsheimilið kl. 10 árdegis, allir velkomnir. Stofnuð verður skógræktar- og umhverfis- nefnd Fáks sem hefur það að markmiði m.a. að stuðla að fegurra umhverfi á svæði Fáks, meiri framkvæmdum í reiðvegamálum og bættri umgengni við náttúruna. Stofnfundur þessarar deildar fer fram að gróðursetningu lokinni. Undirbúningsnef ndin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.